Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 28. apríl 1962
íslenzkur siglinga-
fræ&ingur í flugvél
Frank Sinatra
Kef 1 avíkurflug’velli, 26.
apríl.
EINKAFLUGVÉL Frank Sin-
atra kom til Keflavíkurflug-
vallar í morgun. Flug-vélin er
af gerðinni Martin 404; er
tveggja hreyfla farþegaflugvél
á stærð við Viscount-vélar
Flugfélagsins. Hefir Sinatra
látið búa vélina sérstaklega,
, og kostaði sú breyting yfir
100 þúsund dollara, eða rúm-
lega 4 milljónir króna.
Mikill íburður.
i Farþegarýmd flugvelarinnar
er skipt í þrennt. Tvær litlar
, setustofur eru með haeginda-
stólum, sem hægt er að snúa
í hring. í þriðju og stærstu
' stofunni eru legubekkir, hæg-
indastólar, píanó, stórt segul-
bandstæki og lítill en smekk-
legur bar. Veggir eru skreyttir
með kínverskum málverkum
og litlar austurlenzkar styttur
standa á borði í einu horni
stofunnar. Litir á veggjum eru
aðallega gráir, silfurlitir og
, svartir, en svellþykk, ljósgrá
gólfteppi eru um öll gólf. Erf-
itt er að gera sér í hugarlund,
að allf þetta skraut og íburður
sé um borð í einni flugvél.
if Gamall Reykvíkingur.
■ Siglingafræðingur á flugvél
Sinatra var Hreiðar Haralds-
son, gamail'l Reykvíkingur,
1 sem nú er búsettur ásamt
konu og tveimur dætrum í
' Los Angeles í Kaliforníu.
Fréttamaður Mbl. náði tali
af Hreiðari og spurði hvernig
t ttm •+!****» >^i i
á ferðum hans stæði. >
Hreiðar sagðist svo frá, að I
hann væri nú siglingafræðing-
ur hjá Flying Tiger Line í Bur
bank, en flugmaður Sinatra
væri kunningi sinn, og hefði
hann beðið sig að koma með
í þessa ferð, þar sem siglinga-
fræðing þurfti að nota við flug
ið yfir Atlantshaf. Á hinum
skemmri vegalengdum, þar
sem skamimt er á milli radíó-
vita, eins og á meginlandinu,
þarf hins vegar ekki siglinga-
fræðing, og kvaðst Hreiðar
því aðeins fara með vélinni til
Prestvíkur. Frá Prestvik
kemur Hreiðar síðan aftur til
íslands með vél frá Flugfélag-
inu og mun dveljast hér
nokkra daga til að hitta vini
og ættingja, en síðan heldur ;
hanm aftur vestur um haf og
tekur upp fyrri störf sín hjá
Flying Tigers.
★ Frank á góðgerðaferðalagi
Hreiðar sagði, að flugvélin ;
mundi mæta Frank Sinatra í
Aþenu, en nú sem stendur er
Frank í IJong Kong, og er
hann á ferð umhverfis jörðina
að skemmta bömum. Allar •
tekjur af þessum skemmtun-
tim hefir Frank Sinatra ákveð
ið að gefa til barnaspdtala og
til hjálpar fötluðum börnum
víðs vegar um heiminn. Hreið '
ar taldi ebki líklegt, að Frank
mundi koma við á íslandi á
vesturleið, en hins vegar
kvaðst hann rnundu fara til ,
London í júnímánuði og sækja
fiugvélina. — B.Þ.
Kassafferð og presit-
smiðja Suðurnesfa
NÝLEGA hefur tekið til starfa
Kassagerð Suðurnesja h.f., og
Prentsmiðja Suðurnesja h.f., og
hafa bæði fyrirtsekin aðsetur á
sama stað og vinna að verulegu
leyti saman.
Kassagerðin framleiðir kassa
Sement til Skot-
lands
AKRANESI, 26. apríl.
Hér liggur ms. Laxá við
Sementsbryggjuna og lestar 950
tonn af sementi, er hún flytur til
Skotlands. Verksmiðjan hefur
samið um sölu þangað á 22 þús.
tonnum af sementi og leigt ms
Laxá til flutninga í 10 mánuði,
eða fram í desember. — Oddur.
af margháttuðum tegundum og
aðrar vörur úr pappa og pappír
allt frá kössum, utan um teskeið
ar og upp í Whiskykassa fyrir frí
höfnina á flugvellinum, auk
bingó-spjalda og þessháttar.
