Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 2
2 1UORCVISBLAÐ1Ð Miðvifcudagur 3- júlí 1963 Marilyn Rice Davies, vinkona Wards læknis EINS OG SKÝRT var frá í blaðinu í gær, kom Marilyn Rice Davies, vinkona Christ- ine Keeler, fyrir rétt i London sl. mánudag og bar vitni í máli, sem höfðað hefur verið á hendur lækninum Stephan Ward. Marilyn, sem kölluð er Mandy, bjó um tíma í íbúð Wards, ogr er hann m.a. sakað- ur um að hafa tekið við pen- ingum, sem hún vann sér inn með ósæmilegu líferni. Eftir að hafa borið vitni í réttinum flaug ungfrú Rice Davis til Spánar og á flug- vellinum sagðist hún vera „ný lafði Hamilton“. Ungfrúin sagði í réttinum, að Christine Keeler hefði kynnt hana fyrir Ward lækni. Læknirinn hefði síðan boðið henni til sumarbústaðar síns og þar hefði hún átt mök við hann. Þetta var 1960. Skömmu eftir að Rice Davies hitti Ward flutti hún í íbúð, sem hann átti í London og þar bjuggu þær saman um tíma, hún og * Christine Keeler. Mandy sagði 1 að Ward hefði oft komið með i karlmenn í heimsókn í íbúð- ina, en aðspurð sagðist hún aðeins hafa haft mök við einn þessara manna. Rice Davies sagði, að Ward hefði beðið hennar. Hann hefði sagt, að hann væri félaus maður, en hann ætti góða vini, sem gætu hjálpað þeim, t.d. Astor lá- varð og Douglas Fairbanks, yngrL Ward hafði látið á sér skilja, að þó þau væru gift, myndi hann ekkert hafa á móti því, að hún ætti mök við aðra menn og tæki fé fyrir. Ungfrúin sagðist hafa hafnað þessari uppástungu læknisins. 1961 sagðist Rice Davies hafa flutt úr íbúð Wards og farið að búa með ríkum eldri manng Peter Rachman, en skömmu áður en Rachman lézt, í okt. sl., flutti hún aftur til læknisins. I>á skuldaði hann húsaleigu fyrir íbúðina og stakk upp á því við ungfrúna að hún bæði kunningja sína af sterkara kyninu um pen- inga að láL Skömmu eftir að Rice Dav- ies flutti aftur í íbúð læknis- ins, spurði hann hana, hvort hún gæti fallizt á að Indverji einn, sem vantaði íbúð til þess að hitta vikonur sínar í á dag- inn, fengi íbúðina til afnota. Ungfrúin samþykkti það, því að hún sagðist aldrei vera heima á daginn hvort eð væri. Þegar frá þessu hafði verið gengið, stakk Ward upp á því við ungfrú Rice Davies, að hún ætti mök við Indverjann, svo að hann þyrfti ekki að koma með óviðkomandi stúlk- ur í íbúðina. Ungfrúin féllst á þetta. Hún sagði, að hún hefði aldrei krafið Indverjann um greiðslu, en hann hefði samt borgað 15—20 pund í hvert sinn. Ungfrúin sagðg að meðan hún hefði búið í íbúð læknis- ins hefði oft verið mikill gesta gangur þar, en hún sagðist aldrei hafa orðið vör við neitt ósæmilegt! — Stórtiðindi Framhald af bls. 1. utanríkisráðherrunum frá því, þegar hann komst að raun um fyrir tveim árum að öryggislög- reglan hefði grun um að starf- semi ofurstans væri ekki með öllu einhlít. Stockholms-Tidningen segir í dag, að þegar árið 1952 hafi brezka öryggislögreglan verið viss um að einhvers staðar væri alvarlegur brestur í öryggiskeðju sænska landvarnaráðuneytisins. Hafi þetta einkum orðið ljóst eftir að Decca-ratsjárkerfið var selt til Svía. Segir blaðið, að Sví- ar hafi verið fyrsta landið utan Atlantshafsbandalagsins sem fékk kerfi þetta, en það hafi þá verið mikið leyndarmál innan NATO. En ekki hafi það lengi verið í sænskra höndum er Rúss- ar höfðu fengið um það full- komna vitneskju, segir