Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 15. sept. 1962 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. ~ Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GOÐÆRIÐ OG VIÐREISNIN Núverandi ríkisstjóm má vel una við það að hafa hlotið nafnið viðreisnar- stjórnin. Það er almenningur á íslandi sem hefur gefið rík- isstjóminni þetta nafn. — Astæða þessarar nafngiftar er sú að flokkar núverandi stjómar tóku við af vinstri stjóminni, sem leitt hafði upplausn og algjört öng- þveiti yfir þjóðina. Framund an blasti við efnahagslegt hrun, óðaverðbólga og hengi- flug. Það kom ekki aðeins í hlut viðreisnarstjórnarinnar að af stýra hruninu. Hún varð jafn hliða að marka nýja stefnu og leggja heilbrigðan grund- völl að athafna- og efnahags- lífi í landinu í framtíðinni. Þetta mikilvæga starf nú- verandi ríkisstjómar hefur tekizt svo vel að nú ríkir meira góðæri á Islandi en nokkru sinni fyrr. Efnahag- ur þjóðarinnar í heild hefur verið stórbættur og almenn- ingur býr nú við betri lífs- kjör og meira afkomuöryggi en áður. Atvinna er mikil og örugg um land allt, atvinnu- tekjur einstaklinganna háar og framfarir og uppbygging móta svip þjóðlífsins um land allt. Þessi gleðilega staðreynd er fyrst og fremst því að þakka að núverandi ríkis- Stjórn tókst að snúa við af þeirri óheillabraut verðbólgu og dýrtíðar, sem vinstri stjómin fetaði. í stað verð- bólgustefnunnar kom jafn- vægisstefna, sem treysti hag þjóðarinnar út á við og inn á við. í stað lausaskulda er- lendis em nú komnir gildir gjaldeyrissjóðir. I stað van- trausts á íslenzkum fjármál- um og stjórnarstefnu hefur nú skapazt traust og mögu- leikar á því fyrir íslenzku þjóðina að eiga viðskipti við aðrar þjóðir með eðlilegum hætti. 1 stað hafta er komið við- skiptafrelsi og fullar búðir af hvers konar nauðsynjum. Ekkert er eðlilegra en að íslenzkur almenningur vilji njóta ávaxta góðærisins, nota auknar tekjur tii þess að 6æta hag sinn og aðstöðu með margvíslegum hætti. En við verðum þó að gæta þess að hafa jafnan taum á eyðslu okkar. Ella er hætt við því að verðbólgan kynni að fá byr undir vængi að nýju. En það má ekki henda að verðbólguhjólið verði sett í rne aftur. í bví fælist mik- il ógæfa. Við verðum að geta haldið áfram að reka fram- leiðslutæki okkar af fullum krafti, auka framleiðsluna og leggja þannig áframhaldandi grundvöll að framförum og uppbyggingu í landinu. Þessa verðum við að gæta nú, þegar við gleðjumst yfir þeim árangri sem náðst hef- ur í skjóli viðreisnarstefn- unnar. Við skulum verja hin- um aukna arði sem dreginn hefur verið í þjóðarbúið og bú hvers einstaks heimilis í landinu vel og skynsamlega, en ekki láta fyrirhyggju- lausa eyðslu móta athafnir okkar. Aukin sparifjármynd- un og efling banka og ann- arra lánastofnana er ennþá nauðsynleg til þess að sá grundvöllur verði traustur og öruggur, sem framtíðin á að byggjast á. Verðbólguhugs- unarhátturinn frá dögum vinstri stjómarinnar má ekki að nýju ná tökum á íslenzku efnahagslífi. Viðreisn, fram- för og uppbygging í þágu framtíðarinnar eiga að vera kjörorð allar ábyrgra og hugsandi íslendinga. VANÞROSKA LÝÐRÆÐI Alsírbúar búa sig nú undir það að ganga til hinna fyrstu kosninga síðan landið öðlaðist sjálfstæði. En því miður lítur út fyrir að þetta nýja Afríkuríki muni ekki, a.m.k. fyrst í stað verða lýð- ræðisríki. Skýrt hefur verið frá því að einungis einn fram boðslisti muni verða þar í kjöri við fyrstu þing- kosningarnar. í svipaðan mund og þetta er að gerast í Alsír, vinnur Nkrumah, forseti Ghana, að því að þjóðþing Ghana setji lög um, að hann skuli vera forseti landsins ævilangt. Ekki spá þessar tiltektir góðu um framtíð lýðræðisins í Afríku. Bendir margt til þess að hinar frumstæðu þjóðir, sem byggja þennan heimshluta eigi k.ngt í land í baráttunni fyrir fullkomn- um lýðræðisþjóðfélögum. í fjölmennasta landi álfunnar, Kongó, hefur nú á þriðja ár geisað borgarastyrjöld, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa varið óhemju fé og fyrirhöfn til að stöðva. í S.-Afríku geisar kynþáttastríð og veld- ur ólgu og óróa um alla álf- una. Þjóðir Afríku hafa losnað undan oki nýlenduskipulags- [ MORCUHBLAÐtÐ Þjóöir þurfa að vera öflugar til þess að varðveita bókmenntirnar sagði bandariska Iskáldió Robert Frost i Moskvu BANDARISKA skáldið Ro- bert Frost dvelst um þessar mundir í Sovétríkjunum. Er heimsókn hans þangað liður í menningarsamskiptum ríkj- anna. Frost kom til Moskvu í byrjun september ásamt innanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Stewart Udall, en í Moskvu skildust leiðir þeirra. Udall flaug til Síberíu til að kynna sér ýmsar fram- kvæmdir þar, en Frost var kyrr í Moskvu, þar sem hann ræddi við skáld, skóiabörn o. fl. Þaðan fór hann til Lenin- grad. Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, bauð Frost til Georgíu, þar sem hann var sjálfur staddur og þar ræddust þeir við, forsæt- isráðherrann og skáldið. ★ Þegar Frost kom til Moskvu með flugvél frá Bandaríkjunum, tóku þar á móti honum Alexander Tvardovsky, ritstjóri og skáld ið Evgen Evtushenko. Frost gerði tilraun til að hefja samræður við þá á flugvellinum, en hún tókst ekki vel. — Dáumst við ekki hver að öðrum? spurði Frost. — Tvardsovsky svaraði ekki og Evtushenko brosti aðeins. — Dá stórar þjóðir ekki hvor aðra? hélt Frost áfram, en enginn anzaði. — Þykir þeim ekki leiðin- legt að gera lítið hvor úr annarri? Ekkert svar og þá sagði Frost: — Ef Rússland færi fram úr landi mínu á öllum svið- um, þá myndi ég gerast Rússi. Þetta braut ísinn, allir nærstaddir hlógu og Frost hélt áfram: — Stórþjóðir eru í heim- inum til þess að auðveldara sé að varðveita tungumálin og þá þarf ekki að þýða Ijóð eins oft. Það er oft spurt hvers vegna þjóðir þurf-i að vera öflugar ,en það er ein- faldlega til þess að varðveita bókmenntirnar. Stórþjóðir gera bóókmenntirnar stórar og miklar bókmenntir gera þjóðirnar stórar. „Ég myndi vilja kenna ykkur." Frost Aeimsótti barnaskóla í Moskvu og sagði við börn- in þar: — Ég myndi vilja kenna ykkur, en ég hef ekki tíma til þess. Eftir heimsóknina sagði myndu vilja fara til tungls- ins, réttu allir upp hendurn- ar, en stúlkurnar voru þó hikandi. Þá sagði skáldið og depl- aði augunum: — Þið viljið komast héðan, sama á hvern hátt, en bætti við, að hann væri aðeins að gera að gamni sínu. Frost var ekki mjög ánægð ur með heimsóknir sínar í skólana og fannst börnin ekki hafa skilið hann nægilega vel, en taldi sennilegt, að tungu- málaörðugleikar ættu mestan þátt í því. Robert Frost (t. v.) og Evgeny Evtushenko. hann að hann vildi tala við börnin vegna þess, að í bar- áttunni milli Austurs og Vest urs myndi það ráða úrslit- um hvort stjórnmálakerfið æli upp hæfari leiðtoga. Frost heimsótti einnig gagn fræðaskóla og ræddi við bekk 14 ára unglinga. Unglingarnir voru feimnir og hlédrægir og vildu sem minnst tala, en einn piltur sá sem hafði hlotið hæstar einkunnir, í bekknum bar fram spurningu við skáldið: — Hvað finnst yður um geimferðir Sovétríkjanna? — Mér finnst þær stórkost- legar, svaraði Frost, finnst þér það ekki líka? — Auðvitað, svaraði pilt- urinn undrandi. Þegar Frost spurði ungl- ingana hve margir þeirra „Ég viss! að Krúsjeff væri hrotti.“ Krúsjeff bauð Frost tll sín til Gargra í Georgíu. Þegar Frost kom þangað, var hann þreyttur eftir heimsóknirnar til Moskvu og Leningrad og var hvattur til að leggjast fyrir. Krúsjeff sendi tvo lækna til hans og sögðu þeir, að hann væri sjúkur. Krús- jeff kom og ræddi við Frost, þar sem hann lá í rúminu. Þeir ræddu um stjórnmál og þegar Frost kom aftur til Moskvu rifjaði hann upp sam ræður þeirra fyrir frétta- menn. Frost sagði, að forsætisráð- herra Sovétríkjanna væri svo sannarlega enginn auli og það eina, sem hann var óánægð- ur með væru skoðanir hans Framh. á blí-. 14. I I ins. En þær eru flestor ör- skammt á veg komnar í upp- byggingu þjóðfélaga sinna og sköpun stjórnarfars, sem byggist á lýðræði og þing- ræði. En vonandi heldur þró- unin áfram. Þessar frum- stæðu þjóðir hefðu farið úr öskunni í eldinn ef einræði og harðstjórn ætti að leysa nýlenduskipulagið af hólmií löndum þeirra. FRAMSÖKN í FÝLU? npíminn hefuf síð'istu daga verið mjög fáorður vun samkomulag neytenda og framleiðenda um afurða- verðið á þessu hausti. Er engu líkara en að leiðtogar Framsóknarflokksíns séu í hálfgerðri fýlu vegna þess að samkómulag náðist í sex manna nefndinni. Vitað var að Framsóknarmenn höfðu í allt sumar róið lífróður inn- an bændasamtakanna gegn öllu samkomulagi. Þeirhöfðu lagt mikla áherzlu á, að nú yrði að gera það sam unnt væri til þess að hindra sam- komulag neytenda og fram- leiðenda. Þegar á þetta er litið sætir það engri furðu þótt leiðtog- ar Framsóknar séu nú í fýlu. Allur almenningur mun hins vegar fagna því að samkomu lag tókst um það milli full- trúa neytenda og bænda að skekkjur fyrri ára yrðu leið- réttar og bændur fengju þá afurðaverðshækkun, sem þeir áttu rétt á. Er vissulega ástæða til þess að þakka fulltrúum beggja aðila fyrir víðsýni og gagnkvæman skilning á miklu vandamáli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.