Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVKBLAÐIÐ Laugardagur 28. apríl 1962 Afgreiðslustúlka Vönduð og áreiðanleg stúlka óskast strax í vefnaðar vörubúð við Laugaveg. Upplýsingar á Sólvalla- götu 45 annarri hæð milli kl. 3—5 í dag og kl. 2—3 á morgun. Húsasmiðir 2 húsasmiðir óska eftir atvinnu úti á landi. I»eir sem hafa áhuga a þessu sendi nöfn og heimilis- föng ásamt nánari upplýsingum. Tilboð merkt: „Húsasmiðir — 45ól“ fyrir 3. maí. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð pað sem auglýst var í 19., 22. og 23. tbl. LÖgbirtingablaðsins 1962, á húseigninni nr. 20 við Sóltún í Keflavík að kröfu Gísla Einars- sonar hrl. o. fl., fer fram miðvikudaginn 2. maí nk. og hefst i skrifstofu embættisins Mánagötu 5 kl. 2 e.h. Bæjarfógetinn í Keflavík, 27. apríl 1962. Eggert Jónsson. UTBOD Þeir sem gera vilja tilboð um efni í merkja og talkerfi í Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi vitji út- boðslýsingar í skrifstofu vora, Tjarnargötu 12, III. hæð. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Nýkomið: SLÍPIBÖND fyrir handslípivélar Einnig slípibönd í metratali 4” og 6” LUDVIG STORR & CO Sími 1-33-33 Nýkomið: HÚSGAGNABÆS frá Hygæa Margir litir LUDVIG STORR & CO Sími 1-33-33 PÍfíW# í§^*Wn2liMN B\ 'f' '■.v//, Kjólaefni Nýkomin samkvæmis- og kvöldkjólaefni. Sum þeiria algjör nýjung á íslandi. DÍSAFOSS Grettisgótu 45 — Sími 17698. Skrifstofuhúsnœði Á Klapparstíg 16 eru til leigu frá 15. maí n.k. 5 skrif- stofuherbergi (þar sem Tollendui skoðun Ríkisins hefur verið trl húsa). Til mála getur komið að leigja húsnæðið út í tvennu lagi. Nánari upplýsingar ± skrifstofu Ludvig Storr, Laugavegi 15. Stúdínur — Sumaraivínna Viljum ráða stúlku til starfa í gestaafgredðslu hótelsins frá júní til september. Menntaskólanám eða stúdentspróf nauðsynlegt. Upplýsingar á skrifstofu Hótel Garð, Nýja Garði 2. hæð, kl. 16—17 i dag. HÓTEL GARÐUR. Málarar Tilboð óskast í að mála að utan glugga sambygg- ingarinnar Laugarnesvegur 116—118 og Klepps- vegur 2, 4, 6. Útboðs.lýsinga sé vitjað til húsvarðar Kleppsveg 2. Skilafrestur til 1. maí n.k. LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Nú er farið að vora og brátt getið þið farið að leiika ykkur úti í garðin- m Hérna er ágætur boltaleikur, sem þið get- ið verið í úti á gras- flötinni. Reynið að ná ykkur í tunnugjörð, eða gamlan hjólhestahring, sem tein arnir hafa verið teknir úr. Síðan standið þið í ákveðinni fjarlœgð, sem þið getið sjálf ákveðið, og reynið að kasta bolt- anum inn í hringinn — þannig að hann stanzi þar. Ef þið kastið honum of fast, þá skoppar hann aftur út úr hringnum —■ og þið fáið ekkert stig, en ef þið eruð lagin — og getið látið hann hoppa inn í hringinn — og ekki lengra — þá fáið þið eitt stig. David Severn; Við hurfum inn í framtíðina Hálftíma síðar fengum' setti allt á annan endan í við svar við þessari spum ingu Dioks. Hornablástur, sem heyrðist úr fjarska, þorpinu. Við slógumst í förina með æstum krakka hóp, og sáum, hvar fylk- ing nokkur kom eftir veg inum frá skóginum. Það