Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. sept. 1962 MORGZJIVBIAÐIÐ 15 128 íbúðir auglýstar á vegum Reykjavíkurborgar á næstunni Miðnætursýning í Austurbæjarbíói GAMANLEIKURINN „Ég vil eignast barn“, verður sýndur í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11.30. Leikurinn hefur verið sýnd- víðsvegar um landið í sumar og hafa orðið alls 40 sýningar. Leik- urinn verður nú sýndux á vegum Félags íslenzkra leikara og til styrktar sjóðum þess. í flokknum eru þau Sigríður Hagalín, Jón Sigurbjörnsson, Þóra Friðriksdóttir og Guðmund ur Pálsson. Þetta er bráðskemmtilegur gamanleikur, sem fjal-lar um hjónabandið kosti þess og galla hamingju og hinar dökku hliðar. — Um myndlist Framhald af bls. 10 sýna þe_' okkur töfra rúmsins og hins plastiska forms. — Qon Q. minnist þess, að áð ur var öldin önnur. Forn-Grikk- ir fr/lltu rúrnið ávölum, hvelfd- um flötum, og formun mynda þ-eiri'a minnti á vöxt og þroskun þrúgunnar í varma sólarljóssins. En þetta var önnur saga. — Skyldi það 'era tilviljun ein, spyr Don Q., að undramarg- ar rúmmyndir listamanna árs- ins 1362, og þá einnig Islendinga, eru með egghvössu. i brúnum og bryggjum, skörpum könturn, oft- lega tættar eins og eftir sprengju eða brunnar og bræddar eins og atomeldur hafi um þær leikið? Don Q. segir : Nei! Á efri árum sínum málaði hinn frægi hollenzki listmálari Mondri an mynd, sem eigi var annað en vandlega unninn gulur ferningur, Mynd þessi og aðrar henni skyld ar voru honum bakgrunnur og leSktjald hins daglega lífs. Gult! Hinn lýsandi, heiðskíri guli lit- flötur, sem engin teikning, engin naturalistisk kennimerki trufl- uðu. Mondrian sökkti sér í hug leiðingar um hin töfrandi undur litanna. Þar fann hann bá fu-11- nægju, er hann leitaði. Var hon um það sem guðleg náð. — Og hér er enn ein myndin. Engin hlutræn mótíf. Hreint rautt, magnað af litlum bláu-m fleti, sem aftur er efldur af hin- um guila grannlita. Þessir þrír lit ir skapa samfelda, samræmda heild, eins konar litrænan þrí- hljóm. Frammi fyrir þessari mynd, — svo hugsar Don Q., sem Sláttulok í Kjós Valdastöðum 10. sept. SL/ETTI mun nú um það bil að ijúka að þessu sinni. Hófst slátt- ur með seinna móti, vegna þess að grasvexti fór hægt fram framanaf sumri, sem rættist þó nokkuð úr síðar. Mun töðufengur vera heldur með minna móti sumstaðar, en þó ekki allsstaðar. Líklega mun heyfengur vera í meðallagi, og sumstaðar vel það. Háarspretta er yfirleitt í minna lagi. Heyskapartíð mátti heita erfið lengst af, vegna þrálátra fjallaskúra, sem þó komu mjög misjafnt niðrn-. En nú hefur verið ágætur þurrkur síðustu dagana. Nokkuð mun hafa hitn- að í heyum hjá sumum bændum, og vonandi að hafi ekki slæm eftirköst, enda fjölgar þeim bændum nokkuð, sem hafa komið sér upp súgþurrkun sér til mikils öryggis. Um næstu helgi hefjast leitir, Og eru réttir í næstu viku. Nokkurt frost var hér í nótt og féll kartöflugras í görðum. Allvel mun líta út með kartöfiuupp- skeru í görðum. Laxveiði var hér í sumar með betra móti. — H. G. elskí.r og dáir fagrar k-onur, — hér mætti hugsa sér. lifandi, unga og fagra móður með frumvaxta barn sitt. Þá fyrst mundi það skýrast og verða l.ióst, hvað nú tíma abstrakt myndlist eiginlega er: ekki hermilist ekki afsteypa mannlegs lík-ama, heidur „kontra punkturinn", mótstef mannlegr ar tilveru. Milli manns og myndar skap- ast lífrænt, andlegt samiband, einnig, sem auðgar líf mannsins, færir út svið tilvistar hans og opnar vitund hans inn á við, inn til hins ókunna lands, terra incog nita, sem er hann sjálfur, — enda þótt hann hafi oft hvorki skilið það né viljað vita það. — Einhverju sinni kom vinur Arn-old Schönbergs til hans, hins mikla meistara, er lagt hafði grundvöllinn að tónlist nútímans með sköpun hins umdeilda 12- tónakerfis, og sýndi honum hand rit að tónverki eftir ungt tón- , skáld. Vinurinn spurði, h-vort nokkuð væri á rnóti því, að hinn ungi maður beitti hér 12-tóna aðferð meistarans. Svaraði þá Sehönberg: „Nú, því ekki það? En setur hann þá músík í þetta?