Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 1
24 síður 50. árgangtir 146. tbl. — Miðvikudagur 3. júlí 1963 Prentsmiðja Morgrnblaðsins Einingarvilji þjdða Evrdpu augljds — segir Kennedy forseti að lokinni tíu daga Evrópuferð • í dag lauk Evrópuför Kennedys, forseta Bandaríkjanna. Hélt hann flugleiðis frá Napóli í kvöld, áleiðis til Washington, eftir tíu daga ferðalag um Vestur-Þýzkaland, írland, Bretland og Ítalíu. • 1 morgun gekk Kennedy á fund Páls páfa VI og ræddi við hann í 40 mínútur. Þykir það óvenju langur fundur þjóðhöfðingja með páfa. — Þess er getið í þessu sambandi að Eisenhower hafi, er hann gekk á fund Jóhannesar XXIII. páfa, rætt við hann í 27 mín. Flugslys í IMew York-fylki Roohester, New York, 2. júlí (AP). Bandarísk farþegaflugvél með 40 farþegum og þriggja manna áhöfn hrapaði til jarð- ar í kvöld, skammt frá Mon- roe-flugvellinum i Rochester í New York-fylki. Að minnsta kosti fimm manns biðu bana og allmargir munu hafa særzt alvarlega. Flugvélin var af gerðinni Martin 404 og áfangastaður hennar var Newark í New Jersey. Hún hafði rétt hafið sig til flugs af flugvellinum, er hún steyptist til jarðar, um það bil 500 m frá flug- 1 brautarendanum. Páll páfi VI. ræddi við Banda- ríkjaforseta í bókasafni páfa í Vatikaninu. Tók hann á móti honum á tröppum safnhússins, flutti stutt ávarp, þar sem hann fór viðurkenningarorðum um bandarísku þjóðina. Hann lofaði friðarvilja hennar og afrek á sviði vísinda og tækni og kvaðst fylgjast af áhuga með viðleitni forsetans til þess að skapa öllum þegnum Bandaríkjanna mann- sæmandi lífsskilyrði. Hét páfi að biðja fyrir því starfi Bandaríkja- forseta. ★ ★ ★ Fréttamenn benda á, að ekki sé sjáanlegt að heimsókn Kenne- dys til Ítalíu háfi valdið neinum breytingum í samskiptum ítala og Bandaríkjamanna. í dag var gefin út yfirlýsing af hálfu ítölsku stjórnarinnar vegna heim sóknar Bandaríkjaforseta. Segja fréttamenn að þar hafi ekki kom- ið annað fram en stað- festing á fyrri afstöðu ítala, Framhald á bls. 2. Mynd þessi var tekin s.l. sunnudagskvöld er Montini kardínáli var krýndur sem Páll páfi VI. At- höfnin fór fram á torginu fyrir framan Péturskirk juna að viðstöddum tugum þúsunda manna. Er það í fyrsta sinn, sem krýningarathöfn páfa fer fram undir berum himni. Krúsjeff í Ausfur-Berlín: Föllumst á takmarkað bann við kjarnorkutilraunum — ef Vesturveldin samþykkja griðasátt- mála milli NATO og Varsjár-bandalagsms Berlín, 2. júlí — AP — NIKITA Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, flutti ræðu á fjöldafundi í Austur- Berlín í dag. Sagði hann þar meðal annars, að Sovétstjórn- Menntamálaráðherrar Norðurlanda á fundi með blaðamönnum í gær. Talið frá vinstri eru Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, Ragnar Edenman menntamálaráðherra Svíþjóðar, Helge S ivertsen menntamálaráðherra Noregs, Julius Bomholt mennta- málaráðherra Banmerkur, K. Helveg Petersen kennslumálaráðh erra Danmerkur og Armi Hosia menntamálaráðhcrra Finnlands. Dönsku ráðherramir um handritamálið: „bað verður staðfest, sem búið er að gera“ IVorræna húsið verður reist a háskólalóðinni FUNDUR mcnntamálaráð- bcrra Norðurlanda hófst í húsakynnum Háskóla íslands í gærmorgun. Þeir ráðherr- ar, sem fundinn sækja, eru, •uk Gylfa Þ. Gíslasonar: frá Danmörku K. Helveg Peter- *en, kennslumálaráðherra og Julius Bomholt, menntamála- ráðherra, frá Finnlandi Armi Hosia menntamálaráðherra, frá Noregi Helge Sivertsen menntamálaráðherra, og frá Svíþjóð Ragnar Edenman, menntamálaráðherra. — Auk þeirra sitja fundinn aðstoð- armenn og ráðunautar. Með- al þeirra mála, sem tekin verða til umræðu á fundum ráðherranna, eru lýðháskól- inn í Kungalv, norræna hús- ið í Reykjavík og porræn sam vinna um vísindi og rannsókn ir, svo dæmi séu tekin. Fund- urinn stóð yfir í gær, og á honum að Ijúka í dag. A fundi með fréttamönnum í gær kom það fram, að norræna húsinu í Reykjavík hefði nú ver- ið valinn staður og mundi húsið rísa á háskólalóðinni. Hefur Há- skóli íslands gefið lóð undir hús- ið á sinni landareign. Hér á eftir verður skýrt frá nokkrum atriðum, sem fram komu á fundi fréttamanna með ráðherrunum. Helge Sivertsen var spurður að því, hvernig liði íslenzku- kennslimni við norska skóla, en eins og kunnugt er hafa Norð menn ákveðið að gefa nemend- um tækifæri til þess að velja á milli gamalnorsku, eins og þeir Framhald á bls. 8. in væri fús að undirrita sam- komulag um bann við kjarn- orkuvopnatilraunum í gufu- hvolfinu, í geimnum og neðan sjávar, ef Vesturveljlin féll- ust á að undirrita griðasamn- ing milli Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalags- ins — en það er tillaga sem forsætisráðherrann hefur nokkrum sinnum áður borið fram. Á afvopnunarráðstefnunni Framhald á bls. 23 Stór- iiomdi í vændum? Stokkhólmi, 2. júlí Tage Erlander, forsætisráð- herra Svíþjóðar og Sven And ersen, landvarnaráðherra, létu báðir að því liggja 'í við- tölum við sænsku blöðin í dag, að enn mætti vænta stórra tíðinda af njósnamáli Wennerströms ofursta. Síðdegisblaðið Expressen hef- ur eftir Andersen að það, sem þegar sé komið, sé aðeins byrjun- in — ég get lofað ykkur því, að fyrirsagnirnar geta orðið enn stærri en þegar er orðið, segir ráðherrann í viðtalinu. Andersen landvarnaráðherra hefur verið mjög gagnrýndur vegna þessa máls, m. a. fyrir það, að hafa ekki skýrt forsætis ■ og Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.