Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 24
J'w^A,íwwíw-yv /raw^w/ ;»’f 'f>¥ w "• v/-vy-y"^ww/)"c-^w^-'w.^r' v^ytw■/"■ww'ww/mw'vw• ;vy»-» I gærkvöldi var verið að máia Dómkirkjuturninn og hreinsa skífurnar á turn- klukkunni. Myndin sýnir, hvernig að verkinu er unn- ^ ið. — (Ljósm. Mbl. Sv. Þ ). Síldin FRÁ >VÍ kl. 7 á mánudags- morgun til jafnlengdar í gær- morgun fengu tæplega 40 skip ■Uep 30 þús. mál og tunnur. Mest veiddist 30—40 mílur urxdan landi á Reyðarfjarðardjúpi, nokkuð undan Bjarnarey, og talsvert út af Sléttu. í gær veiddist engin síld. f>á komu 14 skip með 5 þús. mál og tunnur til Raufarhafnar, fjögur til Siglufjarðar með 1200 en hitt fór á Austfjarðahafnir. í gær hafði verið saltað í 5.293 tunnur á Raufarhöfn, og verk- smiðjan hafði tekið á móti 72 J>ús. málum. Varnarliösþyrla finnur týndan mann Vestur-Islend- ingarnir fara utan á föstudag xTESTUR-íslenzki ferðamanna- lópurinn er nú á förum. Brottför lópsins verður á föstudag og hef- ír fararstjórinn beðið blaðið að aiðja Vestur-lslendingana að næta kl. 9.30 árdegis á föstudag zið afgreiðslu Loftleiða í Lækj- irgötu 2. Vilji einhverjir fara á úgin vegum suður á Keflavíkur- Mugvöll þarf að mæta þar við afgreiðslu Loftleiða 1 flugvallar- aótelinu eigi síðar en kl. 11 f.h. UM kl. 16 á mánudag hvarf frá Vífilsstöðum maður um þrítugt. Var hann klæddur náttfötum, í sloppi og inniskóm. Á þriðjudags morgun voru skátar í Hafnarf'irði beðnir að leita að manninum, en hann hefur áður horfið frá Vífils- stöðum og verið leitað. Skátarnir leituðu um fjalllendið allt suður í Krýsuvík, en maður þessi er kunnur að því að fara óravegu frá Vífilsstöðum, þegar hann hverfur þaðan. Um miðjan dag í gær var brugð ið á það ráð að biðja varnarliðið á Keflavíkurfiugvelli um aðstoð. Brá það skjótt við, eins' og jafn- an, og sendi þyrlu tafarlaust til Vífilsstaða. Lenti hún þar á tún- inu og tók fyrirliðasskátanna með sér í leitina. Fannst hann eftir um stundarfjórðung, þar sem hann var við Helgafell. Ekki virt- ist hann neitt þjakaður, varla einu sinni sárfættur, þrátt fyrir fótabúnaðinn. Söltun hafin á Seyðisfirði Seyðisfirði, 2. júlí. Farið er nú að salta hér. á Seyð isfirði. í dag var saltað lítilshátt- ar hjá Sunnuveri og Haföldu — Sveinn. Þórunn og Vladimir Azkenasy í London Skyra frá framtíðarákvörðunum sínum á fimmtudag • 1 gær komu Þórunn Jó- hannsdóttir og maður henn- ar, sovézki píanóleikarinn, Vladimir Azkenasy, til Lond- on, fluigleiðis frá Moskvu. t • Á flugvellinum vóru fyrir fjölmargir blaðamenn, er spurðu þau sem ákafast um framtíðarfyrirætlanir þeirra. í einkaskeyti til Mbl. frá AP og í fréttaskeyti. frá NTB í gær sagði, að Azkenasy hefði staðfest, að þau ætluðu að búa áfram í Moskvu, en hinsvegar hefði hann engar frekari upp- lýsingar viljað gefa um þeirra hagi. • Mbl. ræddi við Þórunni í síma í gær og var þá á henni að heyra, að þau væru í raun og veru alls ekki búin að taka endanlega ákvörðun. Hún kvaðst þó ekkert vilja segja um málið fyrr en á fimmtu- dag, fyrst þyrfti hún að ræða við foreldra sína, húgsa málið í ró og næði og atb uga allar aðstæður. Hún bjóst við að þau hjónin kæmu til íslands á fimmtudag. Þórunn kvaðst hafa verið að ræða við hóp af blaðamönn um, rétt áður en Morgunblað- ið náði sambandi við hana, en sagði að þau vildu engar upp- lýsingar gefa að svo stöddu, ekki fyrr en á fimmtudag. — Það hefur verið svo mikil vitleysa í kringum allt þetta, að ég vil bara fá að hugsa málið í ró og næði — og við bæði. Svo að ég hef ekkert að segja rétt á meðan, sagði hún. — Telurðu líklegra að þið setjizt að í Moskvu fremur en í Englandi, spurði blaðamaður Mbl. — Ég veit það bara ekki, Framhald á bls. 23 Brezki togarinn enn á Seyðisfirði Tryggingaríé ógreitt veiðarfæramat lækkað Seyðisfirði, 2. júlí. Brezki togarinn Dorade, sem tekinn var við ólöglegar veiðar í Lónsvík á miðvikudag í sl. viku, liggur hér enn, því að trygging- arféð hefur enn ekki verið innt af hendi. Dómur var kveðinn upp yfir skipstjóranum á fimmtudag. Var hann dæmdur til að greiða 260 þús. kr. sekt. Afli, sem metinn var á 32 þús. kr., og veiðarfæri, metin á 180 þús. kr., var hvort tveggja gert upptækt. Með ólögleg veiðarfæri? Aðfaranótt þriðjudags kom varðskipið Óðinn að togbátnum Kap, VE 272, undan Ingólfshöfða. Þar sem talið var, að ólöglegur veiðarfærabúnaður væri um borð, var Kap látinn fylgjast með v.s. Óðni til Vestmannaeyja. Voru skipin væntanleg þangað í gær- kvöldi. V.b. Kap sem er 52 brúttó tonna eikarbátur, var á humar- veiðum. .Skipstjórinn áfrýjaði til Hæsta réttar, en auk þess krafðist hann yfirmats á veiðarfærunum. Hef- ur það mat nú farið fram, og lækkaði matsverðið úr 180 þús, kr. í 110 þús. kr. Stafar það af því, að trollið er óvenju lítið, 78 feta höfuðlína, og vírar eru gaml- ir, ryðgaðir og grannir, gildleik- inn 2% þumlungar. Eins og fyrr greinir, hefur út- gerðin ekki enn sett neina trygg- ingu fyrir greiðslu sektarinnar, svo að togarinn liggur enn hér í höfninni. — Sveinn. Þórsmerkurferð SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN f Kópavogi efna til skemmtiferðajr í Þórsmörk nm næstu helgi, 6.— 7. júií. Þátttaka tilkynnist í síma 19708 í kvöld kl. 20—21. Meira fjölmenni var í ferð Varðar um sl. helgi en nokkru sinni fyrr. Vigfús Sigurgeirsson tók þessa mynd af bílalestinni i fögru umnveríi Borgaríjarðar. Sjá bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.