“ — Já, það var einmitt þetta, sem Don Quijote taidi mestu máli skipta af öllu, að músíkin gleymist ekki. Kurt Zier. A NÆSTUNNI verða aug- lýstar til umsóknar 128 í- búðir, sem byggðar eru á vegum Keykjavíkurborgar við Álftamýri. Er um þessar mundir verið að ganga frá tillögum að söluskilmálum til samþykktar borgarráðs og borgarstjórnar. Forgangs- rétt að íbúðum þessum hafa þær fjölskyldur, sem búa í heilsuspillandi húsnæði, og þá fyrst og fremst þær fjöl- skyldur, er í herskálaíbúð- um búa. Frá þessu skýrði Gísli Hall- dórsson borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins á fundi borgarstjórn ar 6. sept. sl. við umræður í borg arstjórninni um útrýmingu her- skálaíbúða. Greindi hann einni-g frá því, hve vel hefur miðað útrýmingu þessa húsnæðis á und anförnum árum. Mætti bezt sjá það af því, að tala barnafjöl- skyldna í þessu húsnæði hefði nú lækkað niður í 111, en í upp- hafi hefðu alls 566 fjölskyldur búið í herskálaíbúðunum. Auk þessa búa svo nokkrar barn- lausar fjölskyldur í herskálum oig nokkrir einstaklingar. Gísli kvað óþ^rft að eyða orðum að því, sem oft væri gefið í skyn af andstæðingum sjálfstæðis- manna, að þeir bæru sök á því, að enn skuli búið í herskála- íbúðum eða að þær skyldu yfir leitt nokkurn tíma hafa verið teknar til íbúðar. Ástæðan til þess hlyti öll að vera ljós, þ.e. hinir milklu fólksflutningar til borgarinnar á styrjaldartíman- um. En þrátt fyrir þann tiltölu- lega litla og síminnkandi fjölda manna, er hér byggi í herskála- íbúðum, kvaðst GH þiklaust stað hæfa, að almenningur byggi ekki í nokkurri höfuðborg í heimin- um í jafngóðu húsnæði og ein- mitt hér. Qg það væri yfirlýst stefna sjálfstæðismanna að út- rýma þeim herskálaíbúðum, sem enn eru eftir, á sem skemimstum tíma, og að því mundi markvíst verða unnið hér eftir sem hingað til. Guðmundur J. Guðmundsson varaborigarfulltrúi kommúnista hafði borið fram tillöigu um þessi mál, er lá fyrir fundinum ti-1 afgreiðslu. f ræðu, sem GJG flutti fyrir tillögu sinni, kvað hann ljóst, að það fólk, sem enn væri eftir í herskálaíbúðum ætti enn erfiðara með hagnýta sér þá möguleika, sem felast í hús- byggingarstarfsemi Reykjavíkur borgar, en þeir, sem fram að þessu hafa flutt úr herskálum í slíkt húsnæði. Núverandi bygg- ingarfyrirkomulag leysti því ekki vanda þessa fólks, þótt gott væri að mörgu leyti. Einar Ágústson (F) lýsti því yfir að hann stæði með tillögu- flutningi kommúnista. Óskar Hallgrímsson (A) bar fram breytingartillögu við til- lögu GJG, sem breytti henni í verulegum atriðum. Var breyt- ingartillagan samþykkt með 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins gegn 5 atkv. kommúnista og framsóknar- manna. Órói í Rhodesíu Salisbury, S.-Rhodesíu, 13. sept. (NTB). TALSVERÐUR órói hefur verið í S.-Rhodesíu í sambandi við hinn svokallaða frumbyggjadag, sem haldinn er hátíðlegur árlega í landinu til að minnast komu fyrstu hvítu mannanna þangað. Kveikt hefur verið í húsum og bifreiðum og heimatilbúnar sprengjur sprengdar._______ F élagslíi Haustmót 1. fl. á Melavelli kl. 2. — KR og Valur. Mótanefndip I. O. G. X. Stúkan Dröfn heldur fund mánudaginn 17. sept. kl. 8.30. Hagnefndaratriði. Mætið vel og stundvíslega. Æðstitemplar. SignaS heldur munni yðar hreinum Rauðu rákirnar í Signal tannkreminu innihalda Hexachlorophene, sem hreinsar tennur yðar og heldur munni yðar hreinum. En Signal gerir meira en að halda tönnum yðar mjallahvítum, það ver yður einnig andremmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.