Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 8
8 r MORCUNIJLAÐIB Eaugardagur 6. aprfl 1963 Rumlega á vegum ■jr I»essa dagana er verið að úthiuta á vegum húsnæðismála- stjórnar rúmlega 80 millj. kr. og er það langstærsta upphæð, sem veitt hefur verið í einu lagi til húsnæðismála. Ac Á sl. ári var samtals veitt 150 millj. til íbúðarhúsabygg- inga á vegum ríkisstjórnarinnar og borgarsjóðs og er það mun meira en nokkru sinni hefur ver ið veitt til húsnæðismálanna á einu ári. -jA- í tíð vinstri stjórnarinnar hækkaði byggingarkostnaður um 34,3% eða 11,4% á ári að meðal tali og er það örasta hækkun, sem nokkurn tíma hefur orðið Jafnframt drógust lánveitingar á byggingarkostnaði hér á landi. húsnæðismálastjórnar saman og voru komnar niður í 34,2 millj. 1958. Senn verða tilbúnar til lóðaúthlutunar í Reykjavík rúm Iega 500 íbúðir og verið að ganga Framtíðorskip- an flóobóta MEIRIHLUTI samvinnunefndar flóabáta hefur lagt svohljóðandi þingsályktunartillögu fram á Al- þingi: Aliþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að láta undirbúa til- lögur um framtíðarskipan á ferð- um flóabáta og aðstoð ríkissjóðs til þessa þáttar samgöngumála. Skal endurskoðuninni lokið og tillögur lagðar fyrir næsta reglu- legt Aliþingi. Endurskoðun aðkallandi Það er álit meiri hluta'sam- vinnunefndar samgöngumála, að aðkallandi sé, að unnið verði að endurskoðun þeirra mála, sem tillagan fjallar um, svo að tryggt sé, að fjármagn það, sem ríkis- sjóður leggur af mörkum tii fyr- irigreiðslu og stuðnings bættra samgangna í hinum ýmsu byggð um landsins, komi að sem bezt- um notum fyrir þá mörgu aðil-a, sem þeirra eiga að njóta. Telur nefndin æskilegt og raunar nauð synlegt, að á nokkurra ára fresti séu þessi samgöngumál tekin til endurskoðunar, svo að samgöngu bætur þessar megi veita íbúum strjálibýlisins öruggari og betri þjónustu en verið hefur til þessa. Þó að landsamgöngur hafi á und- anförnum árum verið stórbætt- ar, verður ekki á móti mælt, að ýtmir landshlutar, eins og t.d. nokkur hluti Austfjarða og Vest- fjarða, svo byggðin við norðan- verðan Rreiðafjörð, hafa mi-kla þörf fyrir bætta þjónustu í sam- bandi við fólks- og vöru- flutninga. Að sjálfsögðu verður að hafá það í huga við slíka endurskoðun, að þeir landsihlut- ar, þar sem strjálbýlið er orðið mikið vegna burtflutnings fólks- ins til þéttbýlisins, fái nægilega þjónustu, svo að þeir landshlut- ar megi vel við una. Leggur xneirihluti nefndarinnar áherzlu á, að endurskoðun þessari verði lokið, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. 0. Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. PILTAR EFÞlOEIOiO UNHUSTU ÞÁ Á ÉS HRIN&ANA X/JrfM tísmvi /fjstefrser/ S 80 millj. úthlutað húsn.maiastjdrnar frá skipulagi og holræsagerð fyrað 50% byggingarkostnaðar. Var ir um 380 íbúðir til viðbótar. Þessar upplýsingar komu fram i borgarstjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag, er húsnæðismál voru þar til umræðu. Tilefni umræðnanna voru tvær tillögur, önnur frá Guðmundi Vigfússyni (K) um ráðstafanir til að auka verulega íbúðarbygg ingar í Reykjavík og hin frá Guðmundi Ágústssyni (F) um, að 150 þús. kr. hámarkið, sem nú er ákveðið í lögum um lánaveit- ingar húsnæðismálastofnunarinn ar, verði látið ná til íbúða, sem byrjað var á eftir gengisbreyting una 1960. Lóðaúthlutun Gísli Halldórsson (S) gaf þær upplýsingar, að nú á næstunni yrði 358 íbúðum úthlutað í Háa leitishverfi, þar af 312 íbúðum í fjölbýlishúsum, 39 íbúðum í rað húsum og 7 í einbýlishúsum. í>á er ekki all- langt síðan geng ið var frá endan legu skipulagi á Kleppsvegi og einu háhýsi á Austurbrún með samtals 144 íbúðum. Loks er svo verið að ganga frá skipulagi og holræsagerð við Elliðaárvor fyrir um 250 íbúðir og fyrir 120-140 íbúðum annars staðar í borginni. Lánveitingar til húsnæðismála Af gefnu tilefni rifjaði borgar fulltrúinn upp, hvernig lánaveit ingum til húsnæðismála hefði verið háttað hér á landi undan- farin ár. En upphaflega var að því stefnt með lögunum um hús næðismálastjórn, að lána yrði allt þá talið, að