Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 8
8 MORCVNfíLAÐÍÐ Fimmíudagur 29. nóv. 1962 Verkamenn fái hlut- deild í stjórn fyrirtækja Frá umræðum á Alþíngi: Vegagerð á Vestfjörðum, forn- leifarannsóknir í Reykholti o. fl. Á FUNDI sameinaðs þings í gær voru ræddar þingsályktunartil- lögur um vegagerð á Vestfjörð- um, um fiskiðnskóla, um geð- veikralög, um launabætur af ágóða atvinnufyrirtækja, um vinnslu grasmjöls á Skagaströnd Og heyverkuniarmál. Vegagerð á \ estf jörðum. Gísli Jónsson (S) gerði grein fyrir tillögu til þingsályktunar um vegagerð á Vestfjörðum, sem hann ásamt Sigurði Bjarna Syni, Birgi Finnssyni og Kjart- ani J. Jóhannssyni er fflutnings- maður að. Tillagan er á þá leið, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að fela vegamála- stjóra að láta gera áætlun um vegagerð á Vestfjörðum, er stefni að því takmarki, að lok ið verði á sem stytztum tima öllum aðalveg- um um þennan landsihluta og tryggt öruggt akvegasamband milli byggðarlaga hans megin- hluta árs hvers. Sagði hann að á Vestfjörðum hefði á mjög skömmum tíma fækkað um 2500 manns, eða 20%, og væru meginorsakirnar lélegt akvegasamband, stopular strandferðir og, nú síðast, niður- felling flugsamgangna. Á hinn bóginn framleiddu Vest firðingar 2.5 sinnum meira til útflutnings á hvern íbúa en gert er á öllu landinu. Ekiki væri á nokkurn hátt forsvaran'legt að miða að því að leggja þetta byggðarlag í eyði. Fornleifarannsóknir í Reykholti. Benedikt Gröndal (A) mælti fyrir tillögu sinni um að skora á ríkisstjórnina að hraða undir- búningi næstu byggingarfram- kvæmda við Reykholtsskóla og staðsetja þær þannig, að sem fyrst verði auðið að ljúka forn- leifarannsóknum á staðnum, en þessi verkefni kvað hann blasa við á þessum einum hinum mesta sögustað þjóðarinnar, Reykholti í Borgarfirði. Þessi verkefni kynnu að virð- ast óskyld, en við nánari athug un kemur í ljós, að órjúfandi samhengi er þeirra á milli. Reykholtsskódi hefur íþrótta- hús, er reist var sem algjör bráðabirgðabygging fyrir röskum þrem áratugum. Er skólanum því brýn þörf á nýju íþróttahúsi, en jafnframt vanhagar hann um rúmbetri heimavist, smíðahús o. fl. Hið gamla íþróttahús stendur einmitt þar, sem göng Snorra lágu frá bæ hans til laugarinn- ar. Þess vegna hefur ekki verið unnt að ljúka uppgreftri á þess um merkilegu göngum, en fræði mönnum og leikmönnum er mikil forvitni að vita, hvað í Ijós kemur, þegar unnt verður að ljúka þeim greftri og komið verður að sjálfum bæjarrústun- um. En til að unnt verði að hefj- ast handa, verður að byrja á að fjarlægja hið gamla íþróttaihús. Nauðsynlegt er því að vinna bráðan bug að því að reisa nýtt íþróttahús. Fiskiðniskóli. Jón Skaftason (F) gerði grein fyrir þingsályktunartillögu um, að ríkisstjórnin beiti sér hið fyrsta fyrir setningu löggjafar um fiskiðnskóla, er ætlað sé það hlutrverk að búa menn undir fisk matsstörf, verkstjórn, kennslu og leiðbeiningarstarf í fiskiðnaði. En þó haldin hafi verið náms- skeið um fiskmat, ná þau of skammt, þótt þau hafi örðið til mikils gagns. Fiskiðnaðurinn og fiskmatið þarfnast sérstaks skóla, og sýnist ekki óeðlilegt, að starfræksla hans sé að mestu eða öllu leyti á vegum ríkisins. Geðveikralög. Alfreð Gíslason (K) gerði grein fyrir tillögu sinni um að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd ti/1 að undirbúa frumvarp til geðveikralaga og láta leggja slíkt frumvarp fyrir næsta þing. Tillaga efnislega samhljóða þess- ari hafi verið flutt í fyrra, en þá ekki unnizt tími til að af- greiða hana, þar sem svo skammt var til þingloka. Kvað hann geð- veikralög misjafnlega víðtæk í hinum ýmsu löndum, en sameig- inlegt þeim öllum ákvæði varð- andi sjúklinga, sem geðveikir eru í þröngri