Morgunblaðið - 08.08.1962, Page 10
10
Miðvikudagur 8. ágúst 1962.
MORCITSBLÁÐIÐ
xtPÚH------------
Marilyn Monroe
*
Eftirfarandi tveir smákaflar eru lauslega
þýddir úr bókinni „Marilyn Monroe“ eftir
Maurice Zolotow. Lýtur hinn fyrri að upp-
vexti hcnnar í munaðarleysingjahæhnu —
eins og hún sjálf segir frá — en hinn síðari
að áhriíum hennar á leikritaskáldskap
Artíiurs Miller.
IVU- 'yu r.ionroe og Arthur Miller.
EINS og við var að búast og
vera ber í slíkum stofnunum,
var lífið í munaðarleysingja-
hælinu í Los Angeles mjög
reglubundið og tilbreytingar-
lavist. Með uppreisn sinni
gegn stundvisi og hlýðni hef-
ur Marilyn liklega verið að
bæta sér upp þessi ár. Börnin
veru vakin klukkan sex á
morgnana með glymjandi
hringingu. Síðan bjuggu þau
um rúmin sín. Þá var þeim
safnað saman og svo var
gengið í röðum inn í borð-
salinn á neðri hæðinni. Borð-
salurinn var stór og veggirn-
ir skemmtilega skreyttir í blá-
um lit. Bæði borðsalurinn og
eldhúsið var tandurhreint.
Börnin sátu við smáborð,
fjögur við hvert. Fæðið var
eins gott og gerist í fyrsta
flokks sjúkrahúsum — en
engu að síður hefur Marilyn
ávallt verið að gefa í skyn,
að börnin hafi verið neydd til
að eta viðbjóðslegan mat, af
sömu tegund og þann, sem
kemur af stað fangauppreisn
í kvikmyndunum hjá Warner
Brothers.
Eftir máltíðina voru eldri
börnin — og þá einnig Norma
Jean — stundum látin hjálpa
til að þvo upp. Nú segir hún,
að húti hafi orðið að þvo upp
100 diska, 100 bolla og 100
hnífapör og skeiðar 3svar á
dag. 7 daga vikunnar. Ennfrem
ur segist hún hafa verið látin
skúra salerni og hreinsa bað-
ker. Yfirleitt hefur hún gefið
út heldur en ekki sundurleitar
skýrslur um þetta skeið ævi
sinnar. Hin „opinbera“ ævi-
saga hennar segir, að hún
hafi fengið tíu sent á mánuði
fyrir að vinna í eldhúsinu.
Við einn blaðamanninn sagði
hún: „Ég sá aldrei neinn eyri.
Það var allt látið í jólasjóð-
inn. Það var venja að litlu
stúlkurnar tóku svo aurana
sína út fyrir jólin og keyptu
fyrir þá jólagjafir í búðinni
á horninu Einhverjar nyt-
samar gjafir, eins og stíla-
kompur og blýanta".
Öðrum blaðamanni sagði
hún, að hún hefði fengið
fimm sent á viku fyrir vinnu
sína í eldhúsinu — 20 sent á
mánuði — og svo tíu sent auka
lega á mánuði fyrir að vinna
í búrinu. „Og af þessari auð-
legð“ bætti hún við, „varð
ég að láta tvö sent í kirkju-
söf -unina, á hverjum sunnu-
degi. Ég gat aldrei skilið,
hversvegna fólkið var að taka
svona aurana frá munaðar-
leysingja“.
En í viðtali við TIME 1956,
hafði hún samt leiðrétt kaup-
ið sitt og lækkað það niður
í fimm sent á mánuði. Af
þessu fór helmingurinn í
söfnunina, en hinn helming-
urinn var eyðslueyrir, sem
hún notaði til þess að kaupa
sér nýtt hárband á hverjum
mánuði. Engar skýringar vory.
gefnar á því, hvernig stíla-
kompurnar og blýantarnir
komust að í þessari fjárhags-
áætlun. Það er enginn vafi
á því, að henni hefur sjálfri
fundizt hún illa með farin, en
þó man Clarice Evans, sem
seinna leigði með Marilyn
Monroe, eftir því, alveg greini
lega, að Marilyn sagði henni
sjálf, að mikið hefði það verið
„spennandi", þegar hún vann
í fyrsta sinr. fyrir „alvörupen-
ingum“ — með því að hjálpa
til að leggja á borð og þvo
diska á munaðarleysingjahæl-
inu!
