Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 10
10 MORGl NBT. 4ÐÍÐ Laugardagur 15. sept. 1962 Hugleiðingar Don Quijote's Um íslenzka myndlist RIÐANDI á hinni sögufraegu hrys j. sinni Rosinanta ferðast Don Quijote um öræfi íslands, eyðisanda, brunahraun, heiðar og jökulbreiður. Loks vendir hann sínu kvæði í kross Og held- ur til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur. Ferð þesi lýkur upp augum hans, gefur honum nýjan skiln- ing á sambúð rnanns og náttúru. Hann lítur hús innbyggjar- anna, tnaust í hólf og gólf og vendilega einangruð gegn mis- lyndri náttúru landsins. En lukt- ir inni að tjaldabaki eru mennirn ir, vel varðir gegn hinni ytri náttúru. Það ku lika vera áhættu, spil að vera ekki inni; úti verða sumir jafnvel „úti“. Ekiki er það heldur áhættulaust að kúra um of inni, heima, bví að „heimskt er heimaalið barn“. Don Q. hristir höfuðið í for- á Long Isiand. Þar er strönd og indælt að vera eftir allt umstangið í kringum fegurðar keppnina. — Var það ekki skemmti- leg ferð? — Jú, ég var mjög ánægð með ferðina og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara. Ég kom aftur hlaðin alls konar gjöfum. Það var alltaf mikið um að vera, helzt til Stutt rabb við Maríu í Reykjavík á leið frá IMew York tiE Parísar MARÍA Guðmundsdóttir, feg- urðardrottning íslands 1961, kom í síðustu viku við heima á íslandi og dvaldist nokkra daga hjá foreldrum sínum á leið frá Bandaríkjunum, þar sem hún tók þátt í fegurðar samkeppninni á Langasandi, sem kunnugt er. Og á föstu- dagsmorgun hélt hún áfram til Parísar, þar sem hún vann síðastliðið ár sem eftirsótt ljósmyndafyrirsæta og stærstu tízkublöð Parísar birtu mynd- ir af henni. Hún ætlar að Ihalda áfram að starfa þar hjá ifyrirtæki Doran Leight Park- jers í París fram að jólum, og Ihefur tekið að sér að skrifa I tízkufréttir frá tízkuborginni | fyrir Morgunblaðið. — Það er víst ekki heiglum hent að komast að sem fyrir- sæta í París, í allri þeirri sam keppni sem þar er. Hvernig stóð á því að þú byrjaðir að sitja fyrir hjá ljósmyndurum? spurðum við Maríu, er við hittum hana snöggvast að móli heima hjá henni. — Það var heppni. Ég var að koma úr sýningarferð frá Suður-Ameríku og stanzaði í París. Tveimur dögum áður en ég ætlaði heim, fór ég á hárgreiðslustofu. Þar kom til mín kona, sem spurði hvort ég væri myndamodel. Ég sagði nei, og þé spurði hún hvort ég hefði áhuga fyrir að verða það. Ég sagðist vera á förum heim, og ekki geta svarað því. Þetta reyndist vera Dorian Leight Parker, sem rekur stórt fyrirtæki er hefur ljósmyndafyrirsætur fyrir blöðin. Hún bað mig um að tala við sig næsta dag á skrif- stofu hennar. Þar kynnti hún mig fyrir umboðsmanni frá Coca Cola, sem vildi fá mig til að sitja fyrir. Og ég sá að ég mundi ekki tapa á því að taka tilboðinu, þó ég færi heim á milli. — Og svo hefur þetta geng- ið hvað af hverju. Hvernig vinna er þetta? Vel borguð? — Já, hún er vel borguð, og mér líkar hún vel. Annars er það tvennt ólíkt að vera sýningarstúlka og ljósmynda- fyrirsæta. Þær vinna á dag- inn, en við á