merkingu þess orðs, en slík ákvæði vantaði tilfinn- anlega hér, og hefði sá skortur einatt valdið sjúklingum tjóni og venzlafólki þeirra og læknum ýmiss konar vandræðum. Bjarni Benediktsson (S), ráð- herra, kvaddi sér næstur máls og sagðist hafa falið landlækni árið 1960 að safna gögnum um þetta mál með slíka reglugerð í huga, Og síðan hefði verið unnið að málinu. Hins vegar hefðu enn ekki verið mótaðar fastar tillögur, vegna þess að afgreiðsla lyfsölulöggjafar og frumvarps um áfengissjúklinga, sem bæði væru ekki síður nauðsynleg en þetta, hefðu verið látin ganga fyrir. Hey verk unarmál. Ágúst Þorvaldsson (F) mælti fyrir tillögu um að skipuð yrði 6 manna nefnd til þess að gera tillögur um ráðstafanir til þess að heyverkun bænda yrði sem tryggust og ódýrust. Frumvarp þetta var einnig flutt á síðasta þingi og var þá vísað til fjár- veitinganefndar, sem sendi það Búnaðarfélagi íslands til um- sagnar. Telja flutningsmenn að hægt sé að tryggja heyöflun bænda með því að súgþurrkun og vot- heysgeymslur komi á hvern bæ. Til þess hafa bændur ekki nóig fjármagn, en það mun kosta um 70.000 kr. Miðar ti/llagan að því að skipuð sé 6 manna nefnd sem geri tillögur með sérstöku tilliti til þess að hækka ríkisframlag til lánveitinga og styrkja til bænda, sem eru að koma sér upp súgþurrkunarkerfi. Ingólfur Jónsson (S), ráðherra, sagði, að ástæðan fyrir því, að súgþurrkun sé þó ekki algengari, sé að nokkru leyti fjármagns- skortur. Hins vegar kvaðst han^ efast um að nokkur bót væri að skipa nefnd í þessu máli, því engin ástæða væri til að ætla að hún yrði til frekari hvatn- ingar í þessu máli en Stéttar- samband bænda og Búnaðarfélag íslands. Nú stendur yfir endurskoðun á jarðræktarlög unum, og er þá ekki úr vegi að þau verði ein- mitt endurskoð- uð með tilliti til þessa. Málið væri reyndar komið á nokk- urn rekspöl, þó ekki væri það nóg, m.a væri farið að veita lán og styrki út á súgþurrkunartæki, þótt hundraðstalan miðað við kostnað sé enn lá, og e..nfrem- ur er í athugun lækkun á raf- magni til súgþurrkunar. Það er því þrennt, sem sjálf- sagt er að gera í þessu rnáli: að veita háa styrki ti/1 kaupa á súgþurrkunartækjum, að veita 'hagkvæm lán til þeirra og í 'þriðja lagi að lækka rafmagn, sem notað væri til súgþurrkun- ar. Ágúst Þorvaldsson (F) tók síðan aftur til máls, og sagðist ekki sjá að það sakaði neitt að skipa nefnd til stuðnings málinu. Launabætur af ágóða atvinnufyrirtækja. Jón Þorsteinsson (A) gerði grein fyrir þingsályktunartillögu sinni um að skora á ríkisstjórn- ina að láta athuga, hvort fært sé að setja löggjöf, er geri at- vinnufyrirtækjum, sem rekin eru með hagnaði, skylt að verja hluta af ágóða sínum til launa- uppbóta handa verkamönnum, öðru starfsfólki, sem vinnur í þjónustu þeirra. En hlutdeild starfsfólksins í rekstrarhagnaði atvinnufyrir- tækjanna væri spor í þá átt að finna rétblátan launagrundvöll án vinnudeilna og verkfalla og þeirra fórna, sem af þeim leiðir. Slíku fyrir- komulagi mundi fylgja nánara samstarf vinnuveitenda og verka fóllks. Starfsfólk atvinnufyrir- tækjanna mundi með þessa hagn aðarvon fyrir augum leggja sig fram um að bæta úr ágöllum í rekstrinum og benda á leiðir til að koma fyrirtækjunum á sem hagkvæmastan rekstrargrund- völl. Af þessu leiddi væntanlega, að verkafólk fengi íhlutunarrétt um stjórn og rekstur þess fyrir- tækis, sem það starfaði hjá, en það ætti að geta orðið öllum aðilum til góðs. Vinnsla grasmjöls á Skagaströnd. Þá gerði Jón Þorsteinsson og grein fyrir tillögu sinni um, að athugað yrði, hvort hagkvæmt sé að vinna grasmjöl í síldarverk- smiðju rikisins á Skagaströnd. Á FUNDI Sameimaðs þings í gær gerði Magnús Jónsson grein fyrir þingsályktunartillögu um hlut- deildar- og