Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 29. nóv. 1962 MORCTHSTÍLAÐIÐ 17 Þorlákur Lúövíksson kaupmaður—minning í DAG er kvadidur og til mold ar borinn í Fossvogskirkjugarði ÍÞorlákur Lúðvíksson kaupmað- ur, Kvisthaga 23 í Reykjavík. ÍFráfal'l hans kom svo óveent, ein- mitt nú þegar allt virtist á hinn Ibetra veg um heilsu hans. Skyndilega hefur því dregið Bký fyrir sólu á heknitum hinna imörgu systkina hans og annarra œttingja og vina, sem væntu þess, að e.t.v. yrðu efri árin hon- um hiliðhollari en hin höfðu ver- ið, að þvi er heilsu hans snerti. En nú er sú von að engu orðin og hér verður enn að horfast í augu við „manninn með ljá- inn“ sem engum hlífir og enginn veit hvar næst ber að dyrum. Þorlákur Björgvin, eins og (hann hét fullu nafni, var fædd- ur að Nesi í Norðfirði 18. des. 1901, sonur hjónanna Ingibjarg- ar Þorláksdóttur Jónssonar hrepp stjóra, Þórukoti á Álftanesi, og Lúðvíks Sigurðssonar útgerðar- manns og kaupmanns á Norð- firði. Þorlákur var einn af tíu börnum þeirra hjóna, fimm son- um og fimm dætrum, sem upp komust, og eru átta systkina hans enn á lífi. Þorlákur Lúðvíksson ólst upp é Norðfirði hj'á foreldrum sín- um og 14 ára gamall fór hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri er síðar varð Menntaskóli Norð- urlands og dvaldi þar tvo vetur En hugur Þorláks hneigðist enemma að verzlun og hætti hann Iþví námi á Akureyri og fór í Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðah vorið 1921. Sumarið 1920 veiktist Þorlák- ur skyndiJega af hjartasjúkdómi og var sá lasleiki talinn vera eftirköst innflúensunnar miklu (spönskiu veikinnar) sem gekk yfir landið á árunum 1918-20 og varð fjölda manna að bana. Næst elzta systir Þorláks, Karólína, dó úr veikinni og á Þorlák lagð- iist inflúensan einnig þungt. Þennan hjartasjúkdóm bar Þor- llákur æ siðan, og fékk ekki lækn ingu við honum þó leitað Væri Ibæði hérlendis og erlendis. Þann- ig dvaldi hann sumarlangt eitt sinn í Kaupmannahöfn í því skyni, en án verulegs árangurs. Eftir að Þorlákur kom úr Verzl unarskólanum dvaldist hann á Norðfirði við verzlunar- og skrif stofustörf, þegar heilsan leyfði. Hann var þar umiboðsmaður Olíu verzlunar íslands, sem allmikil viðskipti hafði við hinn mikla ibátaflota þar, og rækti Þorlákur |það starf með trúmennsku og stkyldurækni eins og öll þau störf önnur, sem hann tók sér fyrir hend'ur. Á Norðfirði drvaldist Þorlákur til ársins 1937. Hann hafði þá átt í miklurn erfiðleik- um að undanförnu vegna sjúík- dórns síns og var ráðlagt að vera í nálægð sérfræðinga í hjartasjúkdómum, ef þess væri kostur. Hann fluttist því alfarið frá Norðfirði 1937 og settist að í Reykjavík. Móðir hans, Ingi- björg, ftuttist með honum hingað Buður og bjuggu þau saman þar til hún lézt í nóvember 1957. Fyrstu árin sem Þorlákur Lúð- víksson dvaldi í Reykjavík varð hann að sinna störfum með eætni vegna sjúkdóms síns, en emiátt og smátt fékk hann nokk- urn bata, og með því að fylgja etröngum reglum um störf og aðbúnað tókst honum að ná veru legum bata. Árið 1943 réðst hann I að kaupa hluta Jóns Magnússonar skálds í Húsgagnaverzlun Reykjavíkur og rak það fyrirtæki til dauða- dags ásamt hinum stofnanda fyrirtækisins, Guðmundi H. Guð majundssyni húisgagnasmíðameist- *tra og fyrrverandi bæjarfull- trúa. Var samstarf þeirra í nær- feit 20 ár með miklum ágætum, enda óx og dafnaði fyrirtækið f þeirra höndum. Síðustu árin var heilsa Þor- láks með bezta móti og leit svo út sem honum hefði