Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 12
TUORGVNBL1Ð1Ð 12 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. VESTUR-ÍSLEND- INGARNIR Miðvikúdágur 3. júlí 1963 Kennedy var ákaft fagnað í írlandi. Atburður, sem hefur meira gildi, en orb fá lýst Heimsókn Kennedys til írlands fj'ins og greint var frá hér í ^ blaðinu í gær í viðtölum við Vestur-íslendingana, sem nú starfa í Vestmannaeyjum, hafa þeir flestir gert ráð fyrir að njóta hér betri kjara og að- búnaðar en raun hefur á orðið. Þegar fregnir bárust af því, að hópur Vestur-íslendinga hyggðist koma hingað til að vinna um skeið og sumir mundu jafnvel hugsa sér að setjast hér að, glöddust menn almennt, ekki sízt hinir eldri, sem ýmist höfðu sjálfir séð á bak skyldmennum og vinum til Ameríku eða heyrt for- eldra sína ræða um slíkt brott hvarf. . - Svo lítilmótleg varð þó stjómarandstaðan, að blöð hennar gátu ekki glaðst yfir þessum fregnum, en þau voru fljót að gera málið pólitískt, þegar í ljós kom, að flestir Vestur-íslendinganna höfðu orðið fyrir vonbrigðum. Of snemmt er þó að dæma um það, hvernig þessum góðu gestum muni líka vistin hér, þegar þeir kynnast betur öll- um aðstæðum. Auðvitað er fólk ekki ánægt með að búa í verbúðum, en þetta fólk mun brátt kynnast nánar þeirri íslenzku alþýðu, sem á skömmum tíma hefur treyst fjárhag sinn, ekki sízt í Vest- mannaeyjum. Það mun sjá, að með atorku um nokkurt skeið, er unnt að eignast eig- in íbúð. Hér geta allir notið menntunar og margháttaðrar fyrirgreiðslu o.s.frv. Hitt vita allir, að árangur- inn af viðreisnarráðstöfunun- um er enn takmarkaður. Fyrst þurfti að rétta við fjár- hag landsins -út á við og búa þannig í haginn, að stórvirki væri hægt að vinna. Nú hef- ur þessu markmiði verið náð, og hægt að einbeita kröftun- um að stórfelldum viðfangs- efnum, sem munu gjörbreyta hag landsmanna til hins betra. Vonandi verða þeir Vestur- íslendingar, sem hingað hafa komið, þátttakendur í þeirri umbyltingu, allir eða sumir, og nýir bætast í hópinn, og það er spá Morgunblaðsins, að þeir, sem þá ákvörðun taka, muni ekki iðrast hennar eftir nokkur ár. ORLOFSHEIMIU VERKALÝÐS- SAMTAKANNA T vor hafa staðið yfir fram- kvæmdir undir Reykja- fjalli í Ölfusi, þar sem undir- búningur er hafinn að bygg- ingu orlofs- og hvíldarheim- ilis verkalýðssamtakanna. — Þar er hugmyndin að reisa 35—40 hús, sem meðlimir verkalýðsfélaganna fá til af- nota í sumarleýfum. Gert er ráð fyrir, að í þessu orlofsheimilishverfi muni 200 —250 manns geta notið hvíld- ar samtímis. Ríkissjóður hef- ur á fjárlögum veitt 4—5 millj. kr. til þessa orlofsheim- ilis, en síðan leggja verkalýðs félögin sjálf fram fé. Hér er um mjög merka framkvæmd að ræða, sem fagna ber. Þeir, sem í borg búa, þurfa að hafa aðstöðu til að breyta um umhverfi og njóta verðskuldaðrar hvíldar eftir mikla vinnu. Þegar rætt er um viðreisn er ekki einungis átt við það, að fjárhagur landsins sé treystur og atvinnutæki keypt og reist. Hitt er ekki síður mikilvægt að aðbúnað- ur fólksins sé bættur og því sköpuð skilyrði til betra og ánægjulegra lífs. í heilbrigð- um lýðræðisþjóðfélögum keppa allir að því markmiði. Barátta verkalýðsfélaga er eðlilega með öðrum hætti nú en t. d. fyrir hálfri öld. Þá þurftu launþegafélög að berj- ast harðri baráttu fyrir laun- um, sem nægðu til lífsfram- færis. Nú er jöfnuður orðinn meiri og menn finna að hag- ur allra stétta er samofnari. Þess vegna beinist barátta verkalýðsfélaga hvarvetna að svipuðum verkefnum og þeim, sem nú er unnið að í Hveragerði. Morgunblaðið óskar verka- lýðsfélögunum til hamingju með þann áfanga, sem nú er unnið að. NORRÆNT HÚS í REYKJAVÍK F'undur menntamálaráð- herranna hér í Reykja- vík er merkisatburður á margan hátt. Er óhætt að full yrða, að íslendingar fagna allir sem einn maður svo góð- um gestum frá frændþjóðun- um á Norðurlöndum og er ekki að efa að samtöl ráðherr anna eigi eftir að hafa í för með sér aukin menningar- samskipti þjóðanna. Eitt er þó það mál, sem nú verður tekið til umræðu, sem mesta athygli vekur hér á landi: Það 'er bygging norræna húss- ins hér í Reykjavík. Eins og skýrt er frá annars staðar hér ÞEGAR Kenneðy Bandaríkja- forseti hafði séð Berlínarmúrinn með eigin augum og verið ákaft hylltur af íbúum Vestur-Berlín- ar, steig hann upp í flugvél sína og flaug til