Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 3
MORGVNBL ÁÐIÐ 3 f Laugardagtir 15. sept. 1962 -_____________________ _________ —--------------------------------------- ■ —------------------------------... .. -.i— ■ * DAVID Ben-Gurion, forsætis- ráðherra ísraels, frú hans og fylgdarlið, heimsóttu Háskóla íslands um hálf ellefu leytið í gærdag. Móttakan hófst með því, að rektor, prófessor Ármann Snævarr, ávarpaði forsætisráðherrann og fylgd- arlið hans. Rektor sagði, að það væri Háskólanum mikill heiður að fá heimsókn hinna tignu gesta. Því næst rakti hann sögu Háskólans og gat þess að fyrstu akademísku stúdíur hérl endis hefðu verið tengdar bók bókanna, Biblí- unni, og því hafi kennsla verið tengd Palestínu-ísrael David Bcn-Gurion afhendir Ármanni Snævarr háskólarektor Biblíuna í gærmorgun. Hef séð mörg stör og falleg tré í Reykjavík sagði Ben-Guraon í Háskóla íslands í gær með nokkrum hætti. Enn- fremur hefðu prófessorar í guðfræði heimsótt Landið helga. Þá kvaðst rektor hafa fylgzt af áhuga með hinni merku þjóðfélagsþróun í ísrael og menningu þar í landi. En merkast þætti hon- um endurvakning hinnar fornu tungu, hebreskunnar, sem lifandi máls. Rektor kvaðst vona, að fleiri ísra- elskir stúdentar heimsæktu Háskóla íslands I framtíðinni og menningartengsl hinna tveggja landa mættu eflast. Þá flutti dr. Þórir Kr. Þórðarson, forseti guðfræði- deildar, stutta lýsingu á sögu og starfsemi Háskóla íslands. Undir lok máls síns sagði hann að upphaf lærdómssög- unnar á íslandi hefði eins og með Gyðinga verið tengt land inu og landnáminu með sér- stökum hætti og einnig með lögum eins og með fsraels- mönnum. En á fslandi eins og með Gyðingum til forna taldi hann landið skipa veglegan sess. Lauk hann máli sínu með því að vitna til þeirrar hugmyndar hinna fornu hebrea, aðlandið væri gjöf Guðs og las upp úr 7. kafla 5. Mósebókar: „Ekki var það fyrir þá sök að þér væruð fjölmennari en allar aðrar þjóðir að drottinn lagði ást á yður, því að þér eruð allra þjóða minnstir. En sökum þess að drottinn elskar yður þá leiddi hann yður burt með sterkri hendi og leysti þig úr þrælahúsinu". Pró- fessor Þórir las kafla þenn- an á hebresku og voru gest- irnir mjög ánægðir að heyra móðurmál sitt af vörum ís- lendings. Ben-Gurion, forsætisráð- herra, tóik því næst til miáls ag lýsti yfir, að í ísrael væri 3 háskólar með um II þús- und stúdentum. Væri talið af erlendum sérfræðingum að raunvísindi stæðu með sérlega miklum blóma þar í landi. Lýsti hann áhuga sínum á Háskóla fslands og lét í ljósi ósk um, að íslenzkir stúdent- ar ættu eftir að legigja leið sína til fsraels, ekki einungis til þess að nema tunigumál, heldur raunvísindi. Hann lét einnig uppi ósk um, að ísra- elskir stúdentar kæmu til fs- lands, fyrst ag fremst til þess að sjá „hvað þið gerið í þessu eldfjallalandi, hvernig þið beizlið náttúruna“. Að lokum afhenti forsæt- isráðherrann rektor fagurlega innbundna og silfurlagða biblíu á hebresku með sam- síða enskri þýðingu. Um leið og hann afhenti gjöfina sagði hann þessi orð, „Enn sem komið er þá er þetta bezta bókin sem skrifuð hefur ver- ið.“ Rektor þakkaði með nokkrum orðum hina ágætu gjöf ísraelsmanna. Þess mó að lokum geta að í miðri ræðu sinni benti Ben- Gurion á dóttur sína, sem sat andspænis honum og sagði, „Háskólinn í ísrael var stofnaður árið 1927, ég man það mjög vel, því hann er stofnaður sama dag og dóttir mín er fædd“ Þegar fram kom í ræðum íslenzku prófessoranna að Há skóli íslands hefði verið stofn aður 1911, kom undrunarsvip- ur á Ben-Gurion ag hann skaut inn í, „Jæja, einmitt það, svo hann er eldri en okkar háskóli“. Ennfremur gat hann þess í ræðu sinni að fsraelsmenn vildu koma til íslands til þess að „fá að vita hvernig þið ræktið þetta harðbýla land“, eins og hann komst að orði. „Mér var sagt, áður en ég kom hingað, að hér væru engin tré, heldur aðeins litlir runnar, en ég hef séð mörg stór ag falleg tré í Reykjaví'k." Stofnað Sjálfstæð- isfélag Arneshr. ÞANN 8. ágúst s.l. var haldinr stofnfundur Sjálfstæðisfélags Árneshreppi, Strandasýslu. Func urjnn var haldinn í Árnesi. Fundarstjóri var Sigurgeir Jónsson, Munaðarnesi ag fund- arritari Sigurvin Guðbrandsson Felli. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sj álfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulags- mál flakksins og rakti sérstak- lega flokksstarfið í Vestfjarðc kjördæmi, lagði hann fram upf kast að lögum fyrir félagið, sen: síðan var samþykkt. Hlaut fé- lagið nafnið Sjálfstæðisféla^ Arneshrepps og félagssvæði þesí ákveðið Árneshreppur. I stjórn voru kosnir: Marií Prófessor Þórir Kr. Þórðarson flytur ræðu sína í háskólanum í gær. Frú Paula Ben-Gurion og David Ben-Gurion forsætisráðherra sitja, en st andandi eru frá vinstri prófessorarnir Halldór Halldórsson, Kristinn Stefánsson og ólafur Björnsson. Háskólarektor, Ármann Snævarr situr tii hægri. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Björnsson, bóndi, Felli, formað- ur, Guðbrandur Þorláksson, stöðv arstjóri, Djúpuvík og Sigurvin Guðbrandsson, bóndi, Felli. í varastjórn voru kosnir: Sigur- geir Jónsson, bóndi, Munaðar- nesi, Lýður Hallbertsson, Djúpu vík og Guðbjörg Eiríksdóttir, frú, Djúpuvík. Endurskoðendur: Jón Guðmundsson, bóndi, Stóru Árvík og Andrés Guðmundsson, bóndi Norðfirði. Þá kaus fundurinn fulltrúa í Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Strandasýslu og fulltrúa í kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfj arðak jördæmi. Kosið í stjóm Puudsins Á FUNDI borgarstjórnar Reykja víkur 6. sept, sl. lá fyrir kosning eins manns í stjórn Spárisjóðsins Pundsins til fjögurra ára og tveggja endurskoðenda til eins árs. Kosningu í stjórnina hlaut Einar Hilmar, en endurskoðend- ur voru kjörnir þeir Ragnar Lár- usson og Jónsteinn Haraldsson. Ekki komu fram tillögur um fleiri en þá ,sem kjósa átti, og vom þeir því sjálfkjörnir. STAKSTEIIVAR Efnahagslegt sjálfstæði launþega Naumast fer á milli mála aS lífskjör iranna fara nú almennt batnandi eftir kyrrstöðutímabil „vinstri-stefniunnar“, stefnu upp- bóta, hafta, þvingana og" of- stjórnar, sem mjög dró úr fram- farasókn íslenzku þjóðarinnar. Með viðreisninni hefur verið Iagður grundvöllur að þeim bættu lífskjörum, sem menn eru nú að byrja að njóta og munu fara hraðvaxandi með hverju ári, sem líður, ef skemmdar- verkamönnum tekst ekki á ný að grafa undan heilbrigðri efna- hagsþróun. Það er þessi stað- reynd, sem launþegar þurfa að hafa í huga, þegar þeir velja fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Þeir verða þá að gera það npp við sig, hvort þeir vilja njóta í vaxandi ir.æli ávaxta viðreisnar- innar eða hvort þeir vilja fela þeim mönum umboð fyrir sig, sem á ný vilja koma hér á því stjórnarfari, sem verst hefur gef izt. Þótt Framsóknarmenn hafi yfirleitt ekki verið vinsamlegir málefnum launþega, þá vildu aðrir þýðræðisflokar nú gera tilraun til að bjóða þeim sam- starf, því að auðvitað skiptir mestu máli að fyrirbyggja yfir- ráð þjóna heimskoir.múnismans yfir Alþýðusambandinu. En Framsóknarmenn neituðu. Úrræði Framsóknar Úrræði Framsóknarmanna í málefnum launþega hafa Iöng- um verið kynleg og nýjasta kenningin er ekki síður frum- leg -n þær fyrri. Nú eiga komm,- únistar að vera þeir, sem fyrst og fremst berjist fyrir hví að „félagsmenn verkalýðsfélaganna hafi eins góða aðstöðu og mögu- legt er til efnalegs sjálfstæðis“. Það er ekki að furða, þótt menn spyrji hvort algerir afglapar stjómi skrifum Tímans, þegar því er þar blákalt haldið fram að kommúnistar leggi megin- kapp á að f jöldi einstaklinganna sé efnalega sjálfstæður! Það er fyrsta og síðasta boðorð komm- únista og fylgifiska þeirra um allan heim að hindra það að heil brigt lýðræðisskipulag geti þró- ast, þar sem allur alnr.snningur sé efnalega sjálfstæður og elgi verulegar eignir. Þeir kjósa fremur að auður safnist á fárra manna hendur og launþegarnir séu „öreigar“. Á því byggist öll þeirra hugmyndafrsði og hefur gert á aðra öld. En Framsóknar- menn klýjar ekki við samstarfi við erindreka heimskommún- ismans og láta sier hafa það að halöa hví fram að beir séu aðal- baráttumenn fyrir bví að menn öðlist fjárhagslegt sjálfstæði. Áhng-aleysi Ágústar Ásrúst Þorvaidsson alþingis- maður hefur lýst bví yfir aJð hann sé algjörlega áhugalaus um landbúnað, og raunar hefur hann bætt bví við að þannig sé því farið um alla aðra. Mbl. get- ur raunar fullvissað Ágúst um. að bótt hann hafi engan áhuga á landbúnaði þá er hví ekki bannig varið um fjöldann. Þvert á móti hafa menn trú á land- búnaði og enginn efi er á því að hann á mikla framtíð fyrir sér, ekki sízt með till „i til besarar s'ðustu yfirlýsingar Ágústar Þorvaidssonar, sem Mbl. levfir sér að líta á sem loforð um hað að Framsóknarmenn hætti að beriast gegn heilbrigðri og eðli- legri bróun landbúnaðar. Og þegar Ágúst „áhugalausi" byrjar að flytja þingræður sínar um búnaða.rmál er rétt að menn hafi hugfast að hann hefur siálfur lýst því yfir á þeim málum hafi hann engan ábuga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.