Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL4Ð1Ð Miðvikudagur 3. júlí 1963 Ríkisútgjöld Danmerkur í Græn- landi nema 200 þús. kr. á íbúa Danskur ritstjóri er kominn til Is- lands til að ræða norræna „þróunar- áætlun fyrir Norður-Atlantshafs- svæðið" CHR. BÖNDING frá Nordisk um krónum á íbúa í Grænlandi, Pressebureau í Kaupmannahöfn, hefur talað í félaginu „Danne- brog“ um „efnahagslega mögu- leika á Norður-Atlantshafssvæð- inu“. Chr. Bönding hefur heim- sótt ísland reglulega tvisvar á ári síðan hann kom fyrst til . landsins 1960, þegar hann var fregnritari Norðurlandablaðanna á fundi Norðurlandaráðs í Reykja vík. í samtali við Morgunblaðið segir hinn danski ritstjóri að hann sé önum kafinn í þessari heimsókn til íslands við að safna efni í norrænan greinaflokk um efnahagslega möguleika á N- Atlantshafssvæðinu, auk erindis þess sem hann flutti fyrir Dani á Islandi. Mynd norrænna blaðamanna af íslandi — Eins og kunnugt er hefur hópur norrænna blaðamanna ný- lega komið til íslands í fyrsta sinn á námskeið, sem norrænu félögin stofnuðu til, segir Chr. Bönding. Arangurinn af þessari heimsókn hefur þegar komið í Ijós í fjölda greina í norskum, finnskum og sænskum blöðum. Enda þótt mikið hafi verið skrif- að um ísland í norrænum blöð- um á síðustu árum, hef ég orðið var við að þekking á íslandi og íslenzkum aðstæðum er afar lítil. Með hjálp íslandsferða minna, sem samanlagðar eru orðnar meira en hálft ár, hef ég tekið eftir mörgum röngum upplýs- ingum um ísland, sem hafa staðið undir slagorðum eins og „Sögu- eyjan á atómöld". Ég hef fengið tækifæri til að leggja fram möppu með um það bil eitt þús- und röngum upplýsingum fyrir þá aðila, sem þær ættu að hafa 'komið frá. Og nú hef ég fengið „leiðréttingar", sem á næstunni munu verða sendar blöðum, sem til samans koma út i milli 1—2 miljónum eintaka gegnum Nord- isk Pressebureau. Af þessum á- stæðum tel ég heimsóknir nor- rænna blaðamanna til ís- lands sérlega gagnlegar. Mikil fjárfesting Dana á Grænlandi Getur þú í stuttu máli sagt frá aðalatriðunum í greinarflokki þínum um Grænland? — Ég legg til grundvallar þá gagnrýni, sem ýmsir aðilar í Danmörku hafa beint gegn hin- um miklu útgjöldum danska rík- isins í Grænlandi. Það hefur ver- ið lögð áherzla í ríkisþinginu og blöðunum, á að þessi útgjöld nemi hér um bil 200 þús. íslenzk- og eru þá reiknaðir með allir frá nýfæddum börnum til elztu öld- unga. Og svo spyrja menn: Get- ur Grænland nokkru sinni orðið land, sem skilar þó ekki væri nema broti af þessum peningum aftur til danska riitissjóðsins? Væri ekki betra að við gerðum alla Grænlendinga að embættis- mönum ríkisirfs, sem hefðu það starf að veita þeim ferðamönn- um þjónustu, sem munu heim- sækja Grænland? Tilgangurinn-með grein minni er raunverulega sá að gera hin- um norrænu lesendum mínum ljósa möguleikana í Grænlandi og í þessu sambandi legg ég á- herzlu á að ísland sé hinn eðli- legi miðdepill í efnahagslífi Norður-Atlantshafsins. Ágætt dæmi um þetta er íslenzka Græn. landsflugið, sem er rekið í sam- bandi við Grænlandsráðuneytið og hið fyrirhugaða áætlunarflug tii Færeyja, þar sem íslendingar hafa einnig átt frumkvæðið að. „Svæðisþróunaráætlun" með möguleikum Mér finnst að þarna komi í ljós að gera megi áætlanir um þróun svæðisins með ýmsum möguleikum. í Grænlandsgrein- um mínum nefni ég þær svæðis- þróunaráætlanir í