Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 1
24 síður listmálara, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjöl- menni. Séra Bjarni Jónsson, athöfnin öll hin virðuleg- asta. Myndin sýnir lista- menn bera kistu Jóns Stef- ánssonar úr kirkju. „Babí Jar“ síöusíu kveöju- orðin til Josefs Stalíns Ljóö Evtúsénkós var birt i Pravda skv. fyrirskipun Krúséffs sjálfs Moskvu, 28. nóv. — (NTB) FRÁ því var skýrt í Moskvu í dag, að er fundi miðstjórn- ar sovézka kommúnistaflokks ins lauk, sl. föstudag, hafi Krúséff, forsætisráðherra, haldið tveggja tíma ræðu. Réðst hann þar enn á Stalín, og sagði hann þau orð, sem hann þá hafði um hann, mega líta sem kveðjuorð til þess manns, sem áður hefði ver- ið talinn öllum fremri. Krúséff sagði, að sovézkir borgarar hefðu rétt til að vita sannleikann um Stalín, en fyrstu uppljóstranir um blóðferil hans komu, sem kunnugt er 1956, er 20. flokks þing kommúnistaflokksins var haldið. I>ótt ræða Krúséffs haf) ekki enn verið birt, þá er þó þetta kunnugt um efni hennar, segir í Moskvu: • Krúséff sagði, að hann heffB gefið ritstjóra „Pravda" gkipun um að birta ljóð Évtúsérek ós um Stalin 21. okt. sl., en þar segir, að auka verði vörðinn um gröf hans, þannig að hann — Framh. á bls. 2 Frjálsir demokratar vilja nýjar kosningar Telja afstöðu Kristilegra demokrata vafasama ítalska heilbrigúisrádu neytiö bannar 13 lyf ■ sölubannið er jbd tímabundið, og mun heilbrigðismálastjórn taka frekari ákvarðanir eftir nánari rannsókn F R Á þvi er skýrt í banda- ríska blaðinu „New York Herald Tribune" sl. mánu- dag, að daginn áður hefði verið stöðvuð á Ítalíu sala 13 lyfjategunda. Kemur ákvörð- unin í kjölfar rannsóknar, sem fram hefur farið á veg- um ítölsku stjórnarinnar, vegna grims um, að lyfin geti valdið fósturskaða. Á föstudag í sl. viku stöðvaði heilbrigðismálaráðuneytið ítalska sölu allra lyfja, sem inni- halda phenil-methyl-tetra-'hydro- ossazine. I því sambandi var sér- staklega minnzt á eitt lyf, prelu- din. Hittast i Nassau London, 28. nóvember _ AP. TIL.KYKNT var í London í dag, að Macmillan, forsætis- ráðherra, hefði beðið John Diefenbaker, forsætisiráð- herra Kanada, að koma til fundar við sig í Nassau á Bahamaeyjum 21. desember. Þá verður lokið fundi þeirra Macmillans og Kenne dys, Bandairíkjaforseta, en hann mun standa dagana 20. og 21. desember. Á sunnudag tilkynnti ráðuneyt ið einnig sölubann á 13 öðrum lyfjum: svegan, magriz, vissar tegimdir af alipid, alipos, afagil, lipomin, minazin, yandy, sinelip, kilios, promagren, yucatan og makethin. Þetta eru nöfn þau, sem lyfin eru seld undir, og framleidd eru bæði á ftalíu og í öðrum lönd- um. Öll eiga það sammerkt, að vera gefin fólki, sérstaklega þvmguðum konum, til að forða offitu. Heilbrigðismálaráðuneytið til- kynnti, að sölubannið væri tíma- bundið. Myndi heilbrigðismála- stjórnin hafa síðasta orðið í þess- um málum eftir að frekari rann- sókn á lyfjunum hefði farið fram. Bonn, 28. nðv. — (NTB) — ÞINGFLOKKUR Frjálsra demókrata kom til fundar í Bonn í dag. Var því síðar lýst yfir af talsmanni þingflokks- ins, Fritz Erler, að flokkurinn vildi ekki ræða stjórnar- myndun við Kristilega demó- krata, fyrr en þeir hættu að