Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 20
20
MORGXJTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. nóv. 1962
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov d
Svo sneri hún sér á pinna-
hælnum og stikaði út af fund-
inum, en G-reene brokkaði út á
eftir henni. Enn einu sinni fann
hún, að hún þurfti að berjast
við fjandsamlegan heim. En
hversvegna voru allir andsnúnir
henni nú? Hún vissi ekki, að
fjandskapur gegn mistökum er
ekkert á móti fjandskapnum
gegn velgengninni. í samkeppnis-
þjóðfélagi er það hættulegt að
láta sér ganga vel.
En nú varð ekki snúið við.
Hún varð að sanna sig upp aft-
ur Hún var í leikaraskólanum
heilt ár, án þess að mæla orð
frá vörum. Þá var það einn morg
un, að þær Maureen Stapleton
CHEF
emmmmé
CHEF
envwood
CHEF
K
frá Jfeklu
Austurstræti 14 Sími 11687
Sendum hvert á land sem er
Góðir greiðsluskilmálar
GHEF
fóru með upphafsatriðið úr
„Anna Christie“. Nokkru seinna
fór hún með ástaratriðið á garð-
bekknum úr „Golden Boy‘. í
bæði skiptin létu þeir atvinnu-
leikarar, sem á horfðu, það álit
sitt í ljós, að leikur hennar hefði
verið dásamlegur — aðdáanlegur
— innilegur — raunsannur — og
fleira þessháttar. Daginn áður
en hún átti að leika atriðið, sem
þær ungfrú Stapleton höfðu ver-
ið að hafa einkaæfingar á,
hringdi hún í hana Og sagði:
„Maureen, ég held við ættum
ekki að hafa neina æfingu á
morgun. Ég heyri, að einhver
ætli að leika mjög eftirtektar-
vert atriði í skólanum á morgun,
og ég vil ekki missa af því“.
„Já, en, Marilyn, svaraði ung-
frú Stapleton, „Þetta er einmitt
atriði okikar úr „Anna Ohristie“.
„Eigum við að leika það á
morgun? Guð minn góður — ég
hélt, að það vaeri á föstudaginn
kemur!“
Einnig átti hún viðræður við
Joshua Logan um skilninginn á
Oherie í „Bus Stop“. Pyrir áeggj-
an Greenes hafði hún beðið um
Logan fyrir leikstjóra.
Logan, sem hafði þegar gert
ágæta CinemaScope-útgáfu af
„Picnic" var tilvalinn leikstjóri
bæði fyrir þessa mynd og fyrir
Monroe. Þó ekki væri annað, þá
hafði hann sömu aðferðir og
Stanislavsky; svö var hann vin-
ur Strasbergs og hafði gott álit
á leikskólanum. Logan er eini
leikhúss-leikstjóri í Ameríku,
sem hafði lært hjá Stanislavsky
sjálfum. Árið 1931, þegar Logan
var aðeins 23 ára gamall, hafði
hann verið heilt ár í Moskvu, og
hafði horft á Stanislavsky stjórna
„Gullhananum". Og hann fór oft
til meistarans í einkakennslu í
leikstjórn. Af Stanislavsky hafði
Logan lært óendanlega þolin-
mæði. (Stanislavsky æfði hvert
leikrit í minnst sex mánuði).
Hann lærði að treysta hugboð-
um leikarans og að bíða þangað
til tilfinningar hans brutust fram
á einmitt réttu stundinni. Ekki þó
svo að skilja, að Logan afneitaði
utanaðkomandi stjórn á leikar-
anum, enda trúir enginn góður
leikstjóri á að láta allt koma af
sjálfu sér. Fremur var það svo,
að bendingar Logans gátu kömið
skipulagi á aðferð Marilynar til
að skapa persónur. Aftux á móti
hafði Olivier, að dæmi annarra
enskra leikstjóra, æft sig í því
að hafa stjórn á tilfinningunum,
og láta þær þjóna listrænum til-
gangi hans, og hann hafði engin
tök á Monroe. Eftir reynslu sína
af henni, kallaði hann hana
„atvinnu-viðvaning“.
En í augum Logans er.Marilyn
„eins nærri því að vera snilling-
ur og nokkur leikkona, sem ég
hef nokkurntíma þekkt. Hún er
listamaður ofan við alla list. Hún
hefur þessa ómælandi dulúð, sem
Garbo hefur“. Einu sinni talaði
hann við mig um hina ágætu
persónusköpun he.nar í „Bus
Stop“.
Hann sagði við mig: „Marilyn
hafði réttan grundvallarskilning
á því, hverjum tökum ætti að
taka Oherie. Hvaða þátt ég átti?
