Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
L'augarilagur 28. apríl 1962
Myndin sýnir tröppurnar og innganginn að Grjótagötu 10.
Ránið á Grjótagotu upplýst
Tveir ungir piltar
tóku veskiö og bílinn
Slys olli höfuðmeiðslum innheimtumannsirLS
TVEIB ungir piltar, 16 og 18
ára gamlir, hafa verið hand-
teknir af rannsófenarlögregl-
unni í Reykjavík fyrir aS hafa
stolið veski af Stefáni Guð-
mundssyni, innheimtumanni,
Grjótagötu 10, við hús hans að-
IMemenda-
samband
Verzlunar
skólans
AÐAL.FUNDUR Nerrvendasam -
bands Verzlunarskóla íslandis
var nýlega haldinn. Frátfarandi
formaður Nemendasaimbandsinis,
Sigurbjöm Þorbjömsson, skrif-
stofustjóri, greindi frá því að
stofnað hefði verið fulltrúaráð
innan sambandsins, sem skipað
er einum fulltriia frá hverjum
árgangi, er brautskráðst hefir
frá Verzlunarskóla íslands. Ár-
gangur sá, er lýkur burtíarar-
prófi frá skólanum í ár, er 55.
í röðinni, en fyrsti árgangurinn
brautskráðis árið 1907 og voru
í honum 10 nemendur. Þá var
og skýrt frá fjáröflun meðal
eldri nemenda til stuðnings bygg
ingasjóðs V erzlunarskólans.
Hið árlega nemendamót saim-
bandsins verður að þessu sinni
halddð í Ládó þann 30. apríl og
er búizt við fjölmenni, sérstak-
lega afmælisárganga.
Stjóm Nemendasamibands
Veralunarskóla íslands var öll
endurkjörin, en hana skipa: —
Sigurbjörn Þorbjörnsson, form.;
Njáll Símonarson, varaáorm.;
Ólafur Briem, ritari; öm Valdi
marsson, gjaldkeri og Kristinn
faranótt miðvikudagsins 4.
apríl sl. í veskinu voru pening-
ar og ávísanir, sem námu tug-
um þúsunda króna, og auk
þess stáln piltamir bíllyklum
Stefáns og síðan Volkswagen-
bíl hans. Var í fyrstu talið að
>um líkamsárás og rán hefði
verið að ræða, en nú hefur
komið á daginn að svo er ekki,
heldur að um þjófnað og slys.
— Báðir piltamir sitja nú í
gæzluvarðhaldi.
Málavextir voru þeir að
kvöldið 3. apríl var Stefán
staddur í veitingahúsinu Nausti
ásamt kunningja sínum. Gerð-
ust þeir báðir ölvaðir og um
miðnæturskeið fylgdust þeir að
heim til Stefáns að Grjótagötu
10, en þar skildu leiðir. Mundi
Stefán síðan ekkert annað en
áð hann vaknaði í blóði sínu
við húströppumar. Komst hann
inn, vafði handklæði um höfuð
sér, og fékk fólk í bíl, sem statt
var á Hótel íslands bifreiða-
stæðinu til þess að aka sér á
slysavarðstotfuna, þar sem hann
lá þar til 5. apríl, er hann
kærði til rannsóknarlögreglunn-
ar vegna þjófnaðar á veski
sínu, sem hafði að geyma nokk-
ur þúsund krónur í reiðufé og
tugi þúsunda í ávísunum út-
gefnuni á Raforkumálaskrif-
stofuna. Aulc þess hafði lykla-
kippa Stefláns verið tekin og
bíl hans stolið, og eins og áður
segir var í fyrstu talið að hér
hefði verið um ofbeldisárás og
rán að ræða.
Sveinn Sæmundlsson, yfirlög-
regluþjónn, skýrði blaðamönn-
um svo frá í gær, að rannsókn-
arlögreglan hefði handtekið tvo
unga menn, 16 og 18 ára gamla,
og hefðu þeir sagt þá sögu,
sem hér fer á eftir:
Umrætt kvöld voru piltarnir
KL. 12.00 í gær var háþrýsti- staðar hlýtt, til dæmis var
svæði frá Bretlaindseyjum 15 stig á Kirkjubæjarklaustri,
um austanvert ísland til Norð 14 stig á Egilsstöðum og 13
ur Grænlands. Yfir íslandi stig á Akureyri.
var bæg suðlæg átt og alls
0
Framh. af bls. 1
„Á síðastliðnu vori var ákveðið af flokknum og háskólayflrvöldum að koma í veg fyr-
ir ferðalög stúdenta“.
