Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 20
MORCVISBLAÐIÐ Laugardagur 6. apríl 1963 OUNKERIEYS Nú, er hún sat við mongun- verðinn heima hjá sér, var hún engu nær um þetta. Hún sneri því huganum frá því og tók til við morgunvinnu sína, enda þótt jóladagur væri. „Órabelgirnir" voru alveg að syngja á sínu síð- asta í Dunkerleys og „Velupp- alda Drekanum“ var lokið, en það var engin ástæða til þess, að hún ætti ekki að byrja á „Barn- by og dýrið fagra“. Hún var starfsöm stúlka og var alls ekk- ert í því skapi að fara að slæp- asL Hún varð ekkert hissa, þegar hún kom heim úr síðdeigisgöngu sinni, að finna Grace Satterfield og prófastinn í stofunni sinni, því að þær Grace heimsóttu hvor aðra svo til daglega. Held- ur ekki varð hún neitt hissa á að sjá á andliti Theós Chrystal einhvern svip, sem bar hvort tveggja í senn vott um ánægju og sigurhrós, og sælusvip á and- litinu á Grace. Hún vissi, að Grace hafði verið að skrifa Theó næstum daglega, og meðan hahn stóð við í höfuðborginni, höfðu þau verið saman, hvenær sem hann komst höndunum undir frá öðrum störfum. Hesbu hafði skilizt, að hann hefði átt mikinn meirihluta í skólanum, sem hann starfaði við, og að það hefði verið arfur eftir konuna hans — og reyndar ekki eini arfurinn eftir hana. f>essi heim- sókn hans til Borgarinnar hafði staðið í sambadi við sölu á hluta hans í skólanum og hún þekkti Theo Chrystal nógu vel til að geta séð, að sú sala hafði gengið honum í vil. Nú horfði hún á eigandasvipinn á Theó, þegar hann stóð upp til að heilsa henni, en það var fyrst og fremst sá svipur, sem henni fannst áber- andi. Og hún hugsaði með sjálfri sér: Hann hlýtur að vera mjög ríkur. Og líklega er Grace ennþá ríkari. — Jæja, unigfrú Lewison, ég leit rétt inn til að kveðja yður. Ég verð að" fara heim snemma á morgun. Og ég hef lokið erind- um mínum með góðum árangri — mjög góðum árangri. Um leið og hann sagði síðustu orðin, leit hann á Grace, sem nú gat ekki stillt sig lengur, en þaut til vinstúlku sinnar og faðmaði hana að sér. — Ó, Hesba! saigði hún, rétt eins og þáð væri næg skýring — sem það og var, því að Hesba var nógu greind til að geta lagt saman tvo og tvo. Hún ýtti Grace mjúklega frá sér og sagði: — Ég vona, að þið verðið mjög hamingjusöm. Og ég óska yður líka til hamingju, hr. Chrystal. >ið eruð eins og sköpuð hvort fyrir annað. Og þetta vissi hún sjálf, að var satt. Hún hafði þetgar fundið, að Chrystal var þröngsýnn, met- orðagjarn og laus við hugmynda flug en hafði hinsvegar til að bcra karlmannskraft og virðu- leik, sem gæti átt vel við í þess- ari háleitu stofnun, sem gæti sýnt rétta spegilmynd af honum. Og hann mundi ekki gefa kirkju sinni neitt nema þann hæfileika VOLKSWAGEN kemur yður ætíð á leiðar- enda. — Hvert sem þér farið, þá er VOLKS- WAGEN traustasti, ódýrasti og því eftir- sóttasti bíllinn. Pantið tímanlega. FERÐIST í VOLKSWAGEN HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. sinn að skila aftur með vöxtum öllu því, sem kirkjan, sem stofn- un, gæti veitt honum. Hesiba hafði nóg hyggindi, þrátt fyrir æsku sína, til að sjá, að það var einmitt í sambandi við svona reg'lulegt og hversdagslegt líf, sem Grace mundi njóta sín bezt, Hennar hæfileikar voru allir á rólega sviðinu. Skólameistari eða prófastur. Hesba brosti með sjálfri sér. Það gat ekki hjá því farið, að það yrði annaðhvort! — Þið verðið að fá tebolla, sagði