Morgunblaðið - 28.04.1962, Side 8

Morgunblaðið - 28.04.1962, Side 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 28. ápríl 1962 fyrirtækjum Og vera þá styttri tíma á hverjum stað. í>að væri áreiðanlega fróð- legt til samaniburðar að af- greiða um tíma í skótoúð, blótfnatoúð, kjötbúð, bókabúð eða matvörubúð, af því að þá kæmi í ljós hivaða af- greiðslustörf ættu bezt við mann.......Við nemendurnir hittum fyrir margt óíkunnugt fólk, sem við verðum að um- gangast á vinnustöðunum, en einmitt á því lærum við ýmis- legt“. Og sú þriðja: „Ég býst við að flestum okk ar í 4. bekk, auk aðstandenda okkar, lítist mjög vel á þetta fyrirkomulag að gera nemend um kleift að kynnast störfum ýmissa stofnana, því þé viturn við frekar út í hvað við för- um, er við í framtíðinni sækj- um um atvinnu“. Tilraunin hefur heppnazt Verzlunardeildin hefur nú starfað í sex ár, sagði Ámi Þórðarson, skólastjóri að lok- um, og fimmti hópurinn út- skrifast á vOri komanda. Flest ir eru saromála um, að þessi tilraun, sem gerð var, hafi heppnazt mjög vel, enda voru á s.l. hausti stofnsettar svip- aðar deildir í þremur öðrum skólum, þ. e. í Vogaskólanum, Laugarnessskólanum og Rétt- arholtsskólanum. ardeild og tólk hún til starfa haustið 3 956. Fyrstu gagnfræð ingarnir útskrifuðust úr Verzl unardeildinni vorið 1958. I upphafi var þetta nokkurs- konar tilraun til að auka á fjölbreytni gagnfræðanámsins og gefa stúlkum kost á að búa sig undir skrifstofu- og verzl- unarstörf á styttri tíma en með meiri einbeitingu en þær áttu kost á áður. Þannig komst Árni Þórðar- son, skólastjóri Hagasikólans, að orði, þegar við leituðum upplýsinga um deild þé, sem hefur það að markmiði að búa ungar stúikur undir hagnýt störf á skrifstofum og í verzl- unum. Tungumál aðainámsefnáð — Hinu hefðbundna námi var breytt á þann veg, hélt Árni Þórðarson ófram, að námsgreinum var fækkað að mim, en fjölgað stundum í þeim greinum, sem taldar eru þýðingarmeiri en aðrar. Aðalnámsefnið eru tungu- bél, en auk þess læra stúlk- urnar mikið I vélritun, fá undirstöðuþekkingu í bók- færslu og léttum hagnýtum reikningi, og svo heilsu- fræði, íslandssögu og félags- fræði, sem öllum er nauð- synlegt að vita eitthvað um. Hreinlæti og snyrtimg I vetu: var í fyrsta skipti haft stutt námskeið í 4. bekk Verzlimardeildarinnar í hrein læti Og snyrtingu. Við sköðana könnun höfðu komið í ljós ein dregnar óskir stúlkna á þess- um aluri að fá einihverja til- sögn á þessu sviði. Margar ungar stúlkur hafa áreiðan- lega þört á slíkum leiðbeining um, ekki sízt skólastúlkur, sem oft nota fegrunarlyf af mik- il'li vankunnéttu. Stúlkurnar tóku þessari kennslu mjög vel og virtust taka góð ráð til greina. Starfskynning Það nýstárlega nýmæli var strax fekið upp, að gefa stúlk unum í 4. bekk Verzlunar- deildarinnai kost á að kynn- ast mismunandi skrifstofu- og verzlunarstörfum af eigin raun. Er það nefnt starfs- kynning. Skólinn semur við fáein fyrirtæki, svo sem banka, stórar skrifstofur og verzlanir, að taka stúlkurnar í vinnu tiltekinn tíma. Hver stúlka vinnur fimm daga hjá sama fyrirtækinu, tvær stund ir á dag. og fer í 4—6 fyrir- tæki yfir veturinn. Að starfs- kynningunni lokinni skrifa þær smáritgerð um það, við hvaða störf þær hafi unnið Og hvernig þeim hafi fallið þessi þáttur kennslunnar. „Við vitum frekar út í hvað við förum . . .“ Skólastjórinn sýndi Okkur nokkrar greinargerðir um starfskynninguna, sem stúlk- urnar í 4. bekik í vetur höfðu skilað. Ein þeirra sagði: „Persónulega finnst mér að ég hafi haft mjög gott af þessu, og það sem meira er, ég held ég hafi komið auga á, hvað það muni vera, sem ég vilji helzt taka mér fyrir hendur, í það minnsta nú til að byrja með“. Önnur skrifaði: Líklega eiga þær von á Ijósmyndaranum .... Til að bæta úr brýnni þörf var stofnsett ný bóknámsdeild, sem sniðin var við hæfi stúlkna í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut, sem svo hét þé, en nú nefnist Hagaslkólinn. Hlaut deildin nafnið Verzlun- Stúlkurnar í 4. bekk