Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 3
MORCUIS BI. AÐIÐ Laugardagur 6. ápríl 1963 HÉR birtum við 3 myndir af h'afnarfra'mk.'væmduim á Reyð- arfirði, sem nú eru í fullum gangi. Myndirnar tók Aroþóir Þórólfsson á Reyðarfirði og hann veibti Mlbl. einnig eftir- farandi upplýsingar: Um mánaðamótin janúar— febrúar var byrjað á hafnar- framkvæimdum hér á Reyðar- firði. Má með sanni segja að þar með sé draumur Reyðfirð inga að verða að veruleika, en þetta hefur verið þeirra aðaláihugaraái undanfarin ár. Allt efni til hafnargerðarinn- ar var löngu komið hingað og búið að liggja hér um eitt ár, en framikvsemdir gátu ekiki hafizt fyrr vegna fjár- Þeir byggja höfn á Reyðarfirði Óhætt er að fullyrða að verk þetta hefur gengið sér- lega vel siðan það var hafið, enda mun hin hagstæða veðr- átta, sem hér hefur rikt, átt sinn þátt í því. Framkvæmd- ir þessar eru á vegum vita- xnálaskrifstofunnar og hrepps- ins hér. Við þær vinna yfir 20 manns, þar af 6 frá vita- málaskrifstofunni. Yfirverk- fræðingur er f»ór Aðalsteins- son og yfirverkstjóri Sverrir Bj arnason. Oft hefur verið rætt og rit- að urn umskipunarhöfn fyrir vörur til Austurlands, sem aðra fjórðunga, og kæmu þá skipin beint frá útlöndum, eins og algengt var hér áður fyrr. Þetta er hagsmunarnál allra sem ber að stefna að. Reyðarfjörður hefur oft verið þar til nefndur legu sinnar vegna. Með tilkomu þessarar nýju hafnar ættu möguleikarnir á að það gæti orðið, að aukast og yrði ekiki eingöngu hagsmunamál okikar Reyðfirðinga heldur og allra Austfirðinga. — A.Þ. Full aðild kom aldrei til greina skorts, sem nú hefur verið séð borgið, eftir því sem ég beat veit. Verk þetta er allmikið og er áætlaður kostnaður um 8 millj. krónur. Byrjað var á uppgreftrinum í febrúar s.l. og annast hann 40 lesta Lora- in-krani frá vitamiáiaskrifstof- uinni. Afkastar hann mjög miklu, enda hefur reynzt sér- lega gott að grafa og flýtir það mjög fyrir verkinu. Áætlað er að úppgröftur nemi um 45 þús. kúbimetrum. Skapar all- ur þessi uppgröftux mikið landsvæði og verður því mik ið og gott athafnasvæði í kring um nýju höfnina. Aðalmannvirkið 1 þessari nýju hafnargerð er sbáiþiil, sem rarnmað er niður og hófst vinna um miðjan marz sl. og hefur hún gengið mjög vel. Við niðurrömmunina er notað ur 16 lesta H.P-krani, einnig frá vitamálaskrifstofunni. Hafnarbryggja sú, sem hér er í smáðum er að lögun lík stafnum L og viðlegupláss við hana aJls 250 m. Óvist er hve- naer þessum framikvæmdum verður lokið, en allt bendir til að það verði um mánaða- mótin maí—júná. Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær vakti Eysteinn Jónsson enn umræður um efnahagsbandalags- málið. Kom þar ekkert nýtt fram, aðeins endurtekið það, sem áður hafði verið sagt. Við umræðurnar hefur Þórar- inn Þórarinsson vitnað til þess, að í skýrslum Evrópuráðs hefði staðið, að ýmislegt benti til, að íslenzka ríkisstjórnin sækti um fulla aðild að Efnahagsbandalag- inu. Af þessu tilefni undirstrik- aði Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra og lýsti yfir, að ekki væri fótur fyrir þessum um mælum, enda væru þau alröng. Höfundur þeirra hefði hvorki haft samband við neinn emhætt ismenn hér á landi né við ríkis stjórnina, enda væru þessar skýrslur eins konar fréttabréf Evrópuráðs og algengt erlendis, að rangar fréttir birtust. Kvaðst