hún. Rauða rökkrið var að síga yfir. Hún dró fyrir gluggana . oig kveikti á tveim gasljósum, sem voru sitt hvorum megin við arin- hilluna. Þegar hún hringdi bjöll- unni, brá húsmóðir hennar við skjótt cng kom inn með te handa þremur. Litla teborðið var sett upp að arninum og svo komu þau sér þægilega fyrir í stólum kring um það. Hesba hellti í boll- ana. Svo reif hún gesti sína snöggt upp úr sæludraumum þeirra, og spurði: — Grace! Þegar þú varst í Manchester, hittirðu þá oft hann Alec Dillworth? — Nei, svaraði Grace. — Ég man svO óglöggt efúr mér í Manohester. Þó man ég greini- lega daginn, þegar fyrsta blaðið hans frænda kom út. Það var „Blákaldar staðreyndir", manstu. Hún hugsaði sig um andartak og saup á bollanum. — Og samt, þegar ég fer að hugsa mig betur um, þá er það bara athöfnin, sem ég man, en engin smáatriði úr henni. Það er allt í þoku fyrir mér. En ég var þarna og sem meira er, þú varst þar, Theó. En hvað í ósköpunum varstu að gera þar. Það get óg ekki mun- að, fyrir mitt auma líf. — Það er hægast að gera grein fyrir því, svaraði hann. — Ég var þarna bara aðstoðarprestur og frændi þinn var heldur ekki nema bara prentari. Ég hafði farið í prentsmiðjuna til að spyrja um einhverja fretgnmiða fyrir kirkjuna og ég ætla ekki að lýsa því, hve hissa ég varð, þegar ég lenti þarna í samkomu í tilefni af því, að nýtt blað var að hlaupa af stokkunum. — Það var tekin mynd af þessu, sagði Grace. — Ég var að skoða hana nýlega — bún er í ramma í skrifstofunni hans frænda. Þú ert alveig ótrúlega fallegur á þessari mynd. Þetta getur verið alltsaman gott og vel, hugsaði Hesiba, og rétti þeim kökurnar. Þarna hald- ið þið áfram að tala hvort um annað, en það var ekki það, sem ég var að spyrja um. — En Alec Dillvorth? Ég var að spyrja um Alec Dillworth. — Éig þekki nú svo lítið til hans, góða mín, sagði Grace. — Þú þekkir bezt sjálf ævintýrið mitt. Út tötrum í skrautklæði á fimm mínútum. Pabbi skildi mig ekki eftir í Manchester, heldur kom hann venjulega til mín á ginhverjum baðstað, þennan tíma sem ég gekk í skóla. SvO var það háskólinn. Nei, Man- chester er alveg í þoku fyrir mér, og aldrei meir en nú. — En þér, hr. Chrystal? nauð- aði Hesba. — Þér voruð þó þarna a staðnum. « — Ef þú tekur útvarpið þitt með, þá geturðu ekki haft neifc. , á móti því að ég taki þvottavélina mina með. Hún þaignaði, en hafði tekið eftir einu smáatviki. Theó hafði verið að setja frá sér bollann og hann glamraði ofurlítið við undirskálina. Hann var ekki laus við handaskjálfta. — Ég sá hér um bil ekkert til þeirra, svaraði hann stuttarlega. — Hesba notaði tækifærið: — Þeirra? — Já, ég á við Dillworth og systur hans, hrökk út úr honum. — Hann á systur... .eða átti þá. — Já, hann á hana enn, sagði Hesba. — Og étg hef engu síður áhuga á henni en honum. Ég hitti þau í gærkvöldi. Hún er einhver fallegasta kona, sem ég hef séð. En hún hefur einn hræði legan galla. Önnur höndin á henni er lömuð. Hún tók eftir því, hve vand- letga Chrystal setti frá sér boll- ann í undirskálina. En nú glamr- aði ekkert í honum. En hann stóð dáítið snöggt upp. — Ég held við ættum að koma okkur af stað, elskan mín, sagði hann við Grace. — Þér verðið að hafa ökkur afsökuð, ungfrú Lewison. Ég hef svo margt að gera.... láta niður dótið mitt.... Ég býst varla við að hitta yður, fyrst um sinn. En ef ég mætti gefa yður eitt óvinsamlegt ráð, þá er það