Verzlunardeildarinnar æfa fegurðarskyn sitt við fleira en snyrta og máia sjálfa sig. Þær búa sig undir skrif- stofu og verzlunarstörf „Ég er mjög ánægð með þessa starfskynningu og kem- ur hún okkur nemendunum áreiðanlega að miklu gagni. Ég held samt sem áður að enn bá meira gagn væri að þvá að fá að kynnast fleiri /R ■ (f-Jorciin onLar >— Við framikvæmd fræðslu laganna frá 1956 kom fljótlega í Ijós, að gagnfræðastiginu var nokkuð þröngur staíkkur snið- inn. Þess vegna var komið á fót deildum með nokkuð breyttri námsskré fré því sem verið hafði, t.. d. verknámið. En bóklega línan, var enn of eirnhæf, og meðal annars þess vegna leituðu fleiri inn á lang skólanám en góðu hófi gegndi. Öhugnanlegt saka- mái til lykta leitt Frændi Ulbrichis sal inni í 12 ór vegna andkommnnisma ÞAÐ var t’lkynnt hér í dag, að lokinni réttarrannsókn, að öruggt væri, að Julian Harvey, skipstjóri á skemmtisnekkjunni Bluebelle, hefði verið valdur að dauða konu sinnar, Arthur Duperrault og konu hans. auk tveggja barna þeirra hjóna 12. nóvember sl., er snekkjan sökk skyndilega und an austurströnd Bandaríkjanna. Dóttir Duperrault hjónanna, Terry Jo, komst lífs af. Áður hafði þó Harvey skipstjóri, bjarg- azt. Hann gaf þá skýringu, að snekkjan Blubelle hefði orðið fyrir óhappi, síðan hefði eldur orðið laus í skipinu, og hefði það orðið farþegunum að bana. Er dióttir Duperrault hjónanna, 11 ára, bjargaðist, lýsti hún því yfir að Harvey hefði myrt foreldra sína, en skilið sig og a. m. k. eitt systkir.a sinna eftir hjélpar- laus. Er fregnin um björgun stúlknanna barst Harvey til eyrna framdi hann sjálfsmorð. Atburður þessi er talinn með þeim hryllilegri, sem um getur í sögu sakamála, um langt skeið. Harvey var fyrrverandi herflug- maður, Og hafði getið sér gott orð. Grunur leikur þó á, að allt hafi ekki verið með felldu um dauða fyrii konu hans, og áður hafði hent hann ólhapp, er skemmtisnekkja, sem hann átti, sökk skyndilega. F R Á því hefur verið skýrt í Vestur-Berlín, að Gerhard Ulbricht, frændi Walther Ul- brichts, hafi nú verið látinn laus eftir 12 ára fangelsi. — Upphaflega hafði Gerhard, sem nú er 42 ára gamall, ver ið dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir meint misferli með fjár muni. — Andkommúnískar skoðanir hans eru þó taldar hafa vaidið því, að dómur hans var síðan framlengdur um önnur 6 ár. Það er „nefnd frjálsra lög- fræðinga“. sem hefur aðsetur í V-Berlín, sem skýrði frá því, að inn laus 22. febrúar sl. Áður var þó vitað, að kona hans hafði flúið til V-Berlínar. Engar iílkur eru þó taldar á því að þau hjónin muni ná saman aftur. Gerhard hefur verið kallaður „svarti sauðurinn" í fjölskyldu Ulbriohts. og mun hann oftar en einu sinni hafa neitað að taka hina kommúnisku trú. Bækur um Manet og sagnaskemmt- un Islendinga NÝLEGA eru komnar ú't tvær bækur hjá forlagi Méls og menn ingar. Önnur er eftir Hermann Pélsson og heitir „Sagnaskemmt un íslendinga.“ Fjallar hún um ýmislegt vandamál í samibandi við fornsögur íslendinga og hlut verk þeirra í þjóðfélaginu fyrr á öldum. í köflum bókarinnar er m.a. ritað um upptök sagna- Árið 1960 féktk Walter Ulbricht gott tækifæri til að náða bróður són sinn, er fjöldi austur-þýzkra fanga var náðaður, er þeir höfðu afplánað tvo þriðju hlutá fangela isdóma sinna. Hins vegar mun Gerhard á þeim tkna hafa þver- neitað að uppfylla aðalskilyrðið fyrir slíkri náðun, sem sé að snúast til réttra pólitískra trúar- bragða. skemmtunar, fom mlnni og Ia» lenzkar sagnir á Norðurlöndum. Bókin er 188 bls., prentuð í Prent smiðjunni Hólum hjf. Hin bókin er myndahefti, þar sem birtar eru 12 marglitar og 4 einlitar myndir eftir Edouard Manet. Þýzkur maður, Heiinricih Trost, hefur séð um útgáfuna, riit- að skýringar með myndum og for málsorð, sem Hreinn Steingríms* son hefur þýtt. Bókin, sem er 4« bls., er prentuð í Magdeburg í Saxlandi á hernémssvœði Sovét- ríkjanna í Mið-Þýzkailandi, eu textinn settur upp í Prentsmiðj- unni Hólum h.L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.