Morgunblaðið - 08.08.1962, Síða 24
Fcértasimar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar Iréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
jiitMðMft
Efnahagsmál
Sjá bls. 13
178. tbl. — Miðvikudagur 8. ágúst 1962
80 þús. tunnur af saltsíld
til Rússlands
Söltun aftur leyfð
SAMNINGAR hafa nú tekizt um i síld til Sovétríkjanna og hefur
sölu á 80 þús- tunnum af salt-1 söltun nú aftur verið leyfð. í
Síldaraflinn 1,4 millj.
mál og tunnur
SÍLDARAFLINN var sl. laugar-
dag orðinn 1.413.064 mál og tunn-
ur, en var í fyrra 1.197.525 tunn-
ux. Aflahæstu skipin eru Höfr-
ungur II með 17020 mál og tunn-
ur, Víðir n með 16.771, Helgi
Helgason með 16.688, Eldborg
með 16.476 og Guðmundur Þórð-
arson með 16.349, — en skýrslan
um önnur skip er á bls. 6.
Aflinn hefur farið í salt,
255.289 tunnur, bræðslu 1.130.409
mál og frýstingu 27.366 tunnur.
Vikuaflinn sl. viku var 225.461
mál og tunnur Var yfirleitt gott
veður á miðunum, en þokuslæð-
ingur sums staðar. Eftir helgina
gerði storm á miðunum, og var
landlega hji síldarbátunum.
Lágu t. d. um 60 skip inni á
Norðfirði og helmingi fleiri á
Seyðisfirði. Leit «kki út fyrir að
lægja mundi í nótt.
fréttatilkynningu frá Síldarút-
vegsnefnd um þetta segir:
Samningaumleitunum þeim,
sem staðið hafa að undanförnu
milli Síldarútvegsnefndar og
verzlunarfulltrúa Sovétríkjanna
lauk í Reykjavík síðdegis í dag
með því, að samningar tókust
um sölu á 80 þúsund tunnum
saltsildar fyrir nokkru hærra
verð en í fyrra.
Þegar verkun saltsíldar var
stöðvuð, að kvöldi 27. júlí s.l.,
höfðu verið saltaðar um 55 þús-
und tunnur saltsíldar, sem ætl-
aðar voru upp í væntanlega samn
inga við Sovétríkin.
Á fundi sínum í kvöld, ákvað
Síldarútvegsnefnd að leyfa verk-
ún saltsíldar að nýju.
Lík fannst
í Siglufjarðarhöfn
SIGLUFIRÐI, 7. ágúst. — f gær-
kvöldi fannst í höfninni lík Frið-
riks Ásgrímssonar frá Reykja-
vík, sem hvarf 16. júlí, en hann
var skipverji á Hávarði ÍS 100,
sem lá hér. Fannst hann fyrir
framan svonefndan Slipp við
nýju hafnarbryggjuna.
Friðrik lætur eftir sig konu
og 2 börn.
Slökkviliðsmenn í Hafnarfirði berjast við eldinn í togaran-
um Surprise. (Ljósm. Njáll Haraldsson).
Eldur í Surprise í
Hafnarfjarðarhöfn
Ndtin lenti í sogdælu Sansu
AKRANESI, 7. ágúst. — Sl. sunnudag gerðist það er Sansu var
að dæla skeljasandi úti við Hraun, að nótin úr 25—30 tonna drag-
nótabát úr Reykjavík lenti í sanddæluskipinu. Sandkornunum
fækkaði meir og meir, sem upp komu í Sansu og sjórinn, sem
venjulega fossar í lestina, var orðinn eins og lítil Iækjarsitra. —
A hinn bóginn skeði það allt í einu hjá reykvísku sjómönnunum
að engu var líkara en dragnótin væri tætt út úr höndunum á
þeim og loks neyddust þeir til að kubba nót og taugar.
Kl. 4 síðdegis á sunnudag kom svo Sansu til Akraness. Þar
var megnið af dragnótinni og tilheyrandi köðlum dregið og plokk-
að út úr sogrörinu, meira að segja með keflum, hringum og fiski.
