Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 24
MDRGUNBLAÐIÐ Kvöldsala á blaðinu hefst úr afgreiðslunni við Aðalstræti á hverju laugardagskvöldi kl. 9. El^f í Belgrad Sjá bls. 22. Undirbúningsdeild fyrir tækninám? í HAUST er í ráði að set.ja á fót undirbúningsdeild fyrir tækni- fræðinám við Vélskólann í Reykjavík. Hefur Gunnar Bjarnason, skóla stjóri, að undanförnu leitað eftir samvinnu við tækniskóla í Dan mörku og Noregi með bað fyrir augum, að slíkir skólar í þessum löndum taki til greina inntöku- próf, sem tekin verða hér heima. Sagði Gunnar í samtali við blaðið í gær, að með tilkomu þessarar umdirbúningsdeildar yrði loks fenginn grundvöllur að stofnun íslenrks tækniskóla. Ná Er bifreiðin, sem flutti DavidJ Ben-Gurion, ólaf Thors, fór yfir Varmá fyrir neðan hið gamla sel Menntaskólans í Reykjavík, varð það óhapp, að vélin stöðvaðist. Lögreglu- menn ýttu bifreiðinni á land og hér sést mannþyrping líta niður í vélarhúsið á árbakk- anum. Dóttir Ben-Gurions, frú Renana Ben-Gurion Les- heiia, er fyrir miðju og sitt hvorum megin standa lífverð- ir Ben-Gurions (með yfirvar- arskegg) Ljósm. Mbl. ól.K.M. A.S,Í. kosningar Múrarar kjósa helgina KOSNING fulltrúa Miúrarafé- lags Reykjavikur á Alþýðusam- bandsþing fer fram nú um helg- ina og hefst kl.. 1 e.h. í dag og stendur til kl. 9 í kvöld. Á morgun, sunnudag, verður kosið frá kl. 1 e.h.-10 e.h. og er þá lokið. Kosið verður i skrifstofu fé- lagsins á Freyjugötu 27 Kommúnistar gera nú harða hríð að félaginu biðja félags- menn að kjósa fulltrúa sína. Það hefur þó aldrei verið nauðsyn- legra en einmitt nú fyrir lýð- ræðissinnaða launþega að taka höndum sarnan og hnekkja valdi kommúnista innan A.S.f. Listi lýðræðissinna í Múrara- félaginu er A-listi og er hann þannig skipaður: Aðalmenn: Eggert G. >ors*einsson Einar Jónsson Hilmar Guðlaugsson Varamenn: Jón G. S. Jónsson Kristján Haraldsson Hilmar Guðjónsson Kosningar til þings A.S.Í. hefjast í dag Þjóðviljinn og Tíminn í kosningabandalagi í DAG hefjast kosningar til Alþýðusambandsþings um land allt og munu þær standa í næstu 3 vikur. Þingið sjálft mun vænt- anlega haldið í nóvembermánuði Nú þegar um þessa helgi verð- ur kosið í nokkrum mikilvægum félögum hér í Reykjavík, t.d. A.S.B., Félagi járniðnaðarmanna I Reykjavík og Múrarafélagi Reykjavíkur. Þá hefur og verið auglýstur fundur í Dagsbrún, en vitað er, að stór hluti verka- manna hefur hug á þvi að knýja fram allsherjaratkvæðagreiðslu. í kosningunum til Alþýðusam- bandsþings verða kjörnir sam- tals 340-350 fulltrúar fyrir um 30 þúsund félaga, sem í verka- lýðssamtökunum eru. Þá er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir dómi félagsdóms um það, hvort Landsamband ísl. verzlunar- manna eigi kröfu á að verða tekið inn í ALþýðusambandið, en á síðasta þingi A.S.Í. beittu kommúnistar og framsóknar- menn sér fyrir því, að felld var upptokubeiðni verzlunarmanna. Gangi dómur á þá leið, að krafa L.Í.V. um upptöku í A.S.Í. verði tekin til greina, mun fulltrúum fjölga um 30-40 Lýðræðissinnaðir launþegar taka nú höndum saman til að hnekkja valdi kommúnista inn- an AlþýðusambancLsins. Það skyggir þó nokkuð á, að forysta Framsóknarflokksins virðist hafa tekið þá afstöðu að róa á báti með kommúnistum. Hinsvegar er vitað að margir óbreyttir Framsóknarmenn vilja hafa þá skipun foringjanna að engu. Þjóðviljinn hefur þegar byrj að rógsherferð gegn þeim laun- þegum, sem ekki vilja ganga þeitn á hönd, enda eru þeir vissulega uggandi um sinn hag innan verkalýðs- samtakanna, þar sem sjaldan hefur komið betur í Ijós en á síðustu mánuðum, að þeir nota völd sín innan þessara sam taka einungis í pólitískum tii- gangi, án tillits til hagsmuna laun þega. Skrifstofa Alþýðusam- bandsins er notuð sem hrein flokksskrifstofa komffnúnista og ekki hika þeir við að nota fé samtakanna til flokksstarfsemi, sbr. útgáfu áróðursbæklingsins um Efnahagsbandalagið, sem út kom á dögunum. Nauðsynlegt er að allir lýð- ræðissinnaðir launþegar gangi nú ötullega fram næstu vikurn- ar, svo að unnt verði að binda endi á hinn ömurlega valdaferil komimúnista ianan Alþýðusam- bandsins. BræSslu uð Ijúku í Neskuupstuð Gullfaxi aflahæstur þar Neskaupstað, 14. sept. BRÆÐSLU er nú um það bil að ljúka hér og hefir síldarverk- smiðjan tekið á móti 215 bús. málum. Framleiðsla