Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 20
20 ''ncrwrtr aðið I/augarðagur 15. sept. 1562 HOWARD SPRING: 31 RAKEL ROSiNG Hann hafði strít.t yfirskegg og var geðgóður á svipinn. Og það var engin blekking, því að hann var jafnlyndur geðspektarmaður. Og þetta jafnlyndi hans hafði jafn- an verið aðaltromp hans í lífinu. Hann var, hið innra sem ytra, líkastur efnuðum svínaslátrara, en geðró og sæmileg greind nægði honum til þess að þurfa ekki á að halda neinum glæsileg- um gáfum. Digur og glaðleg rödd in og brosið, sem hann var svo örlátur á, féll vel í geð leigu- liðum hans á hinum geysivíð- lendu landeignum hans og svo félögum hans í viðskiptaheimin- um. Hann var sem sagt vingjarn legur Englendingur, með engar bölvaðar tiktúrur, og það kom jafnan í ijós, af því að það var engin tilgerð. Hann var sem sagt hinn geðgóði, forríki Upavon lávarður. Elzti sonur hans og aðalerfingi Hktist honum mjög, en hann var nú í hernum í Indlandi og gætti þar venjulegra liðsforingjastarfa með samvizkusemi og skyldu- rækni. En allt hugmyndaflug fjölskyldunnar virtist saman- komið í Wilhelminu, sem var vel gefin en óþæg og laust í rásinni. Allt nema það litla, sem hafði fallið í hlut Julians, sem var iaglegur en að flestu leyti ósköp alvanalegur. Það var rétt svo, að hann hafði nægilegt hugmynda- flug til þess að vilja ekki sitja kyrr heima, eða taka við ein hverju gervistarfi, sem faðir hans var að ota að honum. fmynd unarafl hans kom fram eins og sérvizka — þetta að vilja ekki vera heima, heldur lifa sjálf- stæðu lífi, og þessi sérvizka hans studdist ekki hvað sízt við þá staðreynd, að hann gæti alltaf leitað til föðurhúsanna, ef um allt þryti, og étið heila alikálfa- hjörð ef svo vildi verkast. Wilhelmina var ekkert að súta það þó að hún væri á framfæri föður síns. Einstöku sinnum hafði hún unnið vel fyrir sér sjálf en þá hafði þessi veiki hlekkur í skapgerð hennar hrokk ið, og hún leitaði aftur til föður- húsanna og stundaði þar iðju- leysi. Um eitt skeið leit svo út, sem hún ætti fram undan glæsi- legan feril sem leikkona. Hún hafði leikið við mikinn orðstír hlutverk í einu leikriti, sem hafði sett Lundúnaborg á annan endann. Þegar því var lokið, var henni tafarlaust boðið betra hlut- verk í öðru leikriti, en þá sagð- ist hún vera orðin þreytt á Lond on og fór heim til Markhams. — Sagðist ekki geta hugsað sér að vera annarsstaðar meðan kirsi- berjablómin væru að springa út. Ef hægt væri að fresta æfingum á meðan, sagðist hún skyldu taka við hlutverkinu. En þeim var ekki frestað, Mina naut kirsiberja blómanna og nú gremjunnar yfir þvi, að leikritið var enn í fullum gangi, og að hún var talin óáreið anleg persóna, sem leikhússtjórar gátu tæplega farið að haga sér eftir, eða elta duttlunga hennar. Upavon lávarður var algjör- lega skilningslaus á þeta einkenni lega samsetta innræti dóttur sinn ar, en hann var feginn þegar hún kom heim og settist að um kyrrt. Hann vildi gjarna hafa hana heima. Hún var hvort sem var það eina, sem hann átti eftir, þeg- ar Colin var í Indlandi og Julian að spóka sig í London. Og hún virtist líka kunna vel við sig. Hún reið út eins og strákur, mál- aði klessuverk úti í hlöðu, tók þátt í góðgjörðastarfi með prest- inum, en lét þess jafnframt getið við hvern, sem heyra vildi, að ræðurnar hans væru ekki annað en bull og vitleysa. Hún hefði átt að giftast — það væri lausnin á öllum þessum vanda, hugsaði Upavon lávarður með sjálfum sér, þar sem hann stóð við arineldinn. Hann var mjög formfastur á svipinn. — Ekkert gæti fengið hann til þess að vera í smókingfötum og með svart bindi. í kjólfötum og með glæsilegt hvítt bindi, stóð hann þarna og leit út eins og hann vantaði eitthvað. Þá mundi hann eftir, að það var einmitt blái fetillinn, sem tilheyrði sokka- bandsorðunni. Hann var alveg eins og sniðinn fyrir bláa fetil- inn. Mina kom nú inn. Það hefði getað orðið erfitt að þekkja hans fyrir sömu stúlkuna, sem þarna hafði