Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 8
8 TUORCVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. júlí 1963 Þörfnumst meira skapandi, vekjandi, þroskandi og gleðjandi ímyndunarafls — sagði Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra við setningu menntamálaráð- herrafundarins í gær GYLFI í>. Gíslason menntamála- ráðherra flutti ræðu við setn- ingu menntamálaráðherrafundar Norðurlanda í Reykjavík í gær. Hann sagði þar m. a.: Við Xslendingar teljum okkur norræna þjóð. Við viljum halda áfram að vera það. Allt samstarf við frændþjóðir okkar á Norður- löndum er okkur kærkomið. Lík- lega er þó samstarf í menningar- málum okkur kærkomnast og eðlilegast. En þetta hafið þið alit saman heyrt áður, án efa marg- oft. Og það væri hreint ekki óeðli legt, að þið hélduð, að hér væri um vel meint, en venjulegt orð- skrúð að ræða. En í mínum munni hafa þessi orð dýpri og alvarlegri merkingu, og ég er sannfærður um, að þar mæli ég fyrir hönd mikils hluta hugsandi íslendinga. Það er þetta, sem mig langar til þess að skýra með fá- einum orðum. Frá skynseminnar sjónarmiði — mælt á mælistiku hagkvæmni og hagnýtra sjónarmiða — er það ef til vill heimskulegt fyrir tæp- lega tvö hundruð þúsund manns að burðast við að halda uppi sjálf stæðu ríki og vilja vera óháð menningarþjóð. Það furðulega ævintýri, sem hófst með land- námi norrænna manna á stóru eylandi norður undir heimskauts - baug fyrir nær ellefu hundruð árum, við rætur víðáttumestu jökla Norðurálfu, á einni storma sömustu strönd Atlantshafs, var ef til vill óskynsamlegt uppátæki. Líf nokkurra tuga þúsunda hér norður á hjara veraldar í marg- ar, myrkar aldir, var án efa ekki arðvænlegt fyrirtæki. Og ein- hverjum reikningsglöggum raun- sæismönnum hefur eflaust getað fundizt það hæpið tiltæki — á tuttugustu öld, tímum tækni og vaxandi áhrifa stórvelda — að endurreisa eldgamalt smáríki, svo fámennt, að allir íbúarnir kæm- ust fyrir við nokkrar götur í nú- tíma stórborg, — svo lítið, að þjóðarframleiðslan er ekki meiri en framleiðsla meðalfyrirtækis hjá stórþjóð. En eins og landnámsmennirnir lögðu út í óvissuna á níundu öld, með ímyndunaraflið að áttavita, heillaðir af því, sem er ótrúlegt í öllum ævintýrum, — eins og fá- tæk þjóð varðveitti tungu sína og þjóðerni öldum saman af Dr. Gylfi Þ. Gíslason tryggð við forleður og minningar og af þeirri ást á sögu og ljóði, sem verður ekki látin 1 aska, — eins höfum við, tuttugustu aldar menn á íslandi, gert alvöru úr því, sem áður var draumur, að efna til sjálfstæðs ríkis, þrátt fyrir fæð okkar, þrátt fyrir smæð okkar. íslenzkur stjórnmálamaður var eitt sinn að ræða við indverskan mann á þingi Sameinuðu þjóð- anna, og spurði hinn indverski um íbúatölu Islands. íslendingur- inn mundi í svipinn ekki nákvæm lega, hversu marga tugi umfram hundrað þúsund þjóðin taldi, og var ekki kominn lengra en að segja hundrað, þegar Indverjinn botnaði setninguna og sagði: „Hundrað milljónir, já, þið ættuð að geta séð ykkur vel farborða". Ég minnist þess einnig, þegar ég átti viðræður við David Ben Gurion í ísrael 1958. Hann sagði m. a., að ein heitasta ósk sín væri sú, að ísraelsmenn yrðu sem fyrst fjórar milljónir talsins, fyrr sagðist hann ekki vera öruggur um framtíð ríkisins. Minna ríki fengizt ekki staðizt á okkar tím- um. Ég