Morgunblaðið - 23.01.1963, Page 17

Morgunblaðið - 23.01.1963, Page 17
tt > ; k Vjjl lí 0* MORGUISBLAÐIÐ Miðvikudagúr 23. janúár 1963 1*7 • Vandræði og tjón.- Blaðamenn hafa séð svo um, að flugmyndir hafa fengið á sig folae ævintýra og ofurtækni, sem er að nokkru rétt, einkum eru flugmyndir á dagskrá í sambandi við hertækni, eins og kunnugt er. Okkur hinum fáu, sem með flugmyndir höfum að gera hér á landi, óar við hinni almennu fá- fræði fólks á flugmyndum en þær eru notaðar mikið til ým- issa þarfa, en fáir hafa lagt í Fornminjar og flugmyndir Eftir Viggó Oddsson að fræða fólk um þetta efni. Nú er svo komið að þessi fáfræði og þögn veldur bæði vandræðum og tjóni svo ég vil reyna að bæta nokkuð úr. • í stríði og friði. Flugmyndir eru aðallega tvennskonar: Mælingamyndir og könnunarmyndir, en þær síðari eru m.a. notaðar til hernaðar- þarfa, skemmtunar og fræðiiðk- ana. Ýmist eru notaðar léttar handhægar myndavélar eða stórar myndavélar með miklum aðdráttarlinsum til háflugs, líka eru til mjög hraðvirkar mynda- vélar tíl notkunar í þotur á lág- flugi. í þessum myndavélum eru stundum notaðar innrauðar lins- ur og filmur til að skýra gróður- mörk eða felustaði herja eins og frægt er úr Kúbudeilunni. Að- eins mælingamyndavélar hafa þau gæði til að bera sem með þarf til nútíma kortagerðar en (hernaðarvélarnar eru oft mjög skarpar og hentugar til síns brúks. • Byrjað efst. Innlend kortagerð eftir flug- xnyndum hófst hjá Forverk h.f. árið 1956, en áður voru gerð nokkur mynd-mosaikkort. Hér var strax byrjað á toppinum með beztu fáanlegu tækjum, en hlaup ið yfir millistig þau er eldri kortagerðir urðu að taka. Al- gengasta notkun flugmynda er að fá stækkaða flugmynd af um- beðnu svæði. Fáir.vita að í einni flugmynd eru margar tegundir af skekkjum sem stafa af velt- ingi flugvélar, og þess, að hæð- armismunur lands og húsa mynd- ast sem lengdarmálsskekkja og getur numið um 20% utan um- beðins mælikvarða á milli tveggja punkta. I>essa skekkju er hægt að minnka í mosaik-kortum en iaga að fullu í dýrustu stereo- xnælitækjum til kortagerðar. Flugmynd getur því aðeins ver- ið sem yfirlitsmynd og heimild- artákn, ein sér. • Kort til útflutnlngs. íslenzk kortagerð er ekki toll- vernduð, en vegna réttrar gengis- skráningar eru íslenzk kort nú ódýrari en víðast annars staðar með sambærilegum tækjum og gæðum. Gömul erlend fyrirtæki undirbjóða oft verk til að ná viðskiptum með því að nota gaml ar úreltar vélor og geta oft vél- eð viðskiptavini sína sem lítt þekkja til mælinga, og fá því óöruggari kort en frá nýjum tækjunum sem venjulega eru að- eins í nýrri kortafyrirtækjum. Erlend kortafyrirtæki hafa sótzt eftir að hafa samvinnu við korta- gerðina Forverk h.f. þegar vinna þarf mikil verkefni á skömmum tíma, ef innlend verkefni leyfa elíkt álag, en í Forverk eru beztu taeki til kortagerðar sem fást. • Keisarans föt 1963. Síðan 1956 hefur mikið verið mælt eftir flugmyndum hér á landi t.d. mikið af „Stór-Reykja- vík“, sveitabæir, ár og dalir svo og önnur'byggðarlög. A'll oft fæ ég ný og gömul kort sem þarf að lagfæra eða mæla við. f»ar hefíir gerzt alvarlegur hlutur; handmældu kortin eru undan- tekningalítið ónýt eða næstum ónýt, eins og sýnt er á meðfylgj- andi mynd 1—4. Munar oft 4—6 m hús úr húsi, jafnvel í dýrustu miðbæjarkortum (sjá mynd 3). í mynd nr. 2, er yfir 5 metra hæðarskekkja á handm. kortinu, þar sem skálduð er skeifa í land- ið sem er aðeins bein brekka í útjaðri kaupstaðar. í samskonar kortum er leyfileg og fyrirfram ákveðin skekkja eða hákvæmni mælinga úr 12—1600 m hæð að- eins á stærð við undirskál í hæð og leti, eða sem svarar til þykkt ar teiknibleksins á kortinu. Fyrst er ég sá