Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. nóv. 1962 „Sérréttindi Loftieiða al- gerlega óviðunandi" segir talsmaður 99Pan American DANSKA blaðið „Berlingske Tidende“ skýrir frá því á sunnudag, að bandaríska flug félagið „Pan American“ standi nær einhuga með SAS í deilunni við Loftleiðir. — Byggir blaðið þessa skoðun sína á viðtali, sem fréttaritari þess í New York átti við Willy Libscomb, forstjóra umferðardeildar „Pan Am- erican". Fer hér á eftir aðal- inntak greinarinnar. Dauðadómum breytt París, 28. nóv. — AP-NTB. DeGAULLE, Frakklandsforseti, breytti í dag dauðadómum yfir ttveim fyrrverandi OAB-mönn- um. Verða þeir nú látnir af- plána lífstíðarfangelsi 1 staðinn. Annar þessara manna, var næst æðsti maður OAS-samtakanna í Alsír, Edmond Jouhaud. Hafði hann verið dæmdur til dauða af sérstökum herrétti. Þá var einnig breytt dómi yfir Andre Canal, sem áður hafði einn ig verið dæmur til dauða fyrir starfsemi sína í hryðjuverka- hreyfingunni. Neituðu upplýs. ingum um kjör flokks- sfjórnar MORGUNBLADIÐ hringdi í gær í síma „Sameiningar- flokiks alþýðu — Sósíalista- fflokksins“, til þess að fá þar upplýsingar um úrslif kosn- ingar í flokksstjórn, en hún átti að fara fram í fyrrinótt akv. frétt í „Þjóðviljanum" í gær. Fyrir svörum varð Kjartan Ólafsson, sem sagðist aðspurð ur vera framkvæmctestjóri flokksins. Neitaði hann að veita nokkrar upplýsingar ag kvtaðst vera alveg hissa á því, að Morgunblaðinu dytti það i hug. Hann var þá spurður, hvert blaðið ætti að snúa sér frem- ur en til framkvæmdastjóra fflokksins. Því svaraði hann svo: „Það er ykkar að finna það út. Þetta er alveg okkar máil. Ég gef engar skýrslur til Morgunblaðsins." Að Iokum var hann spurð- ur, hvort halda ætti því leyndu hverjir ættu sæti í fflokksstjórninni. Því svaraði hann svo: „Ykkur kemur þetta ekkert við.“ Morgunblaðið sneri sér þá til formanns flokksims, Einars Olgeirssonar. Hann kvaðst telja réttast, að framkvæmda- stjóri flokksins gæfi umbeðnar upplýsingar. Einari var þá tj'áð, að framkvæmdastjórinn hefði þegar neitað þvi. Einar svaraði: „Fvrst hann gaf þær ekki, þá býst ég við, að það bíði þangað til í Þjóðviljan- um.“ „Við hjá Pan American erum á þeirri skoðun, að leysa beri vandamálið um lág fargjöld á Atlantshafsleiðinni innan IATA, eða með aðgerðum stjórna þeirra landa, sem hlut eiga að máli. Ég vona, að lausn fáist, án þess að til algers fargjaidastríðs komi.“ Þetta voru svör Libscomib við fyrstu ■ spurningum frétta- mannsins. „Berlingske Tidende'* bendir á, að þetta sé í fyrsta skipti, sem „Pan American" hafi tekið opin- bera afstöðu til deilunnar milli SAS og Loftleiða. Síðan segir Libscomibe: „Það er algerlega óviðunandi, að nokkurt fflugfélag skuli hafa slík — sérréttindi, er Loftleiðir hafa nú. Þetta getur leit til far- gjaldastríðis, með öllum þeim af- leiðingum, sem því fylgja. Ég vona að lausn fáist fyrir starf- semi IATA, eða stjórnarathafn- ir. Það er nauðsynlegt, að þau fflugfélög, sem eru í IATA, fái tækifæri til að bjóða jafn lág fargjöld og Loftleiðir, eða að Loftleiðir semji sig að fargjöld- um IATA Bandarísk blöð hafa nokkuð rætt þetta mál, segir „Berlingske Tidende", og bendir á í því Wilhelmína fyrrum drottning látin Haag, 28. nóvember — AP—NTB. LÁTIN er í Hollandi, Wilhelmína fyrrum drottning. Lézt hún í svefni skömmn eftir miðnætti í nótt. Hún hafði lengi átt við syk- ursýki að stríða, auk þess, sem