held, að öllum hugsandi fs- lendingum sé ljóst það, sem er tvísýnt við tilveru smáríkis ör- fárra einstaklinga, undir miðnæt ursól og norðurljósum. En aldrei, í aldalangri sögu þessa kalda lands, hafa búið hér menn, sem eru staðráðnari í því, að þúsund ára gamla ævintýrið, sem hér hefur verið að gerast, skuli halda áfram að vera raunveruleiki, stað reynd, — að hér skuli um allar — Ráðherrafundur Framhald af bls. 1. nefna hana, og íslenzku. Ráð- herrann svaraði því til, að þessi nýbreytni væri mjög vinsæl. Þetta Væri aðeins á byrjunar- stigi, en allar líkur bentu til þess að hið nýja fyrirkomu- lag myndi gefa góða raun. „Ég hef trú á því,“ sagði ráðherr- ann, „að þetta muni reynast vel, enda er allt sem bendir til þess.“ Ráðherrar hinna Norðurland- anna voru að því spurðir, hvort ríkisstjórnir þeirra hygðust taka upp sams konar fyrirkomu- lag í sínum skólum, þannig að íslenzka væri þar einnig kennd, en ekki var á þeim að heyra, að þeir byggjust við því, að svo gæti orðið. f Svíþjóð eru danska og norska skyldufög í skólum og í Danmörku norska og sænska. Hins vegar létu þeir þess getið, að íslenzkukennsla væri hluti af sérfræðinámi í málfræði við háskóla. Þá voru ráðherrarnir spurðir um norræna húsið í Reykjavík og varð Julius Bomholt fyrir svörum. Hann rakti nokkuð gang þessa máls og sagði, að það hefði fengið afgreiðslu á fundum Norðurlandaráðs í Helsingfors í marz 1962. „Markmiðið með byggingu þessa húss og starf- rækslu þess er tvenns konar," sagði ráðherrann, „í fyrsta lagi að auka áhrif frá öðrum Norð- urlöndum her á íslandi, og í öðru lagi að miðla öðrum Norðurlönd- um íslenzkri menningu í auknum mæli. Þetta verður ekki einung- is akademísk stofnun," sagði ráðherrann, „heldur verður hún einnig alþýðleg, þannig að hún verður reist á breiðum grund- velli. Danir munu kostat4 hluta byggingarinnar, Finnar og Norð- menn jafnmikið, en stóri bróð- ir Svíþjóð %,“ sagði ráðherr- ann. „Framlagið fyrir árið 1963- 64 er 295 þúsund n. kr. og af því eigum við Danir að borga 57 þús. kr., og hefur verið geng- ið frá því á okkar fjárlögum." Síðan sagði Bomholt, að það væri gaman að sjá hvar hús þetta ætti að rísa og skýrði Gylfi Þ. Gíslason þá frá því, að það yrði á háskólalóðinni, og myndi ráðherrunum verða sýnd- ur staðurinn síðar. Þá má geta þess, að nú verð- ur sett upp sérstök nefnd, sem fær mál þetta í hendur. Þá var finnski ráðherrann, frú Armi Hosia, spurð um það, hvort ekki væri ástæða til að senda finnskan sendikennara til íslands og kvaðst hún vera því fylgj- andi. Því var skotið inn í, að bezt færi á því að löndin skipt- ust á sendikennurum, ekki ein- ungis vegna málins, heldur til að styrkja almenn menningar- samskipti. Sem svar við því, hver áhrif njósnamálið í Svíþjóð hefði á stjórnmálin þar í landi, svaraði Ragnar Edenman þessu til: „Þetta er hörmulegt mál. Hér er um að ræða landráð., sem keypt eru fyrir peninga. Það segir alla söguna. Ekki bætir það úr skák, hve háttsettur njósnar- inn er.