tekizt að sigrast að mestu á sínum gamla sjúkdómi. Það var einnig hans eigið álit, því fyrirætlanir sem hann hafði um skeið með að breyta um starf, hafði hann með öllu lagt til hliðar. Fyrstu dagana í þessum mán- uði veiktist hann af umgangs- veiki þeirri, sem verið hefur hér í Reykjavík í haust, en náði sér þó eftir noklkurra daga hvíld heima við. Laugardaginn 17. nóvember, er hann kom heim frá vinnu, versnaði honum skyndilega, og var þá fluttur í Landsspítalann þar sem hann andaðist 21. nóv- ember eftir stutta en erfiða legu. Þorlákur Lúðví'kjsson var í hærra meðallagi á vöxt, fríður sýnum og vel vaxinn. Hann var góðum gáfum gæddur, athugull og gætinn, en einbeittur ef því var að skipta. Hann var öllum mönnum snyrtilegri og kurteis- ari í framgöngu, og í umgengni alJri svo reglusamur og fágað- ur að af bar. Hann var alla æfi reglumaður á tóbak og vín. Þor- lákur var hlédrægur og mun sjúkdómur sá sem hann gekk með frá tvítugs aldri, og áður getur, hafa átt mestan þátt í hlédrægni hans, því að á ung- lings- og skólaárum sínum var hann glaðvær og franisækinn í hópi ungra manna, og hafði þá áhuga á ílþróttum og hljómlist, en varð að leggja hvorttveggja á hilluna vegna sjúkdóms síns. Árið 1953 byggði Þorlákur húsið við Kvisthaga 23, ásamt Georg bróður sínum, fram- kvæmdastjóra ríkisspítalanna. Við hús þetta gerðu þeir bræð- ur svo fagran garð að hann hef- ur þrisvar fengið verðlaun, sem fegursti garðurinn í því hverfi. Þorlákur vann flestar frístundir sínar frá vori til hausts í garði sínum og hJynnti með hinni miklu nærfærni sinni, usm- hyggjusemi og snyrtimennsku að hverju tré og blómi í garðin- um. Þessvegna varð hann svo fagur sem raun ber vitni. Fæstir, aðrir en þeir sem bezt þekktu til Þorláks Lúðviks- sonar, munu hafa gert sér fulla grein fyrir því yfir hve miklum viljastyrk og hetjulund hann bjó í raun og sannleika. Það þarf sanna og sterka hetjulund, til að bera erfiðan sjúkdóm í yfir fjörutíu ár svo að aldrei heýrist æðruorð. Það er roeiri karl- mennska en margt annað, sem til verðleika og verðlauna er talið, að skapa sér svo reglu- bundið líf í fjörutíu ár, að aldrei sé vikið frá þeim boðorðum sem læknirinn setur, og að neita sér um flest það sem aðrir telja jafn vel til mestu gæða lífsins og hamingju. En það vissi Þorlákur að hann varð að gera. Hann varð að skapa sér heim, sem hæft gæti því lífi, sem hann var dæmdur til að lifa eins og heilsu hans var háttað, og í þeim heimi varð hann að vera mikið til einn. Þorlákur lifði ókvæntur alla ævi og átti engin börn. En á jólum og afmælum, og þegar hjálpar þurfti við, gleymdi hann aldrei hinum mörgu smáu og stóru systkinabörnum sínum, sem öllum þótti vænt um hann, enda var hann þeim góður og göfugur frændi, sem þau litu upp til og þótti vænt um, og sakna nú öll. Það þarf einnig meiri viljastyrk og sálarþrek, en almennt gerist, til að berjast við dauðann harðri baráttu í mörg dægur án þess að mæla æðru- orð, en hafa þó fulla rænu fram til hinztu stundar. í öllu þessu, eins og raunar mörgu öðru, sýndi Þorlákur Lúðvíksson hversu óvenjulegur maður og mikill persónuleiki hann var. Og nú er hann horfinn af sjón- arsviðinu rúmlega sextugur að aldri. Hann mun oft á hinum um sínum hafa gert sér grein fyrir „síðustu nóttinni," og ekki yrði hún urmflúin. Hann mætti henni líka með þeirri still ingu og rósemi, sem einkenndi svo mjög allt hans líf. Að dyr- unum sem hún opnar okkur öll- um gekk hann einn og óstudd- ur í rósemd þess manns sem