borið hafði á hjartaveilu að und- anförnu. Banamein hennar mun hafa verið hjartabilun. Wilhelmína ríkti í 50 ár, fram til 1948, er hún var 68 ára, en lét dóttur sinni, Júlíönu, þá eftir krúnuna. Fjöldi samúðarkveðja hefur í dag borizt vegna fráfallsins. Ákveðið hefur verið, að jarðar förin fari fram 8. desember. Wilhelmína var ætíð mjög vin sæl meðal Hollendinga. sambandi, að „New York Times" telji, að fargjaldastyrjöld sé fram undan. Tímaritið „Business Week“ bendir á, að bandaríska utanríkisráðuneytið reyni nú að komast að samningum við ís- lendinga. Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunar rík- ins (t. v.) afhendir Gunnari Friðrikssyni gjöfina í gær. Siysavarnafélaginu gefnar tdbaksbirgðir á hiutaveltu Fær smyglaða vindlinga frá tóbaksverzluninni ÁFENGIS og tóbaksverzlun rík- isins hefur gefið Slysavarnafé- lagi íslands birgðir þær af smygl- uðu tóbaki, sem legið hafa í vörzlu stofnunarinnar, og verður tóbak þetta sett á hlutaveltu, sem Slysavamafélagið gengst fyrir 1. desember nk. Afhenti Jón Kjart- ansson, forstjóri Áfengis og tó- Var heldur lengi um borð wm siglir nú hrað- byri til Englands ER Tröllafoss var lagður af frá Seyðisfirði í fyrra- kvöld og kominn áleiðis til ’ -fs, uppgötvaðist að einumi ffleira var á skipinu en átti / að vera. Sölumaður nokkur J frá Reykjavik hafði farið um 1 borð í skipið fyrr um kvöldið, en einhverra hluta orðið eftir um borð er það lagði úr höfn. Maður þessi sendi skeyti frá borði til Reykjavíkur í fser og stóð til að þeir, sem til hans þekktu, greiddu fyrir hann farmiða þannig að hann yrði fullgildur farþegi á skip- inu, sem er á leið til Englandis., baksverzlunarinnar, Gunnari Friðrikssyni, forseta SVFÍ, tó- baksbirgðimar í gær. Nemur heildsöluverðmæti tóbaksins rúm lega 70 þús. kr. Forsaga málsins er sú að ÁTVR ritaði Fjármálaráðuneytinu bréf 10. okt sl. og skýrði frá því að verzlunin teldi sér ekki fært að selja þær birgðir af smygluðu tóbaki, sem í vörzlu hennar væru, aðallega vindlinga, þar eð tó- bakið væri án merkis verzlunar- innar og auk þess upprifið af toll yfirvöldunum. Var í bréfinu lagt til að með tilliti til þessa yrði umrætt tóbak gefið á hlutaveltu til Slysavarnafélagsins eða ann- ars líknair- eða mannúðarfélags, sem starfaði fyrir alþjóð. Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, skýrði frá því í gær að í viðræðum við fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, hafi ráð- herrann tekið mjög vel þessari málaleitan. Fjármálaráðuneytið hefði síðan ritað ÁTVR bréf 31. október og gefið samþykki sitt. Gunnar Friðriksson, forseti SVFI, veitti gjöfinni móttöku í gær og þakkaði með nokkrum orðum. Kvað hann samtökunum mikinn styrk í því „þegar for- ystumenn meiriháttar stofnanna sýna svo drengilegan skilning á gildi þess björgunar og hjálpar- starfs, er félag vort vinnur að, og fylgja því eftir með jákvæð- um framlögum, eins og hr. Jón Kjartansson hefur gert í dag“. Læknar gæti varkárni í lyfja- útlátum til barnshafandi kvenna Landlæknir ritar héraðslæknum bréf vegna Postafens Mbl. barst í gær eftirfarandí tilkynning frá landlækni vegna Pos taf enmáLsi ns: „Eftirfarandi bréf hefur í dag verið ritað öllum héraðslæknum landsins: „Vegna gruns, sem komið hefur upp í Svíþjóð, um að postafen gieti valdið vansköpun á fóstri, ef það er gefið bamshafandi kon um á fyrstu vikum meðgöngu- tímans, hafa heiibrigðisyfirvöld Danmerkur og