Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 29. nóv. 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 23 Hermönnum fjölgad i Indverja verður tvær milljónir Áfengi íeyft á ný sumsstaðar í Indlandi, til að afla ríkinu tekna til hernaðarútgjalda Nýja-DeKli, 28. nóvember. TILKYNNT var í Nýju- Dehli í dag, að Indverjar myndu nú f jölga í her sínum. Mun ætlunin, að kveðja til þjónustu um hálfa aðra milljón manna, þannig, að alls verði þá um tvær millj. manna undir vopnum. Gert er ráð fyrir, að um helming- ur þess hers verði þjálfaður og vopnbúinn þannig, að hægt verði að senda hermenn ina hvert á land sem er, fyr- irvaralítið. Þá munu Indverjar fá auk- inn vopnabúnað frá Bret- landi og Bandaríkjunum, en aðstoðarsendinefndir frá báð- um þessum löndum hafa átt viðræður við Nehru og aðra ráðamenn undanfama daga. Segir, að nefndarmenn geri sér nú fulla grein fyrir þvi, hve alvarlegt ástandið er í Indlandi. • t>á er til marks haft, að í ■ Athugasemd Framhald aif bls. 6. S.l. fjögur ár hefur ekkerí sement verið flutt til landsins Og er því ekki hægt að vitna ti-1 ákveðins verðs, þegar slíkur saimanburður er gerður, sem hér er um að ræða. Sama máli gegn- ir um stjórn Sementsverksmiðju ríkisins, hún hefur ekki haft við verð á innfluttu sementi að styðj ast, þegar þurft hefur að ákveða verðið á hinni innlendu fram- feiðslu, en verðlagningu þess hefur hún leitazt við að haga þannig, að hvarvetna á landinu væri verð á hinu innlenda sem- enti lítið eitt lægra en verð á lnnfluttu sementi myndi vera, ef inn væri flutt. Við verðla-gn- ingu sína hefur hún því stuðzt við verðútreikninga Hagstofu ís- lands hverju sinni og ákveðið verðið ævinlega nokkru lægra en útreikningarnir sýndu. Nú vill svo vel til að eigl þarf að styðjast við þessa verð- útreikninga Hagistofu íslands, því að á s.l. vori, nánar tiltekið í marz, var sement boðið út á Alþjóðavettvangi til framkvæmda Við hitaveituna í Reykjavík. Bjóð' endur gera að sjálfsögðu ráð íyrir, að þeir þurfi að standa Við tilboð sín, ef til kastanna fcemur, og fæst með þeim hætti ólíkt traustari grundvöllur að Standa á en með verðútreikning um, sem gerðir eru til birtingar í blaðagrein. Lægtsta tilboð, sem Innkaupa- stofnun Reykjavlkur barst í sem ent til þessara framkvæmda var ■h. 153/— c & f Reykjavík. Sé þetta verð lagt til grundvallar í útreikningum greinarhöfundar — og væri þó við suma liði þess- ara útreikninga ýmislegt að. at- huga — myndi útsöluverð þessa ■ements verða kr. 1502,57 pr. t. tneð söluskatti, og ber þessum tölum harla vel saman við verð- útreikninga Hagstofu íslands. Reykjavík, 28. nóvember 1962. FJi. Sementsverksmiðju ríkisins. Ásgeir Pétursson. Jón E. Vestdal. HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4. Sími 19333. stærstu héruðum Indlands sé nú verið að leyfa sölu áfengis á nýjan leik, til að afla fjár í ríkis- sjóðinn, vegna aukinna hernað- arútgjalda. — Það var stefna Ghandis, eins og kunnugt er, að banna alla sölu áfengra drykkja landinu, og hefur því banni verið framfylgt að miklu leyti. í Uttar Pradesh, einu stærsta héraðinu, hefur þegar verið sam þykkt að leyfa sölu áfengis. Formenn aðstoðarsendinefnd anna tveggja, Bretinn Duncan Sandys og Bandaríkjamaðurinn Averill Harriman, eru nú farnir til Pakistan til viðræðna við ráðamenn þar. Mun Sandys hafa rætt við Ayub Khan, forseta í dag, og Harriman mun eiga við