Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 12
12 MORr,T’\'TiT4ÐlÐ Laugardagur 6. apríl 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðsJstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.» ' Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasolu kr. 4.00 eintakió. ÓSPEKTIRNAR I KOMMÚNISTA- FLOKKNUM Bandaríska skáldið og læknirinn William Carlos Williams látinn Hinar illvígu deilur í komm- únistaflokknum virðast nú vera að nálgast lokastig. Hcifa þær farið vaxandi ár frá ári, enda hefur sundrung og hvers kyns sukk einkennt flokksstarfsemi kommúnista. Það eru auðvitað engin smátíðindi, þegar samþykkt- ar eru harðorðar vítur á varaformann kommúnista- flokksins og formann þing- flokks hins svokallaða Al- þýðubandalags. Menn vita hvað slíkt þýðir í kommún- istaflokkum austan járn- tjalds. Sem betur fer hafa þeir, sem að vítunum á Lúðvík Jósefsson stóðu, ekki tiltæk þau ráð, sem flokksbræður þeirra í kommúnistaríkjun- um hafa. Þess vegna ætti lífi og limum Lúðvíks Jósefsson- ar að verða þyrmt, þótt óséð ‘sé hvað verði um pólitískan frama hans innan kommún- istaflokksins. Lúðvík Jósefsson hefur um langt skeið reynt að grafa undan Einari Olgeirssyni og öðrum leiðtogum kommún- istaflokksins. Varð honum mikið ágengt í þessu efni á þingi flokksins í fyrrahaust, eins og Morgunblaðið skýrði frá. Nú virðist Lúðvík hins- vegar hafa hlaupið illilega á sig, og erfitt mun fyrir hann að rísa undir þeim vítum, sem samþykktar hafa verið. Enn er þó ekki hægt að spá neinu um það, hvemig þessum deilum muni lykta og hver verða ofan á. Hitt er óhætt að fullyrða, að um heilt grær aldrei milli þeirra manna, sem um völdin keppa í kommúnistaflokknum. Þeir eru allir staðráðnir í því að bera sigur af hólmi og ná sér rækilega niðri á andstæðingn um. En þetta er — að Moskvu- þjónkuninni undanskilinni — það eina, sem þeir eiga sam- eiginlegt. Þeir ætla sér allir að verða alræðismenn innan kommúnistaflokksins. Þess vegna mun hjaðningavígun- um ekki Ijúka og þess vegna sjá íslendingar betúr en nokkru sinni áður, hvers konar klíka það er, sem hefur nefnt sig stjómmála- flokk og notið hér alltof mikils fylgis. HLUTUR ÞJÓÐVARNAR T eiðtogar Þjóðvarnarflokks- ins svonefnda hafa valið þann kost að bjóða komm- únistaklíkunni að innlima flokkinn gegn því að nokkrir af leiðtogum hans nái póli- tískri upphefð og einu eða tveimur þingsætum. Hvernig sem samningum kommúnista við Þjóðvamar- brotið kann að lykta liggur það nú þegar fyrir, að það voru Þjóðvarnarmenn, sem óskuðu eftir» því, að þeir yrðu innbyrtir í kommúnista- flokkinn. Þeir hafa þar með gefið skýra og ótvíræða yfir- lýsingu um það, að þeir eru reiðubúnir til að þjóna Moskvuvaldinu og styrkja erindreka þess hér á landi. Þar með er Þjóðvamar- flokkurinn búinn að afmá sjálfan sig af stjórnmálasvið- inu, og má raunar segja að farið hafi fé betra. TAKAST FRAMBOÐ? T\lgan í kommúnistaflokkn- ” um, hatrið og flokka- drættimir, er orðið svo mik- ið, að 1 þeim herbúðum er jafnvel óttazt, að ekki takizt að berja saman framboð. Einhvers konar tætingslistar munu þó sjálfsa^t sjá dags- ins ljós, en enginn veit einu sinni í hvers nafni þeir yrðu bornir fram. í því efni, eins og öðrum, em skoðanir mjög skiptar í kommúnistaflokknum. Sumir vilja bjóða fram í nafni flokksins, eins og áður var, aðrir vilja á ný notast við Alþýðubandalagsduluna og enn aðrir telja nauðsynlegt að breiða enn einu sinni yfir nafn og númer og stofna nýj- an „flokk“, þ.e.a.s. að breyta enn um nafn á kommúnista- flokknum. Þessar deilur ættu komm- únistar raunar að geta spar- að sér. Þeir hafa nóg annað að kljást um. Sem betur fer hagar því nú orðið þannig til, að hver einasti maður gerir sér grein fyrir því, að eðli, tilgangur og starfsaðferðir kommúnistaflokksins em ná- kvæmlega hið sama, hvað Ríki ljóðsins er allur heimurinn. Þegar sólin rís, rís hún í ljóðinu, segir í „Paterson-Book Three“ eftir William Carlos Williams. Þetta kunna ljóðskáld, sem hefur verið í röð fremstu skálda Banda ríkjanna í hálfa öld, lézt í svefni á heimili sínu í Rutherford, New