nóttunni, þegar ekki er verið að nota fötin á sýningum. T. d. vann ég frá kl. 9 á kvöldin til 7—8 á morgnana síðustu tvær vikurn ar áður sn ég fór 1 keppnina á Langasandi, og stundum líka eitthvað á daginn, ef flíkurn- ar voru lausar. — Hver myndataka tekur þá langan tíma? — Það er misjafnt. Ljós- myndararnir skiptast alveg í tvo flokka, sumir taka margar myndir til að velja úr, en aðrir stilla manni upp, og þá getur myndatakan tekið langan tíma. Það lengst sem ég hefi setið fyrir samfleytt vegna einnar myndar voru 9 tímar. — Svo þetta getur orðið þreytandi. Er ekki svolítið kuldalegt líka að sitja fyrir í sumarfötum óður en sumarið er komið? — Jú, í byrjun febrúar var t. d. farið með okkur nokkrar norður á ströndina þar sem var snjór fram til kl. 10, og þar sátum við í sundbolum. En ljósmyndararnir reyndu nú að flýta sér, svo okkur yrði ekki kalt. — Og þú ætíar að hætta í París fyrir jól? — Já, ég ætla ekki að vera önnur jól að heiman. Ég var í Mexico í fyrra og lá veik á hótelherbergi bæði yfir jólin og nýárið. En um miðjan janú ar ætla ég til New York, þar sem ég er ráðin sem mynda- fyrirsæta hjá fyrirtækinu Eleen Ford um óákveðinn tíma. Ég hitti hana og gekk frá samningnum á leiðinni af keppninni á Langasandi. Ég var hjá henni í viku og hún bauð mér út á sveitasetrið sitt mikið kannski. í fimm daga áður en keppnin byrjaði vor- um við á sprettinum í veizl- um og að koma hingað og þangað frá því kl. 7 á morgn- ana og tii 10—12 á kvöldin. Það var ekki ein einasta stúlka, sem ekki hafði bláa bauga neðan við augun, þeg- ar kom að keppninni. Ungfrú Frakkland fór verst út úr því. Hún var svo yfirkomin af þreytu að það var alltaf að líða yfir hana. — Var það þá ekta yfirlið? — Já, hún seig ekki svona ósköp fallega niður, heldur skall hún kylliflöt og fékk marbletti, stundum framan í mörg þúsund manns. Einu sinni sofnaði ég í morgunverð- arveizlu kl. 7. Við áttum að standa upp og flytja eitthvert ávarp, en þegar kom að mér, þurfti að senda mann til að hnippa í mig. Ég sat bara, að vísu með opin augun, og vissi ekki af mér. En það fór nú allt saman vel. Annars var ágætt að fá þessa æf- ingu áður en í keppnina var komið. Ég var t. d. ákafiega hrædd við að þurfa að standa upp og halda ræðu áður, en það var komið upp í vana, þegar á hólminn var komið. — Og að lokum. Eru fransk- ir karlmenn eins töfrandi og af er látið? — Þeir eru svona upp og ofan. „Sjarmörar“ innan um fyrir alla nema aumingja mig, því þeir eru margir svo lág- vaxnir. — Amerískir karlmenn heilla þig þá kannski frekar? — Þeir eru frekar mín stærð. En ekki eru þeir eins sjarmerandi og þeir frönsku yfirleitt. Annars eru karlmenn af þessum tveimur þjóðernum mjög ólíkir menn. María fór utan á föstudags- morgun, sem fyrr er sagt. Við óskum henni góðrar ferðar og hugsum gottfil að fá frá henni fréttir frá tízkuborginni París. ■*** »%•" "»c*Mwn •l*- undran sinni: Já, margt er mann anna bölið. — En hver er hann eiginlega þessi Don Quijote? Jíann er hinn göfugi spænski riddari, sem skáldið Cervantes (1547—1616) víðfrægði með