Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. apríl 1963 MORCVNBLAÐIÐ 13 Sr. Bjarni Sigurðsson skrifar um: Helztu tníarbrösð heims OKKUR kristnum mönnum hættir við að gleyma því, að önnur trúarbrögð tíðkist um heimskringluna en okkar eigin. Samt eru játendur þeirra varla þriðjungur jarðarbyggja. Og enda þótt rekið sé kristniboð af mikilli fórnfýsi víða uim heim, fer tala þeirra síhækkandi, sem ekki játa kristna trú. Kristin menning breiðist að vísu út um víða veröld eins og eldur í sinu og ýmsum hugsjónum sprottn- um úr kristnum járðvegi vex ásmegin, en þegar kristniboðarn ir koma með trúarboðskap sinn, tala þeir víða fyrir daufum eyr um. Boðendum annarra trúar- bragða verður -oft mun betur ágengt. Svo er því t.a.m. farið um islam, að Afríkubúar taka henni tveimur höndum, þó að jþeir skelli skollaeyrum við boð- skap kristinna. Þar geldur kristn in hrottaskapar Evrópubúans í nýlendum Afríku. Annað er hitt, sem kristnum mönnum hættir líka við að gleyma, að öll trúarbrögð bera í sér einhver verðmæti. Þau verð mæti eru sálu mannsins þeim mun dýrmætari, sem trúarbrögð hans eru háleitari. í bókinni Helztu trúarbrögð heims er gjörð nokkur grein fyrir þeim trúar- brögðum, sem mest kveður að i heiminum. Þau eru 'hindúasið- ur, búddadómur, trúarbrögð Kínverja, islam, gyðingdómur og kristindómur. „Sum þeirra líkjast hver öðr- um í ýmsu. Munur er líka mikill, etundum grundvallarmunur. En öll trúarbrögð hafa svör að bjóða við þeim spurningum, sem leita ú huga hvers manns, er hugleiðir leyndardóm lífsins. öll veita þau stoð í raunum, leiðsögn um breytni, styrk gagnvart dauðan- um. Svörin eru misjafnlega áhrifarík", eins og segir í inn- gangsorðum að bókinni. Kristnir menn efast ekki um, að trú þeirra eigi mest að bjóða. Engu að síður hafa játendur ann arra trúarbragða fundið eitthvert andsvar bæna sinna og trúhneigð ar. Ella væru trúarbrögð þeirra ekki framar tiL Helztu trúarbrögð heims er glæsileg bók, ótrúlega auðveld aflestrar ungum og öldnum. Þótt Um hundrað sérfræðingar víðs vegar um heim hafi unnið að samningu hennar, hefir þeim ekki orðið fótaskortur á þeirri hálu hellu fræðimennskunnar að gjöra lesefnið tyrfið og torskilið. Stílsnilld biskupsins, sem er þýðandinn, hefir og sett spor á yfirbragð bókarinnar. Hér gefst á að líta á 3. hundr- ®ð mynda, og eru þær margar forkunnar fagrar, enda sumar af heimskunnum listaverkum að fornu og nýju. Bók þessari er ekki ætlað að vera trúarbragðasaga. Trúarbrögð frumstæðra þjóða eru hér ekki á dagskrá. Hún rekur ekki heldur sögu þeirra trúarbragða, er blómguðust með fornum menn- ingarþjóðum, en liðu undir lok. Hún fjallar einkum um þau trúarbrögð, sem nú lifa með þjóð um heims, setja mark sitt á líf 6amtíðarmannanna og okkar sjálfra. Hún gjörir grein fyrir þeim trúarbrögðum, sem framar flestu öðru ráða sköpum okkar tíma, en rekur ekki þróunar- Bögu þeirra að marki. Hún virð- ist leitast við að draga upp mynd hvers átrúnaðar fyrir sig 6 þann veg, að hún verði sönn, eins lík og auðið verður þeiiri mynd, sem játendur hans þekkja og viðurkenna. j i Meginþáttur bókarinnar fjall- ar vitaskuld um kristna trú, sögu hennar, kenningu, guðshús og kristna guðsþjónustu, sem gétur verið harðla mismunandi í snið- um. Að sjálfsögðu eru til mörg önnur trúarbrögð en þau, sem fjallað er sérstaklega um í 6 þáttum þessarar fögru bókar, en önnur eru miklu fámennari, þó að sum þeirra sé næsta athyglis- verð. Það gildir einu hvort þjóð er frumstæð eða hefir náð miklum þroska — við' getum ekki skyggnzt um tilverusvið hennar að neinu gagni nema í ljósi þeirra trúarbragða, sem hún hef ir játað í aldanna rás. Að því leyti er þekking á trúarbrögðum heims áhjákvæmilegt menningar- atriði. En hér kemur annað og meira til. Öll hin æðstu trúarbrögð eiga það sameiginlegt, að þau leitast við að frelsa manninn frá