ekki deilir við dómarann. Um þær dyr er nú horfinn Þorlákur Lúð- víksson, einn vammlausasti mað ur sem ég hefi orðið samferða á lífsleið minni. Fáir munu hafa vitað um skoð anir Þorláks Lúðvíkssonar á því sem við tekur þegar ævin endar hér. Á þau efni var hann jafn dulur og flest annað, enda skipt ir ekki mestu hvað hver og einn hugisar þar um, heldur hitt, hvað hverjum og einum er hið raun- verulega í því efni. Og víst er um það, að í þeim efnum var Þorlákur ekki svartsýnn. Af mínum kynnum við hann veit ég að hann taldi sig hafa örugga vissu um, að handleiðsla Frels- arans brygðist engum þeim, sem henni treystir. Við kveðjum þig svo, systir þín og ég, og þökkum þér vin- áttu og tryggð til æviloka, sem aldrei féll skuggi á af þinni hálfu. Og ég veit að öll syst- kin þín og tengdafólk sakna þín sárt og munu ávalt minnast þín, hins ágæta bróður og vinar, og ég veit að við mælum einnig fyrir þeirra munn allra, er við þökkum þér nú og kveðjum þig hinztu kveðju. Jónas Guðmundsson. Þorláikur Lúðvíksson kaup- maður, Kvisthaga 23, Reykjavík, andaðist á Landsspítalanum hinn 21. þ.m., og fer útför hans fram í dag. Þorlákur Lúðvíksson var fædd ur í Nesi í Norðfirði hinn 18. desember 1901. Foreldrar hans voru þau Lúðvík Sigurðsson út- gerðarmaður, sem kominn var af þekktum ættum á Austur- landi, og kona hans Ingibjörg Þorláksdóttir, en að henni stóðu kunnar ættir í Gullbringusýslu. Lúðvík rak um langt skeið mikla sýislan tiJ landis og sjávar, og var heimili þeirra hjóna mjög mannmargt. Þorlákur ólst þar upp í hóp 10 systkina. Þá er hann hafði aldur til, hóf hann nám í Gagnfræðaskóla Akureyr- ar og brautskráðist þaðan. Því næst stundaði hann nám í VerzJ- unarskóila íslands og lauk þar fullnaðarprófi. Að svo búnu sigldi hann til framhaldsnáms erlendis. Er hann kom úr utan- förinni, settist hann að í Norð- firði um sinn, unz hann fluttist til Reykjavíkur 1937. Á þessum árum stundaði hann ýmis störf, en fáum árum eftir aðseturs- skiptin gerðist hann sameigandi í Húsgagnaverzlun Reykjavíkur og rak þá starfsstofnun síðan til æviloka ásamt sameiganda sín- um Guðmundi Helga Guðmunds- syni. Framleiddu þeir húsgögn í stórum stíl og seldu í sjálfs sín verzlun. Reistu þeir stórhýsið nr. 2 við Brautarholt fyrir starf- semi sina. Þá er Þorlákur Lúðvíksson lauk námi sínu, virtist auðna leika við hann á öllum sviðum. Hann var glæsimenni, svo af bar, vel menntaður og fær í bezta lagi, að hverju sem hann gekk, hvers manns hugljúfi og aufúsu- gestur, hvar sem hann kom. En um þær mundir tók hann far- sótt þá hina skæðu, sem geisaði eftir fyrri heimsstyrjöld og marg an góðan dreng að velli lagði. Þorl'áfcur stóð að vísu af sér sóttina, en bar þó menjar hennar og mátti eftir það eigi njóta svefns sem aðrir menn. En Þor- lákur tók þessu með æðruleysi og karlmennsku. Hann hafnaði mörgum gæðum lífsins, sem aðr- ir menn telja sig eigi mega án vera. í stað þess helgaði hann sig starfa sínum, leyndi van- heilsu sinni og gerðist einn af mætustu framkvæmdarmönnum bæjarfélags vons. Var alúð hans, atorka og kostgæfni við starfa simn fyrirmynd. Að sumarlagi notaði hann tómstundir sínar ti! að prýða umhiverfi húss síns, nr. 23 við Kvisthaga, ásamt bróður sínum Georg og konu hans. Hafa margir Reykvikingar lagt leið sína þangað til að skoða verk þeirra. En eigi er ofsagt, þá er fuillyrt er, að öH verk Þorláks hafi verið með sama marki brennd sem blómagarðurinn. Helzta yndi Þorláks var annars góð tónlist. Hann var tónvís og