nota Sósíaldemókrata sem grýlu í sambandi við vænt- anlega stjóm. Teldu Frjálsir demókratar, að nýjar kosning ar væru bezta lausn stjórnar- kreppunnar. Helztu ráðamenn þing- flokks Kristilega demókrata flokksins komu einnig sam- an til fundar í dag, til að ræða væntanlega stjórnarmyndim. Þá átti Adenauer, kanzlari, fund með ráðherrum fráfar- andi stjómar. Fram kom í dag, að bæðiPaul Lúbke, byggingarmálaráðherra, og Heinrich von Brentano, for- maður þingflokks Kristilegra demókrata, hafa ekki í hyggju að taka við nýjum embættum, er ný stjórn verður mynduð. Kom fram af ummælum Lúbke, að hann vill ekki taka við embætti landvarnaráðherra, en talið hefur verið, að Adenau- er óski þess, að hann taki við embætti landvarnaráðherra í nýrri stjórn, í stað Franz-Josef Strauss. Þá lýsti Heinrich von Brent- ano, fyrrverandi utanríkisráð- herra, því yfir, að hann hefði enga löngun eða vilja til að taka Framh. á bls. 23. Upplausn ríkjandi í Kommúnistaflokknum Tillaga kom fram um að leggja flokkinn niður — SIA-menn ryðjast til valda FLOKKSÞINGI kommún- ista lauk í gærmorgun í algjörri upplausn og sundr ung. Er það gleggst merki um það vonleysi og þá upp gjöf sem nú ríkir í her- búðum kommúnista, að einn af alþingismönnum þeirra, Karl Guðjónsson, lagði á öðrum degi þings- ins fram tillögu um að Sameiningarflokkur al- þýðu - Sósíalistaflokkurinn yrði lagður niður. Kom þessi tillaga eins og algjört reiðarslag yfir þingfull- trúa. Þann tíma sem þingið stóð linnti ekki hatrömm- um deilum milli forystu- manna flokksins, sem háru hvern annan hinum þyng- stu sökum. Sýnir það bezt hvflíkt vonleysi ríkir nú í röðum kommúnista, þegar einn af helztu forystumönnum flokksins telur nú ekki annað ráð vænna en að leggja flokkinn niður og nótast eingöngu við Al- þýðubandalagið svonefnda. Á þinginu urðu geysiihörð fetök milli SÍA-manna sem stefndu að þvi leynt og Ijóst að ryðjast til valda í flokkn- um og stuðningsmanna Brynj- ólfs Bjarnasonar. Á lokafundi þingsins sem stóð til kl. 8 á þriðjudagsmorgun var milkið sk.ammast og einikum vegið hart að Brynjólfi og hans mönnum. Kölluðu SÍA- menn þá m.a. kommúnískar „grátker]ingar“. Þótti Brynj- ólfi Bjarnasyni hart að geng- ið og missti algjörlega stjórn á skapi sínu, og lét svívirðing- arnar dynja á SÍA-mönnum og öðrum þeim, sem að hon- um réðust. í kosningum til miðstjórnar flokksins fóru leikar svo að SÍA-menn sem voru í banda- lagi við Lúðvilk Jósefsson, gengu með algjöran sigur af hóhni. Féllu m.a. Brynjólfur Bjarnason, Eggert Þorbjarnar- son og fleiri af stuðnings- mönnum þeirra, en í stað þeirra voru kjörnir í miðstjóm nokkrir af aðal forkólfum SÍA, þeir Hjalti Kristgeirsson, Finnur Torfi Hjörleifsson, Guðmundur Magnússon o.fl. Lúðvík Jósefsson lét ekki mikið á sér bera í þessum átökum, en kynnti undir. Hann var kjörinn formaður miðstjómar, en það emibætti hafði Brynjólfur áður, með- an hann var og hét og réði mestu í flokknum. Síðan var embættið lagt niður, en var nú endurreist. Einar Olgeirsson var kjör- inn formaður flokksins, en mar.gir andstæðingar hans hafa nú náð áhrifamikl.um stöðum í flokknum, svo að hann á nú undir högg að sækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.