Morgunblaðið - 28.04.1962, Side 13

Morgunblaðið - 28.04.1962, Side 13
Laugardagur 28. apríl 1962 MORCIJTSBLÁÐIÐ 13 að nú heíir mjóllkurbúið haft möguleika á því að endur- nýja bílakostinin, en áður var búið daamt til vegna innflutn ingahaftanna að gera út 10— 20 ára gainla bila till mi'kils óhagræðis fyrir framleiðend ur. Fundurinn samþykkti tiil- lögu um að skora á rikisstjóm ina að veita aukin afurðalán og vitnaði til sjávarútvegsinis. Rétt er að geta þess að land búnaðurinn hefir efcki átt við verri afurðalánaaðstöðu að búa nú undanfarið en sjávar útvegurinn og þessi saman- burður þvi ástæðulaus. Hitt er ekki óeðlilegt að bændur leiti enn bættrar aðstöðu til afurðaláina. Blaðið hefir áður sagt nokk uð frá þessum fundi og skal því ekki nánar farið út í það að þessu sinni. Þess skal að lokum getið að formaður mjóikurbúsins flutti lokaorð og þakkaði mönnum fyrir góða fundarsókn og ánægju- legan fund, enda kom fram hjá fundarmönnum mjög mik M ánægja með rekstur búsins og ekki annað að heyra á bændum en þeir væru bjart- sýnir á framtíðina. að greiöa verðgrundvallarverð mjólkurduft fyrir mun lægra verð heldur en ætlazt er til að fyrir það fáist. Þetta varð bændum mjög mikill tekjumissir og því var það, að eftir að núverandi rík- isstjórn var mynduð, beitti landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsson sér fyrir því að tryggt væri ful'lt verð á þeim bú- vörum, sem seldar eru úr landi. Lagabreytingin var gerð í ársiok 1999 og hefir komið bændurn til góða síð- an. Má fullyrða, að verð og sölutrygging á landbúnaðar- afurðum er bændum enn meira virði vegna stöðugt vax andi framleiðslu, en eins og upplýst hefir verið jókst mjólkurframleiðsla um nærri 10% s.l. ár. Sama máli gegnir með dilkakjötsíramleiðsluna, sem seld er á lágu verði út úr landinu, en bætt er að fullu samkv. gildandi lögum. Formaður mjólkurbúsins sr. Sveinbjörn HögnasOn tjáði fréttamanni blaðsins að út- flutningsuppbætur þær er fyr ir árið 1961 hefðu verið greidd ar mjólkurbúinu næmu sem svarar 16 aurum á hvem fram leiddan mjólkurlítir. Þess má í þessu sambandi geta að fréttamaður blaðsins sem var á aðalfundi mjólkurbúsins 1958 minnist þess að þá var talað um að mjólkurbúið hefði flutt út talsvert af ost um, sem það varð þá að bera tapið af. Var það talin ástæð an fyrir því að mjólkurbúið vantaði mjög mikið til þess að geta greitt bændum grund vallarverðið. Ræðumenn lýstu óánægju sinni yfi-r verðgrundvellinum og m.a. stjórnarformaður. — Hefði hann alltaí verið rang ur og þyrfti leiðréttingar við. Það kom einnig fram á fund inum nú hversu mikilvægt það er fyrir mjólkurbúið að þurfa ekiki lengur að bera þungann af vaxtakostnaði vegna hinna mifclu bygginga framkvæmda. Bændur austan Fjalls báru þennan kostnað þangað til s.l. tvö ár að vöxt unum var jafnað niður í verðlaginu. Ein móðuharðindarödd lét í sér heyra á fundinum, en fékk ekki undirtektir, enda ríkti ánægja með afkomu *búsins, sem er að sjálfsögðu jafn hag ur bænda. Lárus bóndi Gíslason í Mið húsum flutti á fundinum í fyrradag athyglisverða ræðu þar sem hann sýndi fram á hversu þýðingarmikið það væri að tapið á útflutningn- um hvíldi nú ekki lengur á bændum og einnig það að vextirnir væru komnir í þann farveg, sem þeir nú eru. Þá minnti Lárus einnig á það að flutningarnir hefðu orðið mun hagkvæmari vegna þess FRÉTTARITARI blaðsins var staddur á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna, er haldinn var að Aratunguí