Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVJvnr. a ðib Laugardagur 6. aprxl 196* Mjólkurframle iðslan jókst um 5,5 af hundraði Frá aÖalfundi Mjólkursamsölunnar AÐALFUNDUR Mjólkursamsölunnar var haldinn mið- vikudaginn 3. þ. m. Sátu hann fulltrúar frá öllum mjólkur- samlögunum á sölusvæðinu, ásamt stjóm og forstjóra fyrirtækisins. • Formaðurinn, Sveinhjöm Högnason, flutti yfirlit um störf og framkvæmdir stjórnarinnar, en forstjórinn, Stefán Bjömsson, lagði fram ársreikninga, skýrði þá og flutti skýrslu um reksturinn á árinu. Innvegið mjólkurmagn á öllu sölusvæðinu var 51.960.286 kg. og er aukning frá fyrra ári 2.702,497 kg. eða 5,49%. Sala neyzluimijóllkur nam 30.854.788 ltr. og haíði aukizt uan 1.623-304 Itr. eða 5,56%. Neyzluimijólikin var 61,22% af heildarmijólkinni. Af rjóma seldixst 828.513,5 Itr. og var söluaukning 6.687.5 Itr. eða 0,82%, og aJ skyri seldust I. 350.656 kg og var söluauknin.g II. 614 kg. Auk þess seldi Mjólk- samsalan nokkurt magn aí ýms um öðrum mjólkurvörutegund- um. Mjólkursamsalan seldi mjólk og mjólikurvörur í samtals 813 útsöiustöðum á árinu og fasit starfsfólk hennar var í árslok 418 manns. - Samkjvæmt endanlegu upp- Hinn dinsnr- mnðurinn fundinn Á ÁTTUNDA tímanum í fyrrakvöld var handtekinn sá árasarmannanna, sem enn var ófundinn, og réðist á Guð- mund Sören Kristinsson há- seta, og rændu hann og mis- þyrmdu. Sitja nú báðir árásarmenn- irnir í varðhaldi og er mál þeirra í rannsókn. gjöri - Mjólikursaímsölunnar eru líkur til að mjóikursiaimlögin á sölusvæði hennar geti að þessu sinni greitt bændum grundvail- axverðið fyrir mjólkina, en þó fá vinnsluibúin, Mjólkunbú Flóa- mianna og Mjólkursaml'agið í Borgarnesi, nokkira aðstioð til þess úr Verðmiðlunarsjóði. Úr stjóm áttu að ganga Ólaf- ur Bjarnason í Brautarholti og Sigurgrímur Jónsson í Holti og voru báðir endurkjömir. Aðrir í stjóm eru: Sveinibjöm Högnason, Breiðabólstað, Einar Ólafsson, Lækjarfivammi og Svenrir Gfelason, Hvaimimi. Fyllsta öryggis gætt á Reykjavíkurvelli — segír flugmaSastjóri „ÞAÐ er ekki teflt á tæpasta vaðið með starfrækslu Cloud- master-vélanna (DC-6b) á Reykjavíkurflugvelli. Hér hafa verið erlendir sérfræðingar, fær- ustu menn á sínu sviði. Niður- stöður þeirra benda ótvírætt í þá átt, að fyllsta öryggis sé gætt í hvívetna hér á flugvellinum“, sagði Agnar Kofoed Hansen, flug málastjóri, á fundi með blaða- mönnum í gær. „Mér dytti ekki í hug að sitja stundinni lengur í þessu sæti, ef ég væri vísvitandi að stofna lífi fólks í hættu hér á flugvellinum", bætti hann við. Flugmálastjóri boðaði til þessa jfundar vegna blaðaskrifa um REYKJAVIK HAFNARFJöRþUR' Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans, því að það hefur komið beint og óbeint fram í skrifum, að flug um Reykjavíkurflugvöll stofni lífi og limum farþega og borgarbúa í hættu eins og flug- málastj. komst að orði. Sagði hann, að meðal þeirra, sem ritað hefðu um þessi mál, hefðu verið menn í ábyrgðarstöðum hjá báð um flugfélögunum. Að gefnu til- efni hefði Flugráð því sent for- stjórum beggja flugfélaganna orð sendingu þar sem spurt hefði- verið hvort fyllsta öryggis væri ekki gætt í rekstri viðkomandi félaga. Loftleiðir hafa svarað, að þar sé farið eftir öllum settum regf- um, en enn höfum við því miður ekkert heyrt frá Flugfélaginu, sagði Agnar Kofoed Hansen. Hins vegar sagði hann, að einn af sér- fræðingum bandarísku flugmála- stjórnarinnar hefði verið hér fyrir rúmu ári og gert víðtæka rannsókn, bæði á rekstri flugfé- laganna og aðstöðu á flugvellin- um, sérstaklega með tilliti til Cloudmastervéianna. Var þessi rannsókn framkvæmd að tilhlut- an flugmálastjórans. Niðurstaða hins bandaríska sérfræðings, sem flugmálastjóri telur einn hinn færasta á sínu sviði, var sú, að hváð snertir öryggisreglumar sé ekki ábótavant í neinu hjá flug- félögunum — og flugvöllurinn þoli það, sem lagt er á hann. Hleðslu Cloudmastervélanna sé haldið innan ákveðinna takmarka /•ífc é&o. ácb Mikil síldveiði GÓÐ SÍLDVEIDI var í gær og Hafrún 886 tunnur; Skarðs- fékkst öll veiðin á Hraunsivík. vík 818; Guðmundur Þórðarson Kortíð sýnix veiðisvæðið. 