verið um morguninn. Hún var í grænum kjól, með ein- hverju grísku mynstri á faldin- um, gullsaumuðu. Hún var enn í gylltum ilskóm, en þessir voru nýir. Kauða hárið var enn úfið og ótamið. Það var ein af uppá- halds-skemmtisögum lávarðarins, að þegar Mina var lítil, hefði hún kveykt í hárinu á skrípadúkku, sem hún átti og síðan hefði hún í refsingarskyni verið dæmd til að bera hár, sem leit út eins og eldsvoði. Hann greip báðum hönd um blíðlega undir olnbogana á henni, er hún kom til hans. Hvað er þetta? Hvað er þetta allt sam- an? Eg hef aldrei séð þig í þessu áður. Hann vissi, að karlmaður var alltaf skyldugur til að taka eftir hverri nýjung í klæðáburði konu og látast hafa áhuga á henni. O, það er bara nokkuð, sem mér datt í hug og bjó svo til, sagði Wilhelmina. Bjóst til, bjóst til, sagði lávarð- urinn, sem hafði þann ávana að endurtaka orð sín. Hvers vegna bjóstu það til? Höfum við ekki nóg af saumakonum hérna? O, ég gerði það bara að gamni mínu. Og svo gæti engin sauma kona búið þetta svona til — ekki alveg svona að minnsta kosti. Ertu þreyttur, pabbi. Hefurðu átt erfiðan dag? Já, og hvað um það, hvað um það. Eg þarf að minnsta kosti ekki að kvarta yfir því. Það verð ur að vinna verkin. Lávarðurinn hafði ekið í skrautbíl til London, hafði setið stjórnarfund, sem tók klukku- stund, borðað í klúbbnum með kunningja sínum, lit.ið í blöðin og síðan lagt sig til klukkan fjögur. Þá hafði hann fengið sér tebolla og síðan kallað eftir bílnum til að komast heim aftur. Nei, ég má ekki kvarta, þó að þetta sé nú dálítill þrældómur, dálítill þrædómur, ha? Síðasta upphrópunin var í til- efni af því, að Curle, brytinn, sem var álíka vel í skinn komið Og húsbóndanum, kom inn og til- kynnti, að maturinn væri tilbú- inn. Mina gat aldrei gleymt þessum skrípaleik, sem kvöldverðurinn í Markham var, þegar þau feðgin- in borðuðu ein saman. Það var rétt eins og hind og naut væru að leika sér saman. Upavon var — Nei, er litli snáðinn farinn að ganga. Getur hann þá ekki farið og keypt fyrir mig sígarettur? atkvæða matmaður og hafði gott vit á vínum. Mina hefði getað keypt sinn mat fyrir fáeina aura, og hún drakk aldrei annað en vatn. Samt þurfti faðir hennar að leita álits hennar um hvern rétt, sem hún kannske aðeins nartaði í og gat haldið langar ræður um vínin, sem hún bragð aði aldrei. Og hvað hefurðu svo verið að gera — verið að gera? sagði hann og lét súpuna doka ofurlítið við á tungu sinni. Ekkert sérstakt, pabbi, sagði Mina, sem vildi ógjarna minnast leikfimitímans og frú Harrison. Julian kom í mat um hádegið. Hann mætti koma oftar. Koma þegar ég er heima. Hvernig finnst iþér þessi lauksúpa? Hún er ágæt. Mér er sagt, að maður fái ágæta lauksúpu í Café Royal. — Hún er alveg sérgrein hjá þeim þar. En ég hef aldrei komið þang að. Mér þætti nú samt gaman að vita, hvort þessi er eins góð. Hefur þú komið þangað? Þekk- irðu súpuna þeirra? Er hún eins góð og þessi? Það þætti mér ólíklegt. Eg hef smakkað hana þar, en ég man ekkert hvernig hún er. Ha. Svo að Julian kom. Hvað skyldi hann hafa verið að vilja? Þessi súpa er ágæt, Curle. Segðu eldabuskunni, að ég hafi sagt það. Eg get varla trúað, að þetta gutl í Royal sé öllu betra. Mina litla, þú ættir að prófa þetta rauð vín. Nei þakka þér fyrir, pabbi. Það er létt vín og alveg yndis- Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov E3 „Ég hef ekki séð þig áður“, sagði hann. „Hvernig hefurðu getað farið fram hjá mér alla ævi mína?“ „Hún hló. „Ég var lasin“, sagði hún. „Komdu hérna út fyrir“ sagði hann. „Ég ætla að taka mynd af þér“. Hún hristi höfuðið. Sagði, að hinar konurnar í „eitrinu" myndu gera uppsteit, ef hún færi að „stinga af“. Hann yrði að fá leyfi fyrir hana hjá verk- stjóranum. Að því fengnu, fór hún út og lét taka mynd af sér í samfestingnum. Hann tók heila rúllu í gráum lit, en spurði síð- an: „Hefurðu ekki peysu? .. Ég á við inni í skáp“. „Víst hef ég það. Ég hef alltaf peysu með mér“. „Heldurðu, að þú vildir fara í hana?