Danmörku, sem við höfum verið að velta fyrir okkur hin síðustu ár. Og um þær er _að vaxa upp heill lagabálkur. Ég álít að slíkar á- ætlanir í landi eins og Danmörku með litlar fjarlægðir og full- komið vegakerfi, hjóti að mestu leyti að verða samkeppni milli landshlutanna. V-Jótland vill ekki standa að baki A-Jótlandi og Kaupmannahöfn, Vendsyssel vill ekki standa skör neðar en Lolland-Falster o.s.frv. o.s>.frv. Það getur ekki venð hlutverk ríkisins að grípa inn ! slíkan ná- grannakrit. Svæðisþróunaráætl- un fyrir Norður-Atlantshafið, sem ég ræði nánar í greinar- flokki mínum, en af honum hef- ur ein grein þegar birzt í Morg- unblaðinu, yrði miklu nytsam- legri. Myndaþjónusta og fréttir frá íslandi Hvað ætlar þú að vera lengi á Chr. Bönding íslandi í þetta sinn? — Eftir að hafa tekið þátt í síðasta kafla blaðamannanám- 1 skeiðs norrænu félaganna, býst ég við að verða hér í tvær vikur eða svo, en það er aðeins til að gera áætlun um lengri dvöl, en ég býst við að verða hér a.m.k. þrjá mánuði 1964. Síðan Nordisk Pressebureau hóf fréttaþjónustu sína frá íslandi, hefur verið afar mikið frá henni í öllum norrænu blöðunum og margar greinar og fréttir frá íslandi hafa einnig komizt út í heimsblöðin. f næstu heimsókn minni til íslands ætla ég meðal annars að vinna að skipulagningu um norræna fréttamyndaþjónustu, sem dreifi myndum af öllum greinum ís- lenzks menningar- og atvinnu- lífs til umheimsins. Ýmsa erfið- leika þarf að yfirstíga, en með tilliti til þess markaðar fyrir fréttir frá íslandi, sem þegar er fyrir hendi, er mér óhætt að slá föstu, að skipulögð mynda og fréttaþjónusta til og frá íslandi verður orðin að raunveruleika eftir árið 1964, segir Christian Bönding að lokum. Námskeið fyrir kirkjuorgan- leikara og söngstjóra í Skálholti Tónlistin við kirkjuvígsluna NAMSKEIÐ verður haldið í Skálholti 29. ágúst til 5. septem- ber fyrir starfandi og verðandi kirkjuorganleikara og kirkju- söngstjóra. Söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, dr. Róbert A. Ottós- son, veitir námskeiðinu forstöðu. Dr. Róbert kennir á námskeið- inu heyrnarfræði, tónfræði og tónstjórn, en Guðmundur Gils- son, organisti á Selfossi, og for- maður Kirkjukórasambands Ár- nessprófastsdæmis, kennir orgel- fræði og orgelleik. Einnig verður kennd raddþjálfun. Auk söngæf- inga verða flutt erindi á nám- skeiðinu, umræður fara fram og helgiathafnir. Þátttakendur munu búa í bisk- upshúsinu, en þar komast tæp- lega fleiri fyrir en 12—15 manns. Eru væntanlegir nemendur því beðnir að gefa sig fram hið fyrsta við sóknarprestinn í Skálholts- prestakalli, séra Guðmund Óla Ólafsson á Torfastöðum, eða söng málastjóra þjóðkirkjunnar, dr. Róbert A. Ottósson, í Reykjavík. Náms- og dvalarkostnaður er kr. 450. • í viðtali við blaðamenn taldi dr. Róbert nauðsyn á, að íslenzk- um organistaefnum yrði gefinn kostur á víðtækari menntun en hingað til í því er lýtur að lítúrgískum fræðum, lítúrgísk- um söng, sálmalagsfræði og kór- stjórn — auk sjálfs organleiks- ins. Kæmi til greina að stofna kirkjumúsíkdeild við Tónskóla þjóðkirkjunnar í sambandi við Tónlistarskólann, þar sem fram- haldsnemendur gætu verið við nám í tvo eða þrjá vetur og tekið þá sérstakt „kantorapróf “ að nám inu loknu. Skálholtskirkja verður vígð 21. júlí, eins og kunnugt er, og þar eð dr. Róbert sér um tónlist- arflutninginn, notuðu fréttamenn