600; Pétur Sigurðsson 322; Jón á Hingað til Reykjavíkur komu í Staþa 656; Súlan 1336; Stein- gær eftirtalin skip: grímur trölli 477; Stapafell 1040. Sjálfstœðisfólk! munið Varðarkaffið í Valhöll í dag kl. 3—5 e.h. þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Flugmálastjóri gat þess enn- fremur, að vegna endurtekinna blaðaskrifa hefði hann farið þess á leit við Alþjóða flugmálastjórn- ina, að hún sendi sérfræðinga sína hingað til þess að gera at- huganir á vellinum. Eru nú vænt anlegir tveir sérfræðingar, annar í öllu, sem lýtur að flugvalla- gerð, hinn í flugi, og koma þeir 17. apríl nk. Fjölyrti flugmálastjóri um blaðaskrifin og sagði, áð ýmsir hefðu tekið alldjúpt í árina. Eink um vék hann að skrifum Brands Tómassonar, yfirmanns véladeild ar flugfélagsins, og sagði, að ef forystumenn Flugfélagsins vildu skrifa undir fullyrðingar Brands, þá ætti Flugfélagið skilyrðislaust að hætta að nota Reykjavíkur- flugvöll strax í dag. Það væri vissuleg rétt, að margt mætti endurbæta á Reykjavíkurflug- velli. En til þess skorti fé — og meðan jafnerfiðlega gengi að afla fjár til brýnustu þarfa flugsins, þá þýddi lítið að ráðgera bygg- ingu nýs flugvallar. Sagði hann, að fjárskorturinn væri slíkur, að þörf væri algerrar stefnubreyt- ingar í þessum efnum. Öryggis- tæki, tugmilljónaverðmæti, sem Bandaríkjamenn hefðu lánað okkur endurgjaldslaust, hefðu legið árum sanrian vegna þess að ekki hefði einu sinni verið fé fyrir hendi til þess að setja tæk- in upp — og er uppsetningar- kostnaðurinn aðeins brot af kostn aði tækjanna. Þess vegna, sagði flugmála- stjóri, get ég ekki betur séð en vonlítið sé að tala um byggingu nýs flugvallar. Vissulega vseri bezt að fá nýjan flugvöll, senni- lega helzt á Álftanesi, því ég tei með öllu ófært að flytja alla flugstarfsemi okkar til Kefla- víkurflugvallar. Það yrði Flug- í A NA /5 hnutor [ / SV50hnútar H Sn/óíemo • ÚSl-M* 7 Skúrir Z Þrumur 'Wz, KMaakit Hi/rtM H Hmt L i Lmti Veðurblíðan í gær var jafn vel meiri en áður á einmánuði 14 stiiga hiti á Akureyri kl. 14 sunnan gola og sólskin, en 10 stig í Raykjavík. Hæðin fyrir SA land lofar nokkru framhaldi á þessu veðri, og getur slík einmunatíð ekki tal izt vítaverð. Enn er hins veg ar kuldatóð við Eystrasalt, 3 stig í Stokkhólmi. HER GETUR að lita glæsileg asta vinning happdrættis DAfe á næsta ári, en það er einbýl ishús við Sunnubraut 40 í Kópavogi, ásamt Volkswagen bifreið í bílskúr og með frá- genginni lóð. DAS er nú að byrja 10. starfsár sitt. Vinningum er nú f jölgað úr 1200 í 1300 eða úr 100 í 150 á mánuði.. Fjórar bifreiðir verða mánaðarlega sem vinningar, ýmist valdar af happdrættinu eða vinnend um sjálfum. Tala utgefinna miða verður óbreytt. Heildarverðmæti vinn inga verða 23)4 milljón króna á árinu. félaginu, sem tapar milljónum árlega erfiður baggi. En það er sjálfsagt að kanna kostnaðarhlið málsins, athuga hve mikið það mundi kosta að gera flugvöll á Álftanesi. Fyrst um sinn sé ég ekki annað en notast verði við Reykj avíkxxrf lugvölk Hrökk útbyrðis og varð ekki meint af Keflavík 5. apríl. ÞAÐ óhapp skeði sl. miðvikudag er vélbáturinn Andri úr Kefla- vík var að leggja netin, að kúlu strengur vafðist utan um hendi eins hásetanna og kippti honum útbyrðis. Strax tókst að stöðva rennsli strengsins í sjóinn og tók báturinn síðan aftur á og var hægt að ná hásetanum inn, án fyrirhafnar. Honum varð ekki meint af volkinu. hsj. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags ísfirðinga ísafirði, föstudag. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags ísfirðinga var haldinn í gær. Fór þar m. a. fram stjórnarkosning. Formaður var kosixm Bárður Jakobsson lögfræðingur en aðrir stjórnarmenn þeir Samúel Jóns- son, Kristján Guðjónsson, Hall- dór Gunnarsson og Júlíus Helga- son. Þá voru einnig kosnir menn I fulltrúaráð flokksins og full- trúar á Landsfund Sjálfstæðis- f lokksins. •Rætt var um stjómmálavið- horfið og kom fram eindregina stuðningur við stefnu Viðreisn- arstjórnarinnar og vilja til þesa vixma sem ötullegast að sigri Sjálístæðisflokksins í alþingis- kosningunum í sumar. --------------- a Blaðamenn AÐALFUNDUR Blaðamannafé^ lags Islands verður haldinn 2L apríl. Dagskrá; VenjuLeg aðal- fundarstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.