Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 10
10 UORCV n BL ABlb r Laugardagur S. apríl 1963 Landið okkar SÁ tími er liðinn þegar haegt var að járna farartæiki heimilis- ins við hestasteininn á hlaðinu, et skreppa þurfti bæjarleið, og ekki var hætta á að annað færi úr lagi. Nú er þetta miklu flókn- ara. Bíllinn eða traktorinn gefa bara frá sér undarleg hljóð eða stöðvast alveg, og ekki dugar minna en faglærður bifvélavirki til að ráða gátuna um hvað að farartækinu sé og koma því í samt lag. Þó nú orðið séu jeppi og traktor á hverjum sveitabæ, finnast þó- ekki bifvélavirkjar að jafnaði meðal heimafólks. Það er þvi mikilvægt að þeir séu eklki alltof langt undan, Enda Við nýja bílaverkstæðið. Fyrir utan stendur WeeponbíH, sem frambyggt hefur verið yfir, svo hann rúmar 18 manns í sæti. Nóg að gera á bílaverk- stæði í sveitinni í Reykholti byggja þeir yfir 3 bíla eru nú að koma upp bifvéla- verkstæði víðs vegar í sveitum. Eitt slíkt er nýrisið við Reyk- holt í Reykholtsdal. Eigandinn er Guðmundur Kjerúlf, sonur Ándrésar Kjerúlfs, bónda þar. Eftir að hafa lært bifvélavirkj- un í Reykjavík og dvalizt þar í átta ár, kom hann aftur heim með unga konu, Ingibjörgu Helgadóttur úr Reykjavík, í þeim tilgangi að setjast þarna að og gei;a við vinnuvélar. bíla og verkfæri fyrír sveitunga sína. — Næg eru verkefnin, segii hann, síðasta ár komumst við ekki yfir allt það sem fyrir lá, enda þéttbýlt hér í kring og vélakostur eykst á hverjum bæ. Þrjú ár eru síðan Guðmundur Ekkert heitt vatn var þarna, sem þau fengu land undir starf- semi sína, og reyndar ekki kalt vatn heldur. En þau höfðu heppnina með sér, því þegar fenginn var jarðbor til að bora skammt frá húsinu eftir tilvís- un jarðhjtadeildar, þurfti ekki að bora nema í 6 tíma, áður en kom 100 stiga heitt vatn á 27 m dýpi og þrýstingur það mikill á því, að ekki þarf dælu til að ná því upp á aðra hæð. Og í þokka- bót reyndist þetta vera yfir borðsvatn, sem hitnar þegar það sígur niður, svo ekki þarf annað en kæla það til að fá afbragðs drykkjarvatn. Þarna er nóg vatn fyrir hús Guðmundar og hús, ur hann með Guðna Sigurjóns- syni. Þetta er ný „Soffía“, sem á að fara jómfrúrferð sína í Ör- æfasveitina um páskana. En þeir félagar áttu gámlan bíl að nafni Soffía, sem búinn er að fara flesta færa fjallvegi á landinu og hún hefur flutt Reykhyltinga í öræfin á páskum síðan 1959. Nú stendur gamli bíllinn ósköp hrörlegur úti undir vegg, en sá nýi skartar Soffíunafninu á blá- málaðri hlíðinni. Sæti í jómfrúr ferðina voru frátekin áður en byrjað var á yfirbyggingunni og verður sennilega hinn nýi bíllinn einnig að fara með farþega í páskaferðina. Það er Weeponbíll, sem þeir félagar hafa frambyggt yfir þannig að hann tekur 18 far- þega í stað 14, eins og venjulegt er. Þann bíl á kennari á Hvann- eyri. Var verið að setja innan í hann tréverkið við nýtt tré- smíðaverkstæði, sem Páll Jóns- son hefur sett upp ofan við tún- garðinn í Reykholti. Þar stóð einnig þriðji bíllinn, sem þeir félagar hafa nýlega byggt yfir, frambyggður Willys- jeppi, þannig að í staðinn fyrir að vera þröngur fjögurra manna bíll, er það rúmur 8 manna bíll. Verkstæðið og umhverfi þess bar þess merki að þar væri nóg að starfa, nærri fullbúnir yfir- byggðir bílar fyrir utan, sund- urteknar vélar inni og jafnvel saumavél og steikarpanna á bekk. — Já, ef saumavél bilar, eða panna, er auðvitað ekkert annað að fara með það en á vélaverkstæðið í sveitinni, sagði Guðmundur. Næg viðfangsefni Yfir kaffibolla inni í stofunni spjölluðum við örlítið við hús- freyjuna Ingibjörgu Helgadótt- ur. Hún sagði að sér líkaði vel 1 sveitinni. f fyrstu hefði hún ver- ið ofurlítið hrædd um að sér, borgarbarninu, mundi leiðast, en ekki hefur borið á því. — Það er ekki eins og þetta sé ein- angraður staður. Við höfum næg viðfangsefni- til að skemmta okkur við. Ungmennafélagið og kvenfélagið eru með þjóðdansa og tómstundakvöld, spilað er bridge einu sinni í viku í Félags heimilinu á Logalandi og svo erum við að leika „Elsku Rut“ um • þessar mundir, sýning 1 kvöld í Logalandi og farin leik* för á Snæfelisnes um helgina, segir Ingibjörg, og strýkur um hárið á sér, sem vafið er upp á rúllur. Ekki dugar að elsku Rut sé með alveg ólagt hár. Ingi- björg ætlar því ekki að fást til að vera með á myndinni sem við tökum um leið og við kveðjum, en lætur tilleiðast. Sveinn sonur Björns Ólafssonar garðyrkjumanns með tomatakassa með nýja afbrigðinu. 