skóldsögu sinni úm riddarann, sem frækilegast barðist við vindmyllurnar! Fyrir nokkru hefur ameríska leikritaskáldið Tennessee Willi- ams kynnt okkur riddara þenna í hinu fræga leikriti sínu „Cam- ino Real“. Hér birtist hann okk- ur á leiksviði, sem í rauninni er torg í smábæ einum. Þar er og margt annarra manna, hver öðr- um frábrugðinn að eðli og skap- gerð. Enginn er þar vegur eða gata opin, er út úr bænum liggi, út í frelsið fyrir handan bæjar- mörikin. Allt og allir í bæ þess- um snúast hér um sjálfa sig. Þó er þarna eitt hlið, sem ó- læst er, og um það liggur vegur- inn til terra incognita, til lands- ins ókunna. En hverju sinni sem nokkur gerir tilraun til að fara út um hlið þetta befst bar upp ýlfur mikið og ferlegt. Skelfingu lostnir hverfa því allir frá, er leitað hafa hér útgöngu. Loks ber þar að Don Q., hinn „síðasta riddara". Hann einn á þor og þrótt til að bjóða ósköpum bess- um byrginn. Á hann bítur ekk- ert. Vasklega vindur hann sér út um hliðið og heldur á leið til land-sins ókunna. — Þetta er Don Quijote. — Og nú er bann kominn hing að á myndlistasýningu í Lista- mannaskálanum í Reykjavík. Kúrir hann þar á stalli í gervi lítillar höggmyndar. Skimar fram undan eirhvelfingu hiálms ins, er langsamlega ber höfuð hans ofurliði. Ásjóna hans er annarleg, þyrkingsleg; aðeins fáein höfuðbein, nefbrjósk hum- araugu, efrivararskeggið órækt- •að. (svona var ha-nn, karlanginn, kyndugur, abstrakt). — Don Q. augsar með sjálfum sér: Listamannaskálinn stendur næst AlþingiShúsinu, en þar næst sjálf Dómkirkjan, hvort- tveggja traust og virðuleg hús. En höll listanna: bráðabirgða- skemm-a. Don Q. skilur þetta ofurvel, því að bvar annars stað ar eiga listamennirnir heima? Allt liggur í augum uppi um hlutverk beggja hinna húsanna,’ þinghússins og kirkjunnar. — ,,Með lögum skal land byggja“. Maðurinn og lögin. Það er Al- þingishúsið. — Túlkun heilasrar ritningar. Maðurinn og Guð. Það er kirkjan. — En sýningar- skáiinn? Maðurinn og----------? Hvað ? — Auk mynda eru einnig gest- ir á sýningunni í Listamanna- skálanum. Don Q. virðir bá fyrir sér. Sumir þeirra virðast vera mjög hrifnir af öllu, er bar ber fyir augu. En Don Q. er fullur af tor*ryggni gagnvart þeim. Eru þeir ekki, spyr hann, líkast- ir Englendingunum hjá Bern- ard Shaw, sem halda að þeir séu þegar komnir til himnaríkis vegna þe.að „they were sup- posed to be there“? Aðrir eru og hér, heimakært fólk. Hér finnst því það vera í frumskógi. Daprir í huga reika þeir um salarkynnin, andvaroa og mæla 'hljóðlega af munni sér: „. ... Eitthvað skýrra, eitthvað blárra, Æskti hugur minn . . Svo eru hér nokkrir, sem mjög sakna raunsærra lýsinga á land- inu bó eru hér landslagsmyndir Hverju sætir þetta? spyr Don Q. undrandi. Hafa þessir menn ekki sjálfir einangrað sig frá hinni „hættulegu“ fegurð náttúrunnar? Og ef hann man rétt, þá voru ekki þess háttar myndir á veggj- unum .. Bergþórshvoli hjá Njáli gamla. Og hvað Gunnar frá Hlíð arenda áhrærir, þá vita það allir að það var ekki fyrr en hann var búinn til brottferðar af landinu