Jú, ég hjálpaði til að koma því á
mynd. Og þetta var ekki ein-
vörðungu persónan Cherie — til-
finning hennar gagnvart öllum
leiknum kom okkur öllum hinum
í samræmi. Hún hressti okkur öll
við. Til dæmis má nefna, að
GeOrge Axelrod gat komið af
fpndi og sagzt verða að breyta
þessu eða ninu atriði til þess að
koma að setningum, sem Marilyn
hafði af tilviljun notað í umtali
sínu um kafla úr myndinni, eða
þá ég sjálfur fékk nýjar hug-
myndir út frá einhverju, sem
hún hafði gert ósjálfrátt.
„Allt frá fyrstu byrjun hafði
hún hugsað sér að leika Cherie
á þessum viðkvæmu takmörkum,
sem liggja milli gamanleiks og
sorgarleiks. Þetta er eitt af því,
sem erfiðast er fyrir leikara að
gera, svo að í lagi sé, og mjög
fáar kvikmyndastjörnur geta
það. Chaplin getur það, Og Garbo
stundum, í Camille og Ninotchika.
Og ég held, að Marilyn hafi
nokkuð frá þessum báðum. Hún
er ósviknasta og raunverulegasta
leikkona í kvikmynd síðan Garbo
hætti. Monroe er hreinn kvik-
myndaleikur. Það þarf ekki ann-
að en horfa á hana. í hvaða
mynd sem er. Hve sjaldan hún
þarf að nota orð. Hve mikið hún
getur gert með augunum, vör-
unum, örlitlum, næstum ósjálf-
ráðum, hreyfingum. Vitanlega
var fyrsta lýsingin á ómenntuðu
stelpunni, með krakkamálróm-
inn, sem heldur, að hún ætli að
verða eitthvað ósköp mikið í
Hollywood, í upphaflega leikrit-
inu eftir Bill Inge og eins í fram'-
setningu Kim StanJey í leikhús-
inu. En Marilyn bætti sínum eig-
in líkama við þessa mynd og
gerði hversdagsleik, innileik og
heiðarleik stúlkunnar svo eðlilegt
og trúverðugt. Ef til vill hefur
■það verið vegna þess, að Bus
Stop var, sálrænt séð, hennar
eigin ævisaga — en hvað sem því
öllu líður, þá hafði hún þau á-
hrif á okkur öll hin, að við
leystum okkar hlutverk betur af
hendi, en ella hefði verið“.
Áður en Logan hitti Monroe
fyrst, fannst honum rétt að fá
allar nauðsynlegar upplýsingar
hjá Strasberg. Og hann varð al-
veg steinhissa á hrifningu Stras-
bergs sem vissi vel, að þarna var
— Þetta er svindl, mamma. Það er engin rigning.
við mann að eiga, sem lét ekki
blekkjast af bellibrögðum leik-
ara. Var það hugsanlegt, að
Monroe væri eins mikil leikkona
og Lee sagði? Strasberg ráð-
lagði honum að losa sig við allar
hugmyndir sem hann kynni að
hafa fengið um hana, fyrir til-
verknað auiglýsinga.
„Hún er leikkona og það mikil
leikkona", sagði hann við Logan.
Þeir leikararnir, sem mest bar á
í leikskólanum, vöru Monroe og
Marlon Brando" En þér verður
vandi á höndum, Josh. Hún er
skelfd mannvera. Hana skortir
öryggi. En sá vandi hverfur fyrir
öllu því fagra, sem hún getur
gefið þér“.
Logan gat vel skilið þetta um
óttann, því við hann hafði hann
sjálfur orðið að berjast alla ævi,
og stundum lotið í lægra haldi og
orðið að fara í sjúkrahús. „Hver
sá, sem nokkurs er virði á leik-
sviði, er öryggislaus og hrædd-
ur“, segir Logan. Hann fékk sam-
úð með Marilyn Og það fann hún
Og treysti honum því fyllilega.
Bæði sökum þess arna og svo
(hins, að hann var tiltölulega ó-
vanur kvikmyndaleik, brá Logan
oft út af föstum venjum um upp-
tökuna. Hann gerði tilraun með
hana, sem reyndist heppileg til
þess ,að fá fram allar þær til-
finningar, sem hún átti til. Hann
lofaði ímyndunarafli hennar að
sleppa sér lausu, án tillits til
tíma og langrar kvikmynda
ræmu. sem fór í súginn, og ár-
anurinn af þessu varð óhugnan-
legt sambland af sálrænum raun-
veruleik, sem Marilyn hafði
aldrei fyrr náð í kvikmynd.
Hún var einbeitt í því að
sanna, að hún hefði haft á réttu
að standa um leikgáfu sína.
Aldrei hafði hún unnið af ann-
arri eins alvöru og köstgæfni.