þeirri skurðgoðavillu, sem er allri annarri meinlegri og ban- vænni — sjálfsdýrkun hans í dögun kjarnorkualdar. Sumir eru jafnvel svo bjart- sýnir að halda, að öll æðstu trú- arbrögð, heims geti sameinast. En sá draumur, að þau fái af- numið allan skoðanamun án þess að bregðast því, sem þau telja ómissandi trúarverðmæti, er blekking ein og skynvitla. Og hver, sem því heldur fram, ætlar þá óvitandi eða vitandi vits, að öll önnur trúarbrögð sameinist um það,-sem er kjarni hans eig- inn átrúnaðar. En okkur veitir sannarlega ekki af að horfa til þess, sem sameinar, fremur en til hins, sem sundrar. „Hin lifandi trúarbrögð geta virt hver önnur og eiga gagn- kvæmt að meta þau andlegu verðmæti, sem hver um sig hafa játendum sinum að bjóða. Þau geta staðið saman gegn and- lausri efnishyggju, sem viður- Rennir engan veruleik annan en blind efnisöfl. Þau geta í ein- lægni horfzt í augu við eigin bresti og rétt öðrum hönd kær- leika". — í raun verður mark- mið bókarinnar ráðið af þessum orðum í ljósi þeirrar þekkingar, sem hún veitir á trú, trúarsiðum og hugsunarhætti manna um víða veröld. Að því' leyti verður það eitt hið hagnýtasta, sem sótt verður að í dag til sameiningar sundruðu mannkyni. Bjami Sigurðsson. Þessi mynd var tekin í kvöldverðarboði, sem haldið var í sam- bandi við ráðstefnu er fjallaði um baráttu gegn hungursneyð í heiminum. Á henni eru, talið frá vinstri: W. Averell Harri- mann, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marian Ander-: son, söngkona, sem söng á samkomunni, frú Hartke, kona öld- ungadeildarþingmanns frá Indíana, og Thor Thors, ambassa- dor íslands í Washington, sem flutti þar ræðu. Herðum baráttuna fyrir út- rýmingu hungurs og fátæktar Ræða Thor Thors sendiherra í kvöldverðar- boði í Washington Matmælastofnun Sameinuðu þjóðanna beitti sér fyrir því að vikan 17.—23. marz sl. var helguð baráttu gegn hung- ursneyð í heiminum. Af því tilefni gengust samtökin „The American Freedom from Hunger Foundation" fyrir ráð- stefnu í Washington um þessi mál og hátíðlegum kvöld- verði hinn 21. marz. Var þangað boðið öllum sendiherrum erlendra ríkja í borginni. Meðal ræðumanna í þessu sam- kvæmi voru póstmálaráðherra Bandaríkjanna og W. Aver- ell, varautanríkisráðherra. Thor Thors, sendiherra íslands, var falið að flytja þar ræðu fyrir hönd allra sendiherranna. Flutti hann eftirfarandi ávarp við það tækifæri: Herra forseti! Mér er það mikil ánægja og heiður að eiga þess kost að tala hér fyrir hönd allra sendiherra erlendra ríkja, sem hér eru samankomnir, til þess að láta í ljós þakkir okkar við hið bandaríska fé- lag til baráttu gegn hungurs- neyð, fyrir boð þeirra okkur til handa um að vera við þessa minnisverðu athöfn. Ég veit að ég túlka, herra forseti, hug allra sendiherr- anna hérna, þegar ég segi yð- ur, að við metum mikils þýð- ingu þessarar veglegu at- hafnar og hið göfuga mark- mið, sem félag yðar hefur sett sér. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að þessi vika skuli um heim allan helg- uð baráttu gegn hungursneyð. Grundvöllurinn að þessari stofn- un var lagður hér í Bandaríkj- unum, í nánd við höfuðborgina, á vordögum árið 1943, meðan alheimsófriðurinn geisaði ennþá grimmilega í Evrópu og Asíu, og á flestum stöðum á hnettinum. Hinar dagiegu fréttir sögðu okk- ur frá mannfalli, grimmd, eyði- leggingu, örvæntingu og hungri, og úrslit og endalok styrjaldar- innar voru vafin þungum skýj- um efasemda og óvusu. Á þess- um dögum þjáninga og sorga og mikilla fórna, tóku hugir manna að beinast að hinni miklu á- byrgð, sem á mönuum hvíldi til að tryggja framtíðina að lok- inni styrjöldinni. A ráðstefn- unni í Hot Springs, sem undir- bjó Matvælaráðstefnu SÞ, voru mættir fulltrúar frá 50 þjóðum, og áttu flestar þeirra enn í styrjöld. Hugsjónir hljómuðu hátt, og hugir allra beindust í einlægni og alvöru að hinni há- leitustu viðleitni mannfélagsins að byggja og tryggja betri, rétt- látari og öruggari heim á rúst- um, ógnum og þjáningum styrj- aldarinnar. Það var hlutskipti mitt að vera fulltrúi þjóðar minnar á þessari ráðstefnu, og ég minnist svo greinilega hversu almenn vinátta ríkti þar meðal fulltrú- anna, og hversu andrúmsloftið var heilbrigt. