Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 4
4 to O R G V N B L 4 Ð 1 Ð Miðvikudagur 3. júlí 1963 Ódýrar drengjapeysur fallegar kvenpeysur. Varðan, Laugavegi 60. Sími 19031. Rauðamöl Gott ofaníburðar- og upp fyllingarefni. Vörubílastöð- in Þróttur, simar 11471 til 11474 Permanent litanir geislapermanent, — gufu permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hargreiðslustofan Perla Vitastíg 18 A - Sími 14146 Til sölu nýtt eins manns rúm með springdýnu. Uppl. í síma 16771. Bíll óskast Óskum eftir að kaupa 5—6 manna bíl með öruggum greiðslum mánaðarlega. — Ýmsar teg. koma til greina. Tilb. óskast send afgr. Mbl. fyrir 5. þ.m., merkt: „5537“ Til sölu hvít, hollenzk ullarkápa, ný. Einnig barnakerra og barnarimlarúm, ódýrt. — Hverfisg. 104B, 1. hæð til hægri. Atvinna óskast Vanur skrifstofumaður, er unnið hefur sjálfstætt við bókhald óskar eftir atvinnu strax. Tilboð sendist Mbl., merkt: „Utanbæjar". íbúð óskast Óska eftir að fá leigða 4ra herbergja íbúð, sem allra fyrst. IJppl. í síma 23848. Garðeigendur Úðum trjágarða. Pantið í síma 37168. Svavar F. Kjærnested, garðyrkjumaður. íbúð óskast 3—4 herb. vönduð íbúð ósk ast strax. Fámenn fjöl- skylda. Sími 16207. Óska að kaupa góðan 5 manna bíl, staðgr. Svar sendist um árg. og ástand bilsins. Tilb. merkt: „5593‘ö sendist afgr. Mbl. fyrir 9. júlí. íbúð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu nú þegar eða í haust. Uppl. í síma 32132 eftir kl. 6 í kvöld og næstu kvöld. Sumarbústaður á Stokkseyri til sölu. Uppl. í síma 16095. Efnalaug Keflavíkur verður lokuð vegna sumar- leyfa 15 júlí til 5. ágúst nk. Keflavík Feðga vantar íbúð, 2 herb. og eldhús. Uppl. í síma 1635. Drottinn sagðl: Ég hef heyrt bæn þína og grátbeiðni, sem þú barst fram fyrir mig. — (1. Kor. 9, 3.). í dag er miðvikudagur 3. júií. 184. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 04:01. Síðdegisflæði kl. 16:34. Næturvörður í Reykjavík vik- una 29. júní til 6. júli er í Lyfja- búðinni Iðunni. Næturlæknir í Hafnarfirði vik. una 29. júní til 6. júlí er Ólafur Einarsson, síma 50952. Næturlæknir í Keflavík er í nótt Jón K. Jóhannsson. Neyðarlæknir — simi: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema iaugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8. laugardaga frá kl. 9,15-4., heigldaga frá kl. \-4 e.h. Simi 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkjr eru opin alla virka daga ki. 9-7 uiugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Orð lífsins svara i síma 10000. Drengirnir úr sumarbúðunum i.ð Kleppjárnsreykjum koma á morgun kl. 15:30 að BSÍ við Kalkofnsveg. Kvenfclag Laugarnessóknar fer í Þjórsárdal, miðvikudaginn 3 júlí. Til- kynnið þátttöku fyrir mánudagskvöld í síma 32716. Blindrafélagið biður vinsamlega fé- lagsmenn sína, sem fengið hafa happ- drættismiða til sölu, að gera skil að Hamrahlíð 17, síma 38180 og 37670, sem allra fyrst. Dregið 5. júll. Vinningar eru skattfrjálsir SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. Hekla er væntanleg að bryggju 1 Rvík kl. 09:00 f.h. 1 dag. Esja er á Vestfjörðum á norðurleið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21:00 í kvöld til Vestmannaeyja. Þyrill fór frá Raufarhöfn í gær til Ólafs- víkur. Skjaldbreið er á Húnaflóahöfn- um. Herðubreið fer frá Rvík í dag austur um land 1 hringferð. JÖKLAR: Drangajökuli er á leið frá Leningrad til London. Langjökull er í Riga. Vatnajökull fór frá Helsingfors 1. til Rotterdam og Rvíkur. HAFSKIP: Laxá er í Bergen. Rangá fór frá Ventspils í gær til Gdynia. Ludvig P.W. er í Rvík. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: Bakka foss fór frá Kotka í gær til Ventspils og Kristiansand. Brúarfoss fór frá NY 28. f.m. til Rvíkur. Dettifoss fór frá Dublin 28. fm. til NY. Fjallfoss fór frá Patreksfirði í gær til Bíldudals, Fiat- eyrar, ísaijarðar og Norðurlands- hafna Goðafoss fer frá Rotterdam á morgun til Hamborgar. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Hafnarfirði 1. til Immingham, Hull, Grimsby og Ham- borgar. Mánafoss fór frá Norðfirði 29. f.m. til Manchester, Brumborough, Avonmouth og Hull. Reykjafoss er í Rvík. Selfoss fór frá Siglufirði í gær til Faxaflóahafna. Tröllafoss er i Rvík. Tungufoss fór fró Kaupmanna- höfn 1. til Gdynia og Kaupmanna- hafnar. FLUGFÉLAG ÍSLANDS — MlUi- landaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvíkui kl. 22:40 í kvöld. Skýfaxi fer til Oslo og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í dag Væntan- legur aftur til Rvíkur kl. 21:40. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Hellu, Egils- staða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir), og ísafjarð- ar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Vestmannaeyja (2 ferðir), Kópaskers, Þórshafnar, Eg- ilsstaða og ísafjarðar. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju, af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Ólöf Jónsdóttir, Ægissíðu 50, og Þór- arinn Friðjónsson, veitingaþjónn, Vesturgötu 52, Reykjavík. 21. júní voru gefin saman í hjónaband í Fríkirkjunni, Hafn- arfirði, af séra Kristni Stefáns- syni, ungfrú Brynja Kolbrún Lárusdóttir, Reykjavíkurveg 32, Hafnarfirði, og Lanny Ross Horn- er, West Monterey, Pennsylvaníu USA. Ljósm. Studio Guðmundar Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni ungfrú Rosmarie Þorleifs- dóttir, Laugarásvegi 29, og Sig- fús Guðmundsson, Grenimel 35. (Ljósm. Studio Guðmundar). Ein af myndunum, sem nú eru til sýnis í Mokka. Hanna Gunnarsdótti sýnir nu i „Mokka Fyrsta sýning listakonunnar Á SUNNUDAG opnaði ung listakona, Hanna Gunnars- dóttir, málverkasýningu í Mokka við Skólavörðustíg. Þetta er fyrsta sýning geta sagt til um, hvort hún hyggðist gera málaralistina að ævistarfi, það væri fyrst og fremst undir því komið, hverjar viðtökur myndir henn Hönnu, en á sl. vetri kom hún ar °S verk fengju. Reyndar á heim eftir rúmlega tveggja ^un ekki langt að rekja list- ára nám erlendis. Hún hefur raena að hun er sótt myndlistarskóla í London, Chelsea School of Art, auk þess, sem hún nam um skeið við listaskóla í Miinchen í Þýzkalandi. Myndir þær, sem Hanna sýnir nú í Mokka, eru 19 tals- ins, vatnslita-, túss- og pastel- myndir, auk eins olíumál- verks. Listakonan, sem er aðeins um tvítugt, sýnir að þessu sinni aðallega andlitsmyndir, og gætir þar í senn hugmynda auðgi og skemmtilegrar lita- meðferðar. Fréttamenn hittu Hönnu að máli í Mokka í gær, og ræddu við hana um sýninguna. Eins og fyrr segir, er hér um að ræða fyrstu sýningu hennar, ef frá er talin þátttaka í nem- endasýningu í London. Allar eru myndirnar málað- ar á undanförnum mánuðum, og þegar í gær höfðu tvær selzt. Aðspurð kvaðst Hanna ekki dótturdóttir Magnúsar Jóns- sonar, sem landskunnur varð fyrir málverk sín, þótt hann málaði aðeins í frístundum. Sýning Hönnu í Mokka verð ur opin næstu þrjár vikur. " 1 ! ! Hanna Gunnarsdóttir Teiknari J. MORA JÚMBÓ og SPORI COPEWMAGtW Það fór hrollur um Spora í hvert sinn, sem kinn hans snerti fiskhreistr- ið, og byrði hans varð stöðugt þyngri. Það var heldur ekki að undra því að Jumbó var inni í fiskinum. Og leið- in virtist óendanleg..... — Hvert ætlar þú með þennan risa- fisk, kæri vinur? spurði gamall fiski- maður, sem kom neðan frá ánni. — Ha .... ja . . . . ég ætla að sleppa honum aftur í ána til þess að hann vaxi og verði ennþá stærri, stamaði Spori. Gamli fiskimaðurinn hélt leiðar sinnar og hrissti höfuðið. — Ja, þessi ungdómur. Aldrei á- nægður með nokkurn hlut. — Heyrðir þú hvað ég bjargaði málinu glæsilega, hvíslaði Spori. — Og það sem meira er, við erum að nálgast frelsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.