Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBLÁÐlb Fimmtudagur 29. nóv. 1962 JMttgpnstMfofrifr Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ötbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakdð. TVEIR ÞJÓÐAR- LEIÐTOGAR ¥Tm þessar mundir beinist* ^ athyglin í heimsstjórn- máluntim einna mest að tveimur þjóðarleiðtogum, þeim de Gaulle, Frakklands- forseta, og Adenauer kanzl- ara Þýzkalands. De Gaulle hefur unnið einhvern mesta stjómmálasigur, sem um get- ur í Frakklandi, og er ekki ofsögum sagt, að líklegt sé, að sá sigur muni boða þátta- skil í sögu landsins. Adenauer kanzlari hefur aftur á móti átt í vök að verj- ast að undanfömu út af Spiegel-málinu svonefnda, sem upphaflega virtist ekk- ert sérstakt stórmál, en olli þó stjórnarkreppu í Þýzka- landi. Þegar flokkur Adenau- ers, Kristilegir demókratar, mynduðu stjórn með Frjáls- um demókrötum, lýsti Aden- auer því yfir, að hann mundi draga sig í hlé fyrir 1965, þeg- ar næst eiga að vera almenn- ar kosningar í Þýzkalandi. Fregnir hafa nú borizt af því að flokksmenn hans telji nauðsynlegt, að hann hætti forystu ekki síðar en næsta sumar. Þannig virðist sem valda- ferill Konrads Adenauers sé senn á enda, enda er hann orðinn aldurhniginn, þótt þrek hans sé einstakt. Aftur á móti em áhrif de Gaulle og völd nú meiri en nokkm sinni fyrr, eftir hinn glæsilega sig- ur, sem hann vann. Þessir tveir þjóðarleiðtog- ar hafa átt meginþátt í því að sætta Frakka og Þjóðverja og setja niður aldagamlan ríg og hatur. Þeir hafa báðir gert sér ljóst, að skefjalaus þjóðernisstefna getur leitt til mikillar ógæfu. Meðal ann- ars þess vegna hafa þeir tal- ið aukna samvinnu Evrópu- þjóða óhjákvæmilega. Ef Adenauer hættir fljót- lega afskiptum af stjómmál- imi, getur hann sannarlega litið ánægður yfir feril sinn. Hann hefur verið í forystu við hröðustu uppbyggíngu, sem um getur, og honum hef- ur tekizt að leiða þjóð sína af braut haturs til samvinnu við fyrri óvini. ÞJÖÐNÝTT KVIKMYNDAHÚS ITannibal Valdimarsson, fyrrverandi forseti Al- þýðusambands íslands, hefur á Alþingi flutt frumvarp um það að þjóðnýta kvikmynda- hús landsins. Vill hann koma á „kvikmyndastofnun ríkis- ins“ og „kvikmyndaráði“ til þess „að gera kvikmyndir að sem almennustu og þjóðleg- ustu menningartæki“ o.s.frv. Nú vill svo til, að menn em ekki alveg ókunnugir op- inberum rekstri kvikmynda- húsa. Þannig hefur Hafnar- fjarðarbær t. d. rekið Bæjar- bíó, og er fróðlegt að kynn- ast því, hver árangurinn hef- ur orðið. Svavar Pálsson rit- aði grein um þetta efni hér í blaðið í maímánuði sl. Sam- kvæmt nákvæmum útreikn- ingum hans kom í ljós, að Bæjarbíó hefur tapað alls 1.176 þúsundum króna á rekstrinum árin 1945 til 1960, miðað við að það hefði greitt öll gjöld til bæjarsjóðs, sem öðrum er gert að greiða. Það er eitthvað 1 þessa átt, sem Hannibal Valdimarsson vill að kvikmyndahús landsins séu rekin — og þó sjálfsagt ver en Bæjarbíó, því að „silki húfurnar“ eiga að vera fleiri samkvæmt kenningum Hanni bals. Sannleikurinn er sá, að í kvikmyndahúsarekstri, ekki síður en annars staðar, hefur einkaframtakið sannað yfir- burði sína. í höfuðborginni hagar t. d. þannig til, að ýmis kvikmyndahús eru rekin af stofnimum, sem kostað hafa byggingu þeirra. Þau selja aðgöngumiða á sama verði og einkafyrirtækin, en sleppa hins vegar við margvísleg gjöld. Þrátt fyrir þetta hefur yf- irleitt ekki verið mikill hagn- aður af þessum kvikmynda- húsarekstri, og má raunar segja að um fullkomið rang- læti sé að ræða, þegar einka- fyrirtækjum er ætlað að Og hvort sem valdaferill de Gaulle verður lengri eða skemmri, hlýtur hans líka að verða minnzt sem þess manns, sem bjargaði þjóð sinni á einhverri mestu hættu stund. keppa við slík kvikmynda- hús, sem milljónatugi fá — í raun réttri af almannafé. Þessi frumvarpsflutningur hæfir hins vegar ágætlega Hannibal Valdimarssyni, svo- kölluðum forseta ASI. Mynd þessi var tekin föstudaginn 23. nóv. sl. í Nýju Delhi, er sentfinefnd Bandaríkjastjornar kom þangað, til þess að kynna sér ástand málanna og hernaðarþörf Indverja. — A myndinni eru, frá vinstri: Averill Harrimann, sérstakur sendimaður Kennedys forseta, Paul Nitze, að- stoðarlandvarnaráðherra