Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 6
6 r MORCVISBLAÐID Laugardagur 6. apríl 1963 Tvær nýjar bækur frá AB „Hvíta-IMíl“, eftir Alan Moorhead „Stormar og stríð‘% eftir Benedikt Gröndal, alþm. ÚT eru komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir apríl og maí. Apríl-bókin er Hvíta Níl eftir hinn víðkunna ástralsk-enska rithöfund Alan Moorehead í þýðingu Hjartar Halldórssonar, en maí-bókin Stormar og stríð — Um ísland og hlutleysið eftir Benedikt Grön- dal alþingismann. Hvíta Níl er í senn trúverðug Og listræn frásögn af einhverjum viðburðaríkustu og örðugustu landkönnuðum, sem sögur fara af, — könnun Mið-Afríku og leit inni að upptökum Nílar. Land- könnuðum þeim, sem þarna voru að verki, mættu slíkar torfærur og þrengingar, að eftir á finnast okkur þeir höfði hærri en flestir aðrir landkönnuðir, og er þá mikið sagt. Þeir hver öðrum meiri: Kichard Burton, hinn ævin týraþyrsti lærdómsmaður; her- maðurinn Speke, en gátan um dauða hans er óráðin enn í dag; Samuel Baker, óbugandi hetja, og fagra ungverska eiginkonan hans hinn mikli biblíufróði Liv- ingstone; Stanley, blaðamaðurinn hugrakki Gordon, sem kemur úr norðri og hlýtur hörmulegan dauð daga, sem lýst er miklum skiln- ingi; þýzki vísindamaðurinn Emin — einna minnst þekktur, en þó í ýmsu athyglisverðastur þeirra allra; og loks Kitchener, sem hefnir Gordons og opnar stór fljótið Níl. Alan Moorehead hefur hina Stórbrotnu frásögn sína árið 1856, þegar Burton og Speke hverfa hinum menntaða heimi í tvö áir. Og henni lýkur-árið 1900, en þá er Níl í fyrsta sinni opin leið og kunnug frá upptökum til ósa. Á þessu tímabili á sér stað þrot- laus barátta við villta aettflokka, sjúkdóma, þrengingar og hungur. Við kynnumst hinum sérkenni- legustu ættarhöfðingjum, — og síðast, en ekki sízt þrælasölunni og skelfingum hennar. ...með kvöldkaffinu ÞÉB getið lesið Morgunblað- ið með kvöldkaffinu í Kaup- mannahöfn. Faxar Fiugfélags Islands lcnda nú fimm sinnum í viku á Kastrupflugvelli í Kaup- mannahöfn. Með hverri flug- vél kemur Morgunblaðið, og það er samdægurs komið í blaðasölutuminn í Hoved- banegárdcn við Ráðhústorgií. Fátt er ánægjulegra en að lcsa ný blöð að heiman. begar maður er á ferð eða dvelst erlendis. Stormar og strið fjallar um eitt höfuðatriði ísienzkra utanríkis- mála — hvort ísland eigi að verða eða geti verið hlutlaust í sam- skiptum þjóða. Þetta vandamál er rakið aftur í tímann, kannaðar rækilega ís- lenzkar og erlendar heimildir-um afstöðu erlendra ríkja til lands- ins á þessari öld og þó einkum í síðari heimssyrjöldinni og eftir hana. Þá er gerð grein fyrir af- stöðu íslendinga til hlutleysis bæði fyrr og nú og vandamálin síðan rædd eins og þau blasa við nútímanum. Efniviður í bókina hefur verið dreginn víða að, enda kemur hér fjölmargt fram, sem almenningi hefur verið ókunnugt um áður. Á það einkum við um ýmsa at- burði síðari heimsstyrjaldarinn- ar — en af bókinni fæst glögg vitneskja um, hvernig og hversu mikið íslands var á dagskrá þau ár meðal erlendra