“ Síðan greindi hann frá lögfræð- inganefndinni, sem stjórnin hef- ur sett á laggirnar og þing- nefndinni, en um það mál hef- ur áður verið fjallað í fréttum hér í blaðinu. „Teljið þér, að þetta mál hafi í för með sér slæm áhrif á sam- skipti sænsku stjórnarinnar og Sovétstjórnarinnar. „Ég þori ekkert að segja um það,“ sagði ráðherrann. Svo glotti hann og bætti við: „Fólk lifir á svo miklum blekkingum nú á dögum“. Þá voru ráðherrarnir spurðir um sjónvarp, og sagði þá Julius Bomholt, að danska sjónvarpinu yxi fiskur um hrygg með hverj- um degi sem liði, og gegndi það nú miklu hlutverki hvað það snerti að miðla fólki menning- arefni og fréttum. „Það hafði áreiðanlega mikil áhrif á úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hann. Ráðherrann bætti því við, að sjónvarpið mundi í Danmörku hafa æ meiri áhrif á stjórnmálaþróunina í landinu. Um úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar var hann fáorður. Hún var auðvitað nokkurt áfall fyr- ir stjórnina, en ráðherrann sló þessu upp í gamanmál og sagði: „Fólki þykir miklu skemmtilegra að merkja við nei heldur en já í kosningum." Dönsku ráðherrarnir voru einn ig spurðir um það, hvað þeir vildu segja um stjórnmálaþróun ina í Færeyjum. Þeir höfðu lít- ið um hana að segja. Voru þeir þá spurðir um, hvort þar væri ekki ný stjórn, sem þætti heldur óvinsamleg Dönum og dönskum yfirráðum. Þeir svöruðu: „Við höfum ekki orðið þess varir í stjórninni, að það væru neinar deilur milli okkar og færeysku stjórnarinnar, því síður nein spenna. Sambandið milli okkar er fullkomlega eðlilegt. Við höfum ekki áhuga á að framkvæma annað en það, sem Færeyingar sjálfir vilja. Þróunin í Færeyjum hefur verið stórstíg og til fyrir- myndar og skemmtilegt að fylgj- ast með því, hversu skjótum framförum fiskiðnaðurinn hefur t.d. tekið.“ Eins og til að gjalda blaðamanninum rauðan belg fyr- ir gráan, spurði Bomholt hann brosandi þessarar spurningar: „Hvor er betri höfundur Kiljan eða Heinesen?“ Enginn viðstaddra treysti sér til að svara þessari viðkvæmu spurningu, og var mijlið látið liggja milli hluta, og hélt hver sínu. Þá var fjallað um stúdenta- samskipti á þessum blaðamanna fundi og voru ráðherrarnir sam mála um, að þau bæri að auka og efla í alla staði. Nú væri reynd ar svo komið að engar hindr- anir væru lengur í veginum hjá embættismönnum eða í ráðu- neytum. Það væri þá frekar, að 'norrænir stúdentar vildu síður heimsækja land hvers annars, og færu þá gjarnan til Bandarikj- anna, Þýzkalands eða einhverra annarra landa. Til marks um það, hvernig reynt hefði verið að efla samskipti norrænna stúd- enta mætti nefna, að í ýmsum greinum háskólanáms væru nú tekin gild próf í hinum lönd- unum sem tekin hefðu verið í öðrum. En stúdentar væru íhalds samir og hefðu ekki hagnýtt sér þessi réttindi. Ráðherrarnir virt- ust sammála um að stúdenta samskipti væru drjúgur þáttur í því að efla og auka skilning milli landanna. Lauk svo þessum fundi norr- ænna menntamálaráðherra með íslenzkum blaðamönnum, án þess að til neinna stórtíðinda drægi. Þó má geta þess að lok- um, eins og rúsínu í pylsuendanum, að dönsku ráð- herrarnir sögðu, þegar þeir voru spurðir um handritamálið: „Það verður staðfest, sem búið er að gera.