Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 11
M Ú,RC UxN,B J.<í4 Ð: t f> •Laugardagvr 8. apríl 1963 s; 11 *■ KrJstján Albertsson: PÉTUR GAUTUR 1. NÚ ÞEGAR að >ví líður, hvað úr hverju, að sýningum á Pétri Gauli verði lokið, nr.á ef til þykja sem ekki sé úr vegi að kveðja þennan ein- stæða viðburð með dálitlum gullhömrum, og þökkum til Þjóðleikhússins, til leikhús- gesta, að ógleymdum þýðanda verksins, Einari Benedikts- syni, sem meir hefði irútt geta í samibandi við þesaa sýningu. i Ég veit ekki til þess að okíkar unga leikmenning hafi nokkru 6inni risið j afn-hátt og í sýn- ingunmi á' „þessu meistaraverki Ihins æðsta skóldanda, sem for- þjóð vor og frsendkyn, Norðmenn imir, hafa nokkru sinni átt“ — svo að vitnað sé í orð Einars Benediktssonar í eftirmálanum eftir þýðingu hans. Leikurinn byltist af einu lífssviði á ann- að, umhverfi og andrúm hreyt- ast í sífelilu, frá nöktum virki- leika til draumaiheima og jötun- heima, og öll hin margslungna ólga verksins kallar á allt sem leikhúsið megnar, í ytra búnaði, í danslist og tónlist, í listrænni tjáning á lífi manna og ára, ým- ist í vil’tasta gásika, eða alvöru og angist andspænis örlögum og dómi. í sannleiika verkefni sem aðeins hín mestu leikhús geta gert sér vonir um að valda. Á- tak Þjóðleiikihiússins -má heita sarnfelldur sigur frá upphafi til leiksloka, — en þó fyrst og fremist leikur Gunnars, Eyjólfs- sonar í höfuðhlutverkinu, afrek að karlmannilegu þreki og fjöl- hæfri list. Sýningin > er ekki aðeins heið- u,r fyrir leikhúsið, heldur engu eiðúr fyrir það fólk, af öilum etéttum, sem hefur fyllf húsið í yfir 30 kvöld, sumt komið lang- ar leiðir að, til þess að verða ekki af þessari hátíð fyrir auga og anda. Ég efast mikið um að til sé annar bær á stærð við íteykjavík, með hennar umhverfi eem að vísu n*r lengra og lengra um hið fámenna land, þar sem þannig hefði verið tekið á móti leiksýningu sem gerir jafn-háar kröfur tiil þroska og athygli af hálfu áhorfenda. Það liggur við ©ð maður viti varla hvort gleð- ur meira, sýningin sjálf eða hinn opni, næmi hugur og allur fögn uóur áhorfenda. 2. ÞAÐ er undarlegt til þess að hugsa, að í upphafi þótti Pétur Gautur háMgerður vafagemling- ur, að minnsta kosti varla ti’l annars fallinn en að lesast. Verk- jnu var tekið af ólund og merki- legheituim, af sumum áhrifa- ttnestu ritdómurium þegar það birtist á prenti í Kaupmanna- höfn 1667. Hinn voldugi ljóð- leikur, jöfnum höndum ævin- týraveröld hamrammasta ímynd unarafls og ein raunsæasta mann lýsihg og örlagalýsing í norræn- um bókmenntum, þótti tortryggi- legur „skáldskapur". Þröngsýnir rýnendur, þá sem ávalt voldug- jr, og vitandi upp á hár hvað ei' skáldskapur, töldu verk Ib- eens ofihilaðið vitsmunalegu efni, heimsspeki og ákæru. Einn fræg- asti ritdómari Dana á þeim tím- um, Clemens Petersen, skrifaði að verkið gæti ekki talist skáld- ekapur (poesi), því að ,ú um- ínynduninni frá virkileika til Bkáldskapar svikur leikurinn hálfvegis bæði kröfur listarinnar og virkileikans“. Seinni timum hefur fundist að bæði skáldskap og virkileika sé prýðilega borgið í