írlands, landsins, sem langafi hans, Patrick Kennedy, yfirgaf fyrir 110 árum. Eftir komuna til Irlands hélt Bandaríkjaforseti beint til þorps- ins Dunganstown, en þar bjó langafi hans. Þar var forsetanum ákaft fagnað og þar hitti hann m.a. nánasta ættingja sinn í ír- í blaðinu, hefur húsinu nú verið ákveðinn staður, fjár- veitingar ákveðnar fyrir þetta ár, og næsta sporið virð- ist því vera að hefjast handa. Er enginn vafi á því, að þessi norræna menningarmiðstöð í Reykjavík á eftir að styrkja drjúgum tengslin milli ís- lands og annarra Norður- landaþjóða. Er það vel. Þessi tengsl geta aldrei orðið of sterk, því engar þjóðir standa okkur nær og má segja, að menningargreinar þjóðanna séu allar af einum stofni. . íslendingar hafa ekki sízt lagt sig fram um að varðveita þennan merka arf og ætti norræna húsið í Reykjavík að vera nokkur vísbending um það, hverjum augum frænd- þjóðir okkar líta á þann þátt okkar í lífi og störfum fyrri tíma. Er vonandi, að norræna húsið í Reykjavík auki ís- lendingum sjálfum skilning á hlutverki þeirra í þessum efn um og örvi þá til þess að halda ávallt vökulan vörð um menningu sína fyrr og nú. Þegar handritin verða komin heim til íslands og norræna húsið risið á háskólalóðinni, verður reisn íslands enn meiri en áður hefur verið. Fyrir þann skilning, sem ætíð hefur ríkt á sérstöðu ís- lands meðal stjórna annarra Norðurlanda er íslenzka þjóð- in þakklát. Norrænt hús á há- skólalóðinni og handritin til Reykjavíkur er áþreifanlegt merki um þá vináttu og þann bróðurhug, sem ríkir milli Norðurlandanna; norræn sam vinna í verki. landi, frú Mary Ryan. Hún og forsetinn eru fjórmenningar. Hér á eftir fer kafli úr grein, sem Patrick O’Donovan ritaði fyrir Observer í tilefni heimsókn- ar Kennedy’s Bandaríkjaforseta til írlands: í sögu þjóða verða öðru hverju atburðir, sem hafa meira gildi, en orð fá lýst. Heimsókn Kenn- edy’s Bandaríkjaforseta til ír- lands er slíkur atburður. Það írland, sem Kennedy heim sótti, hefur ekki breytzt mikið síðastliðin ár. Miðað við önnur lönd Evrópu, er afkoma fra í meðallagi. Þeir eru rólegir, dá- lítið daufgerðir, gagnrýnir á sjálfa sig og þroskaðir. Það er staðreynd, að England er írum miklu mikilvægara en Bandaríkin. Umsókn íra um að- ild að Efnahagsbandalagi Evrópu féll um sjálfa sig, er Bretum var neitað um aðild, því að mikill meirihluti útflutningsafurða íra er seldur til Bretlands. Um 21 þús. írar fluttust til Bretlands sl. ár, og þegar góðæri er í Bret- landi ’ ækkar tala innflytjenda frá írlandi. frska genginu er haldið í sama gildi og enska pundinu og í írlandi er hægt að nota ensk pund eins og írska peninga. Sagan um meðferð Bretea á írum er Ijót, en það var ekki grimmd sýnd af ásettu ráði, sem réði. Mennirnir, sem egrðu sig seka um illa meðferð á írum, vorum flestir heiðarlegir og guð- hræddir, en þeir skildu ekki trú- arbrögð íra, óbilgirni þeirra og hve ólíkir þeir voru Bretum. En gagnkværta hatur íra og Breta er úr sögunni. írar hafa verið sjálfstæðir í 40 ár og hin djúpu sár fortíðarinnar virðast gróin. Ekkert skyggir á fullveldi írska lýðveldisins og undarlegt má virðast hve óháð það er bandalögum. írar og Bretar skiptast á sendiherrum og írar eru ekki aðilar að brezka sam- evldinu. Þó fjallar skrifstofa sú, sem fer með málefni samveldis- landanna um málefni íra í Lond- on. írum finnst það ekkert verra, þeir þekkja fólkið, sem þeir skipta við og geðjast vel að þvL Það var á árum síðari heims- styrjaldarinnar, sem írska þjóð- in náði hvað mestum þroska. Hún ákvað að vera hlutlaus, ea var vinveitt Bretum. Njósnarar voru flæmdir yfir landamærin ,í norðri í hendur Bretum og íbú- um írlands var frjálst að ganga í brezka herinn og þeir gerðu það þúsundum saman. Hlutleysi írlands kostaði Bandamenn líf margra sjómanna og mörg skip. En með hlutleysi sýndu írar full- veldi sitt og í írlandi var litið á ákvörðunina sem nauðsyn. Eft- ir styrjöldina var írska lýðveld- ið fullþroskað. Heimsókn Bandaríkjaforseta til írlands nú, var ekki nauðsyn- leg. írar þurftu ekki á henni að halda, virðingar sinnar vegna. Kostnaðurinn við undirbúning undir komu forsetans nam 20 þús. punaum og það er smáræði miðað við þann kostnað, sem Framhald á bls. 15. Frænka Kennedy’s, frú Mary Ryan, heilsar houuin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.