hinar furðulegu óná- kvæmni handmældu kortanna, varð ég undrandi, en nú er ég undrandi ef ég finn eitthvað sem passar við hið hárfína stereo- líkan sem ég hef fyrir augum af landinu sem teikna skal. Á- nægjulegt er að bæjar og sveita- félög skuli vaða svo í peningum að þau skuli geta keypt keisar- ans föt (kort) í jafn miklu granda leysi og keisarinn í ævintýrinu, þótt vel menntir ráðamenn segi fyrir verkum og kaupum, hald- andi að ævintýrið sé ævintýri. • Sjáðu sjálfur. Það er öllum fyrir verstu að þegja yfir þessu lengur, það lend ir á mér að reyna að lagfæra þessi platkort, og basla við að gera þau nothæf, en það er dýr- ara að gera við ónýtt kort en að teikna nýtt eftir flugmyndum. Mér er það óskiljanlegt hvernig þessar skekkjur verða til, nema þá af hroðvirkni og skorti á virð- ingu fyrir þeim ménningarlega heiðri að vera íalið að skapa sögulegt plagg til uppbyggingar. Hvað um það — þá ættu þessi skrif að vekja næga athygli og aðhald hjá viðkomandi aðilum sem aðhyllast hina gömlu tækni sem ætti að vera jafn góð og stundum betri í stöku tilfellum, einkum í smáverkum. Ég hef stundum verið spurður, hvað ég mundi segja ef einhver segði að myndmældu kortin sem ég geri væru ónýt. Ég mundi segja hon- um að líta í kortavélina og sann- færazt um hve fjarstæðukennd sú fullýrðing sé. Einnig fylgjast erlendir sérfræðingar með gæð- um og nákvæmni mælinga og véla á ákveðnu millibili. Þótt oft hafi verið gerðir leiðangrar til að prófa myndmældu kortin sem hafa verið notuð jafnóðum í athafnalífinu í 6—7 ár, hafa þau staðizt alla gagnrýni með ágætum. • Rústir í Viðey? í sumar fór ég til Viðeyjar, Árni Óla hélt þar fyrirlestur og talaði eins og lifandi segulband, við værum víst enn að hlusta á þann ótæmandi fróðleik ef næg- ar matarbirgðir hefðu verið í eyjunni. Árni sagði m.a. að á Skrauthól hafi verið sléttað yfir margar gamlar rústir sem álitið var að byggðar hefðu verið á mismunandi tímum, sennilega frá upphafi byggðar í eyjunni, ef ég man rétt það er sagt var. Síð ar náði ég mér í flugmyndir af Viðey og tel mig hafa greint marga reglulega ferhyrninga eða garða undir grasbreiðunni sem eru eðlilega mjög ógreinilegir, rissaði ég þá upp til gamans eins og sézt á meðfylgjandi mynd. Væri gaman að athuga þessi gömlu merkilegu bæjarstæði nán ar. Má minna á að í Englandi funduzt víkingaborgir af flug- myndum svo og rústir í Egypta- landi, sandi orpnar. • JarSvegsbreytingar. Vegna sérstöðu flugmynda- tækninnar koma oft fyrir ýmis atvik sem annars ber lítið á, t.d. þegar athugaðar eru mis- gamlar myndir í mælitækjum, sézt oft að mýrar eru misháar eftir því hve mikill raki er í jarðveginum. Fer þetta sennilega mjög eftir því hvernig undirlag mýranna er, og frárennsli. Hef ég mælt margra desim. hæðar- breytingu á mýrum í sérstöku landslagi, þótt fast og þurrara land í kring sé óbreytt í smá- atriðum. Væri fróðlegt að vita hvort þetta fyrirbrigði hefur ver- ið rannsakað, t.d. vegna væntan- legra góðvega. • Fornminjar á filmum. í Belgíu hlustaði ég á fyrir- lestur um verndun fornminja og gamalla húsa ef eldur, stríð eða annað óhapp skyldi eyða þeim. Belgar ljósmynduðu húsin og teiknuðu af þeim kort þar sem allt útflúr, súlur og lögun kom fram og hægt mundi vera að endurreisa húsin í smáatriðum á ný, ef með þyrfti. í París sá ég eftirmynd og líkan af fornu listaverki og hellu með mynd- skreytingu sem unnin var af ljós- myndum, þannig að í stað teikni- borðs með blýanti sem tengt er við mælivélina með myndunum, er notaður slípisteinn sem sverf- ur nákvæma eftirmynd listaverks ins — í þeim mælikvarða sem hentugast þykir. Á sama hátt eru gerð líkön af landslagi t.d. Mt. Blanc, í risastærð. • Fjögur dagsverk. Nú