blaðið. Þá hefur Aftonbladet eftir Tage Erlander, forsætisráðherra, að njósnamálið eigi eftir að koma mörgum manninum á óvart, — og ef til vill verði þeir rnest undrandi er mest og harðast hafa gagnrýnt landvarnaráðherrann. Ekki skýrir ráðherrann málið nánar, en bætir aðeins við að það varði ýmsar „hátt settar" manneskjur. Enn eitt njósnamálið: ftalskur kjarnorkufræðingur undirbjó njósnastarfsemi — Hafði samskonar útbúnað og fyrri sovézkir njósnarar London, 2. júlí — AP — NTB —• • ítalskur kjarnorkufræð- ingur, dr. Giuseppe Martelli, hefur verið ákærður fyrir að stunda njósnastarfsemi fyrir Sovétstjórnina. • Maður þessi hefur starfað í Bretlandi undanfarin ár á vegum Kjarnorkumálastofn- unar Evrópu (EURATOM), sem hefur aðalstöðvar í Briissel. Hann var handtek- inn í apríl sl., en síðan hefur staðið yfir rannsókn í máli hans, sem hinn opinberi ákærandi í London, Sir Peter Rawlinson, segir að líkist einna helzt reyfara. Hin opinbera ákæra á hendur Martelli var lögð fram í London í dag. Sir Peter Rawlinson segir, að Martelli hafi greinilega fengið sérstaka fræðslu í njósnastarf- semi og útbúnaður hans til starf- Háskólafyrir- lestur DR. Watson Kirkconnell, forseti Arcadiaháskóla, Nova Scotia, Kanada, flytur fyrirlestur í boði Háskóla íslands n.k. fimmtudag 4. júlí kl. 5.30 e.h. Fyrirlestur- inn, sem haldinn verður á ensku, nefnist „Four decades of Ice- landic Poetry in Canada“ (ís- lenzkur skáldskapur í Canada í fjóra áratugi). Dr. Watson Kirkconnell er vel kunnur hér á landi fyrir merkar þýðingar sínar á ensku á íslenzk- um ljóðum. Hann er nafntogað- ur fræðimaður og skólamaður í heimalandi sínu og hefir verið rektor Acadiaháskólans s.L 16 ár. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. — Kennedy Framhald af bls. 1. undir stjórn Fanfanis, sem sé yfirlýstur stuðningur við Atl- antshafsbandalagið, samkomu lag um afvopnun einingu Evrópu og efnahagslega samvinnu. í Róm ræddi Kennedy m.a. við Antonio Segni, forseta, Giovanni Leone, forsætisráðherra, Pietro Nenni, leiðtoga sósíalista. Enn- fremur hitti hann þar að máli Joao Goulart, forseta Brazilíu, sem komið hafði til Rómar til þess að vera við krýningu Páls páfa VI. sl. sunnudagskvöld. ★ ★ ★ Skömmu eftir að Kennedy fór frá Páfagarði hélt hann ásamt fylgdarliði sínu flugleiðis til Napoli. Heimsótti hann þar aðal- stöðvar Atlantshafsbandalagsins í Ítalíu og hélt þar ræðu. Sagði forsetinn þar meðal annars, að heimsóknin til Evrópu hefði full- vissað hann um að samvinna Evrópuþjóðanna væri óðum að eflast og einingarvilji fólksins væri augljós. Hann sagði að Bandaríkjastjórn óskaði styrkra tengsla við Evrópu og benti á að engin þjóð gæti staðið ein. Kenne dy sagði að vaxandi vilji Evrópu manna til þess að varðveita frið- inn og verja frelsi sitt hefði haft mikii áhrif á sig. seminnar hafi verið afar fullkom inn — sömu tegundar og fundizt hafi hjá öðrum sovézkum njósn- urum. I góssi hans fundust til dæmis sérstakir skór, útbúnir þannig, að í þeim mátti fela smá- skjöl. Hinn opinberi ákærandi telur, að dr. Martelli hafi frá því í september 1960 unnið að undír- búningi njósnastarfsemi sinnar. Ekki sé ljóst, hvort hann hafi náð að láta Sovétstjórninni í té leynd ar upplýsingar, en af hinum full- komna útbúnaði, skjölum er fund ust í fórum hans og dulmálskerf- um megi ráða að kjarnorkufræð- ingurinn hafi verið reiðubúinn að gefa slíkar upplýsingar við fyrsta tækifæri. Þá hefur fund- izt í fórum hans nafn manns, sem nátengdur er sovézka sendiráð- inu í Briissel. 