verki Ibsens. Clemens Petersen fer svo lang’t að segja: „Verkið er nánast ádeilu-blaðamennsika“ — og er tæpast hægt að hugsa sér tilvaldara dæmi þess hve jafnvel mikðsmetnir ritdómarar geta á stundum verið afleit teg- und. Seinna skrifaði engu minni maður en Ed'vard Brandes, að annað verk eftir Ibsen, En Folike fjende, væri dramatíseruð blaða- grein. Er erfibt að verjast þeirri hugsun, að svo gáfaður maður hafi vitað betur. Henriik Ibsen svaraði grein Clemens Petersens í frægu bréfi til Björnstjerne Bjömsons, og segir ritdóminn lygi, og þó frem- ur fyrir það sem hann þegi um, en það sem hann segi. „Bók mán er skáldskapur," skrifar Ibsen, „og ef hún ekki er þafi, skal bún verða það. Hugtakið skáldskapur skal í voru landi, Noregi, koma og beygja sig eft- ir bók minni.“ Og það varð. Þó rnunu alla tíð vera tid rýnendur, sem halda því fram, þegar þeim býður svo við að horfa, að skáld skapur megi helzt ekki koma nálægit öðru en fín-fínustu blæ- Einar Beneðiktsson dómum sálai-iifsiiis’', og að mann leg hugsun og mannleg tilfinn- ing andspænis aldarhætti, timans táknum eða sögulegri þróun séu ekki „æðra“ sálarlif, og því allt slíkt dærnt til eilífrar útskúfunar inn í forgengilegan hei-m dag- blaðadálka og dægurmálasikrifa. (Þó mun sjaldan í litlum lönd- um reynt að ganga að skáld- verki dauðu fyrir líkar sakir, ef frægur útlendur höfundur á í hlut Eðlisfræðingunum hefur t.d. að makleikum verið mjög vel tekið). 3. Einar Benediktsson segist á unga aldri hafa dregist mjög fast að Pétri Gaut — „og svo var um aðra, jafnaldra mina og skólabræðuir." Við vitum að Hannes Hafstein sendi Sofíu systux sinni Pétur Gauit á stúd- entsárum sínum, og skrifaði henni skýringar á leiknum. Vafa- laust hefur einmitt þetta verk haft mikil áhrif á þá kynslóð ungra manna, sem vissi að hún átti fyrir höndum og reyna að blása nýjum anda kjærks og fram tafcs í þjóð sína, reyna að efla hana til meiri manndóms. Þeim hefur fundist hollt og rétt að tafca til sín og þjóðar sinnar sitt- hvað af hinni bitru brýningu Ibsens — lýsingu hans á hinum unga gáfaða gortara og skýja- gl'óp, sem var mestur í munnin- um, frægðarsögum af sér og for- feðrunum, hugarflugi hátt yfir önnum og kröfum hversdagsins, en vanræfcti að byggja upp bæ- inn hennar móður sinnar, hugsa um jörðina hennar, koma bú- sfcapnum í betra horf. Verk Ibs- ens hefur minnt þessa kynsJóð á skyldur hennar. við „móður“ sína. Stúdentaskáldin Hannes Hafstein og Einar Benediktsson hafa vafalitið fundið nokkurn skyldleika með sér og hinum unga Pétri Gaut, draumaláfi hans og ðhemjuskap — -eins og persóna hans að öðru leyti, hringlið og viljaJeysið, kann að haía átt sinn þátt í að efla vit- und þeirra um eigin styrk og um ákvörðun lífs síns. i 4 Einar Benediktsson byrjaði ungur að þýða Pétur Gaut, og vann að því, með löngum hvíid- um, á annan áratug. Sem kunn- ugt er kom þýðingin út 1901, í þrjátíu eintökum, og verð bók- arinnar hundrað krónur. Einar taldi vonlaust að haía upp í kostnað við prentunina með út- gáfu sem ætlúð var öllum al- menningi. Aðeins tveim mönn- um sendi hann bókina að gjöf, Matthíasi