Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 8
8 MOTtCUP/BT. AÐIÐ Laugardagur 15. sept. 1962 >l«iMi Á Lögbergi. Prófessor Sigurður Nordal lýsir Þingvöllum, og for sætisráðherrarnir hlusta. — 1 baksýn sést steinninn, sem setið hefur milli klettanna í þúsund ár, bera við himin. En heyrðu þeir rúdd Guðs hér? j : - spurði Ben-Gurion á Logbergi EINS og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu, heimsótti David Ben-Gurion, forsætis- ráðherra Israels, og frú hans Háskóla íslands í gærmorgun. Strax að þeirri heimsákn lok- inni var ekið austur á Þing- völl, eins og ráðgert hafði verið. í fremsta bílnum voru þeir forsætisráðherrarnir Ben- Gurion og Ólafur Thors auk dr. Sigurðar Nordals, sem leysti úr spurningum Ben- Gurions um menningu íslands og sögu. í næsta bíl á eftir bifreið forsætisráðherranna voru forsætisráðherrafrúrnar og í nokkrum bifreiðum þar á eftir fylgdarlið og blaða- menn. Þegar lagt var af stað frá Reykjavík, var dumbungur í lofti og horfði illa um sæmi- legt veður. Esja hafði safnað á sig gráum skýjum með ófrið arbliku og ekki annað að sjá en íslenzka haustið hygðist segja þessari fríðu fylkingu strið á hendur. Og austar á heiðinni voru þokuflekkir og útlit fyrir hann myndi rigna eldi og brennisteini yfir forn an þingstað landsins. Vegirn- ir blautir, grös og lyng með þunglyndislegum fölva, jafn- vel Mosfell framlágt og metn aðarlaust og án þess stolts fyrir hönd íslenzkrar náttúru sem blés Agli Skallagríms- syni í brjóst orð og myndir. En gestirnir höfðu ekki tíma til að hugsa um þessa uppgjöf landsins fyrir skýj- um og regni, því margs þurfti að spyrja á svo naumum tíma. Ben-Gurion spurði Sig- urð Nordal í þaula og hafði varla spurt einnar spurning- ar þegar sú næsta var borin fram. Ólafur Thors sagði við okkur blaðamennina á Þíng- völlum, að Ben-Gurion hefði spurt Sigurð Nordal um allt milli himins og jarðar á leið- inni austur. „Og hann kunni að spyrja“, sagði Ólafur Thors. „Það er ekki minni vandi að spyrja en svara.“ n. Ferðin austur gekk að öðru leyti stór tíðindalaust. Veðr- ið á Þingvöllum var heldur hráslagalegt. Það móaði í Hrafnabjörg gegnum þok- una, Skjaldbreiður var lagst- ur undir feld og sást ekki. Þegar komið var til Þing- valla voru bornar fram veit- ingar í Valhöll og skeggrædd ust menn við nokkra stund. Að því búnu var sezt að borð um og matur borinn fram. Með honum var drukkið rauð vín og hvitvín frá ísrael. Smökkuðust þau ágætlega að allra dómi. Þegar forsætis- ráðherrarnir höfðu setzt við matarborðið, sagði Ólafur Thors, að Ben-Gurion þyrfti enga ræðu að halda, hann væri ekki á vakt, og raunar væri ekki til þess ætlast að fleiri ræður væru haldnar undir borðum en yfirlitser- indi Sigurðar Nordals um staðinn. Þessum orðum lét Ólafur Thors fylgja nokkrar gamansamar athugasemdir, en þá allt í einu greip Ben- Gurion fram í og sagði bros- andi, „Þér eruð sjálfur byrj- aður að halda ræðu“. En Ól- afur Thors svaraði og vitnaði í Lloyd George, „Það sem er erfiðast við ræðuflutning er að vita hvenær maður á að stoppa", en ég hef aldrei lært það“. Meðan SigurðurNordal flutti erindi sitt um Þingvöll, lög, sögu og bókmenntir, hlust- uðu gestirnir fullir áhuga. Það var augsýnilegt að ræðan féll í góðan jarðveg hjá fróð- leiksþyrstum ísraelsmönnun- um. Að ræðunni lokinni sagði Ben-Gurion "ið Sigurð Nor- dal, „Get ég fengið eintak af ræðu yðar?“. Meðan á borðnaldinu stóð, ræddi fréttarnaður Mbl. við ísraelska blaðamenn. Hann var fræddur á því að blöð í israel komi út í 15 þús. til 80 þús. eintökum, sjónvarp hafi ekki enn verið sett á stofn en útvarpið sé rekið af ríkinu og sé hægt að velja á milli 6 stöðva; opinber tungumál séu hebreska, arabíska Og franska. „Er ekki erfitt að kenna innflytjendurtum he- bresku?“ voru ísraelsmenn- irnir spurðir. „Nei, það er ekki svo mjög erfitt Þeir fara í sérstaka skóla í hálft ár óg læra málið, auk pess sem þeir heyra það hljóma allt í kringum sig, og yfir- leitt eru þeir fljótir að kom- ast upp á lagið með að tala það“. „Ég hef það á tilfinn- ingunni að Ben-Gurion sé einhvers konar spámaður í ykkar augum“ sagði einn ís- lenzku blaðamannanna. „Nei, það er ekki rétt“, svöruðu Israelsmennirnir. „í okkar augum er hann fyrst og fremst stjórnmálamaður." — „Hvert er helzta vandamál ísraelsmanna í dag?