Prentsmiðjan annast allskbnar
smápreont, sem mjög mikil nauð
syn hefur verið fyrir á Suður-
nesjuim, því þar hefur ekki áð-
ur verið prentsmiðja að neinu
gagnL
Framlkvæmdastjóri beggja þess
ana fyrirtækja er Albert K.
Sanders og er skrifstofa hans
að Hafnargötu 27 í Keflavík.
Suðurnesjabúar fagna þessu
innleggi til iðnaðar heima fyrir
og vona að vel gangi, því að
sannarlega þurfum við meira af
iðnaði til þess að gera atvinnu
grundvöll okkar breiðari og
traustarL
Myndin sýnir stúlku, er vinn
ur við vélina, sem sker kassa og
annað þess háttar í sin réttu
mót.
Myndina tók ljósmyndari Mbl.
Sveinn Þormóðsson. — hsj.
Erlendar
fréttir
i stuttu máli
9 Elizabethville, 26. apríl
NTB-AFP
Mosie Tshombe, forseti Katanga,
skýrði frá þvi í dag, að hann
myndi neimsækja Leopoldville
3. maí n.k. Mun hann þá taka á
nýjan leik upp viðræður við
stjórnina þar um Katangavanda-
málið. Sérstök sendinefnd mun
halda frá Katanga til Leopold-
ville, nú á næstunni, til að undir-
búa viðræður Tshombe og Cyr-
ille Adoula, forsætisráðherra.
9 New York, 26. apríl AP
Evangelia Callas, móðir Mariu
Callas, söngkonu, var í dag flutt
meðvitundarlaus í sjúkrahús. Er
talið að hún hafi ætlað að svipta
sig lífi, og hafi tekið inn stór-
an skammt af deyfilyf jum, í þeim
tilgangi. Það var kona, sem býr
í næsta nerbergi við hana, sem
kom að henni hálfmeðvitundar-
lausri. Evangelia Callas er 62
ára að aldri.
• Gibraltar 26. apríl AP
í dag voru gefin saman í Gibralt-
ar, Saraih Ohurohill leikkona,
dóttir Winston Ghurohill, og
Audley lávarður. Hann er 48 ára,
Og er þetta annað hjónaband
hans. Leikkonan er 47 ára og
hefur verið gift tvívegis áður.
Þau hyggjast eyða hveitibrauðs-
dögunum á Spáni.
"""iiiHÍffniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
• „Ég er enginn
Kvikmyndasýn-
ingar Germaníu
NÚ fer að Hða að lokum vetr-
arstarfsemi félagsins Ger-
maniu. Fastur liður í þeirri
starfsemi hefur verið sýning
kvikmynda, einkum ýmiss kon-
ar fræðslu- og fréttamynda.
í dag, -laugardag verður ein
slík sýning haldin í Nýja bíói.
Auk fréttamynda af helztu
heimsviðburðum verða að
venju sýndar nokkrar fræðslu-
myndir, þ. á. m. ágæt mynd
um köfun og frá erfiðri og
hættulegri vinnu, sem kaíarar
þurfa oft á tíðum að inna af
hendi. Þá má nefna mynd frá
fimleikahátíð í Munohen, og
mun efalaust marga unnendur
þeirrar fögru íþróttar fýsa að
sjá hana.
Að venju hefjast sýningar kl.
2 e. h. og er aðgangur frjáls
©g öllum ókeypis, en bömum
þó einungis í fylgd fullorðinna.
hundur“
Oft heyrist kvartað undan
því, að íslenzkir þjónar séu
eftirbátar erlendra starfs-
bræðra sinna um þjónustu
við gesti á veitingabúsum.
Bkki virðast samt norskir
þjónar sérstaklega góðir, ef
marka má grein eftir hinn
þekkta danska bókmennta-
fræðing Jens Kruuse, sem birt
ist fyrir skömmu í „Jyllands-
Posten" og norsku blöðin hafa
prentað upp undanfarið. Þar
segir hann norskri þjónastétt
og norekri veitingaihúsaþjón-
ustu stríð á hendur.