Joohumssyni og Hann- esi Hafstein. Hann sagði mér að Hannes hefði þakkað sér „eiins og gentle-maður“, skrifað sér að íslenzfcan yrði ný fyrir sér þegar hann læsi þýðinguna. En þakfc- arbréf Matthíasar var Einari von brigði. Hann sagðist ekki muna nema eitt úr því: Sumstaðar hef- ur þér mistekist eins og mér þegar ég þýddi Brand! Seinna varð Einar sjálfur mjög óánægður með margt í þýðingu sinni. Þegar ég hitti Einar Pál Jónsson ritstjóra í Winnipeg 19ö6, sagði hann mér að Einax hefði sagt við sig, ekfci löngu fyrir fyrri heimsatyrjöld: „Ég gekk að sjálfum mér hálf-dauð- um, líkamlega og andlega, þeg- ar ég var að þýða Pétur Gaut — og sé nú að þýðingin er af- l>eit!“ Hann tekur að breyta henni, yrkir upp heila kafla, og þannig verður til sú gerð sem út var gefin 1922. Sjálísagt verð- ur einihvern tíma skrifað um báð ar gerðir þýðingarinnar, og það Ijós sem þær varpa á vinnu- brögð skáldsins. Víða er eðliieg- ar orðað í seinni gerðinni, eða gripið til svípmeira málfars. Á stöku stað er því miður hætt Kristján Albertsson við að svo muni þykja, sem skáldið hafi ekki breytt til bóta. Hinar frægu liínur: Atter og fram, det er lige langt; ud og ind, det er hge trangt eru í fyrri þýðingunni: Ef inn verður farið, er út ekki þrengra; ef að verður komist, er frá ekki lengra en í síðari þýðingunni: Út og inn það er éitt og sarnt; aftur og fram, það verður jafnt. Seinni þýðingin er bæði óná- kvæmari og bragðminni. íslenzkt leikhús var einn af óskadraumum Einars Benedikts- sonar, sem hann skrifaði um að minnsta kosti einu sinni, og veik oft að í tali, af þeim heita áhuga sem honum var gefinn öðrum fremur hvenær sem viðgangur íslenzkrar þjóðmenningar var annars vegar. Það er nærri því sárt tiil þess að hugsa, að hann sfculi ekki hafa lifað það, að sjá þýðingu sína á Pétri Gaut leifcna eins og nú er gert. Ekkert er lífclegra en að þá myndi honum ihafá fundist sem sér væri gold- in þakkarskuldin fyrir þetta verk. Hann myndi hafa skilið, að verk hans var orðin einn af gimisteinum íslenzks leiksviðs, nú og um langa framtáð. Þýðingin hafði verið þreík- í dag eru fiðin 200 ár frá fæðingu Bjarna riddara Sívertsens, en hann var fæddur í Nesi í Selvogi 6. apríl 1763. Til Hafnar- fjarðar fluttist hann ungur að árnm og rak þar umfangsmikla útgerð á þeirra tíma mælikvarða. Á ýmsum öðrum sviðum var hann mikill framkvæmdamaður og hefir réttilega verið nefndur faðir Hafnarfjarðar. Bjarni lézt 1833. — Brjóstmynd af Bjarna Sívertsen er í Hellisgerði og vax sett þar upp fyrir nokkrum árum. virki, og drengskaparverk. Við vitum með orðum hans sjálfs | hvað fyrir honum vakti þegar hann réðist í þetta verk, með- an íslenzkan var enn ekiki lengra á veg komin sem nútíðar tumga er var í lok síðustu aldar: ,Ég vildi reyna að koma einmitt þessu riti á íslenzka tungu, þvi ég hef aldrei séð neitt erlent skáldrit, sem gæti betur reynt og treyst á hæfileika tungu vorr- ar til þess að vera lifandi þjóð- mál, jafnhliða öðrum málum heimsins, fært í allan sjó og fallið til þess, að taka öllum þeim framförum vaxandi menn- ingar, sem nútíiminn heimtar og