Hvort er sannleikur? Áreið
anlega hvorttveggja í uagum
Marilynar. Allar leikkonur
eru gefr.ar fyrir að gera sjálfa
sig sögulegar, koma sjálfum
sér í hlutverk og leika það
svo á sannfærandi hátt.
Aldrei ljúga þær! Og ekki
geta þær komizt í mótsögn við
sjálfar sig, því að þær trúa
alltaf því, sem þær eru að
segja þá stundina.
Á hælinu voru bæði leikir
og íþróttir, sem Marilyn nefn-
ir ekki einu orði. Að húsa-
baki voru fimm ekrur lands,
þar sem börnin léku sér á
hverjum degi, síðdegis. Þar
voru rólur, sölt, klifurslár og
sandkassar, ennfremur sund-
laug. Og innanhúss var stórt
leikherbergi með útvarpi,
grammófóni, leikföngum og
áhöldum. Þar var líka salur
með leiksviði, og þar léku
börnin í leikritum og söng-
leikum. En ekki kemur
neins staðar fram, að Norma
Jean Baker hafi nokkurn
tíma tekið þátt í slíku. Hún
leyndi leikni sinni í fingra-
fimi, hnífakasti og húla-
dansi.
Eitthvað fjórum til fimm
mánuðum eftir að Norma kom
þarna, fékk hún þunglyndis-
kast. Það kom yfir hana einn
rigningadag. Regnið minnti
hana jafnan á föður hennar
og hana langaði þá til að fara
á flakk. Og einn daginn, þeg-
ar hún var á leið heim úr
skólanum, læddist hún út úr
röðinni og flýði. Ekkert vissi
hún, hvert halda skyldi, held-
ur flæktist hún um, stefnu-
laust, í bullandi slagveðrinu.
Lögregluþjónn nokkur fann
hana og fór með'hana í lög-
reglustöðina, og síðan var far
ið með hana í skrifstofu frú
Dewey. Þar var hún færð í
þurrt. Hún bjóst við barsmíð,
en þess í stað tók frú Dewey
hana í faðm sér, og sagði að
hún væri falleg. Svo púðraði
hún nefið og kinnarnar á
Normu.
Árið 1950 sagði Norma frá
þessu atviki Sonju Wolfson,
sem var einskonar blaðafull-
trúi hjá Twentieth Century
Fox, og bætti þá við í trúnaði:
„Þetta var í fyrsta sinn, sem
ég varð þess vör, að nokkr-
um þætti vænt um mig — og
enginn hafði þangað til tekið
eftir andlitinu eða hárinu á
mér“ Ungfrú Wolfson skrifaði
þessi ummæli niður þar á
staðnum.
f þeim tveim leikritum,
sem Miller samdi eftir að
hann kynntist Marilyn, er vik
ið að efni, sem hann hafði
aldrei áður farið höndum um
í leikritum sínum. Annað er
ást gamals manns á miklu
yngri stúlku. Hitt er áhrif
ótryggðar á amerískt hjóna-
band.
Þríhyrningurinn í „Deigl-
unni“ er John Proctor, kona
hans Elízabet, og Abigail
Williams, ung þjónustustúlka,
áður vinjiukona hjá Proctor
og nú ákærandi margra per-
sóna, þar á meðal frú Proctor.
Hana kærir hún fyrir galdra.
En Proctor kærir hún ekki.
Leikritið snýst um sekt —
sekt eiginmanns, sem hefur
svikið konu sína.
Þríhyrningurinn í „Horft
af brúnni" er Eddie Carbone,
Beatrice kona han og skjól-
stæðingur þeirra, Katrín.
Hugarhræringar Millers í
sambandi við Marilyn Monroe
og listamannsóró hans, kom
fram í lýsingunum á Abigail
og Katrínu, að minni hyggju.
Bæði leikritin eru endurskin
af áköfum persónulegum geðs
hræringum, sem höfundurinn
varð fyrir milli 1950 og 1956.
Þegar Clifford Odets las
„Deigluna“ leikritið áður en
það var leikið á Broadway,
sagði nenn við kunningja sinn,
að þau Marilyn og Miller yrðu
skilin áður en langt um liði.
