Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 14
14 rí* mpRrr yni Xaugardagur 6. SPprQ 1963 Willys eigendur Frd vélaverkstæði Egils Vilhjdlmssonar ht WILLY’S EIGENDUR! — Þér getið komið með jeppann að kveldi — og fengið hann að morgni með nýrri endurbyggðri vél. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 22240. Skrifstofustúlka óskast. Tilboð, merkt: „6700“ sendist Mbl. NY SENDING A F hollenzkum vorkápum Bemhard Laxdal Kjörgarði. Til fermingargjafa „Transistor ‘ ‘ -f erðaútvarpstæki. Gott verð. , Litaskélinn Kópavogi — Sími 35810. Móðir mín, tengdamóðir og systir ÁSLAUG JÓHANNSDÓTTIR frá ísafirði andaðist að Landsspítalanum 4. þ. m. Anna María Valsdóttir, Karl Karlsson, og systkini hinnar látnu. Systir okkar SVAVA JÓHANNESDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 8. apríl kl. 2 e.h. Soffía Jóhannesdóttir, Fanney Jóhannesdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa KRISTINS KRISTJÁNSSONAR, Njálsgötu 77. Sérstaklega viljum við þakka kirkjukór Hallgríms- kirkju, Páli Halldórssyni organleikara, Karlakór Reykjavíkur, Sigurði Þórðarsyni, söngstjóra, Guðmundi Jónssyni, óperusöngvara, Bifreiðastjórafélaginu Frama og Hestamannafélaginu Fák. Vilborg Sigmundsdóttir, Reynir Kristinsson, Erna Haraldsdóttir, og barnahörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð v.ið fráfall og og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu JENSÍNU JENSDÓTTUR. Filippía Kristjónsdóttir, Kristín Þórðardóttir og dætur. Freyr Sverrisson Kveðja Þú framsækni, hugprúði sveinn. I drottni ungur þú deyrð. Drottinn allsherjar, verði þinn vilji. f DAG kveðjum við hinn uhga vin okkar, Frey Sverrisson, hinztu kveðju með sárum trega. Hann var aðeins fimmtán ára. Við mannanna börn eigum svo erfitt með að sætta okkur við það, þegar ungir æskumenn eru hrifnir svo óvænt burt frá þessu jarðneska lífi. En vegir drottins eru órannsakanlegir. Freyr var frjálshuga, vonglað- ur, geðþekkur og góður piltur, sem gaman var að tala við um ýmsa hluti. Hann ígrundaði margt, sem hann dró oft mjög skemmtilegar ályktanir af. Hann hafði meðal annars mikinn áhuga á öllu tæknilegu, og tók hann sérstaklega vel eftir, þegar það bar á góma, og mundi oft smæstu atriði ásamt þeim stærri. Hann var mjög líklegur til þess að ná' góðum árangri á því sviði. Freyr var drengur góður, fljót- ur til, ef félagar hans þurftu á einhverri hjálp að halda, sem hann gat veitt. Hann var vel lið- inn af öllu skólasystkinum og ekki sízt bekkjarsystkinum sín- um, sem öll sakna hans mjög. En góðar minningar um hinn unga vin okkar munu ávallt lifa í húg- um okkar allra. Við kveðjum þig, ungi vinur, og þökkum þér allar fagrar og Ijúfar minningar. Við þökkum þér góðfúslega brosið, seim kom svo oft fram á varir þínar og mildaði alltaf allt. Freyr Sverrisson var fæddur 4. ágúst 1948 í Keflavík, sonur hjónanna Fjólu Matthíasson og Sverris Matthíassonar, Tún- götu 13, Keflavík. Við vottum þeim hjónum, syni þeirra og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi drott- inn milda sorg þeirra. Kennari. ÞAÐ er erfitt að” sætta sig við, að þú skulir vera horfinn úr hópn um, kæri, góði Freyr. Það er svo ótrúlegt, að við skulum aldrei framar fá að sjá þig, — að sam- vistum og samskiptum okkar skuli allt í einu vera að fullu lokið. Sú staðreynd ér gáta, sem Friðrún Friðleifsdóttir Fædd 3. marz 1932. Dáin 20. marz 1963. KVEÐJA Með ennið bjart og augun bláu okkur geymist myndin þín, sem brosin ljúfu í bernsku sáum og bezt þig þekktum, Rúna mín. Þá virtist sólin skærast skína og skinið ljóma setti á brár, en heimurinn með hörku sína, þér harma marga veitti og sár. Unglingnum, sem á að hugga allt það bezta sem er til, hið litla blóm, sem lifði í skugga eu ljósið þráði og sólaryl. En einn er sá, sem engum gleymir til allra kemur hjálpin hans og hans elskan örugg streymir frá ástarlindum kærleikans. Hann læknar sjúka, hrjáða huggar þá heimsins hverfullt lánið dvín lífs á burtu líða skuggar því ljósið hans um eilífð skín. Kom þú til mín Kristur kallar, sem kvöl og dagsins þunga ber að mínu brjósti höfði halla og bvíldir mun ég veita þér. Sigurunn Konráðsdóttir. okkur er langt um megn að glíma við. — Þú ert horfinn, en þú ert ekki gleymdur. Minningin um þig mun aldrei fölna í hug- um okkar. Þú varst alltaf glaður og góður, — sannur félagi, — traustur vinur. Það birti alltaf þegar þú bættist í hópinn. Lífs- gleði þín og fjör feykti öllurnn leið