Morgunblaðið - 03.07.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.07.1963, Qupperneq 17
Miðvikudagur 3. júlí 1963 lMORCVISBLAÐtO 17 Kjartan Asmundsson gullsmiður sextugur MÆTUR drengur íetar yfir þröskuld í dag. Kjartan Ás- xnundsson gullsmiður stendur á sextugu og trúa flestir, sem hann siá og heyra, að þar sé minnst |^|iwa y-> <-4&y-r ■<■. '■ '■ tugurinn oftalinn. Svq glaðvær, og glettinn er hann í öllu fasi, hressilegur og orðhvatur í við- skiptum að margur fimmtugur virðist eldri en hann. >að eru margir, ungir og gamlir, sem feimnir og hikandi hafa lallað upp tröppurnar í Fjalakettinum til þess að fá trúlofunar- og giftingahringi hjá Kjartani, en einmitt við þessa roðagylltu bauga eru oft tengdar svo við- kvæmar og hjartnæmar minn- ingar að hamingjuríkir silfur- brúðgumar og göfugar gullbrúð ir telja ekki eftir sér skrefin upp í vinnustofu Kjartans til þess að kaupa demanta á fing- ur og brjóst ástvinarins. Kjartan er vel gerður mað- ur, heilsteyptur og prúður, og honum fer vel að beita góðlát- legri gamansemi og kímni, en það gerir oft viðkvæm og vand- ræðaleg viðskipti ástfanginna ungmenna léttari og leikandi. Þetta þekkja eflaust margir. En Kjartan er líka orðusmið- ur íslenzka ríkisins. Þá smíði lærði hann í kónganna borgum, Kaupinhafn og Osló og meira að segja 1 keisarans Berlín, en þá var keisarinn kominn til Hol- lands. Öllum riddurum þessa lands og ekki síður útlandsins þykja þær smíðar hafa tekizt með ágætum, svo mjög sem allir verðugir riddarar þurfa á mini- ature í hnappagatið að halda, jafnt 1 Berlín, Kjöben, Pakistan og Reykjavík. Kjartan Asmundsson er fædd- ur á Fróðá á Snæfellsnesi, 3. júlí 1903. Foreldrar hans voru Ásmundur Sigurðsson bóndi og kennari þar og kona hans Katrín Arndís Einarsdóttir frá Lamba stöðum í Flóa, Magnússonar. Kjartan ólst upp í föðurhúsum þar til faðir hans drukknaði ár- ið 1919. Þá kom hann til vanda- lausra, en forsjónin leiddi hann fram til mennta, svo hann gerð- ist einn færasti handverksmaður í sinni iðngrein og framhalds- menntunar naut hann í nágranna löndum okkar, þar sem gull- smíðakúnstin hefur ávalt verið á hástigi. Kjartan er ekki á heimili sínu í dag, en hvar sem hann er nið- ur kominn, þá færi ég honum ástríkar vinar- og frændsemis- kveðjur frá öllum ástvinunum, sem ekki ná að þrýsta hendi hans á þessum degi. Skál gamli minn, ég næ þér eftir ellefu ár. Stefán Bjarnason Etilríður Púlsdóttir HINN 24. júní lézt á Sjúkra- húsi Akraness frú Etilriður Páls- dóttir. Etilríður var fædd 4. október 1882, og var því á áttugasta og fyrsta aldursári, er hún lézt; dóttir Páls Andréssonar, for- manns á ísafirði. Hún kvæntist Kristmundi Guðmundssyni, bónda í Bessatungu í Saurbæ í Dölum, Guðmundssonar. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, þriggja dætra og tveggja sona, þeirra Steins Steinars, skálds, og Hjartar Kristmundssonar, skólastjóra. Etilríður verður jarðsett í dag, 3. júlí, frá Staðarhólskirkju í Saurbæ. uorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Kaupfélcg Húnvetninga Blönduósi íbúð til leig i 3 herb. og eldhús 100 ferm. á Seltjarnarnesi. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „5543“. FRAMTIÐARSTARF Vér viljum ráða strax tvo skrifstofumenn: 1. Mann til að annast um vörukaup innan- lands. 2. Mann til að vinna við undirbúning og eftirlit með tollskýrslum. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald SIS, Sambandshúsinu. STARFSMANNAHALD VHRARFERBIR GUUFOSS19G3B4 Geymið yður 16 daga af sumarleyfinu til ódýrrar og áhyggjulausrar skemmtiferðar með Gullfossi til Kaupmannahafnar og Leith. Sex ferðir verða farnar í vetur. Tryggið yður farmiða áður en það er um seinan. 1. 2. 3. 4. 5. 6.. Frá Reykjávik föstud. 1. nóv. 22.nóv. 3.jan. 24.jan. 14.febr. 6.marz 1 Til Kaupmahnahafnar miðvikud. 6. nóv. 27. nóv. 8,jan. 29. jan. Ið.febr. ll.marz Frá Kaupmannahöfn þriðjud. 12,nóv. 3. des. 14. janr.. 4.febr. 25.febr. 17. Frá Leith fimmtud. 14.nóv. 5. des. 16..— 6, — 27,febr. lO.marz Til Reykjavíkur sunnud. 17. nóv. 8. des. 19. jan. 9. febr. l.inarz 22,marz

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.