ráðherrann því furðulegt, að jafn reyndur blaðamaður og ÞÞ skuli vitna í ummæli erlendra blaða- manna sem óyggjandi sönnun þvert ofan í ítrekaðar yfirlýs ingar ríkisstjórnarinnar. í haustskógi“ Siglfirðingur, blað Sjálfstæðis- manna á Siglufirði, birtir ný- lega forystugrein um stjórnmála- viðhorfin uhdir þessari fyrirsögn. Lýkur henni með þessum orðum: ,t komandi .kosningum velur þjóðin milli núverandi stjórnar- stefnu eða samstjórnar Fram- sóknarmanna og kommúnista. Hvert atkvæði, sem Framsóknar- flokknum er greitt, er því hlið- hylli við kommúnista, viðleitni í þá átt að þeir fái ráðherradóm yfir velferðarmálum þjóðarinn- ar. Það er vert að íhuga þesst mál í ljósi þeirra staðreynda, að kommúnistar gerðu nýlega_brott- rækan úr flokki sínum mann, eftir að hann hafði neitað að taka að sér rússneskar njósnir á fslandi, er beinast áttu að varn arstöð NATO á Keflavíkurflug- velli, Loranstöð varnarliðsins og fl. Samstarf Framsóknar og kommúnista innan verkalýðs- féla,ga, í sveitarstjórnum og mál- efnaieg samstaða Tímans og Þjóðviljans, er hættumerki, vís- ir þess sem að er stefnt, og það er þjóðarinnar að fyrirbyggja vá þá, sem augljós ætti að vera hverjum manni. íslenzka þjóðin verður að setja metnað sinn í það að mæta kommúnistaþjónkun Framsókn- arflokksins með einu, láta fram- bjóðendur hans verða sem „hrun gjöm lauf í haustskógi," þó að vori sé kosið. Það fer vel á því að þjóðin glöggvi sig á þeim afturhaldsfugli, sem er dæmi- gerður í FramsóknarfIokknum.“ Framsókn ræðst á sparifjáreigendur Framsóknarflokkurinn hefur undanfarin ár verið í stöðugu stríði við sparifjáreigendur í landinu. Árásir Framsóknar- mann á sparifjáreigendur birtast m. a. í baráttu flokks þeirra fyrir verðbólgustefnunni, sem si- fellt hefur verið að gera islenzka krónu verðminni og skerða hags muni þess fólks i Iandinu, sem hefur viljað spara og leggja fyrir af tekjum sínum. í öðru lagi hef- ur fjandskapur Framsóknar- flokksins við sparifjáreigendur komið fram i því, að hann hefur hamast gegn viðreisnarráðstöf- unum núverandi ríkisstjómar, sem allae hafa beinzt að því að skapa jafnvægi í efnahagsmáium Iandsmanna, tryggja grundvöll íslenzkrar krónu og bæta þar með aðstöðu sparifjáreigenda og annarra landsmanna. Nú síðast hafa Framsóknarmenn lagt á- herzlu á það, að vextir verði Iækkaðir. FjÖregg Þjóðvarnar Alþýðublaðið ræðir í gær í forystugrein sinni samninga þá, sem undanfarið hafa staðið yfir milli Þjóðvamarflokksns og kommúnista um sameiginlegt framboð undir merki hins svo- kallaða „Alþýðubandalags“. — Bendir blaðið á, að mismunur- inn á Þjóðvamarmönnum og kommúnistum á undanfömum árum hafi verið sá, að þótt báðir hafi verið fylgjandi hlutleysi og varnarleysi íslands, þá hafi þó Þjóðvamarmenn talið sig lýð- ræðissinna en kommúnistar séu eins og kunnugt er hinir verstu einræðisseggir. Síðan kemst blaðið m. a. að orði á þessa leið: „Nú gerast þau tíðindi, að fjöreggið er brotið. Þjóðvarnar- menn ganga til samstarfs við eina flokkinn, sem þeir máttu aldrei sameinast, ef þeir vildu halda sjálfstæðri tilveru. Árang- urinn getur aðeins orðið sá einn, að mismunur milli Þjóðvarnar- manna og kommúnista gleymist. Þeir Gils og Bergur munu fest- ast í neti kommúnista eins og Hannibal og ekki framar geta rekið sjálfstæða pólitík.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.