að hitta Dillworth eins sjaldan — Ég óska ykkur enn til ham- og þér getið. Hesba fylgdi þeim til d,yra. — Eg óska ykkur til ham- ingju, sagði hún. Af öllu mínu hjarta, elskan mín.... til ham- ingju! Við Theó sagði hún ekkert. Hún horfði á þau fjarlægjast og stækka 1 skini gaslampans. Svo hurfu þau í myrkrið, arm í arm. FJÓRÐI KAFLI ÍT** Prófastinum var það mikið í mun að gera nokkrar breytingar á embættisbústað sínum, fyrir brúðkaupið, sem átti að standa um vorið, og þar eð þær snertu Grace allmjög, fóru þær frú Dunkerley snemma árs, til viku- dvalar í Mandeville. Sir Daniel fór til Dickon og tók með sér Izzy Pfyfe, Alec og Laurie. Ðina varð kyrr í London, Sim gamla til skemmtunar. Hún hefði nú orðið eftir, hVort sem var, til þess að fylgja Felix Boys á Paddingtonsstöðina. Hann átti að fara innan skamms til prests- seturs nokkurs úti í svéit, þar sem klerkur átti að troða í hann vísindunum. Fyrstu tvo dagana eða svo hafðist sir Daniel lítt eða ekki að og var mjúkur eins og lunga, eins og Izzy orðaði það með sjálfum sér. En jafnframt vissi hann, að þetta var líkast smá- reyk upp úr eldfjalli, sem gæti farið að gjósa þá Og þegar. íflUtvarpiö Laugardagur 6. apríl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardags- lögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds son). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra Þórarinn Kristjánsson sím- ritari velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn in I Fögruhlíð" eftir Halvor Floden; VI. (Sigurður Gunnars- son). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Persónumagnetismi Jóa Pét- urs“, smásaga eftir O'Henry. Gissur Ó. Erlingsson þýðir og les. 20.20 Atriði úr söngleikmun „Car- ousel“ (Hringekjan) eftir Richard Rodgers og Oscar Hammerstein. 21.10 Leikrit: „Gálgamaðurinn" eft ir“ Runar Schildt f þýðingu séra Sigurjóns Guðjónssonar. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.20 Danslög, þ.á.m. leikur Flam- ingokvintettinn. Söngvari: Þór Nielsen. 24.00 Dagskrárlok. KALLI KÚREKI — ' Teiknari; Fred Harman WE CAW FORT UP ItO TH’ ROCKS' HE WON’T SHOOT WITH JANE IN TH’ LIWEOF FIBE.- 1 NOT WITH TWO OF US T’STAW HIMOFF' LfSTEN' I DOM’T WAMTA ö£T TANSCED UP IW VOUR FAMILY FIS-HT' SHE WON’T EVEE 3E A &OOD WIFE TOYOU'LETHEE&O -----WITH HEfcFATHERh 1T S TOOJ.ATE' TH OL’ MAW’LL KILL M£ YOU WAWTA SEE. MURDER DOME ? — Við getum búið okkur til víg- hreiður á milli klettanna. Hann skýt- ur ekki ef Jane er í hættu, að minnsta kosti ef við erum tveir á bak við hana. — Hlustaðu nú á mig. Ég hef enga löngun til að verða viðriðinn neitt fjölskylduuppgjör þitt, og hún verð- WE.LL-- AWRieHT-’ j WE’LL &ETUNDEE 4 CDVEE, AM’I LLTRV T’TALkSOME ur þér aldrei góð kona. Láttu hana fara aftur til föður hennar. — Það er of seint, því hann mun drepa mig. Langar þig kannski til að verða vitni að drápi. — Allt í lagi, við skulum reyna að koma okkur í skjól, og ég skal reyna að koma vitinu fyrir hann. — Ég á ekki einu sinni föður, og hvers vegna eruð þér að hlusta á þennan glæpamann? — Heyrirðu þetta. Ég held að það væri réttast að binda hana aftur. Vertu ekki alltaf að stara á hana og sjáðu til þess að hún komist aldrei í tæri við skotvopn. 16250 VINNINGAR!- Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 - milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hyer* mánaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.