meðalíbúð kostaði 200 þús. kr. og miðuðust lögin því við 100 þús. kr. lánaveitingu Var vel farið af stað, en Skyndi lega dró úr lánveitingunum á dögum vinstri stjórnarinnar og voru þær komnar niður í 34,2 millj. til landsins alls 1958, en það ár voru byggðar 1200 íbúðir svo að tæpar 30 þús. kr. komu á hverja íbúð. Það er staðreynd, sem ekki þýðir að mótmæla. Var síðan verulega snúið við blaði 1960 og árið 1962 voru lánaðar 141 millj. til byggingar framkvæmda, auk lánveifinga borgarstjórnar til borgaríbúða, eða samtals rúmar 150 millj. Voru þá byggðar 1100 íbúðir svo að tæplega 140 þús. kr. var veitt til hverrar íbúðar að meðaltali. Hef ur því stefnt verulega í rétta átt í þessu efni, enda unnið að því að unnt verði að lána allt að 50% byggingarkostnaðar, og er æski- legt, að það geti orðið sem fyrst. Einar Ágúsfcsson (F) tilfærði ýmsar tölur frá tíð vinstri stjórn ar og kvað tillöguna ekki stefnu lausa. Guðmundur Vigfússon (K) ful],yrti, að vinstri stjórnin hefði ein allra ríkisstjórna gert til- raun til að koma grundvelli und ir lánastarfsemi til íbúðabygg- inga. Óskar Halldórsson (A) upp- lýsti, að ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir breytingu á lögum um verkamannabústaði í þá átt, að unnt er nú að lána allt að 50% hyggingarkostnaðar. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri bar að gefnu tilefni saman hækkun byggingarkostnað; r í RAUÐA BOKIN AÐ I»VÍ er segir í skýrslu leynifélagsins SÍA um flokksstjórn- arfund Kommúnistaflokksins í byrjun desember»1958 lýsti einn helzti foringi kommúnista á Austurlandi „áhuga“ sín- um á því„ að varnarliðið hyrfi úr landinu, svo: „JÓHANNES Stefánsson frá Neskaupstað flutti tölu. Taldi hann það mikinn harm ef stjórnin (þ.e. vinstri stjórnin) spryngi. Taldi hann herstöðvamálið vera algjört aukaatriði og kvað menn hafa litlar áhyggjur af slíku í Múlasýslu. Kvaðst hann leiður á nöldri um þetta mál og fáránleg sú hugmynd að ætla að setja slíkan hégóma á oddinn. hvað þá fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um það“. tíð núverandi ríkisstjórnar og vinstri stjórnar- innar. Hækkun byggingarkostn- aðar í tíð vinstri stjórnarinnar var 34,3% þ. e. 11,4% á ári að meðaltali. í tíð núverandi ríkis stjórnar hefur byggingarkostn- aður hækkað um 7,8% á ári að meðaltali. Vinstri stjórnin hefur því slegið öll met í hækkun byggingarkostnaðar hér á landi. í tíð vinstri stjórnarinnar var þó aldrei talað um hækkun á meðallánum til íbúðar af hálfu stjórnarliðsins. Borgarstjóri’ sagði síðan, að allir gætu verið sammála um það að æskilegt væri að geta hækkað lán til íbúðarbygginga, en hins vegar skorti til þess fjármagn. Taldi hann eðlilegast, að full- nægja þeim fyrst, er nú eiga ó afgreiddar lánaumsóknir frekar en að taka af takmörkuðu lána fjármagni til að lána þeim, sem byrjuðu að byggja, þegar bygg ingarkostnaður var þó lægri en hann er nú. Tillögur G.V. og E.Á. var síð an vísað frá með rökstuðningi. Söluskýli og veitingahús VIÐ umræður á Alþingi um frumvarp um veitingasölu og gististaðahald vék Auður Aúð- uns (S) að nokkrum atriðum frumvarpsins, sem hún mæltist til, að tekin yrðu til nánari at- hugunar í samgöngumálanefnd, annars vegar varðandi söluskýli og hins vegar matstofur á vinnu stað. leyfi fyrir söluskýli væri bund- ið við það, að þar væri um sjá'.l- stæðan rekstur að ræða og hús- næði, sem aðskilið væri frá veit- ingastotfum, yrði þar um hrein- an verzlunarrekstur að ræða. Og sé ég þá satt að segja ekki, sagði alþingismaðurmn, hvers vegna veitingaleyfi ætti að ná til þessarar sérgreinri af verzl- urarrekstri, enda væri sér kunn ar kröfur, gæti það e.t.v. orðið til að draga úr þeirri þróun, að matstofum sé komið upp á vinnu stöðum og kvaðst alþingismað- urinn því hafa vakið athygli á þessu atriði og mæltist til, að það yrði tekið til nánari athug- unar milli umræðna. Dwigiht D. Eisenhower, sem nú er 72 ára að aldri, fór frá vetrarbústað sínum í Palm Des- ert til Rialfco í Californíu fyrir nokkrum dögum. Þar settist hann á skólabekk í Eisen- hower High Sohool og Jun- ior High Sohool