Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 3
ÍÆiðSfÍkuctag'úí 3. júlí 1963 M O R C V 7V B l 4 Ð 1 Ð Þátttakendurnir í Varðarferðinni sl. sunnudag. Sumarferð Varöaríélagsins mgsamlega stærsta hópferð, sem fann hefir verið hér á landi ÞAÐ var gott veður um síð- ustu helgi, er Varðarfélagið efndi til hinnar árlegu skemmtifarar sinnar, kyrrt og hlýtt og sólskin með köflum. — Ferðazt var um fjórar sýslur, Kjósar- sýslu, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu og Árnessýslu. Á þeirri leið er náttúrufegurð mikil og fjölbreytt — breiðar byggðir með reisulegum bú- görðum og mikilli ræktun, fagrir dalir og fossandi elfur, skógar og skrúðgrænar hlíðar, svipmikil fjöll og skmandi jöklar, logntærir firðir og blá heiðavötn. Ekið var fyrir Hvalfjörð og síðan um Svínadal og Geld- ingadraga, um Skorradal og fyrir mynni Lundarreykja- dals og Flókadals, inn Reyk- holtsdal og Hálsasveit að Húsa felli. Síðan var farið að Kal- manstungu og ekið niður Hvítársíðu og yfir brúna á Kljáfossi. Þá var ekið um Lundarreykjadal, yfir Uxa- hryggi á Þingvelli og þaðan heim. Margir viðkomustaðir voru á þessari leið: í Hval- fjarðarbotni, hjá Drageyri í Skorradal, hjá Barnafossi og Hraunfossum, hjá Húsafelli undir Kroppsmúla, undir Hest hálsi og í Bolabási á Þing- völlum. í ferðalaginu voru rúmlega tuttugu langferðabílar og auk þess bílar sem fluttu vistir handa öllum, því að tvívegis var snæddur sannkallaður veizlukostur, er félagið lét fram bera. Þetta var 10. sumarferð Varðar og hin langfjölmenn- asta, því að í henni var 650 manns. Er þetta langsamlega mesta hópferð, sem farin hef- ir verið hér á landi. En þótt leiðin væri löng, bílarnir margir og fólkið margt og á öllum aldri, allt frá börnum að gamalmennum, þá kom ekki fyrir eitt einasta óhapp í allri ferðinni. Læknir var hafður með til vonar og vara, en hans þurfti aldrei að leita. Sérfróðir viðgerðamenn voru ingar um samhug og einlæg- ari vilja allra þátttakenda að gera þessar ferðir sem skemmtilegastar, gagnlegastar og eftirminnilegastar. Minntist hann og á hve mikils virði það væri ef þjóðin gætti þess á vegferð sinni, að þar væri all- ir samferðamenn og hver mað ur skyldi forðast að spilla góð um árangri ferðalagsins með úlfuð og illindum. En því mið ur væru ekki allir þjóðfélags- þegnarnir þannig .innrættir. Sumir gleymdu stundum hag heildarinnar og árangri ferða- lagsins, vegna þess að þeir kysi fremur að reyna að ná sér niðri á pólitískum and- stæðingum. Þetta kæmi einna harðast niður á þjóðinni þeg- ar um efnahagsmál og utan- ríkismál væri að ræða. Nefndi hann síðan tvö dæmi um það. Hið fyrra var kaupgjalds- mál. Alþingi hefði samþykkt lög um launagreiðslur opin- berra starfsmanna og að færa þær til samjafnaðar við laun annarra stétta. Síðan hefði stjórnin gert tillögur um launagreiðslur þessara manna, en þá hefði andstæðingar hennar umhverfzt vegna þess að þeir hefði talið greiðslurn- ar skammarlega lágar. Síðan hefði þetta farið fyrir kjara- dóm og væri dómurinn brátt væntanlegur. En ekki kvað hann sér mundu koma á óvart þótt hinir sömu menn, er töldu launin allt of lág sam- kvæmt tillögum stjórnarinnar, risi þá upp og hömruðu á því, að launin væru allt of há, borið saman við laun annarra stétta. Ef svo færi, væri hér verið að gera tilraun að koma á stað nýju kapphlaupi um launagreiðslur, sem hlyti að verða þjóðinni til ófarnaðar. Þetta mundi gert til að reyna að gera stjórninni erfitt um vik, en bitnaði þó ekki á henni, heldur allri þjóðinni. Hitt var Milwood-málið svonefnda, út af landhelgis- broti enska togaraskipstjórans Smith. Nú héldu andstæðing- ar