3000 börn að iíta eftir Nýja „Soffía", 30 manna bíll, sem Reykhyltingar eru að ljúka við að byggja yfir fyrir páskaferð í öræfi, og Willisjeppi, sem byggt er yfir þannig að hann rúmar ágætlega 8 farþega. luttist aftur heim í Reykholt 'yrst fékkst hann við viðgerðir lánuðu geymsluhúsnæði og cona hans var ráðskona á Breiða lólsstað í einn vetur og vipn fyrra I Reykholti, þar eð fjár- áð voru af skornum skammti áns og gengur. En á sl. ári réð- ist þau í byggingu og reistu nyndarlegan skála við veginn. •étt framan við Reykholt. Þe*ta ;r bílaverkstæði og í öðrum mda hússins snotur íbúð fyiir >au hjónin. — Seinna meir má itækka skálann og þó við e.t v jyggjum íbúðarhús. þá verður illtaf þörf fyrir íbúð handa itarfsmönnum, segja þau og eru jjartsýn á framtíðina. sem bróðir hans er að byggja rétt hjá. Önnur Soffía Undanfarið hafa unnið á verk- stæðinu 3 og upp í 6 menn. — Bara verst hve erfitt er að fá menn f vinnu í bílaviðgerðir. segir Guðmundur. — Við höfum eiginlega verið önnum kafnir við að byggja yfir tvo fiallabíla síðan um áramót, ætluðum að vera eingöngu í viðgerðum, en byrjuðum svo að byggja yfir bíl sem tómstundavinnu og það reyndist svo tímafrekt að við tókum það inn í verkstæðið. Annar þessara fjallabíla tekur 30 manns í sæti og á Guðmund- Ég leit inn í gróðurhúsin til Björns Ólafssonar, þegar ég var á ferðinni í Reykholti nýlega, datt í.hug að hann kynni að geta sagt mér frá einhverri nýjung En Björn er ákaflega vakandi pg oft að reyna alls konar nýj- ungar í ræktun í gróðurhúsum sínum, sem hann hefur rðkið þarna sjálfstætt síðan 1942. Hann er þarna nú með um 900 férm. af gróðurhúsum undir agúrkur og tómata. — En þarf að stækka, segir hann. Sérstak- lega þarf ég að fá hús undir nvtt afbrigði af tómötum, en húsin sem ég hefi eru of heit fyrir betta afbrieði. sem er ræktað undir berum himni í Banda- rikíunum. Það eru um tvö ár síðan ég sá myndir og frásögn af þessu afbrigði í amerísku timariti, heldur hann áfram, og skrifaði vestur til Miehigan. Eftir halfan mánuð fékk ég fræsendingu, sem ég sáði til reynslu. Nú er ég búinn að reyna þetta í 2 ár og gengur vel, en þarf bara önn ur og kaldari hús til að rækta tómatana I. — Hvers konar tómatar eru þetta? __ Þeir eru míklu stærri en venjulegir tómatar, fara ca 18 í 5 kg. kassann í stað 80—100 af venjulegum tómötum og svo eru þeir mjög kjötmiklir, ekki mikið af vökva í þeim. eins og öSrum tómötum, sem hafa svo mikið frærými. __ Er markaður fyrir slíka tómata? __ Já, ég hefi selt gegnum fyrirtaeki í Reykjavík, og þeir hafa runnið út, svo ég hygg á mikla ræktun á þeim. ef ég get komið unp húsum til þess. — Mig langar til að _ reyna fleira frá Ameríku, bætir Björn við, og veit um ýmislegt, sem ekki fæst í Danmörkusemvið hér verzlum aðallega við. Það eru sérstaklega káltegundirnar, sem mér finnst fallegar, og svo jarð- arberin. Ég vil reyna að rækta inni hér tegundir sem þeir rækta úti í hitanum, því veðurfarið hjá þeim er allt annað en hjá okkur. Mér finnst við vera orðn- ir óþarflega steinrunnir í þessu efni. Má vera að þessar tilraun- ir gefi ekki mikinn árangur, en einhverjir verða að reyna, og það er þá helzt að þeir geri þaS sem áhuga hafa á þvj. Okkur vantar nefnilega alveg tilrauna«* stöð hér á landi til að leita n3 beztu tegundunum til ræktun- ar. — Þú hefur líka verið með einhverjar tilraunir úti, er það ekki? — f fyrravor fékk ég hreðku- fræ, sem Asg. Pétursson, sýslu- maður, útvegaði frá Strass- bourg. Þetta voru fræ af kín- verskunr. og frönskum hreðkum. Þær kínversku voru rauðar. en þær frönsku svartar og bragð- _ sterkar. Ræktunin tókst ágæt- lega hér — En nú má ég ekki vera að því að standa og tala, segir Bjöm að 'okum. Ég er að planta og hefi 3000 börn tÚ að líta eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.