„Ört vaxandi þáttur í starfl FDJ (Freie Deutsche Jugend, sem eru einu félagssamtök
/ ’ stúdenta í landinu og auðvitað undir flokksstjórn kommúnista. Innskot Mbl.) er skipu-
lagning og framkvæmd „sjálfboðavinnu“ . . . Nú erum við síður en svo gegn því, að
’ * ’ stúdentar vinni að framleiðsiustörfum, og séu jafnvel skyldaðir til þess, — þvert á
móti teljum við það mjög æskilegt, að stúdentarr kynnist kjörum vinnandi fólks, enda tökum við
þátt í þessu sjálfir . . . Eitt fyrirhrigði, sem stendur í sambandi við FDJ, þótt það kallist sjálf-
stætt félag, er GST (Gesellschaft fúr Sport und Technik). Svo er sagt, að félag þetta sé tekniskt
sportfélag, þar sem hægt sé að stunda flestar tegundir slíks sports, allt frá reiðmennsku og kapp-
akstri niður í skotfimi. En í framkvæmd a. m. k. meðal stúdenta, eru í félagi þessu næstum ein-
göngu iðkaðar heræfingar".
0
„Munur á lægstu og hæstu launum er hér gífurlegur. Lægstu laun eru mjög lág og
geta aðeins veitt mjög léleg lífskjör, hn hæstu eru ofsahá, svo sem hjá ýmsum visinda-
og listamönnum". J
á leið vestur á Öldugötu og
gengu þeir upp Grjótagötuna
skömmu eftir miðnætti. Sáu
þeir þá mann, sem sat á stein-
tröppum við hús við Grjóta-
götuna. Hafði hann lyklakippu
í hendínni og var mjög drukk-
inn. Gátu piltamir lítt við
manninn talað, en skildist að
hann mundi ekki geta opnað
hurð'.na á húsinu. Hjálpuðu
þeir til og gátu opnað hurðina
með einum lyklanna á kipp-
unni, en þegar þeir hugðust
hjálpa manninum inn, vildi
hann ekki sinna því og stjak-
aði piltunum frá sér. Fóru þeir
við svo búið og höfðu lykla-
kippuna meðferðis, en þeir
höfðu tekið eftir því að á henm
var m.a. lykill að Volkwagen-
bíd. Sáu þeir slíkan bíl skammt
frá húsinu, hinum megin við
götuna. Fóru piltarnir síðan á
Öldugötu, en gerðu ekki vart
við sig á þeim stað, sem þeir
upphaflega hugðust fara á, held
ur sneru við og höfðu nú bíl-
inn í huga.
Tóku veskið og bílinn
Þegar þeir komu aftur að
húsinu sáu þeir í fætur manns-
ins í dyragáttinni, og er betur
var að gáð, lá maðurinn þsir á
ganginum. Hafði þé annar pilt-
anna orð á því að þeir skyldu
athuga hvort maðurinn befði
ekki seðla á sér. Athuguðu pilt-
amir það og tóku stórt veski
úr innri jakkavasa mannsins,
þar sem hann lá á götunni. —
Segja piltamir að þá hafi
hvorki áverka.né blóð verið að
sjá á manninum.
Eftir að hafa tekið veskið
■i
Morskar
fiugáhafnír
til Loftleiða
LOFTLEIÐIR hafa nú fengið
2 norsikar áhatfnir, þ.e. flug-
stjóra og vélamenn, frá norska
flugfélaginu „Fred Olsen". Fé-
lagið óskaði eftir að fá 3 áhatfn
ir frá sama félagi eða öðrum
norðurlandafélögum til við-
bótar.
Félag íslenzkra atvinnuflug-
manna neitaði þessu hins veg-
ar þar sem það taldi að nægi-
legur fjöldi flugmanna væri
fyrir hendi hér á landi. Að-
eins þyrfti að þjálfa starfs-
menn Flugfélags íslands til
flugstjórastarfa og hefðu Lotft-
leiðir boðist til að greiða þamn
kostnað. „Fred 01sen“ hefði
sent sína flugmenn án alls
aukakostnaðar við þjálfun.
