Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. apríl 1962 JUírmwlíWilí Ctgeíandi: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstfórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. * Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kriptinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: A.ðalstræti 6. Aug'iýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KOMMÚNISMINN ER SVART AFTUR- HALD íslendingar eru framfara- siixnuð þjóð. Ekkert er heldur eðlilegra en að svo sé. í þúsund ár bjó íslenzka þjóðin við svo að segja al- gjöra kyrrstöðu í verklegum efnum. Híbýli hennar og aðr ar byggingar voru ófullkomn ir torfkofar, bjargræðisveg- imir voru frumstæðir, vega- og brúagerðir þekktustnaum ast og allt líf fólksins mót- aðist af eilífri baráttu við óblíð náttúruöfl. Með auknu sjálfstæði og frelsi einstaklinganna hófst hröð framfarasókn og upp- bygging í landinu. Þeirri sókn hefur verið haldið á- fram. ísland er stöðugt að verða betra og byggilegra. Enn í dag, eins og fyrr, er það frelsi einstaklingsins og pólitískt sjálfstæði þjóðar- heildarinnar sem er grund- völlur framfara og uppbygg- ingar. Þegar á allt þetta er litið, sætir það eigi htilii furðu, að til skuli pólitískur flokk- ur á íslandi, sem berst fyrir afnámi alls einstaklingsfrels- is og þrælkun þjóðarinnar undir erlenda harðstjóm. — Þessi flokkur er kommún- istaflokkurinn, sem er deild hins alþjóðlega kommúnista- flokks, er hefur höfuðstöðv- ar sínar í Moskvu. Kommún istar fara ekki í neina laun- kofa með það, að höfuðtak- mark þeirra er að afnema frelsi einstaklingsins. Reynsl an sannar einnig, að það hafa þeir gert alls staðar þar sem þeir hafa komizt til valda. Hún sannar einnig að jafnframt hafa kommúnistar afnumið þjóðfrelsi og gert þau lönd, sem þeir hafa brot ið undir sig að leppríkjum Rússa. Af þessu er ekki hægt að draga nema eina ályktun, þá að kommúnistar boða hið rammasta afturhald, frelsis- sviptingu og nýjar viðjar þrældóms og ófrelsis á ís- lenzku þjóðina. Gegn þessu afturhaldi verða allir þeir íslendingar að snúast, sem gera sér ljóst, að frelsið er grundvöllur framfara, batnandi lífskjara og betra og fegurra lífs. — Frumskilyrði þess, að íslend ingar geti haldið áfram að byggja land sitt upp og bæta aðstöðu sína, er að einstakl- ingurinn njóti krafta sinna og hæfileika, en að ekki sé litið á hann eins og sálar- lausa vél eða sandkorn á sjáv arströndu. NÝIR STUÐN- INGSMENN EINKAFRAMTAKS rpíminn þykist í gær hafa gerzt öflugur málsvari einstaklingsframtaksins. — Lætur hann jafnframt aðþví liggja, að stjórn Sjálfstæðis- manna á Reykjavíkurborg hafi ekki verið nægilega hlið holl einstaklingsframtakinu. Mörgum Reykvíkingum munu finnast þessar staðhæf ingar Tímans hinar furðuleg ustu. Áratugum saman hefur Framsóknarflokkurinn barizt fyrir skattránsstefnu, sem bitnað hefur harkalegar en nokkuð annað á öllu einstakl ingsframtaki og framkvæmd um í landinu. f hvert sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir lagfær- ingum á skattalöggjöf, hafa Framsóknarmenn rekið upp óp og barizt af hinni mestu hörku gegn þeim. Eitt gleggsta dæmið um þetta er afstaða Framsóknar flokksins til þeirra skatta- lagabreytinga, sem núver- andi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. Með þeim hafa skattar á lágtekjufólki verið lækkaðir stórkostlega, en jafnframt verið stefnt að því að létta drápsklyfjum af at- vinnuvegunum og gera at- vinnufyrirtækjum mögulegt að endumýja tæki sín með eðlilegum hætti. Það er líka flestum Reyk- víkingum