Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. nóv. 1962 Sjötugur í dag: Hafsteinn Bergþórs- son, framkv.stjóri HAFSTEINN Berg'þórsson, fram kvæmdastjóri er sjötugur í dag. Hafsteinn er af góðu bergi brotinn. Faðir hans, Bergþór f>or steinsson. var skútuskipstjóri og móðir hans, Helga Hafliðadóttir frá Gufunesi, var systir skip- stjóranna Hannesar og Pá'ls Haf- liðasona. Hafsteinn missti föður sinn 8 ára gamall. Hafsteinn stundaði verzlunar- störf í æsku og tók próf frá Verzlunarskóla íslands. Hugur Hafsteins hneigðist snemma að sjómennsku. Gerðist hann háseti á togurum og tók stýrimannapróf 1913. Varð síðar stýrimaður og skipstjóri á tog- urum um margra ára skeið. Síð- ar gerðist hann framkvæmda- stjóri og meðeigandi í útgerðar- félögum. Loks hefur hann verið framkvæmdastjóri Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur síðan 1950. Um sama leyti og Hafsteinn lauk stýrimannaprófi frá Stýri- mannaskúlanum árið 1913, tvítug ur að aldri, var verið að byrja á hafnargerð í Reykjavík. Vart mun þá þennan unga mann hafa órað fyrir þeim breyt ingum, sem þá fóru í hönd í bænum Og á hans eigin faögum. Við hafnargerðina í Reykja- vík gjörbreyttist aðstaða til tog- araútgerðar, millilandasiglinga Og verzlunar. Bætt aðstaða hefði þó hrokkið skammt, ef ekki hefði verið til með þjóðinni dugandi menn til þess að hagnýta hana, sér og þjóðinni til heilla. En þeir voru ti'l, sem bet- ur fór. Einn þeirra var Haf- steinn Bergþórsson. Á nokkrum áratugum hófst þjóðin úr sárustu fátækt til bjargálna og velmeg- unar fyrir störf sinna beztu sona og dætra. Hafsteinn hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Var lengi í stjórn skipstjóra og stýrimanna- félagsins öldunnar, í stjórnLands sambands islenzkra útvegs- manna, Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda, Sölusam- bands íslenzkra fiskframleið- enda, íslenzkrar endurtrygging- ar og er vara fiskimálastjóri. Um áratugi hefur hann átt sæti í haínarnefnd Reykjavíkur. Þá hefur hann verið í óteljandi samninganefndum um kaup og kjör sjómanna og verkafólks. Ennfremur verið í mörg kjörtíma bil varafulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur. Átt hefur hann sæti í sjódómi Reykjavíkur og verið prófdómari við Stýrimanna skólann í áratugi. Hafsteinn kann glögg skil á öllu er að sjávarútvegi lítur. Hann er ágætur reikningsmaður og svo fljótur að leysa vandasöm dæmi, að þar standa honum fáir á spörði. Hann er manna kátastur í hópi vina og kunn- ingja og kurteis og fágaður í framgöngu. Hafsteinn er maður höfðinglegur sýnum, tillögugóð- ur og góðgjarn, enda nýtur hann almenns strausts og vinsælda. Hafsteinn er kvæntur Magneu Jónsdóttur og eiga þau fjögur mannvænleg uppkomin börn, þrjá syni og eina dóttur. Heimili þeirra áð Marargötu 6 er annál- að fyrir gestrisni og myndar- skap. Þangað mun stefna góðhug ur margra samferðamannanna í dag. Sveinn Benediktsson. Hér mátti litlu niuna. — (Ljósm.: Mbl. Sv. Þormóðsson). Ste indór lílfja rteiniion áuthmi&nr S'iusturslr&li 20 I FYRRADAG mátti litlu muna, að slys yrði á mönnum á Keflavíkurveginum nýja við gatnamót hans. og Krýsuvíkur- vegar. Stór og þungur bíldreki af Mer cedies-Benz-gerð frá Vegagerð ríkisins var á leið suður nýja veginn. Kom þá fólksbifreið eftir Krýsuvíkurveginum frá Hafnar- firði og ætlaði yfir Keflavíkur- veginn, áður en vörubíllinn kæmi á gatnamótin. Bílstjórinn á síðar nefnda bílnum sá ekki fram á annað en árekstur yrði milli bíl anna. Snarhemlaði hann til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Snerist bíllinn við það á veginum og rann út á hlið um 15 metra, en þá valt hann á hliðina. Bílstjórann sakaði ekki, oig bíllinn skemmdist furðulítið. Athugasemd frá Sementsverksmiðjunni í MORGUNBLAÐINU 21. þ.m. er grein eftir Hjört Hjartarson, framkvæmdastjóra hjá J. Þor- Iáksson & Norðmann, þar sem gerður er samanburður á verði innflutts og íslenzks sements og Komizt að þeirri niðurstöðu, að erlenda sementið sé ódýrara, enda er heiti greinarinnar við það miðað. Máli sínu til sönn- unar nefnir greinarhöfundur verð á íslenzku sementi og birt- \r útreikninga á útsöluverði inn