“. Hún fór í peysuna. Svo tók hann af henni litmyndir, þar sem hún var að gæða sér á sam- loku eða sprauta varahlutina, eða stimpla klukkuna. Hún spurði, hvenær myndirnar kæmu fram og hann sagði, að þær kæmu í blöðum hersins, en vissi ekki hvenær. Hann bað um símanúmerið hennar og fékk það. Myndirnar af Marilyn frá 1945 sýna hana oftast beint framan frá, en stundum horfir hún um vinstri öxl. Hárið er dökkt og óþægt. Hún virðist vera lagleg og heilbrigð stúlka. En eitthvað fleira kemur líka fram á mynd- unum. Hér um bil tveim vikum seinna hringdi Conover og sagð- ist hafa fengið litmyndirnar úr framköllun. Hann sagði, að mað- urinn hjá East Kodak hefði spurt sig hver þessi stúlka væri, og bætt því við, að hún ætti að gerast fyrirsæta. Sjálfur væri hann á förum úr landi á vegum Douglierty við kofann þar sem þau bjuggu 10 árum áður. hersins, en hann hefði sýnt mynd irnar Porter Hueth, sem væri atvinnuljósmyndari og stakk upp á, að hún hefði samband við hann. Hún gæti fengið 5 dali á klukkustund með því að sitja fyrir. Það var hér um bil það sama, sem hún fékk á dag fyrir að sprauta „eitri“. Norma Jean náði svo sambandi við Hueth. Hann sagði, að hún væri dá- samleg á myndunum frá Conov- er, og kvað vera eftirspurn eftir fallegum stúlkum sem litu eðli- lega út, eins og hún — aðallega frá tímaritum. Þetta var upp- gangstími hjá fallegum stúlkum, því að tímaritin sóttust mjög eftir þeim á kápur sínar, og sum þeirra sóttust aðallega eftir lostavekjandi stúlkum í sem allra minnstum fatnaði. „Venjulega kaupið er fimm og stundum tíu dalir á klukku- stund“, sagði Hueth. ,,En það get ég ekki borgað strax. Vilduð þér vinna hjá mér upp á hlut? Ef myndirnar seljast, fáið þér borg- un fyrir þær“. Næstu vikurnar fór hún í myndastofu Hueths og sat fyrir, í hinum margvíslegustu mynd- um, ýmist ein saman eða með öðrum. Loks sýndi Hueth mynd- irnar Emmeline Snivelly, for- stöðukonu ráðningarstofunnar áðurnefndu og hún náði sam- bandi við Normu Jean. Klukkan á mínútunni ellefu þennan morgun, herti Norma Jean upp hugann og gekk inn í móttökustofu skrifstofunnar. Með an hún beið leit hún á myndirn- ar, sem þarna voru á veggjunum, af uppstroknum konum, örugg- um á svipinn, sem voru í aug- lýsingamyndum eða á kápum tímarita. Ungfrú Snivelly réð allskonar fyrirsætur, bæði fyrir listamenn og tízkuhús og allt þar á milli. Árið 1925 hafði John Powers hafið svona atvinnurekst- ur og síðan hafði hann þróazt upp í það að velta 150 milljón dölum á ári. Kaupsýslumenn höfðu komizt að því, að fegurðina mátti nota sem vöru til að selja aðrar vörur. Normu Jean var nú vísað inn til forstjórans. Ungfrú Snivelly er smávaxin, fjörleg kona, Norma Jean ætlaði að fara að setjast niður, en þá sagði hinj „Gangið þér fram að dyrum og svo til baka“. Norma Jean gekk ekki vel — göngulagið var of ójafnt. Hárið var ekki heppilegt, Hún var „Kaliforníu-ljóshærð", þ. e. hárið var ljóst efst en dökkt undir. Hún þurfti að fá góða hárgreiðslu. Ætti að klippa það stutt og lýsa það. En brosið var vingjarnlegt og fæturnir dá- samlegir, brjóstin ágæt og heild- arsvipurinn „sætur“. í hvítum klæðum mundi hún líta út eins og „engill í kirkjukór". „Potter Hueth hefur látið mik- ið af yður“ sagði ungfrú Sniv- elly. „Og ég sé á öllu, að hann hefur rétt að mæla. Langar yður til að verða fyrirsæta?" Norma Jean kunni vel að vera hógvær og auðmjúk, þar sem það átti við. „Ég veit ekki.... ég hélt mig langaði til þess, en svo .... ég á við þegar ég sé allar þessar dásamlegu myndir, þá veit ég ekki, hvort ég sé nógu falleg. En ef þér vilduð gefa mér tækifæri, þá langar mig til að reyna“. „Það var rétt, góða mín. Ef iþér bara hafið viljakraftinn og nennið að leggja á yður erfiði, þá hljótið þér að verða góð, þvf að þér hafið einn eiginleika, góða mín, og hann sjaldgæfan, og það er töfrar, já töfrar er einmitt það, sem þér hafið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.