í upphafi máls síns játar
Jens Kruuse ást sína á Noregi
og norsku þjóðinni, en síðan
segir nann m. a.: „Maður
mætti t d. ætla, að þjónn
hefði áhuga á að þjóna. Nei,
ekki norskur þjón. Aðaláhuga-
mál nans er að sanna gestin-
um, að þeir tveir séu jafn-
góðir, og að sú staðreynd, að
hann sjálfur sé þjónn, skuli
ekki fá gestinn til að imynda
sér að þjónninn standi honum
ekki jafnfætis og rúmlega það.
Hann er svo „upptekinn" við
þetta stolta sjálfsmat að það
hindrar hann í að þjóna gest-
inum. Reglan er án undantekn
ingar. Ég hef þekikt þetta land
mjög vel í 35 ár en ég þekki
enga duglega norska þjóna.
Gistihúsin vita ekki, hvað
þjónusta er. Gestirnir reika
um, án pess að heyra eitt vin-
gjarnlegt orð. í móttökusaln-
um og annars staðar vita
menn ekkert um neinn hlut.
Þeir eru ekki vondir. Þeir eru
bara innilega áhugalausir.
Hverju á maður að svara
þjóni, sem maður kallar til og
æpir á móti, um leið og hann
kemur að borðinu: ,Ég er
enginn hundur"? Beygðum
Dananum. skilst, að hann er
lægri vera meðal Norðmanna,
ekki síður í veitingahúsi en
á skíðum. í fnunni Norðmanna
merkir orðið þjónusta sama og
orðið þrældómur, en Norð-
maður er frjáls maður. í
munni Dana merkir orðið þjón
usta sama og vingjarnleiki —
og það orð er ekki mótsögn
við frelsi og sjálfsvirðingu".
• íslenzkir þjónar
Við lestur þessara ummæla
fannst Velvakanda stundum,
að verið væri að tala um suma
íslenzka þjóna. Það er einmitt
þetta undarlega sambland af
stolti og minnimáttarkennd,
sem oft verður vart hjá þjón-
um hér. Stéttin er ung og ís-
lendingar stoltir að eðlisfari.
Orðið þjónn finnst sumum af
misskilningi niðrandi og ekki
samboðið frjálsbornum manni,
þótt í rauninni sé hver þegn
þjóðfélagsins í eimhverjum
skilningi annarra þjónn. Stolt
eða jafnvel hroki sumra þjóna
veldur því, að gestir verða
beinlínis feimnir við að
snatta þjónunum í kringum
sig. Óumbeðin þjónusta er þvl
miður enn of sjaldgæf hér,
þótt einn og einn þjónn komi
hlaupandi með eldfæri, þegar
gestir tuka upp reyktóbak, og
ungþjónar séu sendir annað
veifið tii að skipta um ösku-
bakka. Sumir þjónar neita
jafnvel að útvega gestum tó-
bak en benda þeim á sölulúgu
einhvers staðar úti í sölurn.
Yfirleitt er þjónustan með
þeim hætti, að gestirnir verða
sífellt að vera með hugann við
hana, í stað þess að þjón-
ustan á að koma af sjálfu sér,
vera svó létt, lipur og sjálf-
sögð, að menn þurfti ekkert
um hana að hugsa.
• ,)Ég er enginn
wmmmummmmmmmmmmmmm—mammmmék
öskubakki!“
Vitaskuld eru ekki allir
þjónar hér undir sömu sök
seldir — síður en svo, en með
an of margir þjónar umgang-
ast gesti með durtshætti og
misskildu stolti, verður að
gagnrýna starfshætti þeirra,
Ekki er langt síðan Velvak-
andi varð vitni að furðuleg-
um atburði í góðu veitinga-
húsi. Maður gekk á undan hon
um mn eftir sal og hélt á
vindlingi miili fingra. Skyndi-
lega opnaðist hurð á vegg til
hliðar við manninn, og út snar
aðist ungur þjónn með mikl*
um asa. Rakst hann á mann-
inn á fuilri ferð, svo að hann
hrökklaðist undan. í stað þess
að biðjast afsö'kunar á því að
athuga ekki betur um sinn
gang ( glerrúða var á hurð-
inni), hreytti þjónninn þessari
athugsemd að manninum, sem
varla hafði áttað sig enn á
þessu áhlaupi: Ég er enginn
öskubakki!" Nokkur öskukorn
höfðu þá sáldrazt á öxl þjóns-
ins. Maðurinn gerði ekki ann-
að en brosa vandræðalega og
yppta öxlum; efcki verið
betri þjónustu vanur á Í8*
lenzkum veitingahúsum.