arðskiptifyrirkomu- lag, en flutningsmenn tillögunm- ar eru auk Magnúsar, Sigurður Bjarnason og Matthías Á. Mathiesent. Verkamenn fái hluta af arðin/um. Magnús Jónsson (S) geiði grein fyrir þingsályktunartillögu þriggja þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, á þá leið, að Alþingi feli ríkisstjórninni að láta rann- saka og gera tillögur um hvar og hverniig megi bezt koma á hlutdeildar- og arðskiptifyrir- komulagi í atvinnurekstri ís- lendinga og á hvern hátt þing og stjórn geti stuðlað að eflingu slíks fyrirkomulags. Tillaga þessa efnis hefur áður komið fram á þingi, var fyrst flutt efnislega 1937, og þá kosin milliþinganefnd, sem ekki starf- aði. Síðan hef- ur hún verið flutt nikkrum sinnum, en ekki hlotið lokaaf- greiðslu. Tillaga þessi miðar að því að sætta vinnuafl og fjármagn og köma á friði milli þeirra er stjórna atvinnu- tækjunum og hinna er vinna við þau. „Grundvallarsetningar þessa fyrirkomulags eru á þessa leið: 1. að verkamennirnir fái auk hinna föstu launa einhvern hluta í arðinum, 2. að þeim gefist kostur á að safna arðhluta sínum, eða einhverjum bluta hans, til þess með honum að eignast hluta í atvinnufyrirtækjunum, 3. að þeir fái hlutdeild í stjórn fyrirtækjanna, annað hvort með því að eignast hluta- En frá því sú verksmiðja var stofnsett, hefur hún aðeins brætt síld fáeina daga á ári hverju. Kunnugir menn telja mjög athugandi að láta vinna gras- mjöl í verksmiðjunni, enda muni það vera hægt án nokkurra telj andi breytinga á verksmiðjunni og án þess, að slík vinnsla þyrfti að trufla síldarbræðsluna. fé og verða á þann hátt að- njótandi réttinda venjulegra hlut hafa, eða með því að nefnd verkamanna hvers fyrirtækis hafi íhlutun um rekstur þess.“ \ Alfreð Gíslasor (K) tók næst- ur til máls og kvaðst ekki mundu andmæla frumvarpinu, og að hann mundi styðja það, en innti framsögumann eftir því, hvern- ig þetta hefði gefizt úti. Magnús Jónsson (S) svaraði Alfreð og kvað sér þykja það ósköp eðlilegt, að innt væri eftir hvernig þetta hefði reynzt er- lendis. Hann hafði hins vegar ekki við hendina skýrslu, sem til er um þetta mál, og þar sem skýrt er frá þeirri reynslu, sem af þessu hefur fengizt í hinum ýmsu löndum. Hann kivaðst ekki hafa neina tröllatrú á nokkurri allsherjar- lausn í þessu máli, heldur væri hér um að ræða tilraun, sem sjálfsagt væri að athuga hvort ekki hentaði hér. Hér væri um að ræða leið, sem ásamt öðrum leiðum kynni að vera leið að því marki að uppræta þá alvarlegu tortryggni, sem vissulega er til staðar milli viðkomandi aðilau Hver ók á telpu á Cnoðarvogi? SÍÐDEGIS í fyrradag var dökk- grænum Skoda stationbíl, árgerð 1957, ekið á telpu móts við hliðið á bílastæði við Gnoðarvog 16. Felldi bíllinn barnið í götuna, en var síðan ekið á brott. Telpan vair borin inn til sín í næsta hús, og síðan leitað læknis. Var hún með kúlu á höfði og skrámuð. Síðar um kvöldið brá svo við að telpan missti meðvitund. Var hún þá flutt á Landakotsspítala, þar sem hún liggur nú, og er komin aftur til meðvitundar. Telpan heitir Helroa Jóhannes- dóttur, Gnoðarvogi 16, sex ára að aldri. Það eru vinsamleg tilmæli um- ferðardeildiar rannsóknarlögregl- unnar að ökumaður Skodabílsins gefi sig fram svo og önnur vitni, sem kunna að hafa verið að slys- inu. Nýkomið úrval af áhöldum úr ryðfríu stáli. PLÖTURNAR heimsþekktu í mörgum Iitum og mynstrum. Starfsstóllinn stillanlegur fyrir hvers manns kropp. Easylux-skápar í eldhúsin, af ýmsum stærðum. Þvegillinn með öruggum svömpum. Rullett . • ■ \«v með teak bökkum. heimiusboroio ALLT NYTSAMAR JÓLAGJAFIR Rúmgóð bílastæði við dyrnar. SIVIIÐJIJBIJÐIIM við Háteigsveg — Sími 10033. i 1 verkakönum óg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.