Bandaríkjanna, John Galbraith, sendiherra Bandaríkjanna í Ind- landi og Nehru, forsætisráðherra Indlands. UTAN UR HEIMI Efnahagur V-Evrópu stendur nú með blóma Fundur OECD lýslr áhyggjum vegna hægfara framleiðsluaukningar i USA og Kanada París, 27. nóvewiber — (AP) Á RÁÐHERRAFUNDI Efna- hags- og framfarastofnunar- innar, sem nú stendur í París, var því haldið fram í dag, að efnahagur flestra landa í V,- Evrópu færi batnandi. Hins vegar létu fundarmenn í ljós nokkrar áhyggjur vegna þess, að hægar miðaði í þessum málum í Bandaríkjunum og Kanada. Eitt aðalumræðuefni fund- arins er framleiðslutakmark það, sem meðlimaþjóðimar hafa sett sér, en hún miðar að 50% framleiðsluaukningu fyr ir árið 1970. Tíu ráðherrar tóku til máls ÍSLAND OG KAFBÁTALEIÐ- IRNAR ér í blaðinu var í gær skýrt frá því, að talið væri, að Rússar ættu nú tólf kjam- orkuknúna kafbáta og auk þess 465 kafbáta, sem knúð- ir eru venjulegu vélarafli. Talið er að 30 kafbátanna séu útbúnir þannig að skjóta megi frá þeim eldflaugum, sem dragi 350 mílur. í sambandi við þessar upp- lýsingar er rétt að minna á, að Rússar hafa nýlega lýst því yfir, að þeir teldu ísland í dag. Talsmaður fundarins skýrði frá því, að það hefði ekki komið fram í skýrslum fulltrúa neins Vestur-Evrópuríkis, að yf- irvofandi væri samdráttur í fram leiðslui Hins vegar væri sú hætta ætíð fyrir hendi. Færi svo, yrði þegar í stað að gera samræmd- ar aðgerðir. Hins vegar mun það vera ein- róma skoðun þingfulltrúanna, að eitthvað þurfi að gera til að auka framleiðslu í Bandaríkjun- um. Þó þær ráðstafanir, sem nú eru fyrirhugaðar, séu mikilsverð ar, þá þurfi meira að koma til af opinberra aðila hálfu. Talsmaðurinn vék nokkuð nán ar að þessu og sagði, að fram- leiðsla Bandaríkjanna næmi 60% af heildarframleiðslu með- limaríkjanna, og því myndi aukning framleiðslu vestan hafs geysi þýðingarmikið hemað- arlega vegna kafbátaleið- anna um Norður-Atlantshaf. Ef Atlantshafsbandalagið hef ur varnarstöðvar á íslandi, verður miklu erfiðara fyrir Rússa að koma kafbátum sín- um suður í höf. Þess vegna berjast liðsmenn þeirra hér á landi svo ákaft fyrir því, að ísland verði vamarlaust og umlukið rússneskum kafbáta flota. Tíminn birti fregn þessa líka, og vonandi er, að Fram- sóknarmenn dragi af henni réttar ályktanir og sýni meiri ábyrgðartilfinningu í utan- ríkis- og varnarmálum. hafa góð áhrif á efnahag hinna ríkjanna. Bandaríkin, ítalía, Vestur- Þýzkaland, Bretland og Frakk- land framleiða um 80% þess, sem framleitt er í öllum með- limaríkjunum, 20 talsins. Benti talsmaðurinn á þessa staðreynd, og sagði, að hún væri megin- ástæðan fyrir því, að menn beindu einkum athygli sinni að þessum stórþjóðum. Fram kom einnig á fundinum, að launa- og verðhækkanir hjá ýmsum Evrópuþjóðum hefðu gert Bandaríkjunum auðveldara um sölu meðal þessara þjóða. Hins vegar yrði að gæta þess vel, að hækkanir í Evrópu yrðu ekki of miklar, þá mætti búast við gagnkvæmum áhrifum. Varafjármálaráðherra Banda- ríkjanna ræddi fyrirhugaðar að- gerðir Bandaríkjastjórnar í efna hagsmálum. Kom m. a. fram af ummælum hans, að vestra hafa ráðamenn í hyggju að beita sér fyrir skattalækkunum á næsta ári. Tímaritið GOÐASTEINN IJT er komið 1. hefti tímaritsins „Goðasteinn". Af efni heftisins má nefna: Nýtt kvæði eftír séra Sigurð Einarsson í Holti, sem nefnist Páll biskup Jónsson. Ég man þá nótt, æskuminning frá Hjörleifshöfða eftir Kjartan Leif Markússon, Minning um Einar Bergsteinsson klæðskera eftir Þórð Tómasson, Parísarför 1962 eftir Jón R. Hjálmarsson, Úr safni Sighvats í Eyvindarholti (gömul þjóðtrú, lausavísur og endurminn ingar), Eitt sinn átti að gefa Rússum ísland, grein eftir Jón R. Hjálmarsson, Sagnaþættir eftir Þórð Tómasson, grein um skipið Pétursey í Byggðasafninu í Skóg- um, og skemmtisögur skráðar af Önnu Vigfúsdóttur frú Brúnum. Útgefendur og ritstjórar Goða- steins eru Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum. Segjast þeir m. a. í formálsorðum leggja á það meg ináherzlu að bjarga alls kyns þjóð legum og menningarsögulegum fróðleik. — Kápumynd tímarits- ins teiknaði Jón Kristinsson á Lambey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.