og 'hestur bans drap fæti á Mark arfljótseyrum, að auku hans opn uðuE t og hann sá að „fögur er hlíðin“. Yfirleitt hefði Islendingum fyrrum, — svo ályktar Don Q. — þótt það óskiljanlegt, jafnvel ó- hugsanlegt, að noikkur samtíma- maður þeirra, sem um sárt átti að binda vegna eldgoss, hefði hengt málverk af Heklu upp á stofuvegg heima hjá sér. Það væri jafnrétt og það, að Gyðing ur, er naumlega slapp frá tortim ingu í Ohetto Warsjárborgar, skyldi af frjálsum og fúsum vilja „skreyta“ veggi sína með mynd um þaðan. (Vissulega ýkir Don Q. Það gera listamennirnir líka.. Það gerðu þeir í Byzanz hinni fomu, það gerðu þeir á öldum gotneska - stílsins og alltaf. Hví þá ekki einnig í dag? Öfgar eru styrkur þeirra). — Fljótt á litið er það áber- andi, hugsar Don Q., hve mjög allt það, er á sýningunni gefur að líta, líkist leik. Hér er leikið með liti, form, hrynjandi, efni og gerðir þess. Leikur nú á dögum, þegar meira syrtir að mannkyninu en nokkru sinni fyrr! Það er hlutverk. leikara og hljó-mlistarmanna að 1-eika. Að loknum löng-um og ströngum vinnudegi, leika þeir á kvöldum Með leik sínum túlk-a þeir það, sem tónskáldið 5a leikritahöf- undurinn vildi tjá *neð verki sínu þ.e. boðskap frá terra inoognita. En einmitt þetta sama eru myndlistamennirnir að gera með verkum sí-num. —Svo er það höggmyndalistin. Plastik. Logsuðumyndir, express ionismi úr eir, lýrik úr stóli. Leik ur með plastisk form í rúmi. En hvað er rúmið? Hvernig skynjum og skiljum við það? Að vísu er það ætíð og alstaðar nær verandi sem „hráefni“, en við verðum þ-ess fyrst varir á sýni- legan, áþreifanlegan hátt þegar fyllt er út í það, þegar það er skipulagt, konstrúerað. tbúar Manhattan-eyju í New Yor.c h-afa annað rúmskyn en fólk ið á Sauðárkróki, og sennilega líta geimfararnir niður á okkur hina sem 'hálfgerða hellisbúa. Marg getum við lært um rúm ið af því, sem fyllir það, þ.e. hinu plastiska formi. Don Q. finnast því reisupallarnir við íþróttahöllina, sem nú er að rísa í Laugardalnum, opinbera okkur m-eira um eðli rúmsins en jafn- vel sjálf Esjan:. í hans augum eru slíkir „Still-aðsar“ frábær plastik. Kvíðir hann jafnan þeim degi er þeir aftur eru teknir nið ur og húsin. sem innanundir þeim voru standa ein eftir í nekt sinni. — Eitt listaverkanna á sýning unni eru nokkrir litlir þríhyrn- ingar, sem tyllt er sarn-an m-eð nokkrum dropum af logsevði. Þessir þríhyrningar eru rúm- stærðfræðileg mynd, rúm-„fúga“ með ákvæðinni hrynjandi og svo reglubundinní byggingu að mest líkist vel leystu rúmfræðidæmi. Krr r líka höggmynd í líki dýrs, logsoðin saman úr stáli, eir og látúni. Engu er það líkana en að -hér hafi jarðeldur farið um eða að myndin hafi vel'kst í sjáv arróti um aldir, formazt þar, ryð brunnið og tærzt. Listamönnum nútímans virð- ist era i að jafn eðlilegt og tamt að leika sér með 2000° hitagjafa sem fyrri tíðar mönnum var að handfjatla olíutýru. Á svipstundu framkalla þeir gagngerar efna- breytingar, — er taka mund-u aldir í afli náttúrunnar. Þannig Framlh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.