hann viðræður á morgun. Mun það ætlun þeirra, að reyna að sannfæra leiðtoga Pakistan um, að þeim stafi ekki hætta af vopnasendingum Breta og Banda ríkjamanna til Indlands. í viðtali við fréttarnenn, sagði Harriman, að þess yrði gætt, að hafa engin áhrif á innanríkismál Pakistan. • Þá var samþykkt sérstök lög gjöf á þingi Indlands í dag. — Samkvæmt henni er stjórninni veitt mjög víðtækt vald til þess að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir, svo lengi sem styrjaldar- ástandið stendur yfir. Viðbrögð kínverskra kommún ista í dag eru mjög á þann veg, að Bandaríkjunum megi nú um kenna, að ekki hafi enn verið svarað vopnahléstillögum Kín- verja. Eru Bandaríkjamenn sak- aðir um að vilja koma af stað stórstyrjöld í Asíu, þar sem eitt Asíuland berjist gegn öðru, en slíkt telja Kínverjar vera mjög þágu "^heimsvaldastefnu" Bandarikj anna. Kom þetta fram í ummælum Chen-yi, utanríkisráðherra Kín- verja. Chou En lai, forsætisráð- herra Kína, sagði, er haldin var veizla í albanska sendiráðinu í Peking í dag, að hann hefði nýja orðsendingu til Nehrus, forsætis- ráðherra, en ekki kvaðst hann mundi senda hana í dag, þar eð hann hefði ekki tíma til þess. Hlýddu margir fréttamenn á mál hans. Albanir minnast þess í dag, að 18 ár eru liðin frá því landið fékk frelsi eftir síðari heims- styrjöldina. — Demokratar Framhald af bls. 1. aftur við því embætti, hann kysi að halda áfram að gegna formennsku þingflokks Kristi- legra demókrata. Orðrómur hefur gengið um það í Bonn í dag, að Adenauer hafi boðið Strauss að taka við formennsku þingflokksins, og verði von Brentano þá boðin staða dómsmálaráðherra, eða ráðuneyti það, sem fara skal með sérstök málefni Evrópu, og í ráði mun að setja á stofn. Sagt er, að Strauss hafi í dag gefið flokki sínum skýringar á því, á hvern hátt hann var riðinn við Spiegel-málið. Útgefandi Spiegel var í dag fluttur úr fangelsinu í Hamborg til annars fangelsis í Koblenz. Þá var frá því skýrt í Bonn í dag, að Adenauer hefði mikinn hug á því að hitta de Gaulle, Frakklandsforseta, og Macmill- an, forsætisráðherra Bretlands, er þeir koma saman til fundar í París í desember. — Bókaverzlun Sigfúsar Framhald af bls. 11. ar Austurstræti 18 og reistu þar myndarlegt stórhýsi ásamt erf- ingjum Péturs Halldórssonar. Meðan á framkvæmdum stóð var bókaverzlunin til húsa í Aðal- stræti 6, en í nóvember 1960 flutti hún aftur á gamla stað- inn — og þá í glæsileg og ný- tízkuleg húsakynni, sem allir Reykvíkingar þekkja nú orðið. Eignarhluti Stuðla h.f. í ný- byggingunni er götuhæðin, sem bókaverzlunin er á, svo og bóka- geymslur. Hefur verzlunin því fengið aðstöðu til þess að gegna hlutverki sínu sem bezt verður kosið, þar er nú á boðstólum meira úrval innlendra og er- lendra bóka, tímarita og rit- fanga en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjóri er nú Bald- vin Tryggvason, en verzlunar- stjóri Björn Pétursson. Loftmynd af nokkrum rússneskum og póLskum togurum við, istrendur Normandy. IMýtt „þorskastríð 66 Nú eru Rússar aðalsökudólgarnir wm Allt að 400 skip á liflu svœði innan franskrar landhelgi ■ Fiskimenn krefjast 12 mílna landhelgi framvegis BANDARÍSKA stórblaðið „New York Herald Tri- bune“ birti í vikunni sem leið, frétt frá Boulogne í Frakklandi, þar sem segir, að síðustu atburðir undan ströndum Normandy minni mjög á „þorskastríðið“ fyr- ir ströndum íslands. Frakkar