veitir". Hann nær ekki allsstaðar í þýðingu sinni einfaldleik og létt- leik hinna ibsensku orðskifta — enda verður hann sem íslenzkt skáld að stuðla mál sitt. En oft hefur Einari Benediktssyni fund ist íslenzkan leggja sér orð á tungu, mergjaðri og máttugri en norskan átti, og fegurð hins stuðlaða máils ijá hugsuninni sterkari vængi. Við vitum að Einar Benedifctssom unni íslenzk- unni af næstum barnslegum inni- leik oig djúpri sannfæring um guðlegan uppruna málsins: Það ortu guðir lífe við lag. Ég lifi í því minn ævidag, og dey við auðs þess djúpox brunna. I Þegar honum tókst bezt upp við þýðinguna á Pétri Gauit er ekkert líklegra en að honum 'hafi oft fundist, að nú fyrst væri hið mikla skáldverk komið á tungu, sem væri því samboðin — þá tungu, sem það hefði átit að vera ort á, en Ibsen þvi miður efcki kunnað. Eitt kvöld þegar ég heimsótti Einar Benediktsson í París haust ið 1931, sagði hann við mig: „Ég hefi áhyggjur af því að seinni útgáfan af Pétri Gaut kunni að seljast illa. Mér þætti leitt ef hann Sigurður Kristjánsson tap- aði á henni, hann gerði það fyr- ir mig að gefa hana út. Gætir þú ekki, góði, skrifað stutta grein í eitthvert franskt bóik- menntablað og vakið athygli á bókinni? Væri ekki hugsanlegt að mörgum frönskum menntamanni þætti gaman að því, að eiga Pét- uir Gaut á frummálinu... ?“ ★ s * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * Háskólabíó. Konur og ást í Austurlöndum. MYND ÞESSI er ítölsk, tefcin í litum og í Totalscope. Hún er allt í senri, sérstæð, fröðleg og hrifandi. Hin ævintýralega feg- urð Austurlanda blasir við aug um áhorfandans og hann fær svipmyndir af fornri menningu þeirra þjóða, sem lönd þessi byggja og lifnaðarhætti þeirra nú á tímum. Allt er þetta stórat- hyglisvert og skémmtilegt og auk þess er fléttað í myndina stutt um sögum um unga elskendur, og eru þær hver með sínum blæ og einkennum, eftir því með hvaða þjóðum þær gerast, en flestar ef ekki allar heillandi í innileik sínum. Myndin gerist í Egyptalandi, Nepal, þar sem hrikaleg Himalayafjöllin gnæfa yfir landslagið í kring, í Thai- landi, þar sem maður sér Bang- kok, sundurgrafna af skurðum og síkjum, sem minna á Feneyj- ar, í Malayalöndum, þar sem kókoshneturnar sveigja liro p>álmaviðarins, í Hongkon®, þar sem hin fagra Mei Lin gerir gest unum stundirnar ánægjuiegar og loks hittum við Sadako, ungu ja- pönsku stúlkuna, sem eitt sinn þegar hún er ef kafa eftir ostr um, kynnist upgum stúdent fré Tokio og það verður fyrir báðum ást við fyrstu sýn. Og þannig endar þessi indæl^ mynd. I mynd inni leika margir ágætir leikar- ar frá Austurlöndum og kann ég ekki að fara með hin óvenjúlegu nöfn þeirra. Myndatakan er mjög góð og einnig leikstjórn Rom- olo’s Marcellini’s. Stjörnubíó. Orrustan á tunglinu. ÞEIR SEM gaman hafa af vís- indaleigum fantasíum ættu að leggja leið sína í Stjörnubíó, því þar er um þessar mundir sýnd japönsk mynd, er fallar um bar- áttu Jarðarbúa við vitsmunaver ur, sem komnar eru langt utan úr himingeimnum, hafa hertekið tunglið og nota það sem stökk- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.