Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 2
2 VORGVNTtr. IfílÐ Laugardagur 15. sept. 1962 r' Norðurlönd styðja framboð Noregs við k'osningar til Öryggisrdðs SÞ Helsingfors, 14. sept. (NTB). FUNDI utanríkisráðherra Norð- urlandanna sem hófst í Helsing- fors í gær, lauk í kvöld. Fund- inn sátu af íslands hálfu Thor Thors amhassador í Bandaríkj- unum og Agnar Klemenz Jóns- son, ráðuneytisstjóri, Guðmund- ur I. Guðmundsson er nú í Bandaríkjunum. Utanríkisráðherra Danmerkur, Fer Hækkerup, utanrikisráð- herra Svíþjóðar, östen Unden, utanríkisráðherra Noregs, Hal- vard Lange og utanríkisráðherra Finnlands, V. Merikoski, sátu allir fundinn. Að fundinum loknum var send út yfirlýsing og í henni sagði m. a., að Norðurlöndin myndu styðja framboð Noregs við kosn- ingar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fram fara í alls- herjarþingi samtakanna, en það hefst 18. þ.m. í tilkynningunni sagði enn- fremur, að rætt hefði verið um afvopnunarmál á fundinum og voru fundarmenn sammála um, að störf afvopnunarráðstefnunn- ar í Genf væru þýðingarmikil. Þegar rætt var um vandamálin í Afríku létu fundarmenn í ljós ánægju sína með það hve margar þjóðir í álfunni hefðu fengið sjálfstæði og lögðu áherzlu á, að SÞ hefðu stóru hlutverki að gegna í sambandi við sjálfstæð- isbaráttu þeirra þjóða, sem enn eru ekki frjálsar. Rætt var um þá ákvörðun, að gera sjöunda áratug aldarinnar að uppgangstímabili Sameinuðu þjóðanna og lýstu fundarmenn vilja Norðurlandanna til að taka þátt í áætlun framkvæmdastjóra Sþ þess efnis, að auka hjálpar- starfsemi samtakanna og lagði fundurinn áherzlu á að fræðslu- mál þyrftu helzt að vera stór lið- ur í áætluninni. Samkvæmt boði Norsku stjórn arinnar var ákveðið, að næsti utanríkisráðherrafundur Norður landanna yrði haldinn Osló næsta vor. Guðrún Ragnheiöur Margrét A.S.B. kýs fulltrú á þing A.S.Í. NÚ UM helgina fer fram kjör fulltrúa á Alþýðusambandsþing í ASB, félagi afgreiðslustúllkna í brauða- og mjólkurbúðum. Kommúnistar hafa um árábil verið einrúðir í félagi þessu og látið stjórn þess gefa út alls kon Ný deild í Háskólanum í DAG kemur til framkvæmda aðskilnaður laga- og viðskipta- deildar Háskóla Islands. Tekur l>á til ;tarfa sjálfstæð deild í við skiptafræðum. Ufn þessar mundir eru liðnir tveir áratugir frá því ný deild var stofnuð við Háskólann. Prófessorar við hina nýju deild verða þrír talsins, þeir dr. Gylfi Þ. Gislason, Ólafur Björnsson og Árni Vilhjálmsson. í forföllum Ihins fyrstnefnda /erður Guðlaug ur Þorvaldsson settur prófessor við deildina. Stúdentar viðskiptadeildar verða um 100 talsins. í tilefni aðskilnaðar deildanna bafa stúdentar beggja deilda á- kveðið að hitta. t i Nausti i dag kl -t—7 sðdegis. Miklar framkvæmdir á Hornafirði Heyfengur sæmilegur. Illa lítur ut með kartoflur HÖFN, Hornafirði, 4. sept. — 1 Hornafirði er slætti að verða lokið. Heyfengur bænda virðist í meðallagi. Vorbeitt tún spruttu seint og þar af leiðandi var há- arspretta léleg hjá þeim. Hins vegar mun heyfengur þeirra, sem ekki beittu tún, vera all- góður. Nýting heyja mun víðast góð. Slátrað 16000 fjár Slátrun hefst nk. mánudag hjá Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga og ráðgert að slátrað verði 15 þúsund fjár. Auk þess mun slátrað hjá Einari Eiríks- syn i'öskum 1000 kindum. Dilk- ar líta sæmilega út. Ekki er séð hvernig kartöflu- uppskera verður, en allar líkur benda til að hún verði langt undir meðallagi. Margir sáðu seint í vor og það jafnvel á frost í jörðu og munu garðar, sem eru alveg á sléttlendi, eink- um lélegir. Kartöflugras