„Enginn maður getur samið
svona leikrit, nema hans eigið
hjónaband sé að fara út um
þúfur“ sagði hann. Sjálfur
held ég ekki Miller sjálfum
hafi verið það ljóst fyrr en
einhvemtíma á árinu 1955,
að áframhald hjónabands
þeirra var óhugsandi. Hann
hafði sett meira af sálar-
ástandi sínu á pappírinn en
hann hafði nokkra hugmynd
um sjálfur. Miller hefur sagt,
að „því óhæfari sem maðurinn
er til að hlaupa burt frá grund
vallar-deiluefni leikritsins,
því meir nálgast hann hryggi-
lega tilveru". Hann hafði í
fimm ár verið að reyna að
forðast harmleikinn með því
að „hlaupa burt frá“ hinni
konunni, með því að forðast
að taka ákvörðun, og með þvi
að slíta öllu sambandi við
Marilyn. Og af því að hon-
um tókst ekki að hlaupa frá
því, varð málið allt að harm-
ieik fyrir sjálfan h_nn. — —
Starfandi systir hjá
ísl. söfnuði í Kanada í
kynnisferð á Islandi
SYSTIR Laufey Olson frá
Winnipeg er komin til íslands
sem styrkþegi Lúterska heims-
sambandsins og gestur íslenzku
kirkjunnar. Er þetta í fyrsta
skipti sem styrkþegi alþjóða
kirkjusambandsins óskar eftir
að koma í náms- og kynnisför
tii íslands, að því er biskup ís-
lands, herra Sigurbjörn Einars-
son, tjáði blaðamönnum. Sagði
hann að þetta hefði kirkju vorri
þótt vænt um og væri systir
Laufey hjartanlega velkomin.
Systir Laufey Olson er ísl.
að ætt og talar ágætlega ís-
lenzku. Hún er ættuð úr Fljót-
um í Sakagfirði í móðurætt og
úr Borgarfirði í föðurætt. Faðir
hennar var Davíð Jónsson og
móðir hennar Pálína Margrét
Hafliðadóttir, en sjálf er hún
fædd í Selkirk í Manitoba í
Kanada. Systir Laufey er starf-
andi safnaðarsystir í Fyrstu
lútersku kirkjunni í Winnipeg,
sem er fjölmennasti söfnuður ís-
lendinga í Vesturheimi, en prest
ur þar er séra Valdimar Ey-
lands. Hún skýrði fréttamönnum
svo frá í viðtali í skrifstofu
biskups, að í söfnuðinum væri
um 1400 manns og þar væri
mikið kirkjulegt starf. Væri
Systir Laufey Olson
messað á íslenzku á hverjum
sunnudegi og tvisvar á ensku.
Væru á vegum safnaðarins rekn
ir sunnudagaskólar og þar væru
starfandi tvö unglingafélög.
Upphaflega var þetta kirkju-
félag stofnað af fslendingum og
þeir eru þar fjölmennastir, en
nú orðið er fólk af öðrum upp-
runa þar innan um, enda eru
lúthersku kirkjufélögin nú kom-
in í eitt samband. Prestar hafa
aðeins verið þrír, séra Jón
Bjarnason, séra Björn B. Jóns-
son og séra Valdimar Eylands.
Systir Laufey er fastráðinn
starfsmaður hjá söfnuðinum og
hefur aðallega með höndum
æskulýðsstarf og alls konar
menningarstarfsemi. Hún starfar
með börnum og unglingum safn-
aðarins, þjálfar kirkjulega leið-
toga innan hans og heimsækir
fólkið. Hún hefur aðallega ósk-
að eftir að kynnast hér kirkju-
legu æskulýðsstarfi og ætlar að
dvelja hér í 3 mánuði. Frá
Reykjavík fer hún á norrænt
KFUK mót í Vindáshlíð og það-
an norður í land, þar sem hún
heimsækir ýmsa söfnuði og
kynnir sér líf og starfsemi kirkj-
unnar eftir föngum. Eftir það
kemur hún aftur til Reykjavík-
ur. Ef einhverjir einstaklingar,
félög eðá ssöfnuðir vildu kom-
ast í samband við hana, þá geta
þeir snúið sér til skrifstofu
biskups, en systir Laufey er fús
að veita fræðslu og leiðbeining-
ar á sínu sviði ef óskað er.
Síldar verksmið j an
á Akranesi
stækkuð
Akranesi 3. ágúst.
ÉG fann að máli Valdemar Ind-
riðason, forstjór.. Síldar og fiski
mjölsverksmiðju Akraness. Sagði
hann að nýlega hefði verið á-
kveðið að stæfcka verksmiðjuna
um helminig þannig að aflköstin
yrðu 3000 mál á sólarihring, en
nú eru þau 1500. Vélakostinn má
auka sem með þarf án þess að
húsakynnin þurfi að srtækka að
öðru leyti en því að bæta þarf
við nrjöldkemmum.
— Odidur.