“ Þótti þetta merkileg yf- irlýsing og má af henni ráða, að nokkurn veginn sé víst, að hand- ritin komi til íslands að loknum næstu kosningum í Danmörku, en þær eiga að fara fram haust- ið 1964. Handritamálið heyrir undir Helveg Petersen, og sagði hann á fundinum, að enginn órói væri út af því í Danmörku og um það væri lítið talað. „Það eina sem við getum sagt,“ bætti hann við, „er þetta: málið bíð- ur næstu kosninga". aldir vera íslenzkt ríki íslenzkr- ar þjóðar. Nýir tímar og nýjar aðstæður krefjast auðvitað nýrr- ar afstöðu á fjölmörgum sviðum. Hinn mikli vandi okkar er ein- mitt fólginn í því að samræma stefnu okkar í málum dagsins því eilífa markmiði, að vera íslenzk þjóð á sjálfstæðu íslandi. En hver er kjarni þess vanda? Öll vitum við, að við lifum á öld tækni, kjarnorku, geimferða. skipulagningar. Það er líka kunn- ara en frá þurfi að segja, að allt þetta eflir stórveldi, en gerir hlut skipti smærri ríkja erfiðara. Auð vitað geta smáríki einnig náð langt í tjekni og skipulagningu, einkum á takmörkuðu sviði. Það hafa t. d. Norðurlönd sýnt og jafn vel hið minnsta þeirra, ísland, sem mun mega teljast forystuþjóð í veiðitækni. í kjölfar þessa geta siglt góð lífskjör. En það breytir ekki þeirri meginstaðreynd, að á æ fleiri sviðum tækninnar stend- ur hinn stóri betur að vígi en hinn smái. Og það er sú þróun, sem gerir hlutskipti smáríkjanna æ vandasamara. Hvað eiga þau að taka til bragðs? Skynsemin heíur verið að leggja undir sig heiminn. Hag- kvæmnin hefur verið að ryðja öðrum mælikvörðum til hliðar. Ekki situr það á mér, sem hef haft þann starfa að kenna stú- dentum hagfræði, að vanmeta hagkvæmni og skynsemi. En það er til fleira í veröldinni. Mér finnst, að skynsemi og hag* kvæmni sé búin að þoka ímynd- unarafli og innblæstri alltof langt til hliðar. I sannleika sagt finnst mér, að meginvandi okkar tíma sé í því fólginn, að ímynd- unaraflið sem skapandi máttur sé í hættu. Það, sem við þörfn- umst umfram nýjar vélar, um- fram meiri kjarnorku, umfram nýjar eldflaugar, að ég ekki tali um fleiri kjarnorkusprengjur, er meira ímyndunarafl, meira skap- andi, vekjandi, þroskandi og gleðj andi ímyndunarafl, Við þörfn- umst endurmats á þekkingunnL Við teljum okkur aðeins þekk>a náttúrulögmálin og staðreynd- irnar. Auðvitað gerum við það, og við eigum þeirri þekkingu mikið að þakka. Við þekkjum þyngdarlögmálið og breytingarn- ar á verðlaginu. En við höfum aldrei hlustað á þyngdarlögmál- ið, og við höfum aldrei séð verð- lagsvísitöluna á gangi í miðbæn- um. En höfum við ekki bæði heyrt og séð Sölku Völku? Er hún ekki jafnáþreifanleg stað- reynd og þyngdarlögmálið? Og er ævintýraheimur H. C. Ander- sen, er sú veröld, sem Hamsun hefur gefið okkur í sögum sín- um, Fröding í ljóðum sínum og Sibelius í tónum sínum, nokkuð óraunverulegri en verðlagsvísi- talan, sem við erum þó að minnsta kosti guðs lifandi fegin að haía aðeins séð á prenti eða á mynd, en aldrei þurft að taka í höndina á, þótt við hefðum hins vegar gjarnan viljað heilsa upp á afa gamla á Knerri í Fjall- kirkju Gunnars Gunnarssonar? Ef það er rétt, að okkar tíma skorti fyrst og fremst skapandi ímyndunarafl, jafnvel frekar en siðgæðisvakningu, jafnvel frekar en trúarvakningu, þá held ég, að smáþjóðirnar verði að hafa for- ystu um að bæta úr því. Stór- þjóðirnar, stórveldin, eru mál- svarar hagkvæmninnar, skynsena innar. Það er eðlilegt. Ef smá- þjóðirnar eiga að halda hlut sín- um, sanna tilverurétt smn, sýna gildi sitt, þá verður að hafa fleiri kvarða á lofti en kvarða tækninn ar, hagsýninnar, hinnar blindu kunnáttu. Og þá má það ekki Framhald á bls. 15. BRUNAÚTSALAN hjá VOUGE er í fulltnm gangi í Lístamannaskálanuin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.