hefur fallið nú seinustu nætur svo að trauðla má búast * við miklum framförum í görðum héðan af. Um kornræktina verður ekki sagt að sinni hverja raun hún gefur, en eitthvað mun hún mis- jöfn eftir þeim jarðvegi, sem sáð var í. Þó er ekki útilokað að eitthvað rætist úr þar sem margir góðir sólardagar hafa verið í þessari viku. 8 hús í smiðutn Á Höfn eru 8 íbúðarhús í smíðum og tvö í sveitum. Hins vegar er mikið um stórhlöðu- byggingar á mörgum bæjum. Byggja menn hér nú allt upp í 1200 hesta hlöður. Heimavistarskóli og kirkja eru í smíðum í Nesjum og á Höfn er hið stóra verzlunarhús kaupfélagsins í smíðum og byrjað á kirkjugrunni. Félagsheimilið er nú vel á veg komið og er ætlunin að því verði lokið fyrir áramót. Báðir sigla og selja vel Allir síldveiðibátar héðan eru komnir heilir í höfh. Afli heima- báta er sæmilegur og hefur Pét- ur Ingjaldsson farið tvær ferðir til Englands og selt allvel og þó sérstaklega í seinni söluferð sinni. Er hann nú að lesta í þriðju ferðina. Þá mun ólafur Tryggvason byrja að lesta. Er ætlunin að hann sigli eitthvað frameftir haustinu. Byrjað er að brúa Reyðará í Lóni, en hún hefur oft verið slæmur farartálmi ferðamönn- um, þó vatnslítil sé. Eru þá all- ar ár brúaðar að austan, allt að Steinavötnum í Suðursveit. — Gunnar. ar samlþykktir o'g yfirlýsingar i þágu flokks síns. Er þess skemmst að minnast er fulltrúar félagsins á siðasta Alþýðusambandsþingi létu hafa sig til þess að greiða atkvæði gegn inntökubeiðni Landsambands ísl. verzlunar- manna I Aliþýðusambandið. Urðu kK)mmúnistafulltrúarnir frá ASB þannig meðvaldir að því að hundr uðum afgreiðslustúlkna í verzl- unum hér í bæ og um allt land er nú haldið ólöglega utan Al- þýðusambandsins, þótt þær stundi algerlega sambærilega vinnu við meðlimi ASB. Lýðræðissinnaðar stúlkur i félaginu vilja ekki una '~ví að kommúnistum haldist uppi að misnota umboð þeirra á þennan hátt o;, hafa því borið fram lista gegn kommúnistastjórninni eins og við síðustu Alþýðusam bandskosningar, en þá munaði aðeins örfáum atkvæðum að listi lýðræðissinna hlyti kosningu. Listi lýðræðissinna er þannig gki; aður: Guðrún Kristmunds- dótir ;Mjólkursamsalan), Ragn heiður Hinriksdóttir (Alþýðu- brauðgerðin) og Margrét Eirí’ks- dóttir (Sandholt). Til vara: Elsa Erlendsdóttir (Mjólkursamsalan Hafnarfirði), An j Hákonardótt ir (Mjólkursamsalan) og Kristín Kristjánsdóttir (Jón E. Guð- mundsson). Listinn er B-listi. Kosið \ 'ður í Skipholti 19 kl. 2 til 10 í dag og á morgun. Aftur á síldveiðar AKRANESI, 14. sept. — Skips- höfnin á Skipaskaga er nú að halda á ný út á síldarmiðin og hefja veiðar að nýju. Báturinn var svo óheppinn að missa stýrið úti í rúmsjó. Hefur verið gert við skemmdirnar á '• Akureyri. — Oddur. Jórniðnaðarmenn kjósa í dag Sikúrirnar í gær fylgdu akúrasvæðinu, sem sést á kort imi. Lægðin V af Skotlandi vau: á hreyfingu ANA. Norð- anáttin sem sést á veðurskip- inu Alfa á Grænlandshafi var á hreyfingu austur og náði hingað síðdegiis, og var búizt við, að létta mundi til í nótt sem leið. SKURIRNAR í gær fylgdu skúrasvæðinu, sem sést á kort inu. Lægðin V af Skotlandi var á hreyfingu ANA. Norðan- áttin sem sést á veðurskipi Alfa á Grænlandshafi var á hreyfingu austur og náði hing að síðdegis, og var búizt við, að létta mundi til í nótt sem leið. KOSNINGAR í Félagi járniðn- aðarmanna um fulltrúa á þing ASÍ fara fram nú um helgina. Kosið verður bæði í dag og á morgun og fer kosning fram í Skipholti 19 (skrifstofu félags- ins). Hefst kosning kl. 10 f. h. báða dagana og lýkur kl. 6 e. h. Það hefur vakið athygli, að