Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. sept. 1932 MORCVTVfíL4ÐIB 13 úður fulltrúi Islands í Israei eftir Pétur Ottesen í HÓPI margra erlendra gesta, sem heimsótt hafa landið á þessu sumri eru hér staddir nú tveir aufúsugestir frá fjarlægu landi, landinu helga hinu endurreista Gyðingaríki í ísrael í austurálfu iheims. Þessir veglegu gestir, vin- ir lands vors og þjóðar, eru for- sætisráðherra ísraels, David Ben- Gurion og aðalræðismaður ís- lendinga þar í landi Fritz Naschits. Báðir eru þeir með konur sínar auk þess sem nokk- ur hirð fylgdarmanna er í för forsætisráðherrans. Þrátt fyrir þá órafjarlægð sem skilur lönd vor hvort frá öðru, og það regin djúp sem tvö heims- höf, Miðjarðarhafið og Atlants- hafið staðfesta á þessari leið, hef- ir á þeim tæpum hálfum öðrum Frltz Naschitz áratug sem Gyðingar hafa ráðið ríkjum í ísrael tekizt að tengja lönd þessi traustum viðskipta- og vináttúböndum. Hvor tveggja (þessi tengsl hafa styrkzt með hverju árinu sem liðið hefir og á þessu ári hefst nýr þáttur í viðskiptum landanna með sölu saltsíldar til ísrael. I»á rás viðburðanna sem orðið hefir í kynnum og samskiptum þessarra landa nú um skeið má máske að einhverju leyti rekja til þess að af sögnum frá dögum frumkristninnar er landið helga íslendingum hugstæðara en önn- ur fjarlæg lönd. En megin kjarni þessarrar farsælu þróun- «r er örugglega sá hve heppnir vér íslendingar vorum þegar í öndverðu um val á aðalræðis- manni vorum í ísrael. Fritz Naschits er sannur íslandsvinur fram í fingurgóma. Hann hefir á þessum árum mörgum sinnum tekizt ferð á hendur til íslands, Iþessa löngu leið. Hefir hann með aðlaðandi framkomu sinni komizt í náin kynni víð margt manna bér á landi. Og það er næstum undravert hversu miklum og staðgóðum fróðleik honum hefir tekizt að afla sér um land og Þjóð, menningu vora að fornu og nýju, atvinnuhætti og auðlindir vorar bæði í sjó og á landi. Þennan fróðleik hefir aðalræðis- maðurinn af mikilli kostgæfni og alúð kynnt þjóð sinni og notað til þess hvert tækifæri, meðal ennars í fjölmennum félagasam- kvæmum, jafnframt sem hann af frábærum áhuga og dugnaði vinnur þrotlaust að auknum við- ekiptum landanna. í hinum stóru og vistlegu skrifstofum hans í Tel-Aviv skipar ísland öndvegi eð því leyti að þar eru veggir olsettir málverkum frá íslandi, sem sum hver eru eftir vora snjöllustu snillinga á listasviðinu. Um þetta get ég gerst frá sagt úr heimsókn minni til ísrael 1959. Þessi Islandsvinátta aðalræðis- maimsins, birtist mér þar per- sónulega í hinni fegurstu mynd. Ef satt skal segja hafði ég tæp- ast getað vænzt af útlendingi slíkrar fyrirgreiðslu sem aðal- ræðismaðurinn lét mér í té í þessari ferð minni. Mér mun seint úr minni líða umhyggja hans fyrir því og holl ráð að mér nýttist sem bezt sá stutti timi sem ég átti kost á að dvelja í landinu. Hafði ræðismaðurinn stillt svo til um ferðatilhögun mína að ég gæti séð sem mest af hinum fornhelgu stöðum og byggingum, en jafnframt því kynnzt nokkuð uppbyggingar- starfi því sem Gyðingarnir hófu strax eftir valdatöku sína í ísrael. Voru þau kynni ærið lærdómsrík og skír og fagur vott- ur þess hvers orka má þegar allir leggjast á eitt. Ég vil um leið og ég fagna heimsókn hinna göfugu gesta vorra frá ísrael, nota tækifærið og færa aðalræðismanni vorum í ísrael, Fritz Naschitz, mínar beztu þakkir fyrir þá gestrisni og höfðingslund sem hann sýndi mér er ég var þar á ferð. Um leið vil ég færa honum þakkir fyrir allt sem hann, í ræðis- mannsstarfi sínu, hefir gert og afrekað fyrir þjóð vora. Þá vil ég biðja aðalræðismanninn að færa utanríkisráðherra ísraels, Golda Meir beztu kveðju mína og þökk fyrir þá vinsemd og hugulsemi sem hún sýndi mér með því að heimsækja mig á sjúkrabeði mínu á Landsspítal- anum, er hún var hér í heimsókn á síðastliðnu sumri. Línum þessum vil ég Ijúka með því að óska ísraelsku þjóð- inni allra heilla og blessunar og að hún mætti sem fyrst verða aðnjótandi þess, sem aðalræðis- maðurinn, er hann kvaddi mig í Tel-Aviv, sagði að mestu skipti fyrir framtíð ísraels, það er að geta samið varanlegan frið við nágranna sína og öðlast ráð á nógu vatni úr ánni Jórdan til þess að breyta Negev eyðimörk- inni í aldingarð. Það er ánægjulegt hugðarefni íslendingum að vita aJS David Ben-Gurion forsætisráðherra set- ur með heimsókn sinni innsigli sitt á þau vináttubönd sem tengja þjóðir vorar. Pétur Ottesen. Gróðurreitir * Fossvogsstöðinni. Reykvíkingum geíst kostur á að skoða skógræktar- stöðina í Fossvogi Þar eru nú framleiddax ruml, 3000 skógarplöntur árlega í DAG og á morgun verður Skógræktarstöð Skógræktar- félags Reykjavíkur opin al- menningi til sýnis og gefst borgarbúum þá kostur að kynna sér starfsemi stöðv- arinnar og félagsmenn, sem alls eru 1800 talsins, fá tæki- færi til þess að sjá árangur þann og starf er þessi af- kastamikla skógræktarstöð þeirra hefur náð. Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur er Guðmundur Marteinsson, verkfræðingur. Fréttamenn blaðsins gengu í gær um skógræktarstöðina með Einari G. E. Sæmundsen, skóg- arverði og framkvæmdastjóra stöðvarinnar. í stöðinni eru ár- lega framleiddar talsvert á 4. þúsund trjáplöntur til skóg- ræktar, einnig er alið upp nokkuð af garðplöntum, en þær verða talsvert eidri í stöðinni. Skógarplönturnar eru afhentar 4 ára gamlar. Það er ótrúlega mil ið og margvíslegt starf, sem vinna þarf áður en hægt er að taka plönturna og flytja hana til þess staðar er hún í framtíð- inni á að vaxa upp sem skógar- tré. Fyrst er sáð til hennar í gróðurreiti, Sem klæddir eru gleri fyrsta árið og annað árið einnig, ef eitthvað er að veðri. Síðan eru plönturnar teknar úr reit- unum og þær dreifsettar í beð þar sem þær alast upp næstu tvö árin. Þá eru þær taldar hafa fengið það fóstur, er til þarf svo þær geti hafið barátt- una fyrir tilverunni úti í skógi eða gróðurreit, hvort sem það heitir Heiðmörk, Þórdísarlund- ur eða Vaglaskógur, svo dæmi séu nefnd. Mest fer í Heiðmörk Meginhlutverk Skógræktar- stöðvarinnar í Fossvogi hefur verið framleiðsla plantna í Heiðmörk. Auk þess selur stöð- in nokkuð af plöntum í reiti og skóga hér í nágrenninu og að síðustu geta einstaklingar keypt þarna tré í garðana sina. Fyrst skoðum við reitina sem eru undir gleri og fallegar stúlk- ur ganga út í hann, svo við sjá- um á mynd samanburðinn. Síð- an höldum við áfram til annars árgangs. í leiðinni fræðumst við um hvernig skjólbelti verða til. Þegar starf hófst í skógræktar- stöðinni var þarna bérangurs- mýri án alls ræktunargróðurs. Fyrstu skjólbeltin voru gróður- sett 1937, en frágangssök. var að hefja plöntuuppeldi á þessum stað fyrr en skjól var fengið. Aðalskjólbeltin, sem eru kring- um fyrsta-ársreitina nú, eru frá 1950. — Hér hófst ekki stórfram- leiðsla á plöntum fyrr en 1947. Fyrir þann tíma gekk allt frem- ur hægt hér í stöðinni sakir fjárskorts og fátæktar, sagði Einar. — Hér vinna 25—30 stúlkur á vorin í einn og hálfan mánuð og 10 karlmenn sama tíma, en aðra tíma ársins eru 6—8 stúlk- ur og 2—3 karlmenn. Við skoðum nú fallegt skjól- belti, sem er komið vel á veg. Það er gróðursett 1958, yzt í því er viðja, sem er fljótsprottin og harðgerð skjóljurt, sem hlífir greninu meðan það er a.ð ná sér á strik, en í framtíðinni er það grenið, sem hið fullkomna skjól á að veita. Innst er birki, en notkun þess í skjólbelti fer minnkandi, enda er það of dýr jurt til slíks. Uppruninn mikilsverður Hér og hvar sjáum við greni- tré á ýmsum aldri og heyrum sögu þeirra. Mikilsvert er að uppruni trjánna sé heppilegur fyrir okkar aðstæður. Þau, sem eru af suðlægum uppruna, þola veruna hér mun ver, þau kelur I toppinn og ná því seint þroska. Athyglisvert er hve þessir inn- flytjendur, sem af norðlægum slóðum koma, una sér hér vel og ná góðum og skjótum þroska. Til samanburðar sáum við birki úr Bæjarstaðaskógi, sem gróður- sett var 1935 og var 10 árum eldra en sitkagreni við hliðina. Að vísu hafði það skýlt inn- flytjar.danum, en hann var nú orðinn miklum mun stærri og meiri á allan veg. Að vísu hefur birkiskógurinn sinn sjarma, sem greniskógurinn aldrei fær. En allt þetta gefst Reykvík- ingum kostur að skoða í dag og á morgun frá kl. 2—7 síðdegi3 báða dagana undir leiðsögn þeirra, sem þarna erú kunnugir. í Fossvogsstöðinni. Handtekinn fyrir njósnir LONDON 13. sept. (NTB) wíuí- am Vassel, 38 ára Breti, skrif- stofumaður í brezka flotamála- ráðuneytinu var í dag hand- tekinn, grunaður um njósnir. ★ Kæran á hendur Vassel segir, að hann hafi, á tímabilinu frá 18. ágúst til 11. sept sl. tekið afrit af leynilegum upplýsingum > sem gætu orðið gagnlegar fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.