Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 8
e M OP C.V iv n r á m o T>riðjudagur 12. febrúar 1963 Bændur hafa fengiö vext- ina borna upp TÖLUVERÐAR umræður urðu í efri deild í gær um frumvarp nokkurra framsóknarmanna um breytingar á lögum um Stofn- lánadeild landbúnaðarins og tókst ekki að ljúka þeim, áður en venjulegur fundartimi deildarinn ar rann út. Hækkun á framlagi rrkissjóðs og fieira. Páll Þorsteinsson (F) fylgdi frumvarpinu úr hlaði. En í því er lagt til, að framlag ríkissjóðs verði hækkað i 30 millj. kr., en niður falli framlag bænda og neytenda til deildarinnar. Þá skuli ríkissjóður greiða vaxta- halla landbúnaðarsjóðanna. Vext ir af lánum til íbúðarhúsa skulu lækka í ZVz% og af öðrum lán- um Stofnlánadeildarinnar í 4%. Þá er og lagt til, að niður falli það lagaákvæði, að erient láns- fé Stofnlánadeildarinnar megi ekki endurlána til vinnslustöðva og vélakaupa nema með gengis- ákvæði. Mundi grafa undan deildinni. Magnús Jónsson (S) benti á, að hér væri ekki um nýjar til- lögur að ræða heldur einungis endurflutning þeirra breytingar- tillagna, sem fluttar voru við um- ræður um frumvarp um Stofn- lánadeild landbúnaðarins á sl. vetri. Sér hefði því miður virzt PÞ með málflutningi sínum grafa undan stofnlánadeildinni. Bæði leggi hann tii, að í senn verði miklar tekjur teknar af deild- inni og vextir lækkaðir verulega, svo að hið aukna framlag ríkis- sjóðs mundi koma að litlu haldi, þar sem það múndi að verulegu leyti fara til þe9s. að greiða nið- ur vaxtahalla. Henni mundi því veitast seint að byggja sig upp og yrði að notast við lánsfé til að halda áfram starfsemi sinni. Áður hefði verið á bent, hver óhöpp leiddu af þeim erlendu lán tökum, sem tekin voru til lána- sjóða landbúnaðarins og gripa varð til vegna þess lánsfjárskorts, sem þá var hér innanlands. Með þessu frumvarpi er þessari stefnu fylgt, að starfsemi Stofnlánadeild arinnar byggist algjörlega á láns fjármarkaðinum innanlands. — Ef hann þrýtur, yrði enn á ný að grípa til er- lendra lántaka og gæti þá eng inn ábyrgzt, að ekki kæmi til gengisbreytingar sem eingöngu er komið undír þvi hver þróun efna hagslífsins er á hverjum tíma Sagði alþingismaðurinn, að þetta yrði að harma. Með þessu væri ekki að því stefnt að efla uppbyggingu íslenzks landbúnað ar og þeir, sem þessu fylgdu horfðu ekki með raunsæi á hlut- ina. Aldrei væri vinsælt að leggja á nýja skatta og því gæti verið að framsóknarmenn teldu hyggi- legt og heppilegt að snúast önd verðir gegn uppbyggingu stofn- lánadeildarinnar og vera á móti framlagi bænda og neytenda, en láta ríkissjóð þar á móti greiða 30 millj. á ári. Það væri einföld lausn og miðað við fjármálastjórn Gunnars Thoroddsen gæti verið, að ríkissjóði munaði ekki svo mjög um 30 millj. En meðan Ey- steinn Jónsson var fjármálaráð- herra var 4 millj. kr. framlagið aldrei hækkað, þótt sýnilegt hefði verið að það hrykki ekki til að standa undir rekstrarhalla sjóð- anna. Kvaðst hann harma það, að framsóknarmenn tækju ekki höndum saman um uppbyggingu deildarinnar eins og er nú, þar sem þar hefði bæði verið skyn mundi verða bændum til mikill- ar giftu. Þar hefði hin eina leið verið farin, sem hægt var að fara án þess að hún drægi dilkt á eftir sér. Með frumvarpi sínu legðu framsóknarmenn til, að framlag ríkissjóðs hækkaði í 30 millj. en önnur framlög féllu niður. Þess yrði að gæta í því sambandi, að það eru til aðrar stofnlánadeildir, sem einnig telja sig hafa sinn rétt til ríkisfram- lags. Iðnlánasjóður fær 2 millj. kr. fast framlag úr ríkissjóði, Fiskveiðasjóður einnig að öðru leyti koma framlög til hans frá útvegsmönnum og sjómönnum. Þeir möguleikar, sem voru á að hækka framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar landbúnaðarins sl. ár byggðust ekki hvað sízt á því, að aðrir aðilar lögðu þar á móti. Mundi éta upp framlag ríkissjóðs til deildanna. Þá sagði alþingismaðurinn, að sér mundi þykja fróðlegt að heyra svör Eysteins Jónssonar, ef hann væri fjármálaráðherra, við þeim tillögum framsóknarmanna, sem fram hefðu komið um lækk- un vaxta og afnám tolla. Slík mál væri ekki hægt að taka svo einfaldlega, þar sem ákvörðun vaxtafótarins væri einn megin- þáttur þeirrar fjármálastefnu, sem rekin væri á hverjum tíma og varðaði ekki aðeins bænda- stéttina heldur allan almenning í landinu. Ljóst væri, að þess er enginn kostur að lækka vexti Stofnlánadeildar landbúnaðarins umfram vexti annarra stofnlána- deilda. Og sízt meðan hún verð- ur að taka önnur lán með miklu hærri vöxtum, og tvöfalt hærri, f vaxtafótur sá, sem er í frum- varpinu, yrði samþykktur. Mundi slíkt væntanlega éta að verulegu leyti upp framlag ríkissjóðs til deildarinnar. En hins vegar sköpuðust möguleikar til lægri vaxta, án þess að stefna fjárhags afkomu deildarinnar í voða, en hún eignaðist svo mikið eigið fé, að hún yrði ekki háð hinum almenna lánamarkaði. Loks lagði alþingismaðurinn á herzlu á, að með einlægni þyrfti að kryfja þessi mál til mergjar og m. a. koma í veg fyrir, að bændur 'söfnuðu lausaskuldum á ný. Það leiddi ekki til farsældar að hafa slík mál að áróðurs- og kosningamáli. víslegum tillögum frá framsókn- armönnum um útvegun aukins fjármagns til alls konar fram- kvæmda með hagstæðum kjörum. Á þessu þingi hefðu komið fram tillögur um aukið fé til raforku- framkvæmda, vegamála, til hús- næðismála og jafnvel til rekstrar lána o. s. frv. Ef hér væri aðeins um nokkra tugi milljóna að ræða, mætti segja, að það væri auðvelt að leysa það. En hitt væri öllum ljóst, einnig framsóknar- mönnum, að ekki er hægt að auka í einu fram lög til allra hugs anlegra fram- kvæmda, nema fjármagn í land- inu aukist í heild og í þá átt gæti Alþingi aðeins haft óbein áhrif. Aukin fjármagnsmyndun getur orðið með tvenns konar hætti, erlendum lántökum og auknu sparifé. Kvaðst hann ælta, að ekki sé ágreiningur um, að möguleikar til erlendra lántakna séu mjög takmarkaðir, enda hefði EJ bent á, að erlendar lántökur hefðu aldrei numið nema litlu broti af fjárfestingunni í heild. Þá væri á það að líta, hverjir möguleikar væru til að útvega aukið fjármagn í Igndinu sjálfu, sem hægt yrði að veita til fjár- festingar í landbúnaði e'ða ann- arrar fjárfestingar. Ekki þýddi að setja lög um, að Seðlabankinn legði fram aukið fé, því að fjár- magnsmyndunin færi að mjög takmörkuðu leyti fram þar og yrði því jafnframt að sjá honum fyrir fjármagni. Þá þýddi og lít- ið að setja lög um lánsfé með svo og svo lágum vöxtum. Við höfum ótal dæmi um, að árang- ur slíkrar löggjafar er lítill. Fyrir allmörgum árum var t.d. sett löggjöf um, að veita skyldi fé til uýbygginga á óræktuðu landi, sem engir vextir skyldu greiðast af og vera til 50 ára, sem óneitan lega voru glæsileg lánskjör. En á þeim árum, sem síðan eru liðin, hefur aðeins tekizt að afla 82 þús. kr. í þessu skyni. Þá vék alþingismaðurinn að því, að þær tillögur sem fram- sóknarmenn hefðu flutt, hefðu yfirleitt verið til að draga úr aukinni fjármagnsmyndun. Þann ig hefðu framsóknarmenn í neðri deild lagt fram frumvarp um að lækka almenna vexti um 25% og vexti á veltiinnlánum um 50%. Enginn ágreiningur væri um, að slík ráðstöfun drægi úr vaxta- tekjunum, sem öðrum tekjum fremur væru tekjur til sparnað- ar, þá mundi hún og draga úr sparifjáraukningunni. Hún mundi því verða til þess að fjármagns- myndunin í landinu minnkaði og mundi því breikka bilið milli lánaaukningarinnar