kunni ágæt skil á hljómlist. Þorlákur Lúðvifcsson verður minnisstæður öllum þeim, sem kynntust honum. Hann var glæsi legur á velli og höfðingi í lund. Öll framkoma hans og störf báru háttprýði hans vott. Hann var flestum mönnum framar óháð- ur í skoðunum og fór sjálfs sín götur um mat á mönnum og mál- efnum. Hugsun hans var sér- staklega rökræn, og var hann geysilega fundvís á rök, hvaða mál, sem hann ræddi um. Var þetta áberandi eigind 'hans, og var af þeim sökum skemmtilegt og fróðlegt að eiga við hann orðræður. Þor- lákur var maður frændrækinn og vinfastur með afbrigðum. Minnast venzlamenn hans margra ánægjustunda á hinu fagra heimili hans, þar sem allt bar vott um siðfágun húsráð- anda. Öðlingsmaður hefur gengið sína hinztu göngu. Honum fylgir vinátta og virðing allra þeirra, sem hann þekktu. Gizur Bergsteinsson ÞORLÁKUR Lúðvíksson frá Norðfirði, framkvæmdastjóri og meðeigandi Húsgagnaverzlunar Reykjavíkur, kvaddi þennan heim 21. nóvember sl., rúmlega sextugur að aldri. Við kynntumst honum fyrir meira en 40 árum. Lífið hafði hrist okkur saman, æskufólk frá öllum landsins fjórðungum, á skólabekk í Reykjavík. Við hóf- um samveruna ókunn hvert öðru og það tók okkur nokkurn tíma að kynnast. Við vorum mis- munandi eins og gengur, nokkrir frekir og ærslafengnir, aðrir prúðari og hlédrægari. Ef til vill voru þeir, er komnlr voru utan af landi, hlédrægari en hinir, er alizt höfðu upp i þéttbýli höfuðstaðarins og sam- runnir voru siðum þess og hátt- um. Það tók okkur mismunandi langan tíma að kynnast, allt eft- ir lyndiseinkunnum einstakling- anna. En brátt urðum við öll kunningjar og þeir vinir, er lík- asta höfðu skapgerð. Þessi kunn- ingsskapur og vinátta hefir síð- an tengt þennan hóp saman ævi- langt. Einn úr hópi hinna hlédrægu utanbæjarmanna var Þorlákur Lúðvíksson frá Norðfirði. Hann var öðrum seinteknari, en hann vakti strax á sér eftirtekt fyrir sérstaka prúðmennsku og hátt- vísa framkomu, og brátt varð hann meðlimur í hópi glaðværra félaga. Að lokinni skólavist dreifðist hópurinn víðs vegar um landið og misstum við þá sjónar hvert á öðru um sinn. En allar leiðir liggja til Róm, segir máltækið. Flest höfnuðum við hér í Reykja vík. Þorlákur fluttist hingað til Reykjavíkur 1937, eða fyrir rétt- um 25 árum og haslaði sér síðan völl hér á vettvangi kaupsýsl- unnar. Var þá tekið á móti Þor- láki hér af þeim, er fyrir voru, kærkomnum í hóp gamalla vina. Það hefir verið háttur þessa hóps, sem margra skólafélaga, að hittast og gleðjast saman öðru hvoru, endurnýja félagsskapinn og hverfa um stund til endur- minninga æskudaganna. Nokkurt vatn er runnið til sjávar síðan við fyrst kynntumst og víst hefir skóli lífsins hert okkur á mismunandi hátt, en á vinamótum höfum við alltaf fundið hinar sömu lyndisein- kunnir, er við í æsku kynnt- umst. Þorlákur hefir allt af verið sami góði félaginn, prúðmennið og hið einstaka snyrtimenni. Þannig minnumst við hans skólafélagarnir. Við hefðum öll kosið að njóta samvista hans lengur. Ættingjum hans vil ég jafnframt flytja okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sveinn B. Valfells. TUDOR (THRIGEI RAFMAGNSTALÍUR fyrirliggjandi. THRIGE-rafmagnstalíur fyrir 200, 500 og 1000 kg. hámarksþunga. THRIGE-rafmagnstalíur eru framleiddar fyrir allt að 10 tonna þunga. Vélfræðingur vor veitir alla sérfræðilega aðstoð á staðn- um. Einkaumboð fyrir Thomas B. Thrige: LliDVIG STORR & Co. Sími 1-16-20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.