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna varð þann- ig til í sólskini og velvild í garð allra manna. Sú stofnun hefur líka borið ávexti og náð mörgum afrekum, sem stofn- endurnir óskuðu og þráðu. Sam- einuðu þjóðirnar í heild styrkja þessa baráttu fyrir endanlegri útrýmingu hungursins, og þær óska að hvetja allar þjóðir til þess að vinna að þessu marki og mun því nú í sumar koma sam- an hér í Washington alheims- matvælaráðstefna, og í henni munu taka þátt fulltrúar, bæði frá ríkisstjórnum og einstökum stofnunum, frá meira en 100 löndum. Þessi ráðstefna á að fást við hið mikla vandamál mannkynsins nú í dag, hungur og fátækt. Það verður erfitt verk, en við skulum óska ráð- stefnunni heilla og góðs árang- urs. Forseti Bandarfkjanna hefur opinberlega lýst þessa viku hér í Bandaríkjunum „vikuna gegn útrýmingu hungurs", og falið forráðamönnum þessarar stofn- unar að sjá um að þessa sé minnzt og gætt um öll Banda- ríkin. Það gleður okkur nú að sjá að þetta er gjört svo virðu- lega, sem lýsir sér í kvöld, þar sem um 1000 manns eru hér staddir. Við sem búum hér eða dvelj- umst í hinni miklu og auðugu höfuðborg Bandaríkjanna, landi allsnægta og auðæfa, höfum fyrir augum litla hungursneyð, og hugsum ef til vill aðeins sjaldan um þjáningar þeirra meðbræðra okkar, sem eiga við lélegust kjör að búa. Við metum göfuglyndi ráðamanna Banda- ríkjanna og þjóðarinnar, sem hefur miðlað svo ríkulega til svo mikils fjölda manna í öllum hlutum heims, sem hafa þjáðst af hungri og vesöld. Megi þeim blessast fyrir það. Við vitum að mikið' hefur verið gjört af ýmsum þjóðum heimsins til þess að flytja þeim næringu, sem hana hafa skort. En þrátt fyrir alla viðleitríi stofnana og Sameinuðu þjóð- anna, og t.d. Barnahjálparinnar og annarra alþjóðlegra fyrir- tækja, og einnig einstaklinga í öllum löndum, þá sjáum við samt í dag fyrir okkur þá bitru staðreynd, að hundruð milljóna manna, kvenna og barna á ýms- um stöðum hnattarins, þjást af næringarskorti og jafnvel sáru hungri. Samtímis hrúgast upp geysilegar birgðir af matvælum svo að af því hljótast innanlands vandræði og erfiðleikar. Það er vissulega eitt af brýnustu þjóð- félags- og mannúðarverkefnum heimsins nú í dag að afnema þetta nauðsynjalausa, kvalafulla og eymdarlega óréttlæti. En til þess að ná því marki, þurfum við hug og hönd góðra manna og kvenna, stjórnenda þjóðanna í öllum löndum og einstaklinga hvar í fylkingu, sem þeir standa, og hvar sem þeir eru á byggðu bóli. Á þessum degi, sem hér er fyrsti dagur vorsins, skulum við minnast þess, að • milljónir bræðra okkar lifa í stöðugum vetri óánægjunnar vegna hung- ursins. Við skulum minnas' þess, að sú veröld, sem er almennt vel nærð, er veröld, sem vel og vit- urlega er stjórnað, veröld, sem er vel og almennt ánægð. Að lokum vil ég endurtaka þakkir mínar, fyrir hönd allra sendiherranna, fyrir minnis- verða samkomu. Lönd og leiðii kynna Islands- ferðir Ferðaskrifsbofan LÖND o LEIÐIR hefir látið frá sér far prentaðar upplýsingar um ferðí mál hér á landi, í tilefni þe; að líkur eru fyrir að allar ferð skrifsbofur hér fái leyfi til mó1 töku erlendra ferðamanna. Hefir ferðaskrifstofan sent i til ferðaskrifstofa erlendis al 2000 möppur með upplýsingui og ferðalög hér innanlands, sei skrifsbofan áætlar í sumar. í eru og upplýsingar um mögi leika til veiða hér, bæði fugl og hreindýr, svo og eru upi lýsingar um hótel í höfuðstaði um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.