Jersey, að morgni 4. þ.m. Er tal- ið að hann hafi látizt úr heila- blæðingu. Hann var 79 ára að aldri. Dr. Williams stundaði almenn læknisstörf í Rutherford á árun- um 1940—52 og á þeim tíma tók hann á móti um tvö þúsund börn- um. Síðustu æviárin hefur hann nokkrum sinnum fengið snert af slagi, en daginn fyrir andlátið kenndi hann sér einskis mein og hafði fótaferð, samkvæmt frá- sögn sonar hans. Dr. Williams læt ur eftir sig ekkju, tvo syni og sjö barnabörn. „Ekkert á eins vel saman og læknisfræði og bókmenntir", sagði Dr. Williams einhverju sinni. „önnur fræðigreinin fæðir hina, ef svo má að orði komast; sem hann heitir á hverjum tíma. Þess vegna gætu þeir eins kallað sig hinu rétta nafni kommúnistaflokkur eins og til dæmis Sameining- arflokkur alþýðu, Þjóðvarn- armanna og Alþýðubanda- lags — sósíalistaflokkurinn, eða eitthvað ennþá lengra og skrautlegra. Og hversu mörg sem sam- einingar- og bandalagsnöfnin væru í heiti flokksins, þá veit þjóðin líka öll, að þar er ekk- þær eru mér báðar jafn nauðsyn- legar. í augum nágranna sinna var hann vel látinn læknir, en í aug- um gagnrýnenda var hann meðal beztu skálda Bandaríkjanna, góður rithöfundur og smásagna- höfundur. > ★ Foreldrar Dr. Williams voru enskir. Hann stundaði nám í Rutherford, Svisslandi, París og við Horace Mann High School í New York, áður en hann hóf nóm í læknisfræði við háskólann í Pennsylvania. Að prófi loknu fór hann til sérfræðináms til Leip zig og lagði stund á barnalækn- ingar. Áður en hann sneri aftur til Bandaríkjanna heimsótti hann vin sinn frá háskólaárunum, Ezra Pound, og ferðaðist um ítalíu og Spán. Dr. Williams gerðist læknir í Rutherford árið 1910 og hafði þá þegar gefið út nokkur ljóð. Jafn- framt síauknum læknisstörfum skrifaði hann mikið í tímarit, sem fyl-gdu nýjum listastefnum, ert sem sameinar annað en metorðagimdin og Rússa- dekrið. Á öllum sviðum öðr- um er fullkomin óeining, upplausn og hatur. Þar er um að ræða samsafn örvænt- ingarfullra og uppgefinna manna, sem loks eru farnir að gera sér grein fyrir því, að íslenzka þjóðin ætlar sér ekki að kalla yfir sig leið- sögu þeirra á einu sviði eða öðru, heldur setja þá þar á bekk, sem þeir eiga heima. Dr. William Carlos Wiliiams þar sem hann „gerði tilraun til ljóðrænnar nýjungar“, eins og gagnrýnendur komust seinna að orði, „og hjálpaði til að leysa amerískan skáldskap úr fjötrum". Einnig aðstoðaði hann við að gefa út bókmenntatímaritið Contact á árunum 1920—23. , ★ \ Dr. Williams hlaut fjölda bók- menntaverðlauna fyrir ljóð sín. þau fyrstu árið 1926. Fleiri verð- laun fylgdu í kjölfarið, svo sem minningarverðlaun Russel Loines 1948 og bandarísku bókmennta- verðlanin árið 1950. Hann var meðal þeirra skálda, sem nefndir hafa verið í sambandi við þau í ár. Bolingen-verðlaunin hlaut hann 1953, 1956 fékk hanri finvm þúsund dollara styrk frá amerísku listaakademíunni og 1958 var hann kjörinn meðlimur í Lista- og bókmenntaakademí- una. Úrval ljóða Dr. Williams, „Collected Poem“ kom út árið 1934 og árið 1956 „Collected Later Poems“. Meðal þeirra ljóðabóka, sem hann hefur gefið út, eru „A1 Zue Zuiere“, „Kora in Hell“, „Sour Grapes“, „Spring and All“, „Adam and Eve and the City“, „Broken Span“ og ,The Wedge", Hann hefur og gefið út 11 bækur, þær sem þekktastar eru eru þess- ar: „Great American Novel“, „The Knife of the Times and Other Stories", „White Mule“ og „Life Along the Passaic River“. Hann gaf út sjálfsævisögu árið 1951. Kommúnistaflokkurinn hér á landi er að einangrast eins og alls staðar annars staðar í lýðfrjálsum löndum, og kjós- endur munu sjá til þess í þingkosningunum í vor, að sú einangrun verði ekki rof- in, því að „þjóðfylkingar- menn“ þurfa ekki að gera sér vonir um það, að þeir nái meirihlutavaldi á Alþingi og geti þannig komið fram á- formum sínum um sam- stjórn. byrjaði skyndilega að gjósa 22. marz sl. eftir langt hlé. Ösku- fall varð afar mikið, hefur gróður spillzt verulega og sauðfé og nautgripir sýkzt. Einnig mun fólk hafa veikzt af völdum gosefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.