tækifærið, til þess að spyrja um fyrirkomulag hans. Tvær messur verða fluttar þennan dag í kirkjunni. Hin fyrri um morguninn, og er hún vígslu- messa með klassísku sniði, en hin síðari er almenn messa með nú- gildandi lítúrgíu. Milli klukkna- hringinga um morguninn, áður en vígsluathöfnin hefst, mun Hornakór Selfosskirkju leika í kirkjuturninum. Tveir lúðurþeyt arar, Jón Stefánsson og. Stefán Stephensen, leika í kirkjunni. Við fyrri messuna leikur dr. Páll ísólfsson á orgelið, en við þá síð- ari Guðmundur Gilsson. Orgelið hefur verið sett upp í kirkjunnL Það er lítið en gott og vandað ellefu radda danskt orgel af Frobenius-gerð. Stofnaður hefur verið kirkju- kór fyrir austan, sem æfir reglu- lega af miklu kappi. Við vígsl- una bætast nokkrir stúdentar úr guðfræðideild háskólans við kór- inn. Séra Hjalti Guðmundsson er forsöngvari. Fyrsta lagið, sem sungið verð- ur í kirkjunni, er Davíðssálmur úr Þorlákstíðum, og verðúr hann sunginn í íslenzkri þýðingu. — Einnig verður sunginn sálmur i fornri, íslenzkri tvísöngsgerð, sem séra Bjarni Þorsteinsson í Siglufirði skrásetti. • Taðan af Víkurlandi Maður nokkur átti tal við Velvakanda fyrir nokkru. Sagð ist honum blöskra, hve miklu magni af úrvals töðu væri fleygt á hverju sumri í Reykja- vík. í görðum borgarbúa eru víða ágætis túnblettir í góðri rækt. Gildi þeirra er fyrst og fremst fegurðarauki og leik- vangur barna. Heyinu, sem af blettunum fæst, er mjög oft fleygt í öskutunnur. Stakk mað urinn upp á því, að hestamanna félagið Fákur fengi heyið og hefði samvinnu við borgaryfir- völdin um hirðingu þess. Mætti t. d. hugsa sér, að vinnuflokk- ar unglinga sæu um að bjarga þessum verðmætum frá því að fara í súginn; heybíll æki um hverfin á ákveðnum tíma, t. d. einu sinni í viku, og síðan sæu unglingarnir um að þurrka heyið. — Velvakandi kemur þessari hugmynd hér með á framfæri. • Biðstöðvarskilti SVR Árum saman var það eins konar kækur þeirra, sem sendu Velvakanda bréf, að skamma strætisvagnana, svona líkt og út varpið. Var jafnvel algengt, að menn enduðu bréf sín til hans á hnjóði til SVR, þótt þau fjöll- uðu annars um hin fjarskyld- ustu efni. Mátti með nokkrum sanni jafna því við hina sígildu setningu, sem Marcus Porcius Cato (Cato hinn eldri) endaði ræður sínar jafnan á í róm- verska öldungaráðinu á annarri öld fyrir Krists burð: Præterea censeo Carthaginem esse delen- dam, þ. e.: auk þess álít ég, að Karþagóborg beri að jafna við jörðu. Nú hefur þetta breytzt til muna, sennilega vegna bættrar þjónustu SVR. Þó brá svo við um daginn, að ung stúlka kvart aði undan því við Velvakanda, að ekki væri getið um það á biðstöðvarskiltum, hvenær á klukkutímanum menn mættu eiga von á vagni. Hafði hún beðið óratíma inni á Suður- landsbraut. Gerði hún það að tillögu sinni, að fyrir aftan hvert leiðarnúmer á skiltunum kæmi innan sviga eða með breyttu letri tölur, sem sýndu, hvenær vagn á hverri leið væri væntanlegur að viðkomandi biðstöð. Stæði t. d. 0, 20, 30, vissi maður, að vagninn ætti undir eðlilegum kringumstæðum að vera á staðnum á heila slaginu, 2p mínútur yfir og 40 mínútur yfir. — Velvakanda lízt vel á hugmyndina og kemur henni hér með áleiðis. A E G Heimiíistæki Ctsöiustaðír í Reykjavík: HÚSPRÝDl Laugavegi 176. — Sími 20440. JÚLlUS BJÖRNSSON Austurstræti 12. Sími 22475. BRÆÐURNIR ORMSSON Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.