stjórnarinnar því fram, að það skipti engu máli hvar Smith væri niður kominn. — Þess væri krafist, að íslending ar slitu stjórnmálasambandi Myndin sýnir bílana, sem fluttu skemmtiferðafólkið. *» "WXWíWJ einnig með, en þeir höfðu lít- ið að gera. Allt gekk að ósk- um. Þess má geta, að talstöðv- ar voru í bílunum og höfðu þeir- stöðugt samband sín á milli og er í því fólgið meira öryggi en almenningur mun yfirleitt gera sér ljóst. Allar hugsanlegar varúðarráðstafan ir voru gerðar áður en lagt var af stað, og kemur það sér betur þegar farin er langferð með svo margt fólk. Það sem gerði þessa ferð eft irminnilega, eigi síður en aðr- ar ferðir Varðar, var örugg fararstjórn. Eru það samhent- ir og reyndir úrvalsmenn, sem félagið hefir íengið til þess að sja um undirbúning og skipu- lag -ferðanna. Þeir höfðu fyrir fram hnitmiðað allt og gert ferðaáætlun, sem haldið var út í æsar. Þegar lagt var af stað kl. 8 um morguninn, til- kynntu þeir að komið yrði til Reykjavíkur aftur kl. 11.30 um kvöldið. Og einmitt á þeirri stundu renndu bílarnir hver af öðrum að Austurvelli að lokinni ferð. Úrvals bíl- stjóri var í fremsta bílnum og hafði stöðugt gát á hvað hin- um liði. í hverjum bíl var leiðsögumaður, sem sá um „sitt fólk“. Auk þess var Árni Óla blaðamaður leiðsögumað- ur alls hópsins og flutti hann stutt erindi á Drageyri, hjá Húsafelli og í Bolabási. Hjá Hraunfossum kom Ásgeir Pét- ursson alþingismaður til móts við hópinn og bauð hann vel- kominn í héraðið. Ágrip af ræðu Bjarna Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, var með í ferðinni eins og jafnan áður. Að Húsafelli flutti hann skörulega ræðu. Minntist hann fyrst á hvers virði slíkar skemmtiferðir sem þessi væri, og þakkaði farar- stjórn fögrum orðum fyrir að hafa leyst með sóma framúr- skarandi vandamikið og erfitt starf. Úr slíkum ferðum kæmu menn heim með góðar minn- ingar, og eingöngu góðar minn við Breta, kölluðu heim sendi- ráðherra sinn í London, og bönnuðu forseta íslands að fara í hina fyrirhuguðu opin- beru heimsókn til Englands að vetri. Það virtist nú koma úr hörðustu átt, að því skuli hald ið fram, að engu skipti í af- brotamáli hvað um afbrota- manninn verður. Slíkt sé að minnsta kosti fjarstætt réttar- meðvitund íslendinga. En um hitt, að kalla heim sendiherr- ann í London og banna forseta íslands að fara í opinbera heimsókn til Englands, þá væri það bein fjandskaparyf- irlýsing við Breta, þá ná- grannaþjóð vora, sem vér eig- um allra mest undir, og mest er um vert að eiga góða sam- búð við. Hér er því ekki þjóð- arheill höfð í huga. Vegna ástríðunnar að ná sér niðri á núverandi stjórn á Islandi, sé ekki horft í það að sýna Bret- um beinan fjandskap, og for- seta íslands, æðsta manni þjóðarinnar, lítilsvirðingu, með því að heimta að hann svíkist um að efna það heit, að þiggja vingjarnlegt boð brezku stjórnarinnar um að koma í opinbera heimsókn til Englands. En slík heimsókn átti að verða til þess að græða að fullu þau sár, sem enn eru ógróin eftir landhelgisstyrjöld ina. — Hér er ekki verið að hugsa um það, að vegferð þjóðarinnar megi takast vel og giftusamlega. Fyrir 10 árum var Birgir Kjaran formaður Varðar. Hon um hugkvæmdist þá að efna til skemmtiferðar fyrir félags- menn, til þess að lofa þeim að kynnast landinu af eigin sjón. Þessi tilraun bar svo góðan árangur, að farin hefir verið skemmtiferð á hverju ári síð- an. Og á þessum tíma hefir verið ferðazt um allt svæðið vestan frá Hítardal austur að Markarfljóti og farnar eins langar ferðir og hægt er á einum degi. Fólk hefir sótzt mjög eftir að komast í þessar ferðir, og