Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTAStMAB M B L. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 268. tbl. — Finuntudagur 29. október 1962 / Kaupmannahöfn Með hverri Faxa-flugferð til K.- hafnar kemur MBL. samdægurs í Avisklosken, i Hovedbaneg&rden Sigurður dró Skaft- felling til Cuxhaven Afeð bilaða vél i Norðursjó Einkaskeyti til Mbl. CUXHAVEN, 28. nóv. (AP). — Togarinn Sigurður kom með ís- lenzka bátinn Skaftfelling frá Vestmannaeyjum í togi til Cux- haven um kl. 5 síðdegis í dag (isl. tími). Tók Sigurður skipið í tog á Norðursjó, en Skaftfelling hafði rekið þar um tíma eftir að hafa orðið fyrir vélarbilun. Bæði skipin voru á leið til Þýzkalands með fisk. Sigurður dró Skaftfelling inn í mynni Elbe-árinnar en þar tók þýzki dráttarbáturinn Taucher O. Wulf við og dró skipið inn í tog- arahöfnina í Cuxhaven. Skips- höfnin, fimm menn, er við beztu heilsu. íslenzki ræðismaðurinn í Cux- haven, Ernst Stabel.t fór þegar á vettvang til þess að kanna all- ar aðstæður. Einn skipverja tjáði frétta- mamni að vél skipsins hefði skyndilega stöðvast kvöldið áður og hefðu skipverjar haldið að þeir hefðu misst skrúfuna. Var þá kallað í talstöðina, og umboðs maður bátsins í Bremerhaven fékk þannig fregnir af ástandinu. Umboðsmaðurinn hefði síðan komið boðum til Sigurðar, sem staddur var á Norðursjó, um 180 sjómílur frá Skaftfellingi. Bilun in mun vera sú að skiptistöng að skrúfu brotnaði. ★ ★ ★ Þess skal getið að Skaftfelling- uæ var á leið til Bremerhaven með afla, er óhappið varð, um 30 mílur norðvestur af Helgo- lcindi. Mun skipið selja afla sinn í Cuxhaven úr þvi sem komið er, og mun væntanlega verða tekið í slipp þar um hádegi í dag, fimmtudag. Talið er að viðgerð muni taka a. m. k. sólarhring. Skaftfellingur VE 33 er 60 lestir að stærð, eign Helga Benedikts- sonar í Vestmannaeyjum. ABALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn í Val- höll í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 8:30 e.h. FÉLAGSVTST verður spiluð i kvöld, fimmtudagskvöld í sam- komuhúsi Garðahrepps, og hefst kl. 8:30 e.h. MALFUNDANÁMSKEIÐIÐ held ur áfram á morgun, fimmtudag, kl. 8.00. >á kemur saman 2. hópur undir leiðsögn Birgis ísl. Gunn- arssonar. — Stjómin. Hátíðarhöld háskóla- stúdenta 1. desember Geir Hallgrimsson borgarstjóri flytur aðalræðuna HÁSKÓLASTÚDENTAR munu halda fullveldisdaginn 1. desem- ber hátíðlegan í ár, eins og s.l. fjörutíu ár. Stúdentaráð Háskóla íslands er nú 42 ára gamalt og mun hafa haldið upp á 1. des. á einhvern hátt frá upphafi Stérstök nefnd skipuleggur há tíðarhöldin. Nefndin skipa nú: Jón E. Ragnarsson, stud. jur., for maður, Eiður Guðnason, stud. jur., Steinar B. Björnsson, stud. oecon, Sverrir Bergmann, stud. med. og Úlfar Guðmundsson, stud. med. Hátíðarhöldin í ár verða með svipuðu sniði og undanfarin ár, þó er það nýmæli, að lagður verð ur blómsveigur að fótstalli styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. 1. desember í ár er helgaður umhugsunarefninu: Sjálfstæði ís- lands og hættan af ólýðræðisleg- um stjórnmálastefnum. Borgar- stjórinn í Reykjavík, Geir Hall- grímsson, mun flytja ræðu um það efni í hátíðarsal háskólans Framhatd á bls. 3. s.^.wí5WwrtwJc!j3F;.v Sjaldan ein báran sfök: Fótbrotnaði á Islandi ■ á leið heim til Grcenlands eftir 8 mánaða legu í Danmörku í FYRRADAG kom til íslands grænlenzk frá Danmörku kona, Birte Erngsen, frá Nanar polik í Grænlandi. Hafði hún legið í átta mánuði í Dan- Drengur fyrir bíl UM kl. 2 síðdegis í gær varð 4 ára drengur, Bjarni Bjarnason, Njálsgötu 20, fyrir bíl á Skúla- götu. Hljóþ drengurinn yfir göt- una og varð þá fyrir bíl, sem ekið var austur Skúlagötu. Hlaut drengurinn ekki alvarleg meiðsli en tennur hans brotnuðu. Dreng- urinn var fluttur á slysavarð- stofuna. mörku