Dróst að skipinu I gærkvöldi um afcburð þennan og
Mbl. spurði dr. Jón Vestdal í ' sagði hann þetta rétt vera. Skip-
*
Anægjulegt skátamót,
þó tjöld fykju að lokum
SKÁTAMÓTINU á Þingvöllum
var slitið á mánudagskvöld og
fóru norsku og bandarísku og
hollenzku skátarnir heim í gær,
Þing SUS
í Reykja-
neskjör-
dæmi
KJÖRDÆMISÞING Sam-
bands ungra Sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi
verður haldið í félagsheimil-
inu Glaðheimum n.k. fimmtu
dag, 9 ágúst kl. 8,30.
Rétt til þátttöku hafa full-
trúar félaga ungra Sjálfstæð
ismanna í kjördæminu svo og
fulltrúar af svæðum, þar sem
ekki eru féiög samkvæmt nán
ari ákvörðun kjördæmisþings.
Um val fulltrúa vísast að
öðru leyti til 20. gr. laga Sam
bands ungra Sjálfstæðis-
manna.
aðrir erlendii skátar fóru út á
land, 56 enskir til Akraness, 4
skozkir til Hafnarfjarðar og
írskur til Stykkishólms. Sagði
Páll Gíslason, mótstjóri í gær,
að mótið hefði tekizt mjög vel.
Þrátt fyrir óhagstætt veður, oft
rigningu og rok, hefðu skátarn-
ir borið sig mjög vel og allt far-
ið skv. áætlun, enda væri allur
viðleguútbúnaður nú orðinn
mjög góður.
í fyrrinótt gerði mikið rok á
Þingvöllum og verSt undir morg-
un. Fauk þá nokkuð af tjöld-
um, þar á meðal stóru tjöldin,
sem notuð voru fyrir sjúkrahús
og pósthús, en pósti og öðru
var bjargað yfir í annað tjald.
Voru erfiðar aðstæður við póst-
afgreiðslu í gærmorgun, en gekk
þó.
1800 bílar á mótstað
Á sunnudag var gestadagur
hjá skátum og var þá sólskin
og bezti mótsdagurinn. Komu þá
um 1800 bílar á mótsstaðinn og
taldist skátunum svo til að 8—10
þús. manns hefðu verið þar. Voru
þá messur haldnar, lútersk og
kaþólsk, hópsýningar síðdegis og
feiknamikill varðeldur um kvöld
ið.
stjórinn á Sansu hefði skýrt svo
frá, að hann hefði byrjað að dæla
á venjulegum stað með venju-
legum merkjum og skipið hefði
dælt þanni í rnn 20 mín. Þá hefði
hann orðið þess var, að lítill eða
enginn sandur hefði kömið upp
um sogrörið og farið að huga að
Iþví, hvað valda mundi. Hefði
hann þá orðið var við að í um
kílómeters fjarlægð var bátur,
sem dróst aftur á bak að skip-
inu. Þá hefði hann látið stöðva
dælingu og dregið upp sogrörið
og hefði þá komið í ljós að inn í
iþað' var komin nótin, eins og
skýrt er frá hér að framan.
í gær hittust þeir að máli skip
stjórinn á Sansu, eigandi Sansu,
sem hér er staddur um þessar
mundir, og formaðurinn á bátn-
um. Sættust þeir á, að tjóninu
yrði skipt að jöfnu á milli beggja
skipanna, Sansus og dragnóta-
bátsins, og þar með á málið að
vera úr sögunni.
HAFNARFIRÐI, 7. ágúst. — Kl.
9.52 í morgun var slökkviliðið
í Hafnarfirði kvatt niður á
bryggju, en mikill eldur var í
togaranum Surprise, sem lá við
syðri hafnargarðinn. Var verið
að dæla olíu i togarann og talið
að olían hafi lekið niður á ljósa-
mótor, sem var í gangi og þannig
hafi kviknað í.