stjórnmála- manna og hershöfðingja og hvert hlutverk íslands raunverulega var í þessum heildarleik. En þungamiðja verksins er af- staða Islands nú á dögum. Rakið er, hver öfl eru að verki hér í þessum málum og valda um þau hatrömmum deilum. Sýnir höf- undur fram á, hvað raunveru- lega standi að baki hinum ólíku sjónarmiðum og leggur dóm á misjafna hollustu þeirra við ís- lenzka hagsmuni. Bækumar hafa verið sendar umboðsmönnum AB út um land, en félagsmenn í Reykjavík geta vitjað þeirra í afgreiðslu AB, Austurstræti 18. MÁNAFLAUGIN Moskvu, 4. apríl — (NTB) — MÁNAFLAUGIN sovézka mun á morgun koma í nánd við mán- ann. Ekki mun flaugin þó lenda þar, að því er hermir í fréttum frá yfirstjórn geimvísinda. HEFJA VINNU Á NÝ París, 4. apríl. — (NTB) — VERKFALLI kolanámumanna var opinberlega aflýst í kvöld, er samtök þeirra lýstu því yfir, að námamennirnir mundu alíir hverfa til vinnu sinnar í fyrra- málið, föstudag. * Ljósmyndari Mbl. Ó. K. M. skrapp um borð i togarann EgU Skallagrímsson í gærdag, skömmu áffur en hann lagffi af staff í veiffiferff, og tók þessa mynd af skipshundinum, en hann heit- ir Kátur og er af SchaferskynL f DAG birtum við fyrst og fremst þakkir frá þeim sem ánægðir eru með árangur af skrifum Velvakanda og öðru er betur fer, að þeirra dómi. Okkur finnst þetta skemmtileg tilbreyting frá nöldrinu. • Sátt við mjólkur- hyrnur og útvarp. Kæri Velvakandi! Á síðast liðnu hausti flutti ég norðan úr landi og komst í dag lega snertingu við ýmislegt sem rætt er og gagnrýnt í þínum bráðnauðsynlega pistli svo sem mjólkurhyrnur. Mér finnst á- stæðulaust að skamma þær alla tíð, þær taka jú pláss í töskum og ísskápum og stundum bila þær á hornunum, en af hverju er ekki hægt að losa þær í hent ug lokuð ílát áður en þær eru settar inn í skáp? Mjólkin er svo miklu betri í þessum umbúðum að það hlýtur að vega upp á móti óþægindunum'. En ég hef undrast það mikið hvers vegna súrmjólkin er ekki dag-stimpl- uð, það væri full ástæða til þess, þá fengi maður hana ekki að- skilda af súr og óætá, það eru mikil viðbrigði fyrir þá, sem hafa keypt súrmjólk á Akur- eyri og skyrið þar er líka betra, hvoru tveggja eins og aðrar fæðutegundir, miðað við það sem fæst hér. Svo er það blessað útvarpið, ef allir þeir sem hlusta á út- varpið að staðaldri og hafa af því sanna ánægju, létu til sín heyra, þá færi lítið fyrir skamm arbréfunum, sem alltaf eru áð birtast annað slagið og hljóta að vera frá fólki, sem hlustar mjög lítið á útvarp og senni- lega með ólund. þar að auki yfir að geta ekki heldur gert eitt- hvað annað, sem því finnst meira spennandL Með beztu kveðju. Ein aff norffan. • Þakkir frá pestarhverfisbúa. Kæri Velvakandi! Alúðarþakkir fyrir birtingu pest arhverfistilskrifa minna til þín, og að lokum aðeins þetta. — Viltu færa Jónasi hjá Kletts- verksmiðjunni árnaðaróskir min ar og þakkir fyrir upplýsingarn ar um ákvörðun byggingar tilhlökkunar efni að framunéfán himnastrompsins mikla (og kær komna) í maí. Það er vissulega er sumar, með óspilltum vænt anlegum