á A-listanum eru eingöngu harð- soðnir kommúnistar. — Höfðu menn búizt við, að Framsókn- armenn fengju einhvern full- trúa eftir þann dyggilega stuðn- ing, sem þeir hafa veitt komm- únistum í félaginu undanfarna daga. Listi lýðræðissinna er B-list- inn og er hann skipaður eftir- töldum mönnum: Aðalmenn: Sigurjón Jónsson (Sindra), Rafn Sigurðsson (Héð- inn), Gunnar Brynjólfsson (Landssmiðjan), Jóhann Þor- geirsson (Héðinn) og Þorvaldur Ólafsson (Hamar). Varamenn: Loftur ólafsson (Borgarsmiðjan), Steindór TJlf- arsson (Járnsteypan), Gunnar Guðmundsson (Landssmiðjan), Herman* Hermannsson (Land- leiðir) og Sveinn Hallgrímsson (Vegagerð ríkisins). IHikill skortur á hjukrunar- gögnifim í Iran 1 Frá Rauða krossinum Farið hefur fram rannsókn vegum Rauða Krossins á því tjóni, sem hlauzt af jarðskjálft unum miklu í Iran á dögun- uan. Segir í skýrslu nefndar Rauða Krossins, að 6 þús. menn hafi látið lífið, 3 þús. særzt og þar af séu 1 bús. í sjúkrahúsum og 30 il 60 þús. menn séu heimilislausir. Segir, að enn : 5 mikill skort ur á hjúkrunargögnum á jarð skjálftasvæðinu. Ráðgjafaþing Evrópuráðsins RAÐGJAFARÞING Evrópuráðs- ins situr á fundum í Strassbourg 17.—25. þ. m. Fyrstu tvo dagana verða haldnir sameiginlepic fundir ráðgjafarþingsins og Ev- rópuþingsins svonefnda, en á því eiga sæti þingmenn frá þeim 8 rikjum. sem eru í Efna- hagsbandalagi Evrópu. Af ;||íslands hálfu mun Þorvaldur Garðar Krist- jánsson sækja ráðgjafarþingiði að þessu sinni. Þorr. Garðar Á dagskrá þingsins eru m.a. almennar umræður um stjórn- málaþróunina í Evrópu. Að auki verður m.a. rætt um efna- hagssamvinnu ríkjanna í Ev- rópu og Norður-Ameríku, um orkumál og um flutninga og umferðarmál. Þá verður fjallað um starfsemi ýmissa Evrópu- stofnana, um ástandið í Albaníu, um flóttamannamál og um lög- fræðilega aðstoð við vanþróuð lönd. Einnig verður rætt um starfsemi Evrópuráðsins á sviði lögfræði, menningar- og sveitar- stjórnarmála. London, 12. september, NTB. Farþegaiþota frá BEA varð í dag að nauðienda í Edinborg vegna þess að fuglar höfðu lent í hreyflum vélarinnar. 69 voru með vélirni. en engan sakaði. __ Fulltrúar íslands á þingi SÞ. Á SAUTJÁNDA allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna mæta eftir taldir aðiljar af íslands hálfu 1 upphafi þingsins: Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra. Thor Thors, sendiherra. Kristján Albertsson, sendi- ráðunautur. Hannes Kjartansson, aðal- ræðismaður og Jónas Rafnar, alþingismaður. Indverjar auka her- styrk viö landamærin Nýju-Delhi 14. sept. (NTB). INDVERSKI herinn hefur sent aukinn herstyrk til varðstöðvar niokkur hundruð metra frá landa mærum Indlands og Tíbet, en fregrnir herma, að kínverskir her- menn hafi farið inn yfir landa- mæri Indlands í fyrradag og séu skammt frá varðstoðinmi. ★ í gær sendi Indlandsstjóm Pekingstjórninni mótmælaorð- sendingu vegna þess, að kín- versku hermennirnir voru komn- ir inn fyrir landamæri Indlands frá Tíbet. Talsmaður Indlandsstjórnar skýrði frá þessu í gær og sagði, að kínversku hermennirnir væru aðeins nokkur hundruð metra frá Indversku varðstöðinni, en hún er Indlandsmegin við hina svokölluðu Mcmahon-línu, sem Indverjar viðurkenna, sem landa mæri Indlands og Tíbet, en það gera Kínverjar ekki. Kínverjar sendu Indverjum einnig mótmælaorðsendingu i gær. í henni sakaði Pekingstjórn in Indverja um að hafa komið upp árásarstöðvum Tíbetmegin við Macmahon-línuna og einnig mótmælti hún því, að indversk flugvél hefði rofið lofthelgi Kina þrisv,\r sinrum fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.