annars vegar og möguleikanna til að koma til móts við lánakröfurnar hins veg- ar. Krafa bænda tekin að fullu til greina. Magnús Jónsson (S) tók í upfi hafi máls síns fram, að það væri misskilningur hjá PÞ, að hann hefði sagt, að Framsóknarflokk- urinn hefði ekkert gert fyrir stofnlánadeildina. Hann hefði einungis bent á óhöppin, sem leiddu af erlendu lántökunum. Hins vegar benti hann PÞ á, að þessi löggjöf hefði þá fyrst byrj- að að hafa verulega þýðingu, er hún var endurskoðuð í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá benti hann á, hve fráleitt það væri hjá PÞ að reikna vexti af lánum með framlögum bænda. Sá, sem fengi lán, yrði að greiða vexti af því. Óeðlilegt væri þvi að taka þá með framlögum bænda, þótt þeir hafi hækkað, enda ekki þar með sagt, að vaxtabyrði bænda hafi aukizt. Vextir í verðlagsgrundvellinum námu 8.188 kr. 1958, en 1962 var vaxtaupphæðin 24.792 kr. og var krafa bænda þá tekin að fullu til greina. Sýnir þetta, að bændur hafa fengið uppi borna hina háu vexti. Rannsóknastofnanir ieysi Atvinnudeildina af hdlmi Ber hag deildarinnar fyrir hrjósti. Páll Þorsteinsson (F) kvað það hafa komið fram í ræðu MJ, að framsóknarmenn hefðu ekkert gert fyrir sjóði landbúnaðarins. Þeir hefðu þó stofnað lánasjóð- ina í upphafi og ávalt borið hag þeirra mjög fyrir brjósti. Er vinstri stjórnin fór frá, hefðu sjóðirnir ekki verið búnir að tapa nema 2 millj. kr. vegna yfir færslugjaldsins og þess vegna engar hliðarrástafanir verið gerð ar. Þá kvaðst hann ekki vita bet ur en það væri á valdi Alþingis að hækka framlag ríkissjóðs til stofnlánadeildarinnar og lagði á- herzlu á, að samkvæmt núgild- andi lögum um deildina mundi eigið fé hennar nema 953 millj 1957, þar af greiddu bændur 618 millj. kr. með vöxtum. En vext- irnir væru hornsteinn bygging arinnar og þeim væri breytt, rið aði byggingin til falls. Byggir á aukinni fjármagns- myndun. Ólafur Björnsson (S) kvaðst telja, að fullt tilefni hefði gef- izt til nokkurra ábendinga um lánamálin í heild, þar sem frum- varpið væri aðeins einn angi í víðtækri tillögugerð framsóknar- manna um þau mál. Eh bæði á þessu þingi og undanförnum GYL.FI Þ. Gíslason gerði í gær grein fyrir. frumvarpi ríkisstjórn arinnar um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sem vísað var til 2. umræðu og nefndar. HEFUR STUÐLAÐ AÐ STÓRAUKNUM AFKÖSTUM Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, flutti mjög' ítar- lega ræðu um frumvarpið og þá starfsemi, sem farið hefur fram á vegum Atvinnudeildar háskól- ans og þá miklu þýðingu sem slík starfsemi hefur. En auk þess sem hún hefur mjög bætt þekk- ingu okkar á mikilvægum atrið- um í sambandi við þjóðarbúskap inn, hikaði ráðherrann ekki við að segja, að rannsóknarstarf- semin hefði s t u ð 1 a ð mjög að aukn- um afköstum ís- lenzkra atvinnu vega og þá um leið svo mikilli aukningu þjóð- arframleiðslunn ar, að þar sé um að ræða marg ingur og Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor. Síðan 1960 hefur mál þetta verið til rækilegrar athug- unar hjá ríkisstjórninni og ýms- um aðilum. í ljós kom að tals- vert skiptar skoðanir voru meðal íslenzkra vísindamanna á ýms- um mikilvægum atriðum í skipulagi rannsóknarmálanna. — Var þess vegna efnt til sérstakr- ar ráðstefnu um framtíðarskip- an raunvísindarannsókna á ís- landi og var hún þaldin í Háskóla íslands í ágústmánuði 1961. Sátu þessa ráðstefnu nær allir íslenzk raunvísindamenn og ýmsir embættismenn, sem um þessi mál fjalla. Hefur í frumvarpi því, sem fyrir liggur, verið reynt að hafa hliðsjón af þeim sjónar- miðum, sem þar komu fram og menn voru yfirleitt sammála um. Frumvarpið er að mestu leyti í samræmi við frumvarp meirihluta