voru á að giska fjörutíu menn með múldýr og asna. Sumir þeirra voru vopnaðir kylfum og spjót um. „Sjáðu, Pétur! Þetta sannar að borg er hand an við skóginn. Líttu á vörumar, sem þeir eru að flytia. Leðurvörur, klæðastrangar og leirvör ur. Og við rekum kjötið til þeirra á fæti í stað- inn. Þetta er vöruskipta- verzlun eins og var í því gamla, góða Englandi!" „Dick“, sagði ég, „ekki get ég sagt, að ég hlakki til morgundagisins. Hefur þér skilizt, að þessi kaup mannalest er varin af vopnuðum mönnum? Eg mundi vera öruggari, ef ég hefði notokrar byss- ur“. „Pétur, allt af ertu sarni hringlandinn! Það er ekki lengra síðan en í gær, að þú varst að pré dika fyrir mér, móti öll- um framförum. Auðvitað get ég fundið upp púðrið fyrir þá, ef þú kærir þig um það“. „Gætirðu það?“ „Eíkkert er auðveld- ara“. „f gær vissum við ekki um birnina og tígrisdýr- in“, sagði ég til að afsaka mig. Morguninn eftir lagði okkar lest af stað norður til borgarinnar. Fyrst fóru áburðardýrin, síðan uxarnir og kindurnar. Við rákum lestina með svínin okkar. Með okkur þrömmuðu þrír litlir og lotnir karlar, sem báru tágakörfur á bakinu. — Tveir strákaslöttólfar vopnaðir spjótum gengu á eftir. Auðvitað áttum við von á að mæta tígrisdýri, eða að minnsta kosti birni á bak við hverja hæð. En morguninn leið, án þess við sæjum ne|tt dýr, jafn vel ekki svo mikið sem þröst á grein. Það var heldur ekkert undarlegt, því að hávaðinn frá lest- inni hlýtur að hafa styggt hvert dýr á brott í margra mílna fjarlægð. Um hádegið vorum við orðnir öruggir ’og óhrædd ir. Skógurinn reyndist ekki vera neinn frum- skógur, heldur gamal- kunnur enskur skógur. Að vísu var hann mjög stór og þéttur, svo erfitt reyndist að brjótast gegn um hann, en við gátum vanla trúað, að hann byggi yfir sénstökum hættum. Ekki var hægt að segja, að ferð ökkar væri auð- veld. Leiðin lá upp Og nið ur um hæðir og dali og stundum urðum við að brjótast yfir fen og flóa eða vaða straumharðar ár. Undir kvöldið komum við loks í gististað og vorum þá alveg uppgefn ir. Framhald. Venjulegur há- markshraði, sem snigill getur náð, er ca. 8 sentimetr ar á mínútu. Þó eru þess dæmi, að einstöku „sprett- hlauparar", hafi komizt 20 om á tveimur mínútum. En þeir geta ekki haldið þessum hraða til lengdar. Þegar snigrllinn ferðast eins og honum er eðlileg- ast, fer hann að jafnaði 58 om á klukkustund. En það er heldur efcki sem venst, þegar haft er í huga, að snigil'linn legg- ur veginn um leið og hann fer eftir honum. Hann gefur nefnilega frá sér slím, sem jafnar yfir undinstöðuna og slímið verndar hann svo vel, að hann gæti skriðið eftir egginni á rakblaði, án þess að skera sig. Þessar athuganir hafa verið gerðar í háskólan- SNIGILLINN um í Maryland I Banda* ríkjunum og þar hafa menn einnig komizt að raun um, að sniglar eru. mjög sterkir. Þeir geta dregið leikfangavagn, sem er 200 sinnum þyngri en snigillinn. Bf litlir krakkar veeru hlut falLslega eins sterkir, gætu þeir auðveldileg* dregið hvern meðalstóratt bíL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.