16 norrænufræðingar frá Gautaborg í heimsókn Síðast kom slíknr hópur fyrir 30 árum í KVÖLD er væntanlegur hingað til Reykjavíkur 16 manna hópur kennara og stúdenta í norrænum málum við háskólann í Gauta- borg. Hópurinn kemur með leiguflugvél beint frá Gautaborg og mun dveljast hér á landi þrjár vikur. Skoðaðir verða helztu sögu- og merkisstaðir sunnan-, vestan- og norðanlands. Verður fyrst farið um Suðurlandsundirlendið og allt upp að Stöng í Þjórsárdal og austur í Skaftafellssýslu, síðan upp í Borgarfjörð, um Snæfells- nes og Dali og þaðan norður í land allt austur í Mývatnssveit a. m. k. Að lokum verður dvalizt nokkra daga í Reykjavík. Ferða- skrifstofa ríkisins hefur verið með í ráðum um skipulagningu ferðarinnar og annazt marghátt- aða fyrirgreiðslu við útvegun gistingarstaða o. fl. Venja er, að stúdentar í nor- rænum málum við sænska há- skóla fari árlega náms- og kynn- isferð undir leiðsögn kennara sinna, oftast um Svíþjóð, en stundum til nágrannalandanna. Aðeins einu sinni áður hefur slík ferð verið gerð til íslands, þá einnig frá Gautaborg, en nú eru um 30 ár síðan. Prófessor Hjalmar Lindroth hafði for- göngu um þá ferð, en hann er m. a. kunnur fyrir ágæta bók, er hann skrifaði um ísland (Island — motsatsernas ö) og út kom 1930 í tilefni af Alþingishátíð- inni. Fyrir hópnum að þessu sinni er eftirmaður Lindroths, prófess- or Ture Johannisson, einn þeirra átján, er sæti eiga í sænsku aka- demíunni og einn af merkusta málfræðingum Svía. Hann hefur einu sinni áður komið til íslands. var varaforseti víkingaþingsins, sem hér var haldið 1956. Auk hans verða með í förinni dósentarnir Bengt Holmberg og Verner Ekenvall, ennfremur fiL lic. Sture Allén, sem vinnur nú að samningu sænsk-íslenzkrar orðabókar ásamt Baldri Jónssyni magister. Sá síðastnefndi verður leiðsögiunaður Svíanna hér á landi, en hann hefur undanfarin 3 ár verið lektor í íslenzku við háskólana í Gautaborg og Lundi. Hópurinn heldur utan aftur 23. júlí að undanskildum tveimur stúdentum, sem verða hér eftir og munu taka þátt í námskeiði i íslenzku fyrir norræna stúdenta, sem haldið verður við Háskóla íslands dagana 2. ágúst til 19. september. Síðar í þessum mánuði mun prófessor Ture Johannisson flytja hér fyrirlestur í boði Háskóla ís- lands. Humarskelja- mjel SÍLDAR- og fiskimjölsverk- smiðja Akraness er nú farin að vinna humarskeljamjel. Mikill humarafli berst nú á land, og til þess að fullnýta veiðina er mjelið unnið, en það er auðugt af kalki. Ekki er vitað, hvort hægt verður að selja það úr landi, en helzt yrði það selt sem fuglafóður. Humarskeljamjel hefur lítillega verið unnið áður hér á landi. E NA 15 hnúfar\ ¥: Sn/tfomt SVS0hnútar\ • ÚH V Skurir S Þrumar '"S2SJ Kutí*M\H.HmÍ I ^ Hihiii \L*LmalJ UM hád. í gær var þykkviðri sunnanlands og vestan, en bjart fyrir norðan og austan, enda var þar 15 — 18 st. hiti. Annars staðar var hiti 10 — 12 st. Háþrýstisvæði er enn yfir Islandi og hafinu suður undan. Á kortinu sést grunn lægð norður við Scoresbysund, og hreyfist hún austur eftir. Má því búast við V-kalda og jafnvel strekkingi á djúp- miðum fyrir Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.