Að undanförnu hafa 3 flug-
stjórar Flugfélags íslands
starfað hjá Loftleiðum.
Eigandinn ók ekki
VEGNA fréttar af árekstri Voliks
wagen-bifreiðar og Chervolet-
station-bíls við Þóroddsstaði, sem
birtist í Mbl. s.l. miðvikudag,
skal það tekið fram, að það var
önnur hinna slösuðu kvenna, er
ók Volkswagen-bílnum, en ekki
eigandi þess bíls, eins og skilja
mátti af orðalaginu.
héldu piltarnir að bílnum, og
stóð heima að lykillinn gekk að
honum. Komu þeir bílnum ekki
í gang, og létu hann renna nið-
ur í Áðalstræti. Hittu þeir þar
fyrir stráika, sem hjálpuðu til
við að ýta bílnum austur
Kirkjustræti. Segja piltarnir að
þar hafi bíllinn tekið einu sinni
við sér, en síðan drepdð á sér
aftur. Reyndu þeir að gang-
setja bílinn með því að ýta hon
um áfram. Beygðu þeir norður
Thorvaidsensstræti, meðfram
Landssímahúsinu og Sjá-lfstæðis
húsinu og skildu að lokum við
bílinn við endann á Vallar-
stræti, en þar fann dóttir Stef-
áns hann daginn eftir, er hún
átti þar leið um. Að þessu loknu
höfðu piltamir sig á brott.
Við yfirheyrslur bera piltam-
ir tveir, að þeir hafi skipt með
sér reiðufé því, sem í veski
Stefáns hefði verið og hafi 1200
krónur komið í hlut hvors
þeirra. Stefán telur hinsvegar
að nokkru meira fé hafi verið
í veskinu.
Allar ávísanirnar, sem í vesk-
inu voru, eru komnar fram, ut-
an fimm þær minnstu, en þær
höfðu piltamir selt. Aí þeim
eru tvaer komnar til rannsókft-
arlögreglunnar og hljóða þær
samtals á 1000 krónur.
Skýringin á meiðslum Stef-
áns er sú, að eftir að piltarnir
voru famir í síðara skiptið, er
talið að hann hafi vaknað, far-
ið út á tröppumar og dottið á
höfuðið út af þeim. Fyrir neð-
an tröppumar lá járnumgerð
af þakglugga, skörðótit nokkuð,
og fundust á járninu glögg
merki þess, að Stefán hefði
hlotið meiðsli sín af því. Mun
hann síðan hafa komizt spöl-
korn frá járnumgerðinni og
fram fyrir tröppurnar, en þar
vaknaði hann. — Er máil þetta
því að fullu upplýst.
(Jtankjörstaðakosning
Utankjörstaðalcosning hefst n.k. sunnudag 29. apríl. Þeir
sem ekki vcrða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönn-
um, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá
borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum *
sendirá.ðum og ræðisnr.annum sem tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGA-
SKÓLA. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga
kl. 10—12, 2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Aðalstræti 6 II hæð
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan-
kjörstaðaatkvæðagreiðsluna.
Skrifstofan er opin dagiega frá kl. 10—10. Símar 20126 og
20127. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 20129.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksíns
er í Morgunblaðshúsinu Aðalstræti 6 II. hæð. Skrifstofan
er opin alla daga frá kl. 10—10.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflofeksins er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi
kosningamar.
Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í sima 20129.
— • —
Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður fjar-
verandi á kjördag innanlands og utanlands.
— • —
Símar skrifstofunnar eru 20126—20127.
Stúdentar — Sumarstarf
Viljum ráða næturverði til starfa tímabilið júní —
september. Heppilegx fyrir þá sem vilja lesa í sumar.
Upplýsingar á skrifotofu Hótel Garðs, Nýja Garði,
2. hæð kl. 17 í dag.
HÓTEL GARÐUR.
Til leigu
5 herb., eldhús, bað, þvottahús og geymslur.
Laust 14. maí.
Uppl. á Lynghaga 2 efstu hæð ekki í síma.