hennar nem ur 5.300 tonnum af mjöli og 4.800 tonnum af lýsi. Þegar hefir verið afskipað 2.400 tonnum af f. „öli og 2.000 tonnuim aí lýsi. Saltað hefur verið hjá eftir- töldum fyrirtækjum sem hér seg ir: Ás hf. 2.722 tunnur, Drífa hf. 7.266, Máni hf. 6.462 og Sæsi’fur hf. 8.119 tunnur eða samtals 24.569 tunnur. Aflahæs.ur Norðfjarðarbáta er m.b. Gullfaxi með 21 500 mál og tunnur. — Jakob Vegur yfir Stein- gnmsfjarðarheidi BLAÐIÐ átti í gær tal við Hans Sigurðsson oddvita á Hólmavík og spurðist fyrir um vegarlagn- ingu upp úr Steingrimsfirði vest ur á Þorskafjarðarheiði. Hann kvaðst ©kki hafa náfcvæm ar upplýsingar um gerð jpessa vegar. Hann sagðist hafa frétt að rir skömmu hefði verið haf izt h-nda um að ryðja með jarð ýtu veg upp úx Staðardal inn af Steingrímsfirði og upp á Stein- gríirsfjarðarheiði um svonefnd- ar Flóatungur. Gengi verk þetta vel. Ætlunin er að gera akfært yfir Steingrímsfjarðarheiði, enda . un auðveld vegagerð er upp á heiðina kemur. Með þessu verður leiðin milli Fulltrúar rafvirkja sjalikjormr FRAMBOÐSFRESTUR í Fé lagi íslenzkra rafvirkja við fulltrúakjör 28. þing ASÍ rann út kl. 18 miðvikudaginn 12. þ.m. Fram kom aðeins einn listi listi trúnaðarmannaráðs, og Aðalfulltrúar listans eru: Óskar Hallgrímsson, Magnús Geirsson, Kristján Benedikts son og Sveinn V. Lýðsson. Stranda og ísafjarðardjúps stytt að mi’klum mun og verður til mik ils hagræðis þeim er á milli þess ara héraða þurfa að ferðast. Áður fyrr var þarna varðaður veg ir og var hann mjög fjölfar inn á þeim tíma er menn sóttu úr Steingrimsfirði og víðar af Ströndum vestur að Djúpi til sjóróðra. Húsið hallaðist er vagninn seig Ak -nesi '14 sept. SÍÐDEGIS í gær lagði vörutoif- reið aí stað með húsið Hákot hér í bæ áleiðis upp i sveitir. Sit ur húsið á fjórhjóla vagni ofan á gildum þverslám. Er nýlega hafði verið beygt austur og upp á Stillholt varð að doka við. Maður stóð á mæni hússins og þurfti að lyfta loft- neu, sem strengt var yfir veginn Á meðan sigu hjól vagnsins ann ars vegar ofan í götuna og húsið hallaðist um ca. 46 gráður. Nú seint í dag hefir tekist að rétta húsiJ, sem Skátafélag Akraness er að flytja upp að Skarðsheiði á steyptan grunn, sem það hefur látið gera norðan Leirár. Á hús ið -ð verða útileguskáli. — Oddur in samvinna yrði höfð við hina erlendu skóla og taldi hann æsk' legt að fó frá þeim próf til hlið sjónar, og prófdómara, sem gætu komið að miklu liði vegna reynslu sinnar. Deildin yrði fyrst og fremst opin þeim, er lokið ‘hafa sveinsprófi og vilja leggja stund á tæknifræðinám i iðn- grein sinni. Einnig kæmi ti'l greina nemendur, sem lokið hafa prófum í Gagnfræðaskóla Verk náms, ef þeir hefðu unnið og feng ið verklega reynslu í einhverri iðn. Undirbúningsnámið tæki einn vetur og yrði aðaláherzla lögð á stærðfræði, eðlisfræði og efna fræði, auk tungumála. Að lokn- um prófum gæfist mönnum svo kostur á að halda áfram námi við dönsku og norsku skólana, Sagði Gunnar, að samvinnu ’hefði verið leitað við danska og norska tækniakóla vegna tungu málanna, en ef samvinnan við þá tækist, eins og allar líkur benda til mætti telja sennilegt að prófin héðan yrðu viðurkennd í öðrum löndum, t.d. Svítþjóð og Þýskalandi. Tæknifræðinám tekur 3 ár I Danmörku og Noregi og hafa íslendingar hingað til orðið að dveljast erlendis í eitt ár til að ljúka undirbúningi fyrir námið. Sagði Gunnar, að deildin hérna yrði því ísleazkum tæknifræði nemum til mikils hagræðis, hún myndi auðvelda nám íyxir þó, sem eiga erfitt með að dveljast utanlands, og hægt yrði að koma í veg fyrir að lítt hæfir náms- menn legðu land undir fót. Síldveiði- skipin kvöddu í gær i I RAUFARHÖFN, 14. sept. — Litlar síldarfréttir eru af miðunum í dag. — Þó fengu Hilmir 400 mál, Gjafar 1000 mál, ennfrem ur Akraborg, Guðmundui Pétur og Helgi Flóvents- son einhvern afla. Rétt um kl. 23 í gær- kvöldi kallaði Víðir II upp síldarleitarskip og síldarleitastöðvar í landi, þakkaði viðskiptin á sumr inu og kvaðst vera farinn heim á leið. Sama gerði Höfrungur II frá Akranesi og allmörg fleiri skip, sem fluttu kveðjur til lands, þökkuðu góð viðskipti góðri vertíð, ánægðir með sumarið, og kváðust hlakka til heimkomunnar, Þar með má telja að þessari sumarvertíð á síld- veiðum sé að ljúka. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.