í 16 mánuði hafði hún ekki
staðið andspænis myndavél. Og
hún var tekin að eldast. Hún
hafði sárlega orðið vör aldurs
sins, þegar hún tók að nálgast
þessa alvarlegu markalínu í lífi
konu, sem þrítugsaldurinn er —
þegar konan finnur, að nú fer
hún að verða miðaldra. Það er
erfiður tími hverri konu. Og fyr-
* * *
^ SAGA BERLINAR ^
* * *
Vorið 1953 versnaði ástandið í A.-
Þýzkalandi. Bændurnir gátu ekki
framleitt upp í kvótann, matarbúð-
ir voru svo til tómar og verðlag
hækkaði. Þá tilkynnti Ulbricht
hækkun vinnukvótans, sem þýddi
minni yfirvinnu og þess vegna lægri
laun. Verkamenn mótmæltu og
kröfðust lækkunar vinnukvótans.
Verkamenn þeir, sem útvaldir
höfðu verið til bygginganna í Stalín
Allée, efndu íil kröfugöngu. Morg-
uninn 16. júní 1953, lögðu verkmenn-
irnir í stórhýsi númer 40 við Stalín
Allée niður vinnu. Þeir gengu í
fylkingu með kröfuspjöld áleiðis til
opinberra skrifstofa, til þess að mót-
mæla nýja kvótanum. Þetta var ekki
hugsað sem uppreisn, en varð þó
undanfari mótmælaaðgerða gegn
kommúnismanum.
ir leikkonu — einkanlega Holly-
wood-leikkonu — er það hrein-
asti hryllingur. Hún lifir í þann-
ig ástandi, að hún metur æskuna
heimskulega mikils. Hún er að
keppa við tvítugar smástjörnur,
sem eru ferskar, fastholda, heil-
brigðar og iðandi af metorða-
girnd.
alltltvarpiö
Fimmtudagur 29. nóvember
8. OOMo r gunút v a rp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Á frívaktinni": sjómannaþáttuf
(Sigríður Hagalín).
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig-*
ríður Thorlacius).
16.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í frönsku og
þýzku.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða
Ragnarsdóttir).
18.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Úr ríki Ránar: Ingvar Hallgríms
son magister talar um átuna i
sjónum.
20.25 Tónleikar: Svíta yfir kínverskt
stef op. 138 eftir Sergj Vasil-
énko.
20.40 íslenzkt tónlistarkvöld: Minnzt
150 ára afmælis Péturs Guðjohn-
sens organleikara og tónskálds*
Dr. Hallgrímur Helgason flytur
erindi; Dómkórinn og dr. Páll ís-
ólfsson flytja sálmalög eftir Pét
ur Guðjohnsen og lag, er Sigfús
Einarsson samdi til heiðurs hon-
um.
21.15 Á Ströndum: Dagskrá úr sumar-
ferð Stefáns Jónssonar og Jóns
Sigurbjörnssonar síðari hluti.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Saga Rotschild-ættarinnar eftir
Frederick Morton; X. (HerSteinn
Pálsson ritstjóri).
22.30 Djassþáttur (Jón Múli Áma-
son).
23.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 30. nóvember
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna“: Tónleikar.
14.40 „Við sem heima sitjum“: Svan-
dls Jónsdóttir les úr endurminn
ingum tízkudrottningarinnar
Schiaarelli (14).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í ©speranto
og spænsku.
18.00 „I>eir gerðu garðinn frægan**
Guðmundur M. Þorláksson tal-
ar um Lárentínus Hólabi&kup
Kálfsson.
18.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Leikhúspistill: Sveinn Einarsson
ræðir við Indriða Waage.
20.25 Tónieikar: Aría fyrir sópran,
flautu og hljómsveit eftir Hánd-
el.
20.35 í ljóði; — þáttur í umsjá Bal<|-
urs Pálmasonar. Bríet Héðins-
dóttir les ljóð e/tir Huldu, —»
og Egill Jónsson Ijóð eftir Hann-
es Sigfússon.
20.55 Tónleikar: Píanósónata í Fíb*
dúr eftir Ravel. (José Iturbi
leikur).
21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Ttx*
Björnsson listfr. velur efnið.
21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull“ eft-
ir Thomas Mann; X. (Kristján
,Árnason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson).
22.40 Á síðkvöldi (Björgvin Guðmunds
son og Tómas Karlsson).
22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón-
Hfit. a) Franco Corelii syngur
ítölsk lög. b) Sinfóníuhljóm-
sveitin í Minneapolis leikur slav
neska dansa op. 48 nr. 4-8 eftir
Dovrák; Antal Dorati stjórnar.
23.25 Dagskrárlok.