Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. nóv. 1962 MORGVNBLÁÐIÐ U Fyrsta hús Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar Lækjartorg. Þetta hús var lengi kennt við Eymundsson og stend- ur enn. HúsiS er meira en 100 ára, byggt 1852 af dönskum kaup manni, C. P. Knudtzon. Síðar bjó þar Ólafur Pálsson, dóm- kirkjuprestur, en þarna kom Sigfús fyrir ljósmyndastofu og bókaverzlun, stækkaði hósið, hækkaði og lengdi. Bókaútgáfu hóf hann árið 1886 og lagði áherzlu á útgáfu vandaðra bóka, sem höfðu ótví- rætt menningargildi. Einnig gaf hann út ýmsar fræðibækur, sem fluttu almenningi nytsaman fróð leik. Einnig lagði hann mikla á- herzlu á að greiða fyrir sölu er- lendra bóka og tímarita og loks rak hann prentsmiðju um skeið. Naut bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar fljótlega mikils Elzta bókaverzlun landgins, en jafnframt ein hin nýtízkulegasta ELZTA bókaverzlun landsins og jafnframt eitt elzta fyrirtæki höfuðborgarinnar er 90 ára í dag. Þetta er bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. Verzlunin hefur frá öndverðu verið til húsa í hjarta höfuðstaðarins, gegnt mikilvægu hlutverki í ís- lenzku menningar- og mennta- lífi — og sjálfsagt eru þeir Reyk- víkingar fáir, sem ekki hafa átt meiri eða minni viðskipti við þetta rótgróna og virta fyrir- tæki. Stofnandi verzlunarinnar var Sigfús Eymundsson, fjölhæfur og hugkvæmur framkvæmdamað- ur, sem lagði gjörva hönd á margt. Hann fæddist árið 1837, sigldi tvítugur tdl Hafnar og lauk þar bókbandsnámi tveimur árum síðar. Starfaði hann þar í iðn sinni næstu tvö árin, en lærði jafnframt ljósmyndun — og stundaði hvort tveggja fyrst í stað, eftir að hann kom heim ár- ið 1866. Síðar sneri hann sér að verzl- un og rak víðtæk viðskipti, var m. a. verzlunarstjóri fyrir norsk- íslenzku verzluninni, sem m. a. kom á föstum gufuskipaferðum milli íslands og Noregs á sínum tíma. Hann gerðist og umboðs- maður skipafélaganna, sem fiuttu Vesturheimsfarana héð- an. Þessir mannflutningar voru síður en svo vinsælir með þjóð- inni, en til marks um það hve mikillar virðingar og trausts Sigfús Eymundsson naut má geta þess, að ekki hlaut hann óvinsældir fyrir. Það var fá- tæktin, sem rak íslendingana vestur um haf, þeir voru hjálp- ar þurfi. Og þá var betra, að jafngrandvar maður og Sigfús tæki að sér að veita fyrirgreiðsl- una en að hún lenti í höndum einhverra annarra. Sigfús lét af störfum hjá norsk-ísleiizka félaginu árið 1871 og stofnaði bókaverzlunina ári síðar, fyrst í stað í smáum stíl svo sem eðlilegt er. En fyrir- tækinu óx jafnt og þétt fiskur um hrygg, þegar fram liðu stundir. Fyrsta blaðaauglýsingin frá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar birtist þann 3. janúar 1873. Samkvæmt henni hafði hann þá á boðstólum m. a. ljóð- mæli Kristjáns Jónssonar, fyrir 1 ríkisdal og 72 skildinga, en í gyltu bandi kostaði bókin 2 rík- isdali. Ennfremur hina vinsælu sögu Kristófers Hanssonar, „Pét- ur og Bergljót", sem Jón Ólafs- son þýddi. Sú kostaði 2 skild- inga, og „Þúsund og ein nótt“ í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar var þar auglýst, ennfrem- ur nokkrar bækur, sem Páll Sveinsson hafði gefið út, en hann gaf út talsvert af íslenzk- um bókum í Kaupmannahöfn á þessum árum. Nokkru eftir að Sigfús Ey- mundsson settist að í Reykjavík keypti hann húsið nyrzt við Lækjargötu, á horninu við trausts og virðingar í bænum. Undir lok fyrsta tugs þessarar aldar skipti verzlunin og forlagið um eigendur. Pétur heitinn Hall- dórsson ákvað að hverfa heim frá lögfræðinámi í Kaupmanna- höfn og kaupa fyrirtæki — og tók hann við því 1. jan. árið 1909. Fétur rak verzlunina og ekki síður útgáfuna af miklum myndarskap. Hann horfði ekki í kostnað, þegar um var að ræða að koma út bókum, sem hann taldi þarfar þjóðmenningimni í landinu. Hann gaf t. d. út hin stórmerku vísindarit Bjarna Sæmundssonar, þýzk-íslenzku orðabók Jóns ófeigssonar og hið vinsæla lesarkasafn. Og kennslu- bækur, allt frá stafrófskverum til efnismikilla rita fyrir há- skólastúdenta. Er Pétur tók við borgarstjóra- störfum árið 1935 tók Björn son- ur hans við fyrirtækinu og rak það um árabil. Erfingjar Péturs breyttu fyrirtækinu í hlutafé- lag árið 1951, en um áramótin 1958—59 keypti Almenna bóka- félagið þetta rótgróna fyrirtæki og hefur rekið síðan. Það var ekki fyrr en 1920 að verzlunin flutti úr hornhúsinu við Lækjartorg. Þá keypti Pétur Halldórsson gamalt steinhús að Austurstræti 18, er Sverrir Run- ólfsson, steinsmiður, hafði byggt. Pétur breytti húsinu og gerði þar nýtízkulega bókabúð á þeirra tíma mælikvarða. Þegar Almenna bókafélagið keypti fyrirtækið festu Stuðlar h.f., styrktarfélag Almenna bóka- félagsins, kaup á hluta lóðarinn- Framh. á bls. 23. Nuverandi húsakynni bókaverzlunarinnar JK-HÚSGÖGN Heildsölubir gðir: ÁSBJÖRN ÓLAFSSON Grettisgötu 2. — Sími 24440. ITÆKKANLEG BORÐ eldhús og borðkróka. MYNZTRUÐ EINLIT BORÐ J K eru alltaf fyrstir með nýjungar 4 tegundir stóla einnig stólkollar allir stól- og borðfætur með liðamóta- hosum ★— Framleiðandi: Járnsmiðja Kópavogis. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 90 ára í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.