vegna fótbrots, en var nú á leið heim til Grænlands. í hádeginu í gær, er Sólfaxi, Skymasterflugvél Flugfélags- ins, var í þann veginn að leggja af stað til Grænlands og farþegar voru að ganga út að vélinni, varð Birte fyrir því slysi að detta fyrir framan af- greiðslu FÍ á flugvellinum, og fótbrotna aftur. Ekki var hreyft við henni á slysstaðn- um, en Flugfélagsmenn komu þegar á vettvang með teppi, og hlúðu að konunni þar til sjúkrabíll kom að vörmu spori. Var Birte flutt í slysavarðstof una og þaðan á Landsspítal- ann, og kom í ljós að hið gamla brot hafði tekið sig upp aftur við fallið. Birte mun lítið annað tala en grænlenzku. 2,100 luiuiur tk Akruness Akranesi, 2'8. nóv. ÞEIR voru að fiska síldina í nótt, og nú var það í Jökuldjúpinu. 7 bátar héðan öfluðu samtals 2.100 tunnur. Aflahæstur var Sæ- fari með 670 tn., Reynir 350, Sigurður 300, Keilir og Sigrún 250 hvor, Höfrungur II 180 og Anna 100 tunnur. Síldin er góð og mældist fitumagn hennar 15—19%. — Oddur. ER Reykvíkingar komu á fæt- ur í gærmorgun brá mörgum þeirra í brún, því að hvítt snjó teppi hafði lagzt yfir borgina. Bílstjórar bogruðu við að koma keðjum á bíla sína, og umferðin gekk fremur hægt á götum borgarinnar. Þó urðu 10 árekstrar til kl. sex í gær, en enginn þeirra stórvægileg-1 ur. Vegir í nágrenni Reykja- I víkur voru allir færir og þurfti ekki að ryðja þá. Hellisheiði lokaðist ekki og gekk umferð um hana greiðlega. — Þessa vetrarmynd tók Ólafur K. Magnússon í Fógetagarðinum í Aðalstræti síðdegis í gær. Sýnir hiún unga blómarós á gangi. Kommúnistum bauðst aldrei dðmsmála- ráðherraembættið í Nýsköpunarstjórn'nni tl T A F rangtúlkun Tím- ans á ummælum Áka Jak- obssonar um það, að komm únistar hafi í sinum hóp rætt um möguleika á því að fá dómsmálaráðherra- embættið og fullyrð- ingum Þjóðviljans um hið sama, sneri Morg- unblaðið sér í gær til Ólafs Thors, forsætisráð- herra og spurði hann um þetta mál. Ólafur Thors svaraði: „Vegna fullyrðinga Tím- ans og Þjóðviljans um að kommúnistum hafi staðið til boða embætti dóms- málaráðherra í Nýsköpun- arstjórninni, þykir mér rétt að upplýsa, að þetta er með öllu tilhæfulaust. Hvorki buðum við þeim dómsmálin né báru þeir nokkru sinni fram ósk um að fá þau í þeim viðræð- um, sem fram fóru milli þeirra og okkar um verka- skiptingu í Nýsköpunar- stjórninni.“ Morgunblaðið hringdi í Áka Jakobsson, fyrrver- andi ráðherra, og spurði hann, hvað hann hefði að segja um framangreinda yfirlýsingu forsætisráð- herra. Staðfesti Áki Jak- obsson, að hún væri al- gjörlega sannleikanum samkvæm, enda hefði hann ekki haldið öðru fram í viðtalinu, sem Morgunblaðið átti við hann og Tíminn og Þjóð- viljinn nú rangtúlka. Eldur á staðavegi Laust fyrir kl. 10 í gærmorgun var slökkviliðiS kvatt að Bústaða vegi 2. Eru þar fjórar íbúðir sam byggðar, allar úr timbri og þilj- aðar að mestu með trétexi, sem er mjög eldfimt. í fyrra brann önnur endaíbúðin, en íbúðirnar eru allar á einni hæð, og hefur ekki verið búið í þeirri íbúð síð- an. Er slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur í miðíbúðinni af þeim þremur, sem eftir voru. Tókst að halda eldinum frá enda- íbúðinni, en komst hinsvegar i þak næstu íbúðar, þótt ekkert skemmdist þar inni. íbúðin, sem eldurinn kom upp í, gjöreyðilagðist hinsvegar og allt sem í henni var. Býr þar einhleypur karlmaður, og var hann ekki heima, er eldurinn kom upp. Prestskosning PRESTSKOSNING fór fram f Vatnsendaprestakalli í S-Þing- eyjarsýsluprófastsdæmi 18. þ. m. Umsækjandi var einn, Þórarinn Þórarinsson, settur prestur. At- kvæði voru talin á skrifstofu biskups í dag. Á kjörskrá voru 270, þar af kusu 183. Umsækj- andi hlaut 176 atkvæði, en auðir og ógildir seðlar voru 7. Kosn- ingin var lögmæt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.