Vélarrúmið varð þegar alelda
og stóðu logar upp um loftventl
ana. Um tírna var talin hætta
á sprengingu f olíugeymum skips
ins. Þegar einn geymirinn hitn-
aði, rann olía úr honum um yfir
fallsrör og út á þilfar.
Slökkviliðið var meira en
klukkutíma að berjast við eld-
Trésmiðamálið
fyrir félagsdómi
f GÆR var flutt í Félagsdómi
mál varðandi það hvort aðgerðir
Trésmiðafélagsins hafi verið lög-
legar, er það auglýsti nýjan
vinnutaxta, ár, þess að samning-
ar hefðu tekizt um hann við
vinnuveitendur. Vinna liggur nú
niðri vegna ágreinings um þetta.
Flutti Egill Sigurgeirsson hrl.
mál fyrir hönd trésmiðanna í
gær, en úrskurðar er ekki að
vænta fyrr en á fimmtudag.
I inn og gengu slökkviliðsmenn
rösklega fram. Dældu þeir mörg-
um tonnum af vatni í skipið, sem
hallaðist við hafnargarðinn.
Miklar skemmdir urðu í vélar
rúmi togaruns, sem var að búa
sig á veiðar, er eldurinn kom
upp. Eigandi hans er Einar Þor-
gilsson & Co. — G.E.
Hundar
ráðast
á gæsir
NOKKRU eftir hádegið á
mánudaginn gerðist sá ó-
venjulegi atburður við Foss-
vogsblett 7 hér í bæ að þrír
aðvífandi hundar gerðu aðsúg
að hóp aligæsa, sem þar lón-
aði á polli. Rifu hundarnir og
tættu fjórar gæsir svo illa að
búizt var við að þeim þyrfti
að lóga. Eigandi gæsanna
hafði hendur í hári tveggja
hundanna ,en sá þriðji slapp.
Eigandinn afhenti sökudólg-
ana lögreglunni og munu þeir
verða réttaðir fyrir tiltækið.
Þá er von á skaðabótakröfu
frá eiganda gæsanna á hend-
ur eiganda hundanna, en a.m.
k. annar þeirra, sem náðist,
var merktur.
Tekur Flugfélag íslands upp
flugsamgöngur viö Færeyjar?
í EINKASKB YTI, sem Morgun-
blaðinu barst í gær frá frétta-
ritara blaðsins í Færeyjum, seg-
ir að lögmaður Færeyja hafi í
ræðu sinni á lögþinginu skýrt
svo frá, að hann hefði von um,
að Færeyjar kæmust í flugsam-
band við umheiminn innan
skamms og yrði það annað hvort
með samningum við Flugfélag
íslands eða Braathen.
Skeytið hljóðar svo í heild:
Lögþing Færeyja, sem kom
saman á Ólafsvökunni, sat fundi
í tæpan vikutíma. Því var slitið
á laugardaginn og kemur ekki
aftur saman fyrr en að afloknum
lögþingskosningum sem fram
fara snemma i nóvembermánuði
— nema brýn nauðsyn krefji,
vegna einhverra óvæntra, en að
kallandi mála.
• 17 klst. umræður
Hið eína sem á þessu þingi
gerðist var að fjárlagafrumvarp
fyrir árið 1963—64 var lagt fram,
en niðurstöðutölur þess eru 32
milljónir danskra króna. Enn-
fremur samþykkti þingið Ólafs-
vökuræðu lögmanns. Umræður
á þinginu stóðu samtals sautján
klukkustundir og verður þelm
útvarpað af segulböndum.
í ræðu sinni hét lögmaður þvf
að skattar og tollar yrðu ekki
hækkaðir á komandi fjárhagsárL
Lögmaðurinn kvaðst hafa vonir
um, að Færeyjar kæmust í flug-
samband við umheiminn, áður
en langt um liði. Landstjórnin
stæði í - sambandi við flugfélag
Braathens og Flugfélag íslands
— og persónulega kvaðst lögmað-
ur þeirrar skoðunar, að það yrði
fyrlr tilstilli Flugfélags íslands,
að Færeyjar fengju flugsamband
við umheirninn.