í fersku minni, að eitt aðaládeiluatriði Fram- sóknarmanna á Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík við und anfarnar bæjarstjórnarkosn- ingar, hefur einmitt verið það að Sjálfstæðismenn stæðu vörð um hagsmuni einstaklingsf ramtaksins!! Sjálfstæðismenn myndu vissulega fagna því, ef Tíma menn hefðu horfið frá villu síns vegar og gert sér ljóst, að það er einstaklingsfram- takið sem hefur byggt ísland upp og þá einnig hina ís- lenzku höfuðborg. HÆSTU TRÉN /^rein Hákonar Bjarnason- ^ ar, skógræktarstjóra, um Island er að komast á blað segir Jóhann Sigurðsson í London Á UNDANFÖRNUM árum hafa íslenzku flugcfélögin unn- ið mikið og gagnlegt starf til kynningar á íslandi í útlönd- um. Straumur erlendra ferða- manna hingað tiíl lands hefur vaxið með hverju ári og allt bendir til þess, að fleiri útlend ingar kömi hingað í sumar en nokkru sinni fyrr. Enda þótt flugfélögin hafi lagt sig í framkróka um að laða liingað erlenda ferða- menn, þá er það eitt ekiki nóg. Baráttan hér innanlands við hið almenna skilningsleysi á ferðamálum hefur e. t. v. verið flugfélögunum erfiðust — og fyrst nú er að örla á því, að fólk sé farið að líta ferðamálin, heimsóknir útlend inga, sem hver önnur við- skipti. sem orðið gæti stórat- vinnuvegur hér á landi svo sem víða í útlöndum. Einn þeirra manna, sem unnið hefur mikið að ferða- málum okkar, er Jóhann Sig- urðsson, sem veitir íslenzku ferðamálaskrifstofunni í Lon- don forstöðu. Það er Flugfélag íslands, Ferðaskrifstofa ríkis- ins og Eimskipafélag íslands, sem annast rekstur skrifstof- unnar i sameiningu og höfuð verkefni hennar er að veita upplýsingar um ísland og reka alls kyns áróður á hinum geysistóra ferðamannamarkaði Bretlands, ef svo mætti segja. Fréttamaður Mbl. hitti Jó- hann nýlega að máli og sagði hann að starfið hefði aldrei sýnt meiri Og betri árangur en einmitt nú í vetur — og fyrir atbeina skrifstofunnar hefðu fleiri Bretar pantað far til íslands en nokkru sinni fyrr. — Við leggjum mesta áherzlu á að halda uppi góðu sambandi við ferðaskrifstof- urnar, en þser selja flesta farmiðana. Enda þótt aðstaða okkar sé erfið miðar stöðugt í rétta átt — og nú höfum við fengið Gooks Og fleiri stórar ferðaskrifstofur, sem hafa alheimssambönd, til þess að setja ísland á blað. Skipu- lagðar- íslandsferðir eru sem sagt skráðar í ferðabókunum, sem milljónir manna hafa til hliðsjóuar, þegar þær ráðgera sumarferðalagið. — En þegar litið er á ein- staka hópa, afmörkuð svið starfseminnar, þá get ég sagt, að hestaferðirnar okkar hafi borið einna skjótastan árang- ur. Bretar hafa mikið dólæti á hestum og einnar viku ferð til íslands, eingöngu til þess að fara í útreiðartúra frá Laugarvatni, heillar marga þar í landi — Ferðaskrifstofa hefur skipulagt þessar ferðir ög undanfarin sumur höfum við boðið allmörgum blaða- mönnum Og forvígismönnum í hestamannafélögum heim til þess að reyna íslenzku hest- ana. Árangurinn hefur orðið undraverður. Blaðagreinum um ágæti íslenzka hestsins og sérkennilega náttúru íslands hefur rignt yfir brezka hesta- menn. Langar og myndskreytt ar greinar hafa m. a. kömið í The Farmers Weekly, Pony, Riding, Light Horse og fleiri bænda- og hestamannablöðum svö Og í mörgum skólafolóð- um. — Ljóst er, að ef vel verður haildið á þessum mólum, get- um við byggt upp straum hestamanna til íslands, ekki aðeins frá Bretlandi, heldur fleiri löndum. — Og þetta er bara einn þáttur starfsem- innar. Bretar eru miklir áhuga menn um fugla — og fjölmarg ir vilja koma, aðeins til að sjá fuglalífið. Áhugi