indum á braut. Þú varst svo bjart sýnn og hugmyndarikur og fund- vís á viðfangsefni á sviði leik3 og starfs. Og ef til vill höfum við aldrei gert okkur það full- komlega ljóst fyrr en nú, hve mikils virði vinátta þín og þú sjálfur varst okkur. Með þessum fáu og fátæklegu orðum viljum við flytja þér okkar hinztu vinat kveðju og þakka þér allar björtu og ógleymanlegu stundirnar, sem við áttum með þér. Yið biðjum Guð að blessa. þig og gæta þín alla tíma. Og við biðjum hann líka að hugga og styrkja for- eldra þína og bróður á þessum dimmu og þungbæru harmadög- um. Kristján, Ingi og Pétur. Tímarit um íslenzka srasafræfii Fyrsta heftið tileinkað minningu Stefáns Stefánssonar Mbl. hefur borizt eftirfarandi bréf, um útgáfu á nýju tíira- riti um islenzka grasafræöi: MEIRA en aldarfjórðungur er nú liðinn síðan hafizt var handa um útgáfu Náttúrufræðingsins, aliþýðlegs fræðslurits um náttúiru fræði. Hann hefir lengst af ver- ið eina náttúrufræðirit þjóðar- innar og vísindarit öðrum þiræði. Vegna hins tvilþætta hlutverks hefir þó jafnan orðið að setja vísindaleguim ritgerðuim einhvern ramma og gera vissar kröfur til alþýðLeika þeirra. Hefir þetta yfirleitt tekizt vel, og eiga rit- stjórar Náttúrufræðingsins þakk- ir skilið. Þó er því ekki að leyna, að þessar forskriftir hafa kom- ið allhart niður á grasafræðing- um, einkum síðan sá háttur var upp tekinn að fella að mestu nið ur flóarulista úr greinum þeirra. Það er alkunna, að íslenzik grasa- fræði er mestmegnis flórufræði og gróðurfræði, en hvort tveggja krefst mikillar upptalningar plöntutegunda. Það er því mikil skerðing á þessum greinum að fella sliíka lista niður og eðli- legit, að girasafræðinguim þyki súrt í brotið. Af þesum ástæðum hafa gr&saÆræðingar orðið að leita til erlendra tímarita með birtingu efnis. Þannig koma rit- gerðir þeinra að visu fyrir sjón- ir margra ágætra vísindamanna, en fyrir íslendinga eru þær rneira eða* minna tapaðar. Vér álítum, að íslenzk grasafræði eigi fyrst og fremst erindi til íslend- inga. Vort er að kanna landið, enda vitum vér þar gerzt skil. Að öllu þesu athuguðu virðist oss, að íslenzkri grasafræði verði bezt borgið með útgáfu sérstaks grasafræðitimarits. Á þesu ári eru hundrað ár lið- in frá fæðingu Stefáns Stefáns- sonar, meistairans mikla, sem kalla má höfund íslenzkrar grasa fræði. Það sæmir því vel að minn ast þesa merka afmælis með þvi að hefja útgáfu sltks rits. Ætlað er, að ritið komi út ár- lega, minnst 6 arkir. Verður fyrsta heftið helgað minningu Stefáns og flytur m.a. ýtarlegt æviágrip hans, saniið af Stein- dióri SteindórsSyni. Megintilgang ur ritsins er að koma á fram- færi vísindalegum ritgerðum um íslenzka flóru, gróður landsins og gróðursögu og sérhvað ann- að, er islenzka grasafræði varð- ar. Einnig mun það flytja ýmiss konar almennt og alþýðlegt efni um grös og gróður, grasnytjar og grasanöfn. Það mun birta stutt- ar yfirlitsgreinar um rit, er varða grasafræði landsins. Það mun og beita sér fyrir hvers konar enduirbótum á sviði'grasa- færðinnar og annarrar náttúru- fræði í landinu. í stuttu máii sagt: ritið er ætlað íslenzkum grasafræðingum og þeim, er ís- lenzkri girasafræði unna. í sam- rsemi við það verður ritað. aðal- lega skrifað a íslenzku. Öllum greinum um frumrannsóknir mun þó fylgja stutt yfirlit 4 einhverju heimsmáli. Eins og af líkum lætur, er útgáfa tknarits sem þessa miikl- um örðugleikum bundin. Er þó bót í máli, að ýmsar stofnanir hér í bænum hafa heitið oss stuðningi. Til að tryggja útgáfit ritsins framvegis er þó óihjá- kvæmilegt að afla því áskrif- enda. Er það von okkar, sem að þessiu riti stöndum, að margir muni reynast því bollvinir og styrkja það með áskrift sinni, Viljum vér biðja alla þá að senda oss nöfn sán og heimilisföng hið allra fyrsta. Áskriftargjaldið, kr, 100,00—120,00, verður innheimt uun leið og ritið sendist áskrif- endum. Utanáskriftin er Tirna- rit um ísl. grasafrstði, P.O. Bo* 66, Akujreyri. Til söln eru jarðirnar Asparvík og Brúará í Kaldrananes- hreppi Strandasýslu. Jarðirnar eru samliggjandi, roilli Fossár og Brúarár. í ánum eru góð skilyrði fyrir laxaeldi. Mjög gott berjaland. Trjáreki. Góð lend- ingarskilyrði fyrir smábáta og nærliggjandi fiskimið. Semja ber við eiganda jarðanna Andrés Sigurðsson, Asparvík, símstöð Drangsnes. — Upplýsingar gefur einnig Halldór Jónsson, Njörvasundi 9, Reykjavík, simi 3-29-40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.