atvinnumálanefndar. samlega og hyggilega að farið og þingum hefði rignt yfir marg- faldar þær fjárhæðir, sem rann- sóknarstarfsemin hefur kostað Megi því áreiðanlega með sanni segja, að fé það, sem varið hefur verið á undanförnurh áratugum til íslenzkrar rannsóknarstarf- starfsemi í þágu atvinnuveg- anna hafi bbrið margfaldan á- vöxt og vafasamt, að nokkru opinberu fé á íslandi hafi verið betur varið en því, sem veitt hef- ur verið til íslenzkra rannsókn- arstofnana. TÖLUVERT SKIPTAR SKOÐANIR MEÐAL VÍSINDAMANNA Rakti ráðherrann síðan að- draganda frumvarpsins, en um árabil hefur verið unnið að end- urskoðun á gildandi lögum úm rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna og unnu einkum að þeirri endurskoðun Steingrímur Her- mannsson verkfræðingifr, Jó hann Jakobsson efnafræðingur, Már Elísson hagfræðingur, Runólfur Þórðarson verkfræð- I RANNSÓKNARRÁD RÍKISINS í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir, að Rannsóknarráð ríkisins verði ráðgjafarstofnun, sem vinni að eflingu hagnýtra rannsókna í landinu, en einnig að eflingu undirstöðurannsókna, að því leyti sem þau verkefni eru eigi í höndum Háskóla íslands og þá jafnan í fullu samráði við hann. Aðalverkefni Rannsóknarráðs ríkisins eiga að vera efling og samræming hagnýtra rannsókna og undirstöðurannsókna í land- inu. Það á að hafa samráð við hinar. ýmsu rannsóknarstofnanir og fá sem gleggsta yfirsýn yfir alla rannsóknarstarfsemi í land- inu og gera tillögu til úrbóta, ef það telur rannsóknarstarfsemina ófullnægjandi, rannsóknarskil- yrðin ófullkomin eða markvert rannsóknarverkefni vanrækt. Þá á ráðið að hafa með hönd- um athuganir á nýtingu náttúru- auðæfa landsins til nýrra at- vinnuvega og atvinnugreina, gera tillögur um framlög ríkis- ins til rannsóknarmála og fylgj- ast með ráðstöfun opinberra fjárframlaga til þeirra rann- sóknastofnana, sem lögin taka til o. s. frv. Verkefni rannsókna- ráðs verða þannig fyrst og fremst í því fólgin að vera ráð- gjafi ríkisstjórnar og Alþingis i rannsóknarmálum. Gert er ráð fyrir, að rannsóknarráðið verði skipað 17 mönnum og eru þeir fulltrúar atvinnuvega, Seðlabank ans, Háskólans og Alþingis. Ráð- ið skal vera ólaunað, en kjósa fimm manna framkvæmdanefnd úr sínum hópi. ATVINNUDEILD HÁSKÓLANS VERÐI LÖGÐ NIÐUR f frumvarpinu er gert ráð fyr- ír, að á vegum ríkisins skuli starfræktar þessar rannsóknar- stofnanir: Hafrannsóknarstofnun in, Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins, Rannsóknarstofnun land búnaðarins, Rannsóknarstofnun iðnaðarins og Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins. Megin- breytingin frá ríkjandi skipulagi er sú, að Atvinnudeild Háskól- ans verði lögð niður. Hafrann- sóknardeildin kemur í stað fiski- deildar, Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins kemur í stað rann- sóknarstofu Fiskifélags íslands o. s. frv. Gert er ráð fyrir, að hver rannsóknarstofnun verði sjálfstæð ríkisstofnun, sem heyri undir hlutaðeigandi ráðuneyti. Rannsóknarráð á engin afskipti af hafa af stjórn rannsóknar- stofnananna, hins vegar er hverri þeirra fengin sérstök stjórn og auk þess gert ráð fyrir skipun ráðgjafarnefndar við stofnan- irnar. Eysteinn Jónsson (F) og Elnar Olgeirsson (K) lögðu báðir á- herzlu á nauðsyn slíkra rann- sókna í þágu' atvinnuveganna. Voru þeir ánægðir með frum- varpið. Eysteinn kvaðst þó ekki láta skoðun sína í ljós um ein- stök atriði, en Einar taldi sumt betur mega fara, en var sáttur með annað. HINN 5. febrúar 1963 sæmdl forseti íslands Gunnlaug E. Briem, ráðuneytisstjóra stjörnu stórriddara hinnar íslenzku fálka orðu, fvrir embættisstörf- (Frá orðuritara).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.