á veiði- skap er líka mikill, en lítil aðstaða er enn heima til þess að taka á móti slíku fólki. Sjóstangaveiðimótið er þó ágæt byrjun, en aðeins örlítill hluti af því, sem þyrfti að vera. — Eins og málum er háttað, þá kcxma útlendingar ekki til íslands til þess að hafa náð- uga daga. Aðstaða heima er I^ÞrDH Zvotk S AT ÍVSIDNIGHT ‘WlTH TfflÖ JSUN £KÍ Rugged aceftery — Jhot springs — glaciers — -waterfalls—naturé unspoilt—pony trekking— znidnight sun flights *— bird watching —* flshing — mountaineering*. Attractive inclusive holidays, favourable rate of exchange. Daily air services, Jow cxcursion fares — fortnightly sailings. Consult your Travel Agent or: ICELAND TOURIST INF0RMATI0N BUREAU 161 Piccadilly, London W.l. Svona auglýsir Jóhann í brezku sunnudagsblöðunum. Jóhann Sigurðsson engin til þess að taka við sliku fólki. Þeir, sem fara til ís- lands, eru flestir áhugamenn um eitthvað sérstakt, sem finnst á íslandi í rfkara mæli en víðast annars staðar. En þagar við höfum fengið góð hótel Og annað, sem þarf til að veita ferðafólki fyrsta flokks þjónustu, þá getum við búizt við að fá ríflegan skerf af hinum almennu ferðamönn um, sem vilja greiða vel fyrir góða þjónustu. Og það er mitt álit, að þá verðurn við ekki einir um hituna. Erlendar ferðaskrifstofur lóta ekki á sér standa og á einni nóttu gæti Island orðið „vinsælt" ferða- mannaland. V-Evrópumenn eru að byrja að verða leiðir á að fara til Miðjarðaihafsins í sumarfríinu sínu. — Að undanförnu höfum við á skrifstofunni í London svarað daglega 100—200 fyrir spurnum um ísland og ferðir heim. Megnið af þessum upp- lýsingum eru sendar bréflega til fólks út um hvippinn og hvappinn — og allt miðar þetta að eínu. — Með aukirini fjölbreytni vaxa mögulei'kar. Fyrirhuguð miðnætursólar- flug Flugfélagsins hafa sitt að segja — og Grænilandsferð- irnar sömu leiðis. Hér í Bret- landi fara menn þó ekki til íslands tii þess að komast til Grænlands Miklu fremur væri rétt að segja, að þeir Bretar, sem skrá sig í Græn- landsferðirnar noti tækifærið úr því áð þeir fara til Xslands á annað borð. Hins vegar getur þetta verið alveg öfugt annars staðar — og þess vegna er allt slíkt iákvætt. Við þyrftum bara að eiga fleiri boðleg sveitagistihús til þess að standa vel að vígi, en von- andi er unnið vel að þessum málum, með vaxandi krafti. hæstu trén í Reykjavík hér í blaðinu í gær, var mjög fróð leg og athyglisverð. Hann upplýsti þar m. a., að elzta tréð í Reykjavík mun ekki vera meira en 80 ára gamalt. Sú staðreynd sannar, að skóg ræktin er ung í Reykjavík eins og annars staðar í þessu landi. En hin aukna trjárækt í höfuðborginni hefur á síð- ustu áratugum átt glæsileg- an þátt í að fegra borgina og gera hana hlýlegri og vist- legri. Það eru að sjálfsögðu hinir einstöku borgarar, sem mestan þátt hafa átt í því að efla skógræktina í borginni. Fólkið hefur gróðursett tré við heimili sín og fjöldi fag- urra blóma- og trjágarða hafa verið gerðir í öllum borgarhverfum. Reykjavíkur borg hefur einnig beitt sér fyrir margvislegum fram- kvæmdum á sviði skógrækt- ar og blómaræktar. Um það bera hinir mörgu skrúðgarð- ar borgarinnar vott á hverju sumri. En á þessu sviði eins og flestum öðrum er þörf áfram haldandi framkvæmda og ár vekni. — Einstaklingamir munu halda áfram ræktun» arstarfinu í kringum hús sín og nýir trjá- og blómagarð- ar munu verða gerðir á veg- um borgarinnar. Þannigmun Reykjavík halda áfram að hlúa að gróðri og fegurð im>* an vélbanda sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.