flutts sements. í greininni er sagt, að verð á sementi frá geymslu í Reykja vík sé kr. 1370,00 pr. t. Hins er ekki getið, að verð frá skipshlið í Reykjavík sé kr. 1340,00 pr. t., og þar sem skip er til afgreiðslu í Reykjavík nær hvern dag vik- unnar að sumarlagi og oft endra nær njóta margir hins lægra verðs, esda er um hekningur sementsins í Reykjavík afgreidd ur frá skipshlið. Ef nefnt er eitt verð á sementi í Reykjavík, er því rangt að nefna kr. 1370,00 pr. t. Annað hvort verður að geta beggja verðanna eða meðalverðs ins eins sem er kr. 1355,00 pr. t með söluskatti, þar sem svipað maign selzt á hvoru verðinu um sig. /erðútreikningurinn byggist á tveim kostnaðarliðum: innkaups- verði og flutningskostnaði. Inn* kaupsverðið virðist miðað við fjögurra ára gamalt verð á sem- enti frá Rússlandi, en það var keypt hingað áður en íslenzka verksmiðjan tók til starfa 1953 fyrir sh. 85/— pr. t. fob rúss- neska höfn. Flutningskostnaður- inn er áætlaður að sögn greinar- höfundar, en þess ekki getið Vvernig sú áætlun er til komin. Framhald á bls. 23 Af Svikamiðill segir frá Velvakanda hefur borizt bréf frá konu, sem kallar sig Kol- finnu Karlsdóttur. Setur hún fyrirsögn á bréf sitt og segir þar: „Svikamiðill segir frá“. Elkki veit Velvakandi, hvert tilefni þessa bréfs er, því að frá því er ekki skýrt. Hins vegar virðist svo, sem það sé samið vegna útkomu tveggja bóka, er fjalla um miðla. Sem kunnugt er, eru nýútkomnar bækur bæði um Láru miðil og Hafstein miðil. Sýnilegt er á bréfi Kolfinnu, að hún hefur litla trú á miðlum og hæfileik- um þeirra. Telur hún, að allt starf þeirra, hvort sem heldur er á miðilsfunduim eða skyggni lýsingafundum byggist á blekk ingum og ósannsögli. Kolfinna endar bréf sitt þannig: „Lái mér hver sem vill, þótt ég trúi ekki á miðlana. Ég hef verið með í að búa til einn, sem var hvorki betri né verri en hinir. Leikið sama leikinn á miðilsfundi og miðillinn sjélf- ur, og síðast en ekki sízt bú- ið til líkamning. Samt hefur mér ekki tekizt að sannfæra vini mína, sem ekki vilja fyrir nokkurn mun missa blekking- una. En taki ég upp á því að bera þeim fréttir „að handan“, þá yrði mér trúað, því að blekk ingin blivur!“ Velvakandi vill láita ósagt allt um dóma á miðlum og mið- ilsfundum. Hins vegar telur hann rétt, að fram fái að koma sjónarmið svo sem hjá Kol- finnu, og skal henni ekki láð, þótt hún telji sig vita ýmislegt um svik og svikamiðla. Hitt verður svo að vera mat þeirra, sem reynslu hafa í þessum efn- um, hvort þeir vilja trúa á sam- band miðlanna við annan heim og að líf sé að loknu þessu. Hægt a8 fá lengri rúm Velvakandi birti í gær kvört- un frá manni, sem taldi sig ekki geta fengið rúm nægilega langt við hans hæfi, þótt hús- gagnaverzlanir hefðu á boðstól- um rúm á sæmilegu verði, sem framleidd eru í fjöldaframleið- slu. Af þessu tilefni hringdi húsgagnaframleiðandi einn x Velvakanda í gær og tjáði hon- um, að vandalaust væri að fá slík rúm, ef beðið væri um þau í verzluninni með ofur- litlum fyrirvara. Húsgagna- framleiðandinn sagði, að það skipti sára litlu máli, hvort rúmið væri 10 cm. lengra eða styttra. Hins vegar væri venja að framleiða svonefnda „stand ard“-stærð og langflestum kaupendum nægði það, en ekk- ert væri sjálfsagðara en fram- leiða sams konar rúm fyrir þá, sem teldu þau þurfa að vera stærri en hina svonefndu „stand ard“-stærð. Kostnaðarauki af framleiðslu slíkra rúma væri sáralítill eða enginn. Hins veg- ar vildi hann benda á, að dýn- ur, sem í rúmin væru fram- leiddar, væru yfirleitt af ákveð inni stærð. Þyrfti því dýnu- framleiðandinn að fá ofurlít- inn tíma og beiðni um að fram- leiða dýnu, er mátuleg væri í lengra rúm, en af „standard"- stærð. Þetta hefði í för með sér ofurlítinn kosnaðarauka, sem þó gæti vart skipt máli fyrir þann, er á annað borð vildi kaupa sér allgóð svefn- herbergishúsgögn. Velvakandi vill því koma þessu á framfæri. Þeir sem þurfa lengri rúm en af „stand- ard“-stærð, þurfa aðeins að gera húsgagnaverzlunum við- vart með nokkrum fyrirvara og munu þeir þá hljóta rúm af þeirri stærð, sem þeir óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.