Biskupstungum 17. þ. m. Fundurinn var geysifjöl- sóttur að vanda, um 5—600 bændur af félagssvœði búsins, sem nú nær yfir allar þrjár sýslur Suðurlandsundirlendis- ins. Á fundinum var mættur Ingólfur Jónsson landbúnaðar ráðherra og fleiri þingmenn Suðurlandsikjördæmis, auk þess formaður Búnaðartfólags íslands og búnaðarimálastjóri. Fundurinn var sérstaklega ánægjulegur og mátti heyra það á máli bænda að þeir teldu það mikils virði að fuilt verðlagsgrundvallarverð feng- ist fyrir mjólkina, en það er í fyrsta skipti í sögu búsins, sem útkoman hefir verið svo já- kvæð. Venjulega hefir vantað talsvert á að bændur fengju grundvallarverðið, sum árin hefir vantað mjög mikið og þá sérstaklega þau árin, sem fluttir hafa verið út ostar eða Frá fundi Miólkurbús Flóamanna að Aratungu í Biskupstungum. Utflutningsbætur gera mögulegt Sveit Einars Þorfinnssonar hefur í vetur náð mjög góðum árangri. Sveitin sigraði á íslands- mótinu, Reykjavíkurmótinu og í meistaraflokki hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Myndin hér að ofan er af sveitinni og eru spilararnir þessir, talið frá vinstri: Lárus Karlsson, Kristinn Berg- þórsson, Ásmundur Fálsson, Hjalti Elíasson, Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðmundsson. ® QHMHMhQHZHlHlhQHú Bridge (fr QHZHlHZHZHZHZHZHZHZHb ÁBUR hefur verið getið um úrslit í sveitakeppninni á ís- landsmótinu, en til gamans fara hér á eftir vinningspunktar sveitanna: Sveit Einara .......... 811:432 — Agnars 598:437 — Brands ........ 629:576 — Jóns ............ 627:520 — Stefáns 871:569 — Laufeyjar ...... 636:556 — Bernhards .... 643:665 — Hilmars .......... 681:713 — Eggrúnar ... 491:517 .— Elínar .......... 490:727 — Eyjólfs ........ 559:909 — Gylfa ........... 486:901 Spilið, sem hér fer á eftir, er úr 2. umferð í tvímennings- keppninni á síðasta íslandsmóti. Eins og otft í tvímennings- keppnuna eru árangrar æði mis- iafnir er gaman að athuga lokasagnir í eftirtfarandi spili. Spil N—S voru þessi: A x x x ¥ Á X X X + ÁDGx + 10 9 + KDx ¥ — ♦ Kxx + ÁKxxxxx Spil þetta var spilað á 28 borðum og urðu árangrar þess- ir: Á 10 borðum varð lokasögn- in 3 grönd og unnust frá þrem- ur upp í sjö grönd á 9 borðum, en á einu borði tapaðiist spilið. Á einu borði voru spiluð 5 grönu dobluð og unnust þau. Á einu borði varð lokasögnin 4 lautf og unnust sjö. Á 6 borð- um varð lokasögnin 5 lauf og vannst sú sögn á öllum borð- um, en á einu borði var sögnin redobluð. Tveir spilarar fóru í 6 lauf og unnu báðir. Einn fór í 5 tigla og varð 2 niður og einn fór í 6 tigla og varð 4 niður. Á þremur borðum varð lokasögnin 2 hjörtu dobluð hjá Vestur. Sögnin vannst á tveim- ur borðum en tapaðist á því þriðja. Á þremur borðum varð lokasögnin 3 hjörtu dobluð hjá Vestur og tapaðist á öllum borðunum. Safn Þorsteins sýslumanns FRAM að þessu hefur aðeins eiitt tilboð borizt í hið mikla bóka- safn Þorsteins heitins Þorsteins- sonar, sýslumanns. Bráðlega mun líða að því, að ákveðinn frestur verði settur til þess að skila til- boðum. — Bókaskrá hefur verið gerð um safnið, og er hægt að fá hana á Málflutningaskriflstotfu Vagns E. Jónssonar í Austur- stræti 9. Kostar hún 300 kr. Félag matreiðslu- manna AÐALFUNDUR Félags mat- reiðslumanna var haldinn 28. marz sl. — í stjórn félagsins voru kjörnir: Formaður Ib Wessman, ritari Tryggvi Jónsson, gjaldkeri Svanur Ágústsson, varaformaður Árni Jónsson, Meðstjórandi Harry Kjærnested.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.