alltaf hefir aðsókn- in aukizt, þótt aldrei hafi hún orðið nándar nærri jafn mikil og nú. Eins og fyrr er getið voru 650 í ferðinni, en þess má geta, að 200 varð að neita vegna þess að ekki fékkst næg ur bílakostur til þess að flytja svo marga. Má á þessu sjá hvað sumarferðir þessar eru vinsælar. STAKSTEIIMAR Óvissan áður fyrr Oft hefur verið erfút fyrir ís- lenzka kjósendur að gera sér grein fyrir því, hvaða stjórnar- stefnu þeir væru að velja með atkvæði sínu. Vegna flokkaskipt- ingarinnar hér á landi hefur eng- ^ um flokki tekizt að ná hreinum meirihluta á þingi og framfylgja stefnu sinni án málamiðlunar við aðra flokka. Í augum kjósenda hlýtur það þó að skipta miklu máli, hvaða stjórnmála- flokkar vinna saman að stjórn landsins, ekki síður en t. d. það, hvaða einum stjórnmálaflokki væri falin stjórnin á hendur. Sjaldnast hefur það legið fyrir áður en til kosninga hefur verið gengið, hvaða stjórnmálaflokkar mundu mynda saman ríkisstjórn og hver stefna þeirrar ríkisstjórn ar yrði. Kjósendur hafa þess vegna ekki átt þess kost að velja um sjálfa stjó'rnarstefnuna. Hætta felst í óvissu Afleiðingin af þessu hefur oft orðið sú, að stjómarstefnan að loknum kosningum hefur jafnvel orðið þveröfug við það, sem kjós- endur virðast helzt hafa kosið. Skýrasta dæmið um þetta í seinni tíð er myndun vinstri stjómar- innar eftir kosningaraar 1956. í þeim kosningum stórjók Sjálf- stæðisflokkurinn fylgi sitt, ekki sízt vegna andúðar almennings á hinu nána samstarfi vinstri flokkanna alla næstu mánuðina þar á undan og ótta manna um fyrirhugað stjórnarsamstarf þeirra. Þó tókst talsmönnum „hræðslubandalags“ Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins að draga nokkuð úr þessum ótta með því að lýsa því yfir fyrir kosningar, að stjómar- samstarf við kommúnista kæmi ekki undir nokkrum kring- umstæðum til greina. Allir vita, hvemig fór. Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynduðu vinstri stjórnina með kommúnistum þegar eftir kosn- ingar og þannig höfðu kjósendur hlotið þá stjórn, sem augljóst var af kosningaúrslitum, að þeir vildu sízt af öllu; um það bar vott hin mikla fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins, fylgistap bandalags Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins og heitstrengingar for- ystumanna þess bandalags um, að kommúnistum yrði ekki hleypt í ríkisstjórn. Vissan valin Kosningabaráttan fyrir alþing- iskosningarnar í s.l. mánuði og úrslit þeirra voru að flestu leyti andstaða þess, sem hér hefur verið rætt. Fyrir kosningarnar lýstu síjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk urinn, því yfir, að þeir mundu halda áfram samstarfi sínu og framfylgja sömu stefnu, ef þeir héldu nægilega traustum þing- meirihluta. Svo fór, að þjóðin vottaði stjórnarflokkunum aukið traust. Hefði hins vegar borið svo undir, að þeir hefðu glatað'þing- meirihluta sínum, veit enginn, hvað við hefði tekið. Stjómmála- flokkarnir höfðu um það óbundn ar hendur, við hvaða flokka aðra þeir hefðu tekið upp samstarf, og margir möguleikar hefðu getað komið til greina. íslenzkir kjósendur voru orðnir þreyttir á óvissunni. Enda þótt starf stjómarflokkanna á undanförn- um árum og stefna þeirra nú hafi vi'taskuld átt langmestan þátt í sigri þeirra, er þó ekki ólíklegt, að einhver hluti af fylgi þeirra eigi rætur að rekja til þess, að kjósendur vissu, hvað við tæki, ef þeir héldu styrk sinum, en fullkomin óvissa ríkti um það, hvað við tæki að öðrum kosti. Að þessu leyti marka kosningaúrslit- in nú nokkurt sport í íslenzkri stjórnmálasögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.