Svíþjóðar bannað lausasölu á postafen, svo og öðr- um lyfjum, sem hafa svipaðar verkanir (antihistaminica). Jafn framt hafa þau brýnt fyrir lækn- uim að ávís^ barnshafandi kon- um sem allra minnstu af lyfjum yfirleitt, að undanskildu járni, kaliki og vítamánum, og heil- brigðisstjórn Svíþjóðar hefur ráðið læknum frá að ávísa barns hafandi konum postafeni og skyldum lyfjum. Þótt ekki sé vitað til, að tjón hafi hlotizt af ofangreindum Iyfjum hér á landi, þykir mér rétt að brýna fyrir læknum að gæta ýtmstu varkárni í lyfja- útlátum til barnshafandi kvenna, og þangað til nánari upplýsingar eru fyrir hendi, ræð ég læknum frá að ávísa þeim postafeni og skyldum lyfjum. Er yður hér með falið að gera öllum starfandi læknum í hér- aði yðar kunnugt um efni bréfs Það skal að lokum tekið fram, að hér á landi hefur aldrei verið heimilt að láta úti postafen og skyld lyf netna gegn lyfseðli, þó að slíkt hafi tíðkazt í rtá- grannalöndunum. Hafa lyf þessi, svo sem kunnugt er, einkuim verið notuð gegn veltuveiki (þ.e. sjóveiki, bílveiki og flugveiki) og ógleði barnshafandi kvenna. Engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi notk- un á prelúdíni, en það lyf er einungis látið úti hér gegn lyf- seðli. Fylgzit verður vel með rann- sóknum þeim, sem nú fara fram erlendis, á hugsanlegri hættu af notkun postafens." (Frá Land- lækni). Lauk Gunnar máli sínu svo- hljóðandi: „Um Slysavamafélag íslands, sem viðtakanda svo góðra gjafa vil ég aðeins segja að það á það eina markmið að bægja sorg og slysum frá heimil- um þjóðarinnar og ávallt skul- um vér vera minnug þess, að slysin gera ekki boð á undan sér og það verður því aldrei ofmetið að byggja upp sem öflugasta ör- yggis og hjálparþjónustu. Heill sé því sérhverjum þeim, sem legg- ur því máli lið“. — Babi Jar Framh. af bls. 1. og fortíðin rísi ekki upp á ný. Ljóðið heitir „Babí Jar“ (birt ist í Mbl. 17. nóv. f því er einn- ig vikið að þeim, sem afneitað hafa Stalín eftjr dauða hans, en blóta nú á laun). • Krúséff vék einnig þeirri spurningu að fundarmönn- um, hvort þeir hefðu lesið frá- sögn undir nafninu „Dagur í lífi Ivan Desinovitsj", sem birtist í tímaritinu „Novy Mir“ rúmrj viku fyrir fundinn. Er hún skrif- uð af manni, er var fangi í búð- um Stalíns. • Sagði Krúséff, að hann hefði ráðfært sig við marga, um það, hvort breyfct skyldi efni frá- sagnarinnar, áður en hún birtist. Hann sagðist hafa fengið marg- ar vísbendingar um breytingar. en hefði þó ákveðið að breyta engu. Hefði hann tekið þá ákvörð un vegna þess, að hann vissi, að frásögnin var rétt. • Þá gagnrýndi Krúséff blöð- in í Rússlandi og sagði að þau væru leiðinleg. Hann sagð- ist vita, að margir ritstjórar væru honum ekki sammála, en þeir skyldu vita, að hann myndi ekki skipta um skoðun i þvi móli. í fregnum frá Moskvu sagði, að Krúséff hefði ekki rætt utan- ríkismál í ræðu sinni, sem hann flutti blaðalaust. KÓPÁVOGUR AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- kvennafélagsins Eddu i Kópa- vogi verður haldinn í Sjálfstæðis húsinu, Borgarhoitsbraut 6, Kóp., fimmtudaginn 6. des. kl. 20,30. Dagskrá.: Venjuleg aðalfundar- störf og kosning fulltrúa í full- trúaráð og kjördæmisráð. Konur athugiff, að Guðrún Júlíusdóttir, handavinnukennari félagsins mætir á fundinum og annast handavinnukennslu milli dagskráriiða. Kaffidrykkja. Mæt- iff vel og stundvislega. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.