hef ég nefnt nokkur atriði úr myndmælingum, nýrri tækni þar sem uppfinningamennirnir eru í fullu fjöri og stjórna fram- förum og fræðslu. Þar eru fáar gamlar kreddur sem við verð- um að læra af kennurum sem fengu kreddurnar hjá enn eldri kennurum, — „aðeins það bezta er NÆSTUM nógu gott“, segja þeir, og málsháttur framfara og vöndunar — afómaldar — breið- ist út; annað væri stöðnun og afturför. Það er háskalegt ef tæknifróðir menn hætta að fylgj- ast með framförum um leið og embættisprófi er lokið, þá verða þeir „gamlir“ á 10 árum ef ekki er að gert, nefna má dæmi: Ung- ur verkfr. og eldri deildu um hvernig vinna skyldi kort, sá eldri vildi aka út á land með bíl áhöld og mann, til að vinna verk- ið er tæki tvo daga, sá yngri vildi vinna verkið eftir flug- myndatækni og hafði sitt fram, það tók alls um 30 mínútur og miklum fjármunum var bjargað og dýrmætur tími nýttist. Margt fleira mætti segja um þetta mál en einhvers staðar verð ur að enda, t.d. hér. Viggó Oddsson „Tillagan“ flutt í borg- arstjnrn Á SÍÐASTA fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur flutti Guðmundur Vigfússon (K) ennþá einu sinni „tillöguna sína“ um íbúðabyggingar í Reykjavík og fylgdi henni úr hlaði með „ræðunni sinni“. Á eftir var tillagan svo birt á „sínum stað“ í „Þjóðviljan- um.“ Og að sjálfsögðu fékk Guðmundur „svörin sín“ frá Gísla Halldórssyni á borgar- stjórnarfundinum. Þar sem aðeins nokkrar vik ur eru siðan Guðmundur flutti tillöguna sína síðast, gat Gísli auðvitað ekki að þessu sinni miðlað honum miklum fróðleik. Þó þurfti Gísli að fræða Guðmund um það, að fullgerðar íbúðir í Reykjavík á sl. ári hefðu verið 598, en ekki 535, eins og Guðmund- ur hélt fram, þó að hann þætt ist byggja tölu sína á skýrslu byggingafulltrúans í Reykja- vík, en þar kom einmitt skýrt fram, að fullgerðar íbúðir á árinu voru 598! Og þegar haft er í huga, að Guðmundur gekk út frá þessari kórvillu í ræðu sinni, er óþarft að skýra frá framhaldinu. Lítið stóliðjuver hér ekhi hag- kvæmt í NÝÚTKOMNU hefti af Iðnað- armálum birtist m.a. úrdráttur úr skýrslu Mr. C. E. Sims, sérfræð- ings frá Sameinuðu þjóðunum, sem fenginn var hingað í marz- mánuði sl. til að athuga hag- kvæmdi þess að koma á fót hér litlu stáliðjuveri til að hagnýta úrgangsjárn, er Iðnaðarmála- stofnunin hefur um nokkurt skeið unnið að því að rannsaka skilyrði þess. Niðurstaða sérfræðingsins er sú að ekki sé unnt að framleiða á íslandi steypustyrktarjárn á samkeppnisfæru verði við inn- flutt járn miðað við venjulegar aðstæður. Fáanlegt magn úrgangs járns og seljanlegt magn steypu- styrktarjárns á heimamarkaðin- um, sem hlyti að ráða stærð verk smiðjunnar, veiti ekki þann rekstrargrundvöll, sem nauðsyn- legur verður að teljast. Líklegar breytingar á þeim skilyrðum, sem útreikningsforsendurnar miðist við, virðist síður en svo benda til hagstæðari niðurstöðu. Beðið eftir ný]u toll- skranni FLUGFÉLAG fslands hefur að undanförnu íhugað að hefja sérstakar vöruflutningaferðir milli íslands og útlanda með Skymastervél. Á blaðamanna- fundi í gær, sagði Örn O. Johnson að enn hefði ekki orðið neitt úr þessum ráðagerðum vegna þess,. að tollur væri enn reiknaður af samanlögðu vöruverði og farm- gjaldi. Þetta hefði það í för með sér, að óhagkvæmt væri að flytja með flugvélum margs konar varning, sem mikið væri fluttur með flugvélum erlendis. Sagð- ist framkvæmdastjórinn vonast til þess að breyting fengist á þessu fyrirkomulagi, enda væri ekkert réttlæti í því. Tollskráin væri nú til endurskoðunar og kvaðst hann vona, að einhver leiðrétting yrði gerð hér á. Ef svo yrði, þá mundi Flugfélagið hefjast handa í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.