og hlýddi á kennslu. í skólunum eru um 2100 nemendur. „Ég var for- viða hve orðaforði nemendanna er mikill," sagði Eisenhower, „á ég þar ekiki við daglegt mál held- ur vísindalegt. Ég veit ekikert um geim- og atómvisindi, svo mað- ur tali nú ekki um þessa nýju stærðfræði." Myndin sýnir Eisenihower á skólabekk. Sjómannatryggingar ein- faldari í framkvæmd ALÞINGISMENNIRNIR Guðlaug | leika til og geri tillögu um ein- ur Gíslason og Jón Árnason hafa faldari framkvæmd þessara lagt svohljóðandi tillögu tii þings mála, ef fært þykir. ályktunar fram á Alþingi: Þarf að sporna við fótum Auður Auðuns (S) vakti at- hygli á, að í frv. er gert ráð fyrir, að leyfi fyrir söluskýli, sem veitir rétt til sölu á gos- drykkjum, sæl- gæti og tóbaks- vörum, skuli falla undir veit- ingaleyfi og að veitingaleyfi skuli þá einnig ná til þess. Ef hugleitt er, hvern ig framkvæmdin á þessu yrði, liggur næst að halda, að sala á þessum vörum og söluskýli eigi að teljast eðlilegur liður í veit- ingástarfseminni. All-ir kannast við, að hangs unglinga á veitinga- og sælgæt- isstöðum er eitt af þeim vanda- málum, sem myndast í þéttbýl- inu, og getum við öll verið sam- mála um, að allt, sem ýtt getur undir þá þróun, er mjög óæski- legt. Ef fyrrnefnt ákvæði yrði í framkvæmdinni eins og fyrr er vikið að, sýnist sem með því sé verið að löggilda leið til þess, að þessi óæskilega þróun geti haldið áfram og færzt í auk- ana í stað þess að Jregið sé úr henni, svo sem verða má. Ef hins vegar yrði litið svo a, að þetta ugt um, að kauprnsnnasamtökin muni hafa þetta til athugunai. Matstofur á vinnustöðum Þá er í frumvarpmu gert ráð fyrir, að til matstofa á vinnu- stöðum, sem ætlaðar eru til matseldar fyrir 30 menn eða fleiri að staðaldri, skuli gera sömu kröfur um hreinlæti og vinnuaðstöðu og til veitinga- húsa af svipaðri stærð. Mjög hefur færzt í aukana á síðari árum, að matstofum sé komið upp á vinnustöðum. Leik- ur enginn vafi á, að bæði at- vinnurekendur og starfsmenn telja sér hag í því fyrirkomu- lagi, enda í sumum tilfellum bráðnauðsynlegt, þar sem starfs fólk þarf um svo langan veg að fara til vinnustaðar, að gjör- samlega útilokað er, að það komist heim til sín í matmáls- timum. Sjálfsagt er, að slikar mat- stofur séu háðar eftirliti, svo sem verið hefur, og að til þeirra séu gerðar fyllstu hreinlætis- kröfur, en hins vegar virðast þær ekki fyllilega sambærileg- ar við veitingastaði eða veitinga hús af ýmsum ástæðum, sem alþingismaðurinn veik nánar að. En með því að gera svo strang- „Alþingi ályktar að skora á rí'kisstjórnina að skipa þrigigja manna nefnd sérfróðra manna til' athugunar á möguleikum til samfærslu núverandi sjómanna- trygginga, lögboðinna og samn- ingsbundinna, I eina heildar- tryggingu. Afchugað verði jafn- •hliða, ef slík samfærsla telst fram kvæmanleg, um möguleika til, að heildartryggingin verði boð- in út á frjálsum markaði“. Gerðar einfaldari. í greinargerð segir svo m.a. „Tryggingar sjómanna á is- lenzka fiskiskipaflotanum hafa á undianförnum árum þróazt í þá átt, að þær eru nú þegar orðnar flóknari en svo í framkvæmd, að við verði unað, ef nokkur kostur er til úrbófca. Gerir fram- angreind tillaga ráð fyrir skip- un þriggja manna nefndaf sér- fróðra manna, sem afchugi mögu- Eins og nú er, greiða útgerð- armenn tryggingariðgjöld vegna áfhafna skipa sinna í fjórum lið- um, ef sjú'krasamlagsiðgjöld ^ru meðtalin ,og grípur hver trygg- ingin að meira eða minna leyti inn á svið annarra.“ „Fluitningsmenn telja sjálfsagit, að afchugað verði af sérfróðum mönnum, hvort ekki sé unnt að gera tryggingar þessar einfald- ari í framkvæmd með því að færa þær saman í eina heildar- tryggingu og þá urn leið ódýr- ari, án þess að réttur hinna tryggðu verði í nokkru skertur. Telja flutningsmenn, að um tvær leiðir geti verið að velja í þessu sambandi: að almanna- tryggingarnar taki að sér aUar framangreindar tryggingar gegn einu ákveðnu iðgjaldi, eða að tryggingarnar verði boðnar út á frjálsum markaði sem ein heild artryggmg".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.