hafa undanfama daga haft þrjú herskip á siglingu fyrir ströndum Normandy, til að hindra erlend fiskiskip í því að veiða síld innan þriggja mílna landhelginnar. Franskir fiskimenn hafa lýst yfir andúð sinni á ágengni erlendra fiskiskipa. Sl. föstudag komu um 60 tog- arar, franskir, aflalausir ti'l hafnar. Segja fiskimennirnir, að um 400 erlend fiskiskip, aðallega rússnesk, þótt þar á meðal hafi einnig verið brezk, þýzk og hollenzk skip, hafi öll verið á svæði, innan land- helginnar, sem er aðeins átta mílna langt og tveggja mílna 'breitt. Fiskimennirnir segja í yfir- lýsingu sinni, að þessi erlendu skip hafi þurrausið sjóinn á þessum slóðum af síld. Er þess krafizt, að landhelgin verði færð í 12 mílur. Viðbrögð opinberra aðila í Frakklandi voru þau, að þeg- ar voru send á vettvang 3 herskip, frá 360 tonnum í 1300 tonn að stærð, til að „verja“ frönsku fiskiskipin fyrir ágengni þeirra erlendu. Ekkert hefur enn komið fram, sem bendir til, hver verða viðbrögð stjórnarvaldanna við kröfunni um 12 mílna land- helgina. Svo mikil varð illska frönsku fiskimannanna, að þeir hafa hótað að fara um borð í erlendu fiskiskipin, sem framvegis fremji landiheligis- brot. Sérstakar áhyggjur hafa þeir af ágengni Rússa enda eru skip þeirra langsamlega flest. Segja fiskimennirnir, að þeir séu með „síldarstuldin- um“ að reyna að bæta upp það, sem aflaga fer í land- búnaðarmálum heima fyrir. Kínverjar gagnrýna esm lausn Kúbudeilunnar — Tító birtir yfirlýsingu, þar sem hann for- dœmir afstöðu Kínverja til Júgóslavíu Belgrad, Varsjá, 28. nóvember — NTB. Á FUNDl pólska alþýðusam- bandsins, sem nú stemdur í Varsjá, réðist fulltrúi Kínverja, Kang Jun ho, mjög á stefnu Sovétríkjanna í Kúbumálinu. Þá var því opinberlega lýst yfir í Beigrad í dag, að kinversk ir ráðamemn hefðu móðgað Tító, Júgóslavíuforseta, mjög freklega. Var því lýst yfir jafnframt, að Kínverjar væru að grafa unda í framgangi kommúnismans á Balkanskaga. Kínverski fulltrúinn, sem tók í dag til máls á alþýðusambands fundinum í Varsjá, vék sérstak- lega að þeirri „fráleitu trú, sem lýsti sér í því, að menn leggðu trúnað á loforð Kennedys, Banda ríkjaforseta, um að ráðast ekki á Kúbu“. Ekki nefndi fulltrúinn Sovétríkin á nafn, en engum duldist, við hvern var átt. Var lýst yfir stuðningi við Castro, og því haldið fram, að ekki myndi nást friður á Karabiska hafinu, fyrr en gengið hefði verið að öllum kröfum Castros. Kínverjinn flutti pólsku þjóð- inni kveðjur Kínverja, og þakk- aði henni þann stuðning, sem hún hefði veitt Kínverjum í baráttunni gegn „heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna". I Varsjá undrast menn mjög, að ambassador Kínverja, sem kallaður var heim fyrir um það bil mánuði, hefur enn ekki snú- ið til baka. Telja vestrænir sendi menn þar, að hans muni senni- lega ekki von aftur. Það var íréttastofan Tanjug, sem birti tilkynningu ráðamanna Júgóslavíu. Þar var lýst mikilli andúð á því, sem kallað var „and-júgóslavnesk barátta Kí..- verja“. Voru kinverskir ráða- menn aakaðir um að hafa rakk- að niður stjórnmálastefnu Júgó- slavíu. Var vikið sérstaklega að þvi, hve illa Kínverjar hefðu brugð- izt við afstöðu Júgóslava til lausnar Kúbumálsins og átökun- um í Indilandi. Röskan ungling eða krakka vantar nú þegar, til að bera Morgunblaðið til kaupenda þess við FJÓLUGÖTUNA. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.