Morgunblaðið - 28.04.1962, Side 3

Morgunblaðið - 28.04.1962, Side 3
MORGVNBLAÐtÐ 3 «0:■! icjt, A:.i :íji'.iv:; Laugardagur 28. apríl 1962 Háseta eftir ÁGÆT síldveiði var í fyrri- nótt og fengu margir bátar góðan afla. Til Síldar og fiski mjölsveksm. að Kletti bárust í gær 1100 tonn af síld af sex bátum til bræðsiu og sam- kvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjórans er þetta mesta magn, sem verksmiðj- unni hefur borizt á einum degi lengi. Blaðamaður og ljósmynd- ari Mbl. gengu niður að höfn síðdegis í gærdag. Var 'þá ver ið að landa síld úr þremur bátum, Hringveri, Bjarnarey og Höfrungi II, sem landaði í Reykjavík til þess að forð- ast löndunarbið á Akranesi. Landaði Höfrungur um 2,200 tunnum aí síld. — Við fengum þessa síld 17 mílur suðaustur af Arnar- stapa í nótt, sagði Guðmund ur Pálmason, háseti á Höfr- ungi okkur. — Það var tölu- vert magn af síld þarna. Hún var stygg fram eftir degi í gaar. Þegar dimma tók fór síldin hins vegar að spekjast og var ágætt að eiga við hana um nóttina. Við fengum þetta í fjórum köstum, mest 8n0 tunnur í kasti. Hásetahlutur- inn í þessum túr verður sennilega um sjö þúsund kr. — Höfrungur hefur stöðugt verið á síld síðan í fyrravor, og við erum komnir með 38— Höfrungur II við bryggju í Reykjavík í gær. Sjá hve skipið er hlaðið. — Ljósm. Ól.K.M. I Séð yfir þilfar Höfrungs. Hásetahluturinn í þessari einu ferð varð um 7.000 krónur. 39 þúsund tunnur frá því er skipið kom að no*fðan í haust. Um áramót var hásetahlutur inn um 70 þúsund krónur og ég geri ráð fyrir að hann sé orðinn svipaður frá áramót- um. ‘ — Þetta er ágæt síld, en fremur horuð líkt og alltaf á þessum tíma. En hún er stór og ekkert smátt í henni. Það er slæmt að geta ekki nýtt síldina betur. Okkur skortir nógu stórar niðursuðu verksmiðjur hér, sagði Guð- mundur að lokum. í samtali við Mbl. í gær sagði Jónas Jónsson, fram- kvæmdastjóri að Kletti, að verksmiðjunni hefðu borizt samtals 1100 tonn af síld til bræðslu yfir daginn og væri það metdagur í langan tíma. Bátarnir, sem lönduðu, hefðu að vísu verið fáir en mikið hefði verið á hverjum. Sex bátar landa nú fast hjá Kletti, og greiðir verksmiðjan 80 aura fyrir síldarkílóið komið í verksmiðju. — Þessi sild er mjög mög- ur, einhver magrasta, sem við höfum fengið, og er að því leyti frábrugðin öðru hrá efni, sem við vinnum. Síldin er nýbúin að hrygna og er það ástæðan fyrir því, hve mögur hún er. Jónas sagði að unnið væri að Kletti nótt sem dag, en verksmiðjan afkastar 4—500 tonnum á sólarhring. Unmð hefði verið um páskana, að undanteknum föstudeginum langa og páskadegi. — Auk síldarinnar höfum við töluvert að gera varðandi fiskúrgang frá frystihúsun- um, sagði Jónas. — Þetta leið ir til þess að afkastagetan varðandi síldina er minni en ella vegna þess að við verð- um að taka dag og dag til þess að sinna fiskúrgangin- um. En við gætum þess að taka ekki svo mikið að hrá- efnið skemmist við bið, sagði Jónas Jónsson að lokum. Tíminn fer með rétt mál f tveimur ritstjór. argreinum í gær fer Tíminn með rétt mál, þótt jafnframt slái þar út í fyrir honum. Þegar blaðið ræðir um einkaframtakið, sem það segir nú allt í einu vera orðið sér mjög kært. bætir það við: 8TAKSTEIHAR Þessi mynd var tekin af síldarlöndun úr Höfrungi II, í Reykjavík í gær. „Glöggt einkenni þess er það, að í Reykjavik munu hlutfals- lega fleiri íbúðir vera í einkaeign en í nokkurri höfuðborg annarri". Á öðrum stað segir biaðið: „Allir vita, hver risaskref bændur hafa stigið, bæði í upp- byggingu og framleiðslu. Árið 1950 var innvegin mjólk til mjólkursamlaga landsins 37 ,S lítrar (mun eiga að vera 37,6 millj. litrarl en árið 1900 var innvegin mjóik 75,9 millj. lítrar. Árið 1950 var innlagt kindakjöt 4 millj. kg. en árið 1900 var það 10,3 millj. Á þessu árabili hefur þeim fækkað, sem við landbúnaðina vinna. Er þvi glöggt, hve gífur- leg framleiðsluaukning hefur verið hjá hverjum bónda til jafn- aðar“. Víst er það rétt, að í land- búnaði eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins hafa verið miklar framfarir síðustu áratugi, þótt þær hefðu getað orðið meiri, ef betur hefði verið stjórnað, likt og í nágrannalöndunum. Tekjuskiptingin Síðan segir áfram: „En þessi framleiðsluaukning hefur þó nálega ^fkkert aukið tekjur bænda. Þeim hafa verið skömmtuð launin í samræmi við laun verkamanna. Hagnaðurinn af framleiðsluaukningunni hefur fallið í hlut neytenda. Bændur hafa um langa tíð sætt sig við „gerðardóm“ um tekjur, einir allra stétta. Hagur þeirra væri ekki góður, ef neytendur hefðu ekki nær aiveg notið fram- kvæmdanna, sem þjóðin öll og þá fyrst og fremst bændur eiga heiðurinn af“. Þannig halda Framsóknarmenn því nú fram, að bændastéttin hafi stórskaðazt, neytendum í hag, einkum síðasta áratuginn, þegar þeir hafa lengst af farið með land búnaðarmál í rikisstjórninni. Auð vitað geta neytendur og bændur endalaust um þetta deilt, enda hlýtur eilíflega að verða nokkur togstreita um skiptingu tekna. En kyndugt er, að Framsóknar- menn skuZi nú allt í einu finna það út fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar að hagur neytenda hafi alltof mikið batnað á kostnað bænda. Innlegg Þórodds í Siglfirðingi er skýrt frá ræðu, Þórodds Guðmundssonar, „Hvað varðar okkur um þjóðarhag“ x bæjarstjórn Siglufjarðar. Þar segir: „Hann ræddi m. a. í löngn máli um ..hernaðarlega yfirburði kommúnistaríkjanna“ eldflaugar þeirra og eyðingarmátt. Kvað hann kommúnistaríkin fremri öðrum í þessum efnum. Þá hafði hann ennfremur það til bæjarmíla að leggja, að f V-Berlín væru mestu glæpamenn í heimi, flestar vændiskonur og sjálfsmorð tíðari en á öðrum stöðum. Ennfremur ræddi hann um múrinn mikla, gaddavirinn og vélbyssurnar og var helzt á hon- um að skilja að þetta væri nauð- synlegt til að hvítþvegin engla- börn kommúnismans ráfuðu ekki í sinni sæluvímu óvart yfir j spiiiinguna og ósómann!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.