“, voru blaðamennirnir spurðir að lokum. „Að halda frið“, sogðu þeir. „Öll önnur vandamál eru lítilfjörleg samanborið við það“. Þegar staðið var upp frá borðum, var forsætisráðherra- hjónum Israels vísað inn í eitt af gistiherbergjunum, þar sem þau hvildu sig um stund. Á meðan var ráðgert að Ól- afur Thors héldi fund með ísraelskum fréttamönnum. Við gengum út á hlaðið, og sjá! Hann var að létta til í suðri, sólargeislar brutust undan skýjum og grámóskan í norðri á undanhaldi. III. Svo leið tíminn og veðrið fór síbatnandi og þegar Ben- Gurion og frú komu aftur fram, glampaði sól á völlun- um. Þá var Ólafur Thors enn á fundi með fréttamönnum, en Ben-Gurion hafði fengið sér sæti við eitt borðið og rabbaði við þá sem gerðust svo djarfir að yrkja hann orði. Forsætisráðherrafrúrnar voru komnar út á hlað, en Ben- Gurion sagði frá framkvæmd- um í landi sínu. Hann hafði hina mestu unun af að tala um land sitt og þjóð, hvernig uppbyggingin gengi, hvað ver- ið væri að gera og hvað væri fyrir höndum. Þegar fundinum var lokið, kom Ólafur Thors fram og ætlaði að sækja Ben- Gurion, svo unnt væri að halda förinni áfram. En for- sætisráðherra Ísraels sat sem fastast og hélt áfram upp- fræðslu sinni um heimalandið. „Eruð þér bjartsýnn á framtíð ísraels?“ var Ben-Gurion spurður. „Já, það er ég“ svar- aði hann. „Ég er Gyðingur. Þér mu-nduð líka vera bjart- sýnn, ef þér væruð Gyðingur Og byggjuð í ísrael. íslenzka þjóðin er merkileg þjóð og undarlegt, hvað þið hafið get- að gert svona fámennir, að- eins 180 þúsund; að hugsa sér þetta. En þið hafið átt tung- una og hún hefur hjálpað ykkur. Þið eruð þrautseigir. Almenn velmegun er meiri hjá ykkur en okkur.“ Israelsku blaðamennirnir þyrptust nú að Ben-Gurion og Ólafur Thors sagði við hann“. Á meðan þér hvílduð yður, herra forsætisráðherra, send- uð þér hersveitir yðar á mig“. „Hvaða hersveitir?" spurði Ben-Gurion undrandi. „Allar mínar hersveitir eru heima í ísrael“. „Nei, ég á við þessar hersveitir þarna“, sagði Ólaf- ur Thors og benti á ísraelsku blaðamennina“ og þeir eru líka reiðubúnir að berjast með yður“. Ben-Gurion, sem aug- sýnilega misskildi íslenzka for sætisráðherrann hristi höfuðið og sagði, „Mér er alveg sama“. Ólafur Thors útskýrði fyrir honum hvað hann hefði átt við og lét Ben-Gurion þá í Ijós efa um, að allir blaða- menn stjórnarandstöðunnar í ísrael mundu standa með sér. Þá sagði Ólafur Thors. — „Stjórnarandstaðan hérna er verri en í ísrael. Hún er verri en Arabar“. En Ben- Gurion fórnaði höndum, hló og sagði, „herra forsætisráð- herra, ég skal með glöðu geði skipta við yður á Aröbum og íslenzku stjórnarandstöðunni." Allir viðstaddir höfðu hina mestu skemmtun af þessum orðahnippingum forsætisráð- herranna, ekki sízt þeir sjálf- ir. Þeir hlógu og skemmtu sér án tillits til þess sem í venju legu tali er kallað diplomatí. Nú var haldið af stað og förinni heitið að næsta áfanga- stað, Lögbergi. IV Forsætisráðherrarnir stóðu á Lögbergi rétt fyrir klukkan fjögur. Þingvellir höfðu svipt af sér gráum drunganum eins og íslenzka þjóðin svörtu myrkri ófrelsisaldanna, og þarna blöstu þeir við með ljósum himni og dökkum skuggafingrum, sem teygðu sig eftir gjám og lyngi og ís- lenzk saga og menning studd ist við sinn eðlilega bakhjarl, þar sem voru fjöll og hraun og helgi þessa fagra staðar. Svo tært og fagurblátt var landið frá Lögbergi að sjá, að sú hugsun hvarflaði ósjálfrátt að manni, að æðri máttarvöld hefðu vísað Grími geitskó á þennan stað, eins og þegar drottinn Guð vísaði ísraels- mönnum hinum fornu veginn heim. „Sjá, ég fæ yður landið. Farið og takið til eignar land ið, sem Drottinn sór feðrum yðar: Abraham, ísak og Jakob að gefa þeim og niðjum þeirra eftir þá“. Þá voru íslendingar fleiri en þeir urðu síðar á svartasta skeiðinu, en nú hefur þeim fjölgað aftur eins og ísraelsmönnum og kannski að þeir eigi eftir að fá molana af borði Mosebókar þegar hún segir við Gyð- inga „Og sjá, þér eruð í dag að fjölda til sem stjörn ur himins". Margt eiga þess ar tvær þjóðir sameiginlegt og undarlegt að rifja upp á þessum stað þau orð sem eru einna merkust í helgiritum Gyðinga: „Gjörið yður eigi mannamun í dómum; hlýð ið jafnt á lágan sem háan; hræðist engan mann; því að dómurinn er Guðs“. Þannig talaði Drottinn við þjóðir sínar og enn hafði hann í hendi sér sól og regn. Það var eins og landið væri nýþvegið af túrisma sumars ins þennan dag. Forsætisráðherrarnir stóðu á Lögbergi og horfðu yfir vell ina. Sigurður Nordal á miHi Framhald á bls. 17. ! ! i í ; I David Ben-Gurlon horfir agn dofa á ógnarkraft gufunnar, sem þeyttist út um stút bor- holunnar. „Loks hafið þér sigrað mig, ég gefst upp“. i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.