góðviðrisdögum, hér i nágrenni verksmiðjunnar. Að fengnum þessum upplýsingum, verður án efa hugsað með meiri hlýju til verksmiðjunnar af íbú um nágrennisins, eiqfcum þó, þegar að því kemur, að stromp urinn mikli kemst raunverulega í gagnið. Það er vissulega mikils vert og umtalsvert að nú skuli það hafa verið staðfest af Jón- asi, að hann er ekki aðeins á- kveðinn í því efni að gera verk- smiðju sína að efnahagslegu þjóðþrifafyrirtæki, sem áður var kunnugt, heldur einnig að fyrirmyndarfyrirtæki um þrifn að og snyrtimennsku. — Ef vel tekst, legg ég til að Fegrunar- félagið hafi augun hjá sér, þegar á næstu árum verður úrskurð- að, hvaða fyrirtæki skuli hljóta viðurkenningu fyrir beztan árangur í þessu efni. — Með endurteknu þakklæti. P estarhv erfisb úi. • Kirkjuvörður svarar Vegna tilmæla frá foreldrum, sem um þessar mundir eru að láta ferma böm sín og hafa borið sig upp við Velvakanda, sem segir umkvörtun hafa kom- ið frá fólki í Nessókn, vil ég, sem starfað hef við allar ferm- ingar, sem fram hafa farið í Nes kirkju, frá því hún tók til starfa skýra það fyrirkomulag, sem viðhaft er þar við slíkar athafnir. Þegar fermingarbörnin mæta til undirbúnings fermingarinnar þrem dögum fyrir fermingar- daginn ,er brýnt fyrir þeim að skila því til foreldra og nán- ustu vandamanna sinna, að mæta tímanlega á fenmingar- daginn, og koma inn um hliðar- dyr kirkjunnar, og alls eigi síð- ar en 15 mínútum fyrir messu- tíma því þá verði aðaldyr kirkj unnar opnaðar fyrir almenning. Neskirkja hefur 350 föst sæti, auk þess er bætt inn rúmum 60 lausastólum, það er því rúm 400 sæti í kirkjunni, en hverju sinni ekki fermd nema um 30 börn. • Geta fengið góð sæti Þess vegna geta allir foreldr ar, systkin óg nánustu vanda- menn fermingarbarnanna fengið góð sæti ef þeir koma tíman- lega, að vísu geta ekki allir setið á fremstu bekkjunum. Að börn hafi fyllt fremstu bekkj kirkjunnar við fermingu eru hrein ósannindi, að vísu eru foreldrar með sín böm með sér ú slíkum hátíðarstundum fjöl- skyldunnar, því í flestum til— fellum eiga fermingarbörnin systkin, og nýlega var eitt ferm- ingarbarn sem átti 10 systkin. Því riliður á það sér stað, að einstaka foreldri kemur ekki til kirkju fyrr en á síðustu stundu, jafnvel um leið og athöfnin er að byrja, og eiga þá til að spyrja hvar eru sætin okkar. Oftast hefur tekizt að bjarga sætum fyrir þetta síðbúna fóllc en að hægt sé að geyma sér- stök sæti á fremsta bekk fyrir það er óhugsandi. Þeir sem fyrst ir koma geta sezt hvar sem þeir vilja, þar sem enginn sæti eru frátekin, og kirkjan aðeins opin aðstandendum, þar til 15 mín. fyrir messu, að opnað er fyrir almenning. Að lokum þetta, ef fermingar- börnin flytja foreldrum sínum áður á minnzt skilaboð á ekki til árekstra að koma hvað sæti snertir, auk þess, sem Neskirkja. er þannig byggð að hvar svo, sem setið er í kirkjunni sézt allt það sem fram fer við altarið. Þ. Ág. Þórffarson, kirkjuvörður. HÚSPRÝÐI, Laugavegi 176. 20440 SÍMI 20440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.