Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. nóv. 1962 MORGVTSBLAÐIÐ í FYRRAKVÖLD hélt Félag íslenzkra leikdómenda hóf í Þjóðleikhúskjallaranum í til- efni af afhendingu Silfurlamp- ans, sem félagið veitir árlega einum íslenzkum leikara í við- urbenni ngarsky ni. Að þessu sinni voru verð- launin veitt Steindóri Hjör- leifssyni fyrir leik hans í hlut- verki Jonna Pope í Kviksandi. Steindór er áttundi leikarinn, sem hlýtur Silfurlampann. Áður hafa fengið hann: Brynjólfur Jóhannesson, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Har- aldur Björnsson, Róbert Arn- finnsson, Valur Gíslason (tvisv Sigurður A. Magnússon ávarpar Steindór og óskar honum til hamingju. Steinddr Hjörleifsson hlaut Silfurlampann fyrir leik sinn í Kviksandi ar sinnum) og Þorsteinn ö. Stephensen. Atkvæði eru greidd um, hver hljóta skuli lampann hverju sinni og var nú tekin upp sú nýlunda, að opna um- slögin með atkvæðaseðlunum og telja í hófinu sjálfu. At- kvæðisbærir eru allir þeir, sem að staðaldri skrifa um leiklist í blöð og tímarit. Stig eru veitt fyrir atkvæðin þannig, að sá sem fyrst er tal- inn á seðlinum, fær 100 stig, annar 75 og þriðji 50. Úrslitin urðu á þann veg, að Steindór hlaut 550 stig, Valur Gísla- son 525 fyrir hlutverk Davis í Húsverðinum og Gísli Hall- dórsson 250 stig fyrir hlutverk Polo í Kviksandi. Rúmlega 40 manns sóttu hóf ið. Ómar Ragnarsson skemmti á meðatn á borðhaldi stóð, en í lok þess voru atkvæði talin. Sigurður Grímsson, formað ur Félags íslenzkra leikdóm- enda, afhenti Steindóri Hjör- leifssyni Silfurlampann. Sig- urður A. Magnússon, varafor- maður félagsins ávarpaði Steindór, óskaði honum til hamingju og rakti leikferil hans. Steindór þakkaði þann heiður, sem honum hefði ver- ið sýndur. Þá tók Oddur Björnsson til máls og ávarpaði Val Gíslason og Valur þakk- aði. Ólafur Gunnarsson rifjaði upp leik Gísla Halldórssonar í Kviksandi og lauk lofsorði á leikstjórn Helga Skúlasonar í sama leikriti. Einnig tóku til máls Haraldur Björnsson og Brynjólfur Jóhannesson og síðan Bjöm Bjömsson, sýslu- maður, og Ólafur Jensson, verkfræðingur. — ö. . ☆ Kona Steindórs, Margrét ólafsdóttir, með manni sínum, er hann hefur veitt Silfurlampanum viðtöku. Agnar Bogason og Njörður P. Njarðvík skrifa niður töl- urnar, sem Sigurður Grímsson ies upp. 11« SIAKSTEINAR — Hát'iðarhöld Framhald af bls. 24. kl. 14. Þá mun formaður Stú- dentaráðs, Jón E. Ragnarsson flytja þar ræðu um stöðu stú- dentsins í þjóðfélaginu. Steinar Berg Björnsson setur samkom- una. Gísli Magnússon leikur ein- léik á píanó og Kristinn Hallsson ■yngur. Ræðumaður veizlunnar um kvöldið verður dr. Björn Sigfús- eon, háskólabókavörður. Á hóf- inu, sem hefst kl. 19 að Hótel Borg, verða mörg vönduð ekemmtiatriði. Formaður stú- dentaráðs setur hófið. Guðmund- ur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltested munu syngja, þá syng ur tvöfaldur kvartett háskóla- stúdenta, auk almenns söngs, sem alltaf hefur sett svip sinn á há- tíðirnar. Þá verður endurvakinn sá þjóðlegi siður að flutt verða minni kvenna, karla, háskólans, þj óðhöfðingj ans og fósturjarðar- innar. Gísli Sigurkarlsson, stud. jur. mun flytja gamanþátt og að lokum verður stiginn dans til kl. 3. Veizlustjóri verður Jakob Þ. Möller stud. jur. Um morguninn kl. 10,30 verð- ur messa í Kapellu Háskólans. Björn Björnsson, stud. theol. prédikar, séra Hjalti Guðmunds- son þjónar fyrir altari. Organleik ari er Páll Kr. Pálsson. Það er gömul venja að sá guðfræðistú- dent, sem næst er kominn prófi, prédiki 1. des. Athöfnin við styttu Jóns Sig- urðssonar hefst kl. 13,30. Þar mun formaður stúdentaráðs, Jón E. Ragnarsson, flytja ávarp og 2 stúdínur leggja blómsveig að fót- stalli styttunnar. Á blómsveign- um er borði með áletruninni: Frá íslenzkum stúdentum með virð- ingu og þakklæti. Stúdentablaðið Stúdentablaðið kemur út á morgun. Það var gefið út í fyrsta sinn 1. des. 1924. Aðalgreinamar tvær eru helgaðar efninu: Sjálf- stæði íslands og menntun ein- staklingsins. Þær rita Þórarinn Björnsson skólameistari og Ólaf- ur Haukur Árnason, skólastjóri á Akranesi. Af öðru efni má geta viðtals við Benedikt Jakobsson í tilefni af 30 ára afmæli íþróttakennslu við Háskólann. 2 greinar eru um landflótta háskólamenntaðra manna, eftir Helga Valdemars- son, stud. med. og Pálma R. Pálmason, stud. polyt. Nauðsyn náttúrufræðideildar við H. í. grein eftir Arnór Garðarsson, dýrafræðing. Þau nýmæli eru í blaðinu að í það rita 9 nýstúdentar, í því eru greinar eftir 4 stúdínur og ljóð eftir 4 háskólastúdenta, en kveðskapur virtist á síðustu ár- um fara dvínandi innan skólans. Stúdentablaðið er 48 síður í fólíó broti, prentað í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Ritstjóri blaðsins er Björn Guðmundsson, stud. jur. Aðrir í ritnefnd eru: Þór Haga- lín, stud. jur., Þorvarður Brynj- ólfsson, stud. med., Þorfinnur Karlsson, stud. oecon. og Þor- steinn Geirsson, stud. jur. Léleg blaðamennska Blaðamenn — og raunar sjálf- sagt flestir aðrir — skemmtu sér mikið, þegar Tíminn kom út í fyrradag með rosafyrirsögn á forsíðu, eins og heimsendir væri - í nánd, og tilefnið var umræður um tíu daga gamalt viðtal, sem birzt hafði í Morgunblaðinu. Ekki var þessi fregn þó talin nægileg, því að í gær byrjar Tím- inn ritstjómargrein sína þannig: „Um langt skeið hefur annað mál ekki vakið meiri athygli en sú uppljóstrun Áka Jakobssonar í viðtali við MorgunbIaðið“ o.s.frv. Má með sanni segja það sé fréttamennska í lagi að lúra i tíu daga á slíkri ,rstórfrétt“. En þótt Morgunblaðinu sé það meina laust, að Timinn upplýsi, hve lélegt fréttablað hann sé, þá verð ur þó að segja þann sannleika, að þama var ekki um stóraf- glöp fréttamannanna að ræða, heldur datt Timaritstjórunum það í hug um síðir, að nota þetta viðtal í hinni aumlegu varnar- baráttu, sem þeir verða nú a$ heyja vegna lögbrotanna og flá- ræðisins, sem þeir frömdu á Al- þýðusambandsþingL Erfiðleikar Framsóknar Erfiðleikar Timans um þessar mundir spretta af því, að engar varnir eru til vegna lögbrotanna á Alþýðusambandsþingi, sem sönnuðu því miður, að Fram- sóknarmenn eru fúsir til að fylgja kommúnistum í einu og öllu. Þeir hafa að vísu reynt að réttlæta gerðir sínar, en þá liefur ekki betra tekið við, því að eitt hefur stangazt á annars hom í ,j:öksemdum“ þeirra. Stundum segja þeir, að ekki hafi verið timi til að afgreiða kjörbréfin. Næsta dag segja þeir, að af- greiðsla þessa máls hafi verið réttlætanleg, því að annars hefði Alþýðusambandið klofnað. Þar næst tala þeir um, að mcinbugir hafi verið á bréfum LÍV, þá a$ gögn hafi ekki verið fullnægj- andi, og loks komast þeir a$ þeirri niðurstöðu, að það sé al- gengt að kjörbréfum sé bara stutt og laggott vísað frá. Mál- flutningur Framsóknarmanna er þannig orðinn hrein hringavit- leysa, þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Sá er líka ef til viU tUgangurinn, að reyna að rugla dómgreind manna svo, að enginn botni upp né niður í máUnu, sem þó er mjög einfalt, þ. e. a. s. að löglegir fulltrúar á hvaða þingi sem er eiga að fá endanlega af- greiðslu kjörbréfa á þinginu sjálfu. AUt annað er hrein lög- leysa. Leynifélag eins og SÍA Eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu ríkir hrein upp- lausn í kommúnistaflokknum, og hefur hatrið og sundrungin aldrei verið eins mikil og nú. Broslegt er það, að enginn þorir einu sinni að segja, hverjir kjörn- ir hafa verið í flokksstjómina. Er engu Ukara, en „hin sam- virka forysta“! hugsi sér að gera kommúnistaflokkinn að leyni- flokki, líkt og SÍA-mennimir, sem nú eru að brjótast til valda, höguðu því með leynifélag sitt. En þrátt fyrir þögntna hefur Morgunblaðið getað aflað sér upplýsinga um þingið. Einar OI- geirsson var endurkjörinn form. flokksins, þótt hann hafi að öðru leyti verið